Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 33 Hvað segja þau um úrslit kosninganna Seyðisfjörður: Höfum verið með Framsókn í stjórn — það breytist varla „VIÐ NÁÐUM því að verða sá flokkur í bæjarstjórn, sem er með flest at- kvæði á bak við sig og ég er ákaflega ánægður með þann árangur, sem þakka má góðu starfi Sjálfstæðis- flokksins hér undanfarin ár,“ sagði Theódór Blöndal efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði en þar vann flokkurinn einn mann af Al- þýðuflokknum, hlutu I allt þrjá menn kjörna, og bestu útkomu í bæjarstjórn- arkosningum síðan 1950 að sögn Theódórs. „Við höfum verið í meirihluta- samstarfi hér í bænum undanfarin átta ár og úrslitin sýna það helst, myndi ég segja, að fólk er ánægt með þann árangur sem náðst hefur á undanförnum árum. íbúarnir vilja halda áfram þeirri þróun, sem átt hefur sér stað hér á Seyðisfirði og fólkið hefur gefið okkur traust til að veita henni forystu. Við höfum verið í samstarfi með Framsóknarflokknum þau átta ár, sem við höfum verið í bæjarstjórn og ég geri ekki ráð fyrir að það eigi eftir að breytast," sagði Theódór Blöndal í lokin. Dalvík: „Alla tíð verið sterkt Fram- sóknarsvæði“ „ÉG HELD við höfum gert okkur von- ir um að halda okkar tveimur mönnum í þessum kosningum, en við gerðum okkur jafnframt Ijóst að það gæti alveg eins farið á annan veg. Þó held ég að við höfum aldrei búist við að Framsókn myndi ná þeim árangri sem raun ber vitni.“ Þetta sagði Helgi Imrsteinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Dalvík, en þar missti flokkurinn einn mann. Hafði áður tvo en er nú aðeins með einn. „Þá var fylgishrun Alþýðubanda- lagsins miklu meira en mann gat órað fyrir,“ hélt Helgi áfram. „Þess má geta að það er ekki rétt, sem komið hefur fram, að Alþýðu- flokkslistinn hér hafi verið hreinn flokkslisti heldur var hann borinn fram af bæði Alþýðuflokknum og óháðum. Einhver hluti af óháðum eru menn, sem annars hefðu kosið D-Iistann og fylgt okkur að máli. En það hefur þó varla verið nema hluti af þeim. En hér hefur alla tíð verið sterkt framsóknarsvæði og þó er eins og þeir hafi varla búist við því sjálfir að fá svona mörg atkvæði, sem raun ber vitni,“ sagði Helgi Þorsteinsson á Dalvík í lokin. Neskaupstaöur: Vonandi lag- ast þetta „ÉG GETT ekki sagt að ég sé óánægð- ur með úrslitin en því er ekki að neita að miðað við landið í heild fáum við heldur lakari útkomu en félagar okkar á öðrum stöðum," sagði Hörður Stefánsson, efsti maður á lista Sjáif- stæðisflokksins á Neskaupstað, í sam- tali við Mbl. Á Neskaupstað fengu sjálfstæðismenn tvo menn kjörna. „Eg vona bara að þetta eigi eftir að lagast því menn hljóta að læra af reynslunni. En það er kannski ekk- ert skrítið að við skulum ekki halda í við félaga okkar á öðrum stöðum á landinu því þetta svæði hér hefur verið talið óvinnandi vígi alþýðu- bandalagsmanna. Þeir hafa haft töglin og hagldirnar má segja á næstum því öllum hlutum hér. Þeir hafa hér óvenjulega traust fylgi. En í kosningunum 1978 féll einn al- þýðubandalagsmaður úr bæjar- stjórninni og þeir hafa ekki náð honum inn ennþá, sem sýnir að þróunin er í rétta átt,“ sagði Hörð- ur Stefánsson. ÁNANAUSTUM v/ GRANDAGACIO 121 REYKJAVÍK — SÍMI (91) 26122 PÓSTHÓLF 506 — TELEX: 2073 N.NR.: 9175—3685 DAGA TIL AÐ SLÁ ÞÉR Á ÚTVARPSVIÐTÆK FRÁ AKAI MEÐ 20% VERÐLAUNA AFSLÆTTI. * Laugavegi 1( sími 27788 80 69 * Miðað við staðgreiðslu FARÐU EKKITÆKJAVILLT - TRYGGÐU ÞÉR IT?T1 GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.