Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Iðnaðarstefna samþykkt á Alþingi: Framkvæmdin það sem skiptir höfuðmáli segir Valur Valsson, framkvæmdastjóri FÍI EITT þeirra mála, sem Alþingi sam- þykkti á síðustu dögum þingsins, var þingsályktun um iðnaðarstefnu. Á undanförnum ámm hefur iðnaðar- ráðherra flutt tillögu um iðnaðar- stefnu, sem ekki hefur hlotið hljómgrunn á Alþingi. í haust gerð- ist það síðan, að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins fluttu tillögu um iðnaðarstefnu, auk þess sem iðnað- arráðherra endurflutti tillögu sína með nokkrum breytingum. Atvinnu- málanefnd Sameinaðs Alþingis fékk þessar tillögur til athugunar og óskaði nefndin meðal annars eftir Bretland: Verðbólgan aðeins 9,4% BRETUM hefur tekizt vel upp í baráttunni gegn verðbólgu á undanfórnum misserum, en i aprilmánuði s.l. var verðbólga í landinu komin niður í 9.4%, en hún komst í nærri 20% fyrir lið- lega tveimur árum. Sérfræðingar þakka þennan góða árangur að- allega miklum aðhalda- og efna- hagsaðgerðum stjórnvalda, auk hagstæðari þróunar gengisskrán- ingar pundsins á alþjóðagjaldeyr- ismörkuðum upp á síðkastið. í aprílmánuði hækkaði vísi- tala neyzluvöruverðs aðeins um 0.4%, en á sama tíma í fyrra, hækkaði vísitalan um 2.9%. Verðbólga er nú í fyrsta sinn í mörg ár lægri í Bretlandi, heldur en nemur meðaltals- verðbólgu í löndum Efna- hagsbandalagsins, en í apríl var meðaltalsverðbólga í lönd- um EBE um 10.7%. Forystumenn í brezkum iðn- aði hafi lýst þeirri skoðun sinni að undanförnu, að Bretar geti nú í fyrsta sinn farið, að keppa við aðra samkeppnisaðila á verðum, sem eitthvert vit sé í. Mjög hátt gengi pundsins um árabil hefur sett Breta alger- lega út af laginu. Samkeppn- ishæfni þeirra varð afleit. Árni Gunnars- son ráöinn fram- kvæmdastjóri hjá Stjórnunar- félagi íslands ARNI Gunnarsson, rekstrarhag- fræðingur, hefur verið ráðinn til starfa, sem framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands, og mun hann taka við því starfi 1. júlí n.k. Arni Gunnarsson er stúdent frá Verzlunarskóla íslands árið 1972 og lauk síðan prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1976. Hann starfaði, sem framkvæmdastjóri hjá fyrir- tækjunum Heild hf. og Frum hf. í Sundaborg árin 1976-1980. Hann hefur frá því haustið 1980 stundað framhaldsnám í rekstrarhagfræði við Verzlun- arháskólann í Kaupmannahöfn og lýkur prófi þaðan nú í júní. Hann hefur haft tölvufræði, fjármálastjórn og áætlanagerð, sem sérgreinar í námi sínu í rekstrarhagfræði Fráfarandi framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands er umsögn Félags islenzkra iðnrek- enda. í umsögn sinni sagði FÍI það fagnaðarefni, að í báðum þings- ályktunartillögunum hafi verið gengið verulega til móts við ýmsar tillögur og sjónarmið félagsins, sem það hefur sett fram áður, þeg- ar iðnaðarstefna hefur verið til umræðu. Ennfremur segir, að iðn- aðarstefna verði ekki sett í eitt skipti fyrir öll. Hún sé háð breyti- legum aðstæðum og verði því að endurnýjast í ljósi þess og hvernig miðar með framkvæmd hennar. Atvinnumálanefnd Sameinaðs Alþingis sameinaði þær tillögur, sem lágu fyrir frá iðnaðarráð- herra og Sjálfstæðisflokknum í eina tillögu, sem samþykkt var á síðustu dögum þingsins. — Félag íslenzkra iðnrekenda telur mikil- vægt, að á hverjum tíma sé til iðn- aðarstefna, sem feli í sér yfirlýs- ingu stjórnvalda um, hver eigi að vera þáttur iðnaðarins í atvinnu- lífi þjóðarinnar og hvernig þeim markmiðum verði náð. Þótt ýmis- legt megi finna að þeirri iðnað- arstefnu, sem nú hefur verið sam- þykkt, þá markar samþykkt henn- ar viss tímamót, sagði Valur Valsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, í sam- tali við Mbl. — En samþykkt slíkrar stefnu út af fyrir sig skiptir ekki höfuð- máli, heldur hvernig hún er fram- kvæmd. Nú hefur verið ákveðið, í samræmi við tillögur FÍI, að sett verði á fót „samstarfsnefnd um framkvæmd iðnaðarstefnu", sem í eiga sæti samkvæmt tilnefningu, fulltrúar frá viðskiptaráðuneyt- inu, fjármálaráðuneytinu, Félagi íslenzkra iðnrekenda, SÍS, Land- sambandi iðnaðarmanna, Land- sambandi iðnverkafólks og Al- þýðusambandi íslands, auk full- trúa iðnaðarráðuneytisins, sem jafnframt verður formaður nefnd- arinnar, sagði Valur Valsson, framkvæmdastjóri FÍI ennfrem- Viðskiptahallinn verður meiri en spáð var í marz Minni útflutningur og meiri innflutningur en reiknað var með eru höfuðástæðurnar „VIÐ HÖFUM ekki endurskoðað spá okkar frá því í marz sl., en eins og útlitið er í dag, má ætla að viðskiptahallinn verði nokkru meiri, en við spáðum,“ sagði Ólaf- ur Daviðsson, forstöðumaður Þjóð- hagsstofnunar, í samtali við Mbl., en Þjóðhagsstofnun spáði i marz sl., að viðskiptahallinn á þessu ári yrði um 1.008 milljónir króna, eða um 5% af þjóðarframleiðslu, sam- anborið við 2,4% halla árið á und- an. Viðskiptahallinn varð hins veg- ar mestur á árinu 1975, eða um 11,1%. „Afli er mun minni það sem af er árinu en við höfðum gert ráð fyrir, sem hlýtur að leiða til minni útflutnings og innflutn- ingur hefur verið meiri það sem af er árinu, en reiknað hafði ver- ið með. Þetta leiðir auðvitað til þess, að meiri viðskiptahalli verður," sagði Ólafur Davíðsson ennfremur. Verðbólgan á síðasta ári, á mælikvarða framfærsluvísitölu, varð rúmlega 40%, en hraði verðbólgunnar í dag er um 51% á mælikvarða framfærsluvísi- tölu, sem hækkar 1. júní nk. um 10,8%. Þá má geta þess, að dollara- verð hækkaði um 31% á öllu síð- asta ári, en það sem af er þessu ári, þ.e. á liðlega fimm og hálfum mánuði, hefur dollaraverð hækk- að um liðlega 30,2%, en á síðasta ári var gengishækkun dollars gagnvart Evrópumyntum nýtt til að draga sem mest úr lækkun á meðalgengi krónunnar. Það hafði ótvíræð áhrif á verðlags- þróunina á síðasta ári. Loks má geta þess, að gjald- eyrisstaða banka og sparisjóða hefur farið mjög versnandi á þessu ári. Hefur reyndar versn- að um 474 milljónir króna frá áramótum. Þá var hún 2.145 milljónir króna, en 1. maí sl. var hún 1.671 milljón króna. Þessi versnandi staða hefur síðan leitt til þess, að Seðlabanki íslands óskaði eftir því á dögunum, að setja 5% sveigjanlega bindi- skyldu á banka og sparisjóði. Bankar og sparisjóðir segja hins vegar, að sveigjanlega bindi- skyldan sé ein af höfuðástæðum þess, að staða þeirra er óvenju- lega slæm um þessar mundir og hefur reyndar verið ákveðið að draga verulega úr útlánum banka næstu mánuði. Lækkun launaskatts á fiskvinnslu og iðnaði: Ríkið bætir sér upp tekju- tapið með fjölgun gjalddaga EINN þáttur þeirra efnahagsráðstafana, er fyrr á þessu ári birtust í formi laga um breytta tekjuöflun ríkissjóðs vegna ráðstafana í efnahagsmálum, fólst í breytingum á ákvæðum laga um launaskatt. Er þar um ýmsar breytingar að ræða, en sú er einkum hefur verið haldið á lofti felst í nýju heimildar- ákvæði til að lækka launaskatt á fiskvinnslu og almennum iðnaði úr 3.5% af greiddum vinnulaunum í 2.5%. Árni Gunnarsson Þórður Sverrisson, rekstrarhag- fræðingur, sem gegnt hefur starfinu um fjögurra ára skeið. Heimild þessi er bundin við þá atvinnustarfsemi, sem flokkuð er sem fiskvinnsla og iðnaður í atvinnuvegaskrá Hagstofu ís- lands. Undir þessar skilgrein- ingu fellur allur almennur iðn- VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl aður, s.s. matvæla-, efna-, hús- gagna-, plast- og prentiðnaður, svo og stóriðja, þ.e. málmblendi og áliðnaður. Hins vegar fellur allur byggingariðnaður og mannvirkjagerð hér utan við og tekur lækkunarheimildin ekki til þeirra greina. Þessar upplýs- ingar koma fram í fréttabréfi VSÍ. Ennfremur segir, að nýverið hafi verið gefin út reglugerð á grundvelli þessara laga og er heimild til áðurnefndra lækkun- ar þar staðfest og kom hún til framkvæmda frá 1. marz sl. að telja. Ymsar aðrar breytingar voru ákveðnar í lögum þessum og reglugerð. Má þar m.a. nefna, að ýmsum skilgreiningum er breytt frá því sem áður var. Gildir það einkum um skattstofninn og er hann nú skilgreindur í nánara samræmi við lögin um tekju- og eignaskatt, en áður var. Þá eru hert ákvæði um vanskil og eru þau nú í samræmi við hliðstæð ákvæði tekjuskattslaganna. Ein mikilvægasta breytingin er þó vafalaust sú, að gjalddög- um launaskattsins hefur verið fjölgað úr 4 á ári í 5. Er ljóst, að fjölgun gjalddaga hefur í för með sér örari greiðslur og þar með auknar rauntekjur ríkis- sjóðs af skattinum. Fylgir því eðlilega samsvarandi útgjalda- auki atvinnurekstrarins. Virðist ljóst, að ríkissjóður muni með þessum hætti bæta sér upp um- talsverðan hluta þess tekjutaps, sem lækkun launaskatts í fisk- vinnslu og iðnaði mun valda, segir að síðustu í fréttabréfi VSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.