Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Hvað segja þau um úrslit kosninganna Bolungarvík: „Vantaði aðeins nokkur atkvæði frá Framsókn“ „ÉG HEFÐI viljað að fylgi okkar hér yrði svolítið mcira, við þurft- um aðeins nokkur atkvæði frá Framsókn til að ná meirihlutan- um. Annars getum við verið nokk- uð ánægðir með 43% atkvæða á bak við okkur,“ sagði Ólafur Kristjánsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Bolungar- vík. „Það voru fundir hjá full- trúum flokkanna í morgun, og boðaði sigurvegarinn hér Fram- sókn til þess fundar. Á fundin- um kom tillaga frá alþýðu- bandalagsmanninum um stjórn vinstri flokkanna, en því var hafnað í bili að minnsta kosti. Nú standa yfir viðræður okkar sjálfstæðismanna, framsókn- armanna og fulltrúa H-lista um meirihlutasamstarf. Um sam- stöðu er ekkert hægt að segja ennþá, því viðræðurnar eru rétt að byrja," sagði Ólafur. Ólafsfjöröur: „Framar okkar björtustu vonum“ „VIÐ ERUM ákaflega ánægðir enda fengum við fylgi sem er framar okkar björtustu vonum," sagði Jak- ob Agústsson, efsti maður á lista sjálfstæðismann á Ólafsfirði, en þar unnu sjálfstæðismenn einn mann, hlutu þrjá menn i allt. Á Ólafsfirði bætti flokkurinn við sig 86 atkvæð- um. „Okkar takmark var að vinna þrjá menn og okkur vantaði ekki nema 27 atkvæði til að fella meiri- hluta vinstri manna hér. Við unn- um mjög stóran persónulegan sig- ur og ég vil færa þakkir til alls þess fólks, sem vann með okkur í þessum kosningum. Allir voru jákvæðir. Það var fólk langt út fyrir raðir flokksins og því fólki vil ég færa sérstakar þakkir. Þennan sigur má einnig þakka málefnalegri kosningabaráttu af hálfu sjálfstæðismanna. Við lögð- um fram ítarlega stefnuskrá, sem var mjög málefnaleg og laus við öll stóryrði," sagði Jakob Ágústs- son á Ólafsfirði. Getum ekki bú- ist við hagstæð- ari úrslitum „VIÐ sjálfstæðismenn hér erum náttúrulega mjög ánægðir með þessi úrslit á Eskifirði. Ég held við höfum ekki getað búist við hagstæðari og betri úrslitum. Fólkið hefur viljað skipta um menn og stokka upp. Það befur verið orðið þreytt á ástandi bæjarfélagsins eftir síðasta kjörtíma- bil.“ Þetta sagði Guðmundur Auð- björnsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokksins á Eskifiröi, en þar unnu sjálfstæðismenn einn mann, hlutu þrjá kjörna. „Aukning atkvæða er miklu meiri en við reiknuðum með sjálf- ir. Þessi sigur, held ég, er byggður upp á mun betra samstarfi innan Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Auk þess sem við höfum fengið betri aðstöðu hvað varðar húsnæði og annað. Það var unnið mjög vel fyrir þessar kosningar, en nú er fram- undan könnun á samstarfi. Ætli það sé ekki rétt að byrja á því,“ sagði Guðmundur. Tölvusýning ■ dag kl. 2---------5 Sýning á Commdore tölvum fyrir bók- hald og lager. Vegna niðurfellingar á vörugjaldi bjóöum viö nú stórfellda verölækkun á Commdore tölvum. Komiö og kynnist vinsælustu tölvum á íslandi í dag. Húsavík: „Fylgi okkar að verða stöðugt“ ÉG HELD að fylgi okkar sjálfstæð- ismanna hér á Húsavík sé að verða nokkuð stöðugt. Það er ekki sveiflu- kennt heldur á sér stað stöðug aukn- ing. Nú bættum við við okkur 1,6% og ég er nokkuð ánægð með þau úrslit. Við erum í stöðugri sókn.“ Þetta sagði Katrín Eymundsdóttir, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórnarkosningunum á Húsavík, en þar hlutu sjálfstæðismenn tvo menn kjörna. „Við héldum velli þegar flokkur- inn fór halloka 1978 og þess vegna er hægrisveiflan kannski ekki eins stór hjá okkur. Fylgi óháðra og al- þýðubandalagsmanna virðist fær- ast langmest yfir til Framsóknar og líka eitthvað til Alþýðuflokksins, sem bætti við sig manni. Við sjálfstæðismenn vorum í meirihlutasamstarfi með Framsókn síðasta kjörtímabil og báðir bætt- um við okkar fylgi en það er ekkert farið að tala um hverjir verða í stjórn næsta kjörtímabil. Það að við hlutum þessa fylgis- aukningu má þakka mjög góðu starfi í vetur og virkri þátttöku fé- lagsmanna, sem störfuðu að undir- búningi kosninganna. í okkar raðir kom mikið af ungu og hressu fólki, sem var áhugasamt um að taka þátt í flokksstarfinu. Ég vil líka nota þetta tækifæri til að færa kosn- ingastjóra okkar, Guðmundi Hólmgeirssyni, og hans liði, þakkir fyrir mjög gott starf," sagði Katrín í lokin. „Ótvíræður sigur fyrir okkur sjálf- stæðismenn „Við sjálfstæðismenn á ísafirði er- um að sjálfsögðu mjög ánægðir með þessi úrslit. Við héldum okkar fjórum mönnum og vel það og því er þetta ótvíræóur sigur hér eins og víðast hvar annarstaðar á landinu," sagði Guðmundur Ingólfsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á ísafirði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Þessi úrslit eru viðurkenning á okkar stefnu og hér hefðum við kannski átt að setja markið hærra. Nú erum við þegar farnir að vinna að myndun nýs meirihluta," sagði Guðmundur. Hafþór á veiðar fyrir Siglfirðinga Þormóður rammi tekur skipið á leigu í tvo mánuði Rannsóknarskipið Hafþór hef- ur verið leigt Þormóði ramma í Siglufirði til tveggja mánaöa. Skipið fer til Siglufjarðar næstu daga og verður nýtt þar til að afla fiskjar að sögn Jóns Jónssonar forstjóra Hafrannsóknarstofnun- arinnar. Þormóður rammi tekur að sér allan rekstur skipsins á meðan á leigutímanum stendur og greiðir einnig 18% hlut af afla í leigu. Þormóður rammi fór þess á leit við sjávarútvegsráðherra að hann hlutaðist til um að fyrirtækið fengi skipið á leigu. Ráðherra kom beiðninni áleiðis til Hafrannsókn- arstofnunar, sem samþykkti að leigja skipið. Jón Jónsson sagði aðspurður, að vegna fjárskorts hefði verið fyrirséð að ekki yrði unnt að halda Hafþóri úti a vegum stofnunarinnar, nema hluta leigu- tímans. Ekki hefði verið talið borga sig að leigja skipið til skemmri tíma en tveggja mánaða. Hann sagði að með þessu fyrir- komulagi yrði ef til vill unnt að halda rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni úti í lengri tíma en ætlað hefði verið, þar sem stofn- unin þyrfti ekki að annast rekstr- arkostnað Hafþórs og fengi von- andi einnig einhverjar tekjur af leigunni. Það mál væri nú í athug- un. „Það er okkur sársaukalaust að missa Hafþór í þennan tíma. Við vonum bara að við fáum hann aftur í sama ásigkomulagi og þeg- ar við leigjum hann,“ sagði Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókn- arstofnunar að lokum. Síðustu tónleikar sumarsins á Borginni Síðustu rokktónleikarnir á Hótel Borg a.m.k. í sumar, verða haldnir í kvöld. Koma þar fram þrjár hljóm- sveitir; Purrkur Pillnikk, Jonee Jon- ee og Vonbrigði. Purrkur Pillnikk hefur nýverið sent frá sér plötuna Googooplex og Jonee Jonee hefur nýlokið við upptöku á væntanlegri plötu. Þá munu drengirnir úr Vonbrigði halda í hljómver innan skamms og taka upp efni á 6 laga plötu. Þetta verða fyrstu tónleikar Purrks Pillnikks eftir ferð hljóm- sveitarinnar til Englands þar sem hún kom fram á fjölmörgum stöð- um ásamt hinni virtu bresku hljómsveit, The Fall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.