Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 „Var í Mi vegna kviðslite er áhuginn vaknaÖi“ „I»etta er hugmynd, sem skaut upp kollinum einhvern tíma í fyrrahaust. Ég héit nú að Gutti meinti ekkert með þessu, en síðan hnippti hann aftur í mig, ekki alls fyrir löngu og við slógum til,“ sagði Bjarni I>ór Bjarnason er Mbl. ræddi við hann og Guttorm Jónsson á Akranesi fyrir skömmu. Þeir félagar opnuðu nýlega myndlistarsýríingu í kjallara Bókhlöðunnar á Akranesi, þar sem þeir sýna um 50 verk. Bjarni Þór hefur um langt skeið verið kunnur teiknari á meðal Akur- nesinga, en ferill Guttorms sem myndlistarmanns hefur ekki farið eins hátt. Þó hefur hann unnið mikið á undanförnum ár- um, en aðeins „fyrir sjálfan sig“ eins og hann orðar það sjálfur. „Kg hef hreinlega ekki tímt að sjá á bak þessum verkum mín- um, en nú er svo komið, að ég hef hreinlega ekki pláss fyrir þau heima hjá mér.“ A sýningunni er Bjarni með teikningar, vatnslitamyndir og dúkristu, en verk Guttorms eru af allt öðrum toga spunnin. Hann vinnur myndverk sín i tré, ál, steinsteypu, gifs og gler, og óhætt er að segja, að saman mynda verk þeirra félaga skemmtilega blöndu myndlistar. Húsbygging „Við vorum nú saman í Mynd- listarskóla Reykjavíkur um skeið, en að öðru leyti hafa leiðir okkar ekki legið mikið saman. Annars var ég nú töluvert að dunda mér við þetta hér áður fyrr,“ sagði Guttormur. „En síð- an fór ég að byggja hús. Það hef- ur verið ... látum okkur sjá, já það var 1967. Á þeim árum var ekki mikill tími aflögu til að vinna að myndlistinni. Lengi vel notuðum vð ekki stofuna, þ.e. hún var lokuð, en þar kom að því að við þurftum að opna hana. Þá kom bara í ljós, að ég átti ekkert á veggina, svo ég fór að vinna að þessum hugðarefnum mínum aftur. Síðan kom að því að ég var stopp. Mig vantaði tækni til að útfæra þær hugmyndir, sem ég gekk með í kollinum. Það var því ekki annað fyrir mig að gera, ef ég vildi halda áfram, en að sækja nám. Það varð ofan á, að ég lét innrita mig í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Ég tók því Akra- borgina í bæinn tvisvar í viku og keyrði síðan heim á kvöldin eftir skóla. Ég held að margir hafi hallast að því á þeim tíma, að ég væri orðinn eitthvað galinn. Ráðsettur maður með fjölskyldu að fara út í myndlistarnám á miðjum aldri og það í Reykjavík. Menn áttu voðalega erfitt með að skilja þetta. Að sleppa næt- urvinnu til að fara í skóla fékk ekki mikinn hljómgrunn hjá mönnum. Áhugann fékk ég eig- inlega fyrst ’72. Ég var þá í fríi vegna kviðslits." „Það vantar nauðsynlega myndlistarskóla hérna á Akra- nesi,“ sagði Bjarni Þór. „Hér er það eina, sem boðið er upp á, námskeið á vegum námsflokk- anna. Það er ágætt svo langt sem það nær. Hins vegar tel ég grundvöll fyrir slíkan skóla hér á Akranesi og hann myndi falla vel inn í þá mynd, að gera Akra- nes að einskonar skólabæ fyrir Vesturlandskjördæmi. Vélvirkjun Ég t.d. fór í nám til Reykjavík- ur. Sótti Myndlista- og handíða- skólann í fjóra vetur ásamt þeim Vigni Jóhannssyni og Smára Hannessyni. Smári hætti reynd- ar fljótlega. Ég er búinn að teikna meira og minna frá ferm- ingu. Síðan fór ég að læra vél- virkjun — þvert gegn áhugasvið- inu. Hins vegar finnst mér svona eftir á, að það hafi gert mér gott að læra einhverja iðn. Ég lærði t.d. rúm- og flatarteikningu. Ég hef reynt mig í flestum tegundum myndlistar. Ég sýni hins vegar núna teikningar, dúkristu og vatnslitamyndir. Nei, ég bind mig ekki við neitt ákveðið myndefni, en er dálítið mikið fyrir fígúratífar myndir. Andstætt því sem er hjá Gutta. Hann er meira í óhlutbundnum myndverkum." „Já, bæði finnst mér gott að halda mig við slíkt og hitt, að geta skipt um efni þegar mig langar til. Stundum langar mig að gera eitthvað úr steypu og þá geri ég það. Ég er ekki bundinn við neitt ákvðið. Þetta getur ver- ið mjög gott ef maður er orðinn þreyttur á að vinna með ákveðið efni. Þá er gott að hvíla sig, endurnýja hugmyndirnar, og takast á við eitthvað allt annað." „Jú, maður fann nú dálítið fyrir því hérna 1974, er ég seldi íbúðina mína hér á Skaganum," sagði Bjarni Þór. „Keypti að vísu aðra í Reykjavík, en settist á skólabekk í Myndlista- og hand- íðaskólanum. í dag held ég að þessu yrði tekið á allt annan átt. Það er hins vegar staðreynd, að maður þarf alltaf að fórna ein- hverju til að ná sínum draumum fram. Lifibrauð Nei, ég held að það gæti ekki gengið hérna á Akranesi að ætla sér að hafa þetta að lifibrauði. Ég kenni við Brekkubæjarskól- ann, annars gengi dæmið ekki upp. Ég gæti reyndar lifað af þessu ef ég gerði eingöngu Guttormur Jónsson og Bjarni Þór Bjarna- son. Þeir sýna saman í Bókhlöðunni á Akra- nesi um þessar mund- ir myndir, sem fólk vill kaupa. Mér finnst það hins vegar vera að selja sig og það vil ég ekki gera. Þá gæti ég alveg eins farið aftur í vélvirkjunina. Það verður líka að vera gaman að því, sem mað- ur er að gera. Annars er þetta ekki til neins." „Þetta var svipað hjá mér,“ sagði Guttormur. „Ég fór í hús- gagnasmíði af því að ég hélt að það ætti best við mig. Það var reyndar mjög gaman að fást við mörg erfið verkefni þar en hins vegar var ekkert gaman lengur þegar maður þurfti t.d. að af- greiða hundrað skrifborð — öll eins — og taka síðan tii við að vinna aðra pöntun. Fjölföldunin gerði það að verkum, að öll ánægja hvarf úr vinnunni." K-in þrjú Listamönnum á Akranesi fer fjölgandi. Auk þeirra tveggja, Bjarna Þórs og Guttorms, eru þó nokkuð margir sem fást við myndlist. Hjálmar Þorsteinsson og Vignir Jóhannsson geta vart talist til heimamanna lengur þar sem þeir hafa báðir aðsetur er- lendis, Hjálmar í Danmörku og Vignir í Bandaríkjunum. Þá hef- ur Hreinn Elíasson verið á ferð- inni í langan tíma og margir hæjarbúa eiga verk eftir hann. Akranes hefur til þessa skap- að sér nafn fyrir flest annað en iistamenn, en nú virðist svo sem breyting sé að verða á. Konur, kartöflur og knattspyrna — K-in þrjú — eru ekki lengur einkenni bæjarins, þótt þar sé bæði að finna fagrar konur og afbragðs knattspyrnumenn og kannski eitthvað af almennilegum kart- öflum. Listin virðist hins vegar vera á hraðri uppleið í þessum forn- fræga fiskibæ. Ástæða er til þes að hvetja alla bæjarbúa, svo þá sem leið eiga um bæinn sýn- ingardagana, að líta við í kjall- ara Bókhlöðunnar við Heiðar- braut. Þar ætti margt að koma mönnum þægilega á óvart — ekki hvað síst mörg myndverka Guttorms. — SSv. Skuggi Mafrannar á stjórn Reagans Frá Önnu Bjarnadóttur, frétUriUra Morgunhlaósins í Washington. FORSETI eins stærsta verkalýðsfé- lags Bandaríkjanna hefur skorað á Kaymond Donovan, atvinnumála- ráðherra, að segja af sér störfum. At- vinnumálanefnd öldungadeildar handaríska þingsins vinnur nú að rannsókn á fullyrðingum um að Donovan hafi unnið með spilltum verkalýðsforingjum og haft samband við mafíuna þegar hann starfaði hjá Schiavone-verktökunum í New Jers- ey, en hann er hluthafi í fyrirtækinu. Starfsmenn nefndarinnar, sem Orrin Hatch repúblikani frá Utah er for- maður í og Edward Kennedy á sæti í, hafa orðið fyrir nafnlausum hótunum á undanförnum dögum. Schiavone hefur ráðið leynilögreglu til að grafa eitthvað upp um nefndarmenn og finna út hverjir leka fréttum i fjöl- miðla. Ronald Reagan hefur haldið sér utan við þetta mál. Donovan seg- ist vera saklaus og „harmar“ að haft hafi vcrið í hótunum við fólk. Lítið hefur borið á Donovan í ríkisstjórn Reagans. Sögusagnir af sambandi hans við mafíuna heyrð- ust fyrst við yfirheyrslur atvinnu- málanefndarinnar þegar Reagan útnefndi hann í ráðherraembættið. Nefndin samþykkti útnefninguna en hélt rannsókn á málum hans áfram. Dómsmálaráðuneytið fól sérstökum saksóknara að kynna sér málið seint á síðasta ári. I síð- ustu viku viðurkenndi William Webster, yfirmaður alríkislögregl- unnar, FBI, að hún hefði ekki greint nefndinni frá öllu sem hún vissi um Donovan við yfirheyrsl- urnar. Meðal þess sem FBI sagðl ekki frá, er að Donovan er sagður hafa haft samband við þó nokkra maf- íumeðlimi sem gátu hjálpað Schi- avone-fyrirtækinu að hreppa góða bita. Salvatore Briguglio var einn þeirra. Hann er þekktur svindlari, og var jafnvel talinn viðriðinn hvarf Jimmy Hoffa, sem var senni- lega myrtur 1975. Briguglio var fær um að veita Donovan upplýs- ingar um lægstu tilboð í opinberar framkvæmdir í New Jersey, svo hann gat undirboðið keppinauta fyrirtækisins og hlotið hnossið. Ralph Picardo, sem vann fyrir mafíuna og situr inni fyrir morð, sagði við yfirheyrslur nefndarinn- ar, að Donovan hefði þekkt Brig- uglio og átt í viðskiptum við OK- flutningafyrirtæki hans. Hann sagðist oft hafa farið fyrir Brig- uglio til Schiavone með falsaðar kvittanir, spurt eftir „Ray“ og tek- ið við 500 dollara ávísunum. Brig- uglio sagði honum að Schiavone væri að kaupa vinnufrið til að nota vinnukraft sem ekki var í verka- lýðsfélagi vöruflutningabílstjóra. Anthony Provenzano, var forseti félagsins í New Jersey á þessum árum og enginn kaus að lenda upp á kant við hann. Skjöl FBI sýna að Donovan Schiavone útvegaði honum bygg- ingarefni fyrir um 50.000 dollara til að endurnýja híbýli sín. Donovan kallaði Picardo „viður- styggilegan morðingja og lyga- laup“ við yfirheyrslurnar. Hann sagðist ekki hafa þekkt Briguglio sem var skotinn til bana í New York 1978, og Schiavone-fyrir- tækið hefði aldrei keypt vinnufrið. Dómsmálaráðuneytið fól sérstök- um saksóknara að rannsaka full- yrðingar Mario Montuoros, sem situr inni fyrir heróínsölu og segist sjálfur ekki vera neinn engill, um hið gagnstæða. Hann segir að Don- ovan hafi verið viðstaddur hádeg- isverð þegar einn starfsmanna hans borgaði Louis Sanzo, verka- lýðsforingja í New York, 2000 doll- ara í 100 dollara seðlum fyrir að sjá til þess að hann þyrfti ekki að ráða skurðgrafara í vinnu við neðanjarðargöng í New York. Hann hefði þurft að greiða þeim hærri laun en sprengimönnum sem voru síðar ráðnir til verksins. Fleira í þessum dúr hefur verið borið upp á Donovan. Hann segist enn vera saklaus en mörgum þykir ólíklegt að nokkur geti starfað sem verktaki í New Jersey og New York, án þess að komast í kast við mafíuna. Donovan var formaður kosninganefndar Reagans og George Bush í New Jersey í for- setakosningunum. Hann þótti standa sig sérlega vel og safnaði m.a. 600.000 dollurum fyrir nefnd- ina. Mikill hluti fjárhæðarinnar kom inn þegar hann hélt veislu fyrir Nancy og Ronald Reagan i klúbbhúsi Schiavone-fyrirtækisins og matur fyrir tvo kostaði 1000 dollara. Frank Sinatra söng fyrir gesti það kvöld. Donovan hlaut ráðherraembættið að launum fyrir góðan stuðning og frammistöðuna í New Jersey. Hann gerir Reagan lítið gagn þessa dagana og margir velta fyrir sér hversu lengi hann muni toila í embætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.