Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 47
Il MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 47 Kremsti tugþrauUrmaður heimsins, Daley Thompson, er mjög vinsæll í heimalandi sínu. Óskar bróðir Einars er einnig í Svíþjóð. Hann keppti í tveimur hlaupum á laugardag, hljóp fyrst 800 á 2:02 mínútum, og innan stundar 5.000 metra á 16:23 mínút- um, sem er hans bezta, en það sama á við um hann og Einar, að báðir hafa æft vel í vetur og þess að vænta að þeir sýni miklar framfarir í sumar. Sigurvegararnir á Tab-golfmótinu sem fram fór á Hvaleyravellinum um síðustu helgi. Fyrir miðju er Sveinn Sigurbergsson sem sigraði. Þriðji frá vinstri er Úlfar Jónsson GK, 13 ára gamall piltur sem varð í 9.— 10. sæti. Breski tugþrautarkappinn D. Thompson setti nýtt heimsmet í tug- þraut á frjálsíþróttamóti í Austurríki um síðustu helgi. Thompson náði 8.707 stigum. Arangur Thompson var sem hér segir: 100 m 10,49 sek, langstökk 7,95 m, kúluvarp 15,31, hástökk 2,08, 400 m 46,86, 110 m grindahlaup 14,31 sek, kringlukast 44,34 m, stangarstökk 4,90 m, spjótkast 60,52 m, 1500 m hlaup 4:30,55 min. MOK, t roea-rj*., Lilja byrjar ágætlega La'iö '^IL- Sldrtojfe-b. LIIJA Guðmundsdóttir ÍR byrjaði keppnistímabilið þokkalega að þessu sinni, en hún hljóp á 4:32 mín- útum í 1500 metra hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Norrköping um helg- ina. Lilja sigraði og hljóp keppnis- iaust, og getur því eflaust gert betur í sumar með einhverri keppni. Einar P. Guðmundsson FH, sem einnig er búsettur í Norrköping, hljóp 400 metra á mótinu og hlaut 51,15 sekúndur. Einar hefur verið á þungu æfingaprógrammi, og þessi tími bendir því til þess að hann hlaupi vel undir 50 sekúnd- um í sumar. O'iikj öaE3-olS /M-Bcs-Círrcj íæ.m Heimsmet í tugþraut Landsliðið í knattspyrnu: 22 manna hópurinn tilkynntur í dag — fyrsti landsleikur sumarsins 2. júní í dag mun landsliðsnefnd KSÍ til- kynna 22 manna landsliðshóp sinn fyrir þá landsleiki sem framundan eru. En eins og skýrt hefur verið frá verður fyrsti landsleikur sumarsins hér á Laugardalsvellinum miðviku- daginn 2. júní. Þá mætir islenska liðið enska landsliðinu. Er það í fyrsta skipti sem enska landsliðið í knattspyrnu leikur hér á landi. Skammt er stórra högga á milli hjá landsliðsmönnunum. Strax daginn eftir fer íslenska landsliðið áleiðis til Sikileyjar og þar fer fram fyrsti leik- ur liðsins í Evrópukeppninni í knattspyrnu að þessu sinni. Leikið verður gegn Möltu. Þar sem lið Möltu fékk bann á sig vegna óláta áhorfenda á heimavelli var leikur liðanna færður til Sikileyjar. Ekki er ólíklegt að þeir 22 leikmenn sem skipi landsliðshóp KSÍ verði eftirtaldir: Markverðir, Guðmundur Baldursson, Þor- steinn Bjarnason og Bjarni Sig- urðsson. Varnarleikmenn, Mart- einn Geirsson, Trausti Haralds- son, Viðar Halldórsson, örn Ósk- arsson, Sævar Jónsson , ómar Rafnsson og Ólafur Björnsson. Miðvallarleikmenn: Ásgeir Sigur- vinsson, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Arnór Guðjohnsen, Magnús Bergs, Karl Þórðarson, Pétur Ormslev, Sigurður Lárus- son. Framlínumenn: Teitur Þórð- arson, Lárus Guðmundsson, Sig- urlás Þorleifsson og Sigurður Grétarsson. Eins og sjá má á þessari upp- talningu eru margir snjallir knattspyrnumenn í þessum hópi, og er það mikið tilhlökkunarefni fyrir íslenska knattspyrnuáhuga- menn að sjá landsliðið spreyta sig hér á Laugardalsvellinum í næstu viku. — ÞR. Gísli stökk 4,60 á stöng GÍSLI Sigurðsson frjálsíþróttamað- ur úr UMSB bætti árangur sinn i stangarstökki um 20 sentimetra á móti í Bonn í V-Þýzkalandi á laug- ardag, _ stökk 4,60 metra. Aðeins tveir íslendingar hafa náð betri árangri. Gísli átti 4,40 frá i fyrra, og er árangur hans á fyrsta móti sumars- ins þvi athyglisverður og að öllum líkindum á hann eftir að bæta árang- ur sinn í stangarstökkinu enn frekar þegar líður á sumariö. 1.20.00 y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.