Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri jarðsunginn í gær — séra Auður Eir, dóttir hans, og séra Dalla Þórðardóttir, dótturdóttir hans, önnuðust útförina ÚTFÖR Vilhjálms Þ. Gíslasonar fyrrv. útvarpsstjóra var gerð frá Ilómkirkj- unni í Reykjavík i gærmorgun að viðstöddu miklu fjölmenni. Dóttir Vil- hjálms, séra Auður Eir, jarðsöng, séra Dalla Þórðardóttir, dótturdóttir hans, las ritningargreinar og bæn. í upphafi guðsþjónustu léku hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands, Þjóðleik- húskórinn söng og Guðmundur Jónsson söng Lofsöng Beethovens, en ísienzki textinn við lagið er eft- ir föður Vilhjálms, Þorstein Gísla- son. Marteinn H. Friðriksson organleikari Dómkirkjunnar ann- aðist undirleik. Úr kirkju báru fyrstu stúdentar útskrifaðir úr Verzlunarskóla íslands, en Vil- hjálmur var skólastjóri skólans í rúma tvo áratugi. Að sérstakri ósk Ríkisútvarpsins var útförinni út- varpað. Þátttakendur á námskeiðinu í verklegri sýnikennslu i Reykjavíkurhöfn. Ljónm. Mbl.: Kristján Málin skýrast í dag á fundi Námskeið um varnir gegn olíumengun í sjó með fjármálaráðherra - segir talsmaður sjúkraliða Samninganefnd sjúkraliða á sjúkra- húsum á Stór-Reykjavíkursvæðinu átti í gær samningafund með Ragnari Arn- alds fjármálaráðherra og mönnum hans. Annar fundur hefur verið boðað- ur í dag, og síðdegis munu sjúkraliðar halda félagsfund, þar sem rætt verður hvernig staðan i kjaradeilunni er, og hvert framhald aðgerða skuli verða. Sjúkraliðar hafa sem kunnugt er sagt upp störfum, og munu leggja niður störf á miðnætti á mánudag, 31. maí. Alls er hér um að ræða 600 sjúkraliða, og munu um 550 þeirra ganga út, en þeir 50, sem eftir verða, munu gæta neyðarþjónustu. „Ég get ekkert sagt annað en það, að ekkert neikvætt kom upp á fund- inum, hann var frekar jákvæður ef eitthvað er,“ sagði Málhildur Ang- antýsdóttir sjúkraliði, í samninga- nefnd þeirra, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Það sem gerist á fundinum í dag mun hins vegar ráða úrslitum um fram- hald málsins," sagði hún, „en það sem við erum að fara fram á er svip- að og það er ráðuneytið hefur samið við hjúkrunarfræðinga um. Vonandi kemur ekki til uppsagnanna, því það myndi ekki hafa minni röskun í för með sér en aðgerðir hjúkrunarfræð- inganna á dögunum, og er jafnvel verra, vegna þess hve skammt er síð- an starfsemin komst í eðlilegt horf á ný,“ sagði Málhildur að lokum. Á VEGUM Siglingamálastofnunar ríkisins stendur nú yfir þriggja daga námskeið um varnir gegn olíumengun sjávar. Námskeið þetta sækja hafnarstarfsmenn frá hin- um ýmsu höfnum landsins, ásamt starfsmönnum olíufé- laganna og fleirum. Á námskeiðinu er lögð megin áhersla á að kynna leiðir til þess að draga sem mest úr neikvæðum áhrifum olíu sem fer í sjó ásamt kynningu á hinum ýmsu aðferðum, sem notaðar hafa verið hingað til í þessum tilgangi. Þá verður og kynnt ný alþjóðasam- þykkt um varnir gegn mengun sjávar, sem væntan- lega mun taka gildi á næsta ári. Alþjóða- og mengunardeild Siglingamálastofnun- arinnar hefur séð um undirbúning þessa námskeiðs, og hafa þeir Magnús Jóhannesson, Jón Ævar Þor- geirsson og Gunnar H. Ágústsson, starfsmenn deild- arinnar annast undirbúning þess. Samið við hóp byggingamanna í Hafnarfirði: Samningurinn gerir ráð fyrir 18-19% kauphækkun SAMNINGAR hafa tekizt milli Félags byggingaiðnað- armanna í Hafnarfirði og fimm trésmíðaverkstæða þar í bæ og gildir samningurinn í þrjá mánuði. Grétar Þorleifs- son, formaður Félags bygg- Fyrirhugaður áfangastaður Geðverndarfélagsins að Alfalandi 15. Geðverndarfélagið byggir áfangastað NÝLEGA hófst bygging áfangastaðar Geðverndarfélags íslands að Álfalandi 15. Áfangastaður þessi verður heimili, sem ætlað er til endur- hæfingar geðsjúklingum, sem hlotið hafa bata. Á þessu heimili, sem getur rúmað 8 einstaklinga, er ætlunin að fólk geti hlotið þjálfun í heimilishaldi og félagslegum samskiptum jafnframt því sem það stund- ar vinnu eða sækir starfsendurhæfingu annars staðar, segir í frétt frá félaginu. Arkitektarnir Þorvaldur S. Þorvaldsson og Manfred Vil- hjálmsson hafa teiknað húsið, sem verður byggt úr einingum sem framleiddar eru í Bergiðj- unni, vernduðum vinnustað á Kleppsspítalanum. Geðverndarfélaginu hafa bor- ist nokkrar stórgjafir til bygg- ingarinnar. Ber þar hæst gjöf Kiwanis-hreyfingarinnar, kr. 730 þús., sem er ágóði af síðusta K-degi þeirra. Nýlega afhenti lögfræðingur í Reykjavík Tóm- asi Helg/syni, prófessor, spari- sjóðsbók með kr. 55 þús. að gjöf frá velunnara, sem ekki vill láta nafns síns getið. Auk þess hafa félaginu borist aðrar gjafir frá ýmsum aðilum. Öllum þessum gefendum kann félagið bestu þakkir fyrir mikils metinn stuðning. Þrátt fyrir þennan stuðning er félaginu enn fjár vant til bygg- ingarinnar. Hefur m.a. verið efnt til happdrættis til frekari fjáröflunar. Verður dregið í happdrættinu þann 4. júní nk. (FrélUtilkynninx.) ingaidnaðarmanna, sagði í samtali við Mbl., að gengið hefði verið að kröfum félags- ins, en þær hefðu verið upp á 16,3% grunnkaupshækkun. Gunnar S. Björnsson, for- maður Meistarasambands byggingamanna, sagði að samanlagt vægi samningsins, ásamt vísitöluhækkuninni um mánaðamót væri 28-29%, og því má segja, að samning- urinn þýði 18-19% hækkun. Grétar Þorleifsson sagði í samtali við Mbl., að samið hefði verið á grundvelli heildarkröfu- gerðar byggingamanna, en að vísu aðeins til þriggja mánaða í stað hálfs þriðja árs. — Samn- ingurinn hljóðar upp á, að greidd verði óskert framfærsluvísitala, sagði Grétar, — en það þýðir, að hinn 1. júní nk. fá þeir verðbætur upp á 10,87% í stað 10,33% og jafnframt er samið um 3,1% grunnkaupshækkun. — í kröfu- gerðinni var farið fram á samn- ingstíma upp á tvö og hálft ár, og 16,3% grunnkaupshækkun. Auk þess náðum við fram lengingu orlofs um þrjá daga, það verður nú 27 dagar í stað 24ra áður. Samningurinn gildir síðan til 1. september nk., sagði Grétar að síðustu. — Launahækkun sú sem hér hefur verið samið um er hrein- lega út í bláinn. Það hefur verið samiö um launahækkun, sem þegar í stað nemur milli 28 og 29% með vísitöluhækkuninni, og heildarhækkun á samningstím- anum er frá rúmlega 33 upp í 35%, sagði Gunnar S. Björnsson. — Já, grunnkaupshækkunin er sú, síðan koma flokkatilfærsl- ur, aldurshækkanir, sem þegar í stað koma inn í dæmið, lengra orlof og óskert vísitala. Saman- lagt vegur þetta upp 28% og ég sé ekki hvaða grundvöll fyrirtæki hafa til að starfa með slíkan samning. Þetta er svo gjörsam- lega út í hött, að menn gera sér enga grein fyrir því sjálfir, sýn- ist mér, sagði Gunnar ennfrem- ur. — Við erum mjög óánægðir með þessa samninga, og við fréttum ekki af þeim fyrr en sól- arhring eftir að þeir höfðu verið gerðir, sagði Gunnar S. Björns- son. — Þessi vinnubrögð eru furðuleg að okkar mati. Ekki sízt af hendi viðkomandi sveinasam- taka. Þarna hefur verið samið við 10 starfsmenn samtals hjá 5 fyrirtækjum. Þetta eru nánast fjölskyldufyrirtæki, og samning- arnir munu t.d. þýða, að þar verður unnið nú þegar annars staðar verður lokað vegna verk- falls byggingamanna. Varla mælist slíkt vel fyrir innan sveinafélagsins. Ég skil ekki svona kafbátahernað af hálfu formanns sveinafélagsins, sagði Gunnar S. Björnsson ennfremur. Ekki bein út- sending frá Wembley SJÓNVARPIÐ tilkynnti í gærkvöldi, að ekki gæti orðid af beinni útsendingu á aukaleik Tottenham og QPR á Wembley í kvöld, þar sem sambönd gervi- hnattarins væru upptekin á þeim tíma, þegar leikið er. Leikurinn verður hins vegar væntanlega sýnd- ur í heild í sjónvarpinu á laugardaginn. Lóðir við Sogamýri og á Laugarási: 150 umsóknir komnar Ekki úthlutað í Sogamýri, segir Davíð Oddsson EITT HUNDRAÐ og fjörutíu einstaklingar hafa sótt um lóðir þær sem auglýstar hafa verið á Laugarási og við Sogamýri, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Hjör- leifi Kvaran á skrifstofu borgarverkfræðings. Hjörleifur sagði að umsóknar- 150 íbúðir alls að ræða, 120 við frestur rynni út á föstudag og Sogamýri og 30 á Laugarási. Við kvað hann að flestar umsóknir Sogamýri er um tví- og þríbýlis- bærust síðustu dagana. Hér er um hús að ræða. Ekki hafa verið teknar formleg- ar ákvarðanir um hvort þessum svæðum verður úthlutað og í sam- tali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson, verðandi borgarstjóri í Reykjavík, að lóðum við Sogamýri yrði ekki úthlutað, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort af úthlutun yrði á Laugarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.