Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 35 Hvað segja þau um úrslit kosninganna: Ragnar Ó. Steinarsson og Helgi Halldórsson, hreppsnefndarmenn Sjálfstæó- isflokksins á Egilsstöðum, framan við íþróttahúsið. Egilsstaðir: Siaurhátíð sjalfstæðismanna í Sigtúni í kvöld, fimmtudaginn 27. maí, verður haldin sigurhátíð í Sigtúni. Ávarp: Davíð Oddsson. Davíð Oddsson Jörundur skemmtir. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi til kl. 2. Húsiö opnað kl. 21. Aðgöngumiðar veröa af- hentir í Valhöll, Háaleit- isbraut 1, 2. hæð. Sjálfstæðismenn Fögnum sigri saman í Sigtúni í kvöld „Úrslitin fóru fram úr okkar björtustu vonum“ Egilsstödum, 23. maí. „ÞAÐ FER ekki á milli mála að þessi úrslit fóru fram úr björtustu vonum okkar sjálfstæðismanna," sagði Ragnar Ómar Steinarsson, efsti maður á lista Sjálf- stæðisflokks við hreppsnefndarkosningarnar á Egilsstöðum, er tíðindamaður Morgunblaðsins ræddi við hann i dag. En það varð Ijóst er liða tók á talningu atkvæða i nótt að Sjálfstæðisflokkurinn var óumdeilanlegur sigurvegari kosn- inganna hér — fékk nú 157 atkvæði eða 25,16% greiddra atkvæða og tvo menn kjörna í stað 66 atkvæða eða 11,81% greiddra atkvæða í kosningunum 1978. Kjörfundur á Egilsstöðum hófst kl. 9 og lauk kl. 23. Kjörsókn var mjög jöfn allan tímann, en alls voru 699 kjósendur á kjörskrá. Á kjörstað neyttu atkvæðisréttar 529 og 95 utankjörfundaratkvæði bárust eða 89,27% kjósenda. Við kosningarnar 1978 neyttu 91,14% kjósenda atkvæðisréttar. Úrslit kosninganna urðu þau að B-listi Framsóknarflokks hlaut 219 atkvæði og 3 menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks 157 atkvæði og 2 menn kjörna, G-listi Alþýðubanda- lags 171 atkvæði og 2 menn kjörna og I-listi óháðra og alþýðuflokks- manna hlaut 66 atkvæði og engan mann kjörinn. Alls voru 11 seðlar auðir en enginn ógildur. I-listi hefur ekki boðið fram áður, en við kosn- ingarnar 1978 bauð fram H-listi óháðra kjósenda, sem ekki bauð fram nú. Þegar hlutfall listanna af greidd- um atkvæðum nú er borið saman við úrslit kosninganna 1978 kemur eft- irfarandi í Ijós: I.istar 1982 1978 Mism. B 35,10% 43,43% +3,33 D 25,16% 11,81% +13.35 G 27,40% 26,48% +0,92 Aðrir 10,58% 16,57% +5,99 Eftirtaldir skipa nú hreppsnefnd Egilsstaðahrepps: af B-lista Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, kennari, og Þór- hallur Eyjólfsson, smiður; af D-lista Ragnar Ömar Steinarsson, tann- iæknir, og Helgi Halldórsson, yfir- kennari, og af G-lista Björn Ág- ústsson, fuiltrúi, og Þorsteinn Gunnarsson, kennari. Tíðindamaður leitaði skýringa hjá nýkjörnum hreppsnefndar- mönnum Sjálfstæðisflokksins á kosningasigri flokksins. Þeir töldu margt koma til, skoðanakönnun inn- an flokks í vetur hefði tryggt sam- stöðu flokksmanna um framboðið, flokkurinn hefði komið vel út úr sameiginlegu prófkjöri flokkanna í vor, en fyrst og fremst hefði vand- aður undirbúningur og vönduð vinnubrögð almennt ásamt ósér- hlífni og dugnaði stuðningsmanna tryggt þennan sigur. Þeir Ragnar og Helgi kváðust ekkert geta sagt um hugsanlega meirihlutamyndun í hreppsnefnd að svo komnu máli, en sögðust myndu beita sér fyrir málefnasamningi hvað sem formlegum meirihluta liði og gerð samþykktar fyrir málefni Egilsstaðahrepps. Sem aðkallandi verkefni hinnar nýju hreppsnefndar nefndu þeir fé- lagar umhverfis- og skipulagsmál, atvinnumál, áframhaldandi bygg- ingu íþróttahúss og dvalarheimilis aldraðra við Heilsugæslustöðina, gatnagerð og hitaveitu og við- byggingu við leikskóla. Að lokum báðu þeir Ragnar og Helgi fyrir þakkir til allra þeirra sem stuðlað hefðu að kjöri þeirra og sigri Sjálfstæðisflokks. Til sýslunefndar var kjörinn Jón Kristjánsson af B-lista með 273 at- kvæðum, en G-listi hlaut 229 at- kvæði. Aðrir listar buðu ekki fram til sýslunefndar. Ólafur Orðsending til víóskiptavina Lokaö veröur vegna flutninga fimmtudag og föstu- dag. Opnum aftur á laugardagsmorgun í nýinnrétt- uöu húsnæöi handan götunnar aö Hringbraut 120, inngangur frá Sólvallagötu. PTHl BYGGlNGAVOBURl 1 fi nnPTi & i ■ ■■ ■ i Efni: canvas Litir: ljósbrúnt, khaki, dökkblátt, hvítt. Verð: 360.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.