Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Átta nýir leikarar að útskrifast Um þessar mundir eru ad útskrifast átta nýir leikarar frá Leiklistarskóla íslands. Nemenda- leikhúsið frumsýndi í gærkvöldi nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, sem hann samdi sérstak- lega fyrir þann hóp sem nú er að útskrifast. Morgunblaðið mun kynna þessa ungu leikara lesendum blaðsins og birtast viðtöl við þá í blaðinu í dag og næstu daga. Kjartan Bjargmundsson f. 22.11. ’56 (Ljósm. KÖE.) „Til í að leika bíla- töffara sem tryllir um götur Reykjavíkur „Ætli það hafi ekki gert útslagið að Toni (Anton Helgi Jónsson) dró mig í Leiklistarfélagiö í Austur- bæjarskólanum á sínum tíma. Nú, svo fór ég í Iðn- skólann að læra húsasmíði, mér leiddist þar því þar var ekkert félagslíf og lét skrifa mig inn á leiklistar- námskeið hjá Helga Skúlasyni og þar var ég síðan í þrjá vetur. Síðan sótti ég um í Leiklistarskólanum.“ „Hefurðu unnið eitthvað sem húsasmiður?" „Áður en ég fór í skólann fór ég út á land og vann við það að byggja fjárhús og hlöður fyrir bændur í Húnavatnssýslunni. Ætli ég hafi ekki unnið við það samanlagt um 9 mánuði á tveim árum, á svona 5—6 bæjum. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki og spurði reyndar margra spurninga sem urðu frægar, einu sinni var ég t.d. að byggja fjárhús og spurði hvort ekki væri erfitt að binda allar kindurnar á garðana. Ég er semsagt algjör Reykvíkingur og get ekki hugsað mér að búa lengra í burtu en sem nemur 25 km radíus frá borginni, því ég vil geta sótt leikhús og bíó. Þann tíma sem ég bjó í Húnavatnssýslunni leið mér hörmulega þegar ég las um allar málverkasýn- ingarnar og bíóin í Mogganum, mér fannst ég vera að missa af öllu. Á sumrin hef ég verið hluti af uppmæl- ingaraðlinum og á veturna hef ég unnið sem sviðs- maður hjá Iðnó, það hefur komið sér vel, því maður kynnist svolítið annarri hlið leikhússins sem ég hefði ekki viljað missa af.“ „Átt þú þér eitthvert óskahlutverk?“ „Ég væri alveg til í að leika þá Hamlet, Pétur Gaut og Galdra-Loft. En ég væri alveg eins til í að leika í kvikmynd, t.d. einhvern bílatöffara sem fengi að trylla um götur Reykjavíkur." „Hvað er svo framundan?" „Ætli ég fari bara ekki að smíða þar til ég fæ vinnu í leikhúsi. Nú, ef eitthvert atvinnuleikhúsanna ætlar að missa af kröftum mínum þá er margt á prjónun- um hjá „Theater of joy, colour and discipline" sem við vinur minn Gígjó stofnuðum á Hótel Sögu, og stóðum fyrir skemmtun í Félagsstofnun stúdenta í fyrra. Varst þú kannski þar? Draumurinn er auðvitað að fá lóð í hjarta borgar- innar, byggja þar hús sem hægt væri að nota fyrir leikhús, þat væri allur búnaður fyrir ýmis verkefni, gæti jafnvel verið kvikmyndaver á sumrin. Ég held það væri alveg grundvöllur fyrir svona húsi. Það er allavega pottþétt ef maður getur haft diskó í kjallar- anum og nokkra bari. Það er alveg bókað mál að íslendingar koma alltaf til með að kaupa brennivín hvað sem það kostar. — VJ. „Var svona krakki sem vildi alltaf vera að lesa upp“ „Ég var svona krakki sem vildi alltaf vera að lesa upp og svoleiðis. Mamma segir að ég hafi verið sjö ára þegar ég tilkynnti hvað ég ætlaði að verða, ég held ég hafi reynt að troða mér f flest sem átti eitthvað skylt við leiklist meðan ég var í skóla. Stúd- entspróf tók ég úr MH, en þar var ég formaður leiklistarfélagsins í tæp tvö ár. Eg held að leiklistarfé- lagið í Hamrahlíðinni sé mjög góður undirbúningur undir leiklistarnám. Alla vega erum við þrjú hérna í skólanum núna á sitt hverju árinu sem höfum verið formenn leiklistarfélagsins þar. Við settum upp þrjú leikrit á þessum tíma, Gísl, Drekann og Þingkonurn- ar eftir Aristofanes, sem þá hafði ekki verið sýnt áður hér á landi. Ég tók síðan inntökupróf í Leiklistarskólann þegar ég var í stúdentsprófunum í Hamrahlíð, en komst ekki inn þá, og var síðan eitt ár í bókmenntasögu í HÍ. Ári síðar tók ég prófið aftur og komst þá inn. Eg held það hafi í rauninni verið mjög gott fyrir mig að komast ekki inn í fyrra skiptið, því ég var búin að vera príma- donna í Hamrahlíðinni og áður en ég sótti um í seinna skiptið spurði ég sjálfa mig gaumgæfilega hvort þetta væri mér virkilega einhvers virði, eða hvort ég væri bara að þrjóskast við að láta gamlan draum rætast." „Áttu þér eitthvert óskahlutverk?" „Mig langar mest til að reyna mig á sem flestum sviðum, því eftir námið í skólanum þarf maður fyrst og fremst þjálfun. Ég hef verið heppin með þau hlut- verk sem ég hef fengið í skólanum, lék Jóhönnu af Örk unga, en hún var svona sveitastelpa eins og ég sem ólst upp á Kjalarnesinu. Síðan lék ég fágaða og dularfulla yfirstéttarhóru í Svölunum og nú er ég að leika Siggu litlu í Vatnabúð, í nýju leikriti Böðvars Guðmundsson- ar, sem hann samdi sérstaklega fyrir okkur, en það heitir „Þórdís þjófamóðir, börn, tengdabörn og barna- börn“. Sigga litla er ung og vesöl, komin á steypirinn, trúir á guð og skilur ekki lífið, og það er sparkað í hana úr öllum áttum. Leikarastarfið gefur manni svo mikið, maður er að skapa eitthvað, gefur eitthvað af sjálfum sér og finnst maður skipta einhverju máli. Auðvitað er þetta líka einhver sýningarþörf, en manni verður að finnast það gott sem maður er að gera og að það skipti einhverju máli, annars væri alveg eins gott fyrir mann að taka þátt í einhverjum tískusýningarsamtökum." „Og hvað er svo framundan?" „Ég er búin að fastráða mig sem leikara hjá Leikfé- lagi Akureyrar, tek við af Guðbjörgu Thoroddsen, sem verið hefur þar í vetur. Það leggst alveg rosalega vel í mig að fara norður, þar fær maður kost á mikilli fastri vinnu og góðri þjálfun. í sumar ætla ég hins vegar að taka mér gott frí, vera í heyskapnum í sveitinni og heimsækja ættingja og vini, sem ég hef ekki haft tíma til að gera lengi." „Var feiminn í skóla“ „Nei, ég er ekki að láta gamlan draum rætast, ég var alltaf feiminn þegar ég var í skóla og lék aldrei i skólaleikritum. Ieina skiptið sem kennari minn í Æfingadeildinni, Svavar Guðmundsson, gat haft mig í aö leika, ég átti að leika í leikriti á foreldraskemmtun, þá lagðist ég veikur daginn áður, réttast sagt þóttist vera veikur, kleip mig allan til að líta út fyrir að vera rauður af sótthita og þóttist illa haldinn. En eitthvað virðist hafa búið í mér sem er að brjótast út, því mér finnst ég eiga heima í þessu og kann vel við leikarastarfið. Ég hætti snemma í skóla, strax eftir gagnfræða- próf og fór að vinna hjá Sambandinu, vann þar í eitt og hálft ár. Sumarið sem ég var 18 ára nefndi ég það við mömmu að mig langaði að reyna fyrir mér í leiklistinni. Hún hafði samband við Helga Skúlason, sem þá hafði opnað einkaskóla, og Helgi sagði: „Láttu strákinn koma á sunnudaginn." Ég held ég gleymi aldrei þegar ég fór þangað í fyrsta sinn. Eg gerði þrjár atrennur að hurðinni hjá honum, í fyrsta sinn sneri ég við og fór aftur út í bíl. Aftur reyndi ég, en hætti við og labbaði í bæinn í staðinn. I þriðja sinn tókst mér svo að komast alla leið inn og gekk niður. Þar voru tvær stelpur að æfa sig, þær tóku vel og hressilega á móti mér og sögðu hvað þær hétu. En ég ætlaði aldrei að geta kynnt mig því það var svo þurr í mér hálsinn." — En varstu ekki að einhverju leyti alinn upp í leik- húsinu eins og mörg önnur leikarabörn? „Nei, ég held ég megi fullyrða að áhuga á leiklist hef ég ekki vegna þess að ég hafi verið alinn upp við slíkt. Pabbi (Árni Tryggvason) hefur alltaf haldið heimili og vinnu vel aðskildu. Eg var lítið í leikhús- unum sem barn og man varla eftir að hafa sótt leiksýningar fyrr en ég byrjaði í þessu sjálfur. I dag finnst mér öll vinna í sambandi við leikhús alveg óhemjulega skemmtileg. Og það er ýmislegt fleira sem hefur komið mér á óvart á undanförnum árum. Ég hef t.d. fengið mikinn áhuga á tónlist, átti að vísu plötuspilara hér áður en söng yfirleitt aldrei. Á fyrsta vetri mínum í skólanum lærði ég á gítar hjá Jóa stóra, og í dag get ég glamrað á gítar, gutlað á banjó og þverflautu og í Svölunum spilaði ég meira að segja tvö lög á píanó sem ég að vísu lærði utan- bókar. Ég held líka að maður geti fengið alveg rosa- legt kikk út úr því að standa uppi á sviði og syngja.“ — Hvað tekur við hjá þér þegar skólanum lýkur? „í sumar fer ég að öllum líkindum með foreldrum mínum til Hríseyjar, maður vonast til að fá eitthvað að gera með haustinu. Ég hef þó engar áhyggjur, maður reynir bara að skapa sér vinnu, ef ekki vill betur, annað hvort með leikstjórn, vinnu við kvik- myndir og ef það gengur ekki þá skrifa ég bara leikrit! En ég er oft að velta því fyrir mér hvað hefði gerst ef ég væri enn að vinna hjá Sambandinu. Þessi skóli fær mann til að horfa öðrum augum á lífið, leikarar þurfa að vera hálfgerðir sálfræðingar, mannfræð- ingar eða eitthvað þess háttar til að taka að sér ákveðin hlutverk." — VJ — VJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.