Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 34 Minning: Margrét Guðmunds- dóttir frá Reyðarfirði Hinn 20. maí 1982 andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað elsti borgari í Reyðarfjarð- arhreppi, Margrét Guðmundsdótt- ir. Hún var fædd 25. janúar 1891 á Papaósi í Austur-Skaftafellssýslu og var því 91 árs þegar hún lést. Hér á Reyðarfirði var hún búin að eiga heima í nærfellt 63 ár. Foreldrar Margrétar voru Guð- mundur Sigurðsson, söðlasmiður og verslunarmaður, og kona hans, Sigríður Jónsdóttir. 6 ára gömul fluttist Margrét með foreldrum sínum til Hafnar í Hornafirði og dvaldist þar í for- eldrahúsum þar til hún flutti til Reyðarfjarðar. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík um eins vetrar skeið, en veiktist af brjósthimnubólgu og gat ekki lok- ið náminu við skólann. Hefur það vafalítið valdið henni vonbrigðum svo fróðleiksfús sem hún var alla tíð. Á Hornafirði kynntist hún manni sinum, Eiríki Beck frá Sómastöðum í Reyðarfirði, en systir hans, Þórunn, var gift Jóni, bróður Margrétar. Þau Margrét og Eiríkur giftu sig 8. nóvember 1919 í Reykjavík. Eiríkur var ekkjumaður. Fyrri kona hans var Sigríður Stefáns- dóttir og lést hún árið 1910. Áttu þau einn son, sem Emil hét. Eftir móðurmissinn dvaldi hann hjá föðursystur sinni, Guðnýju Beck, og manni hennar, Sveinbirni Guðmundssyni, sem þá bjuggu í Seylu. Emil flutti svo til föður síns þegar hann giftist Margréti. Emil, sem var hinn mesti efnis- maður, fórst með vélbátnum Oddi árið 1925. Margrét og Eiríkur hófu búskap uppi á lofti í sjóhúsi, sem kennt var við bóndann og kallað Eiríkshús. Eiríkur hafði komið sér upp þessari aðstöðu til útgerðar og fiskverkunar. Með þeim á loftinu voru þau Áslaug Maack og Þorsteinn Páls- son og þar munu elstu synir beggja hjóna fyrst hafa séð dags- ins ljós. Þetta þættu sjálfsagt ekki merkileg húsakynni í dag, en þetta varð að nægja, í önnur hús var ekki að venda um sinn. Síðar fluttu fjölskyldurnar svo í eigin húsnæði, Seylu og Ekru. Margrét og Eiríkur eignuðust tvö börn. Þau eru Páll Þór, kenn- ari á Hvolsvelli, kvæntur Guð- björgu Helgadóttur, og Sigríður Ingibjörg, húsfrú á Reyðarfirði, gift Steingrími Bjarnasyni. Þá var til heimilis hjá þeim Þorbergur Marteinsson sem systk- inin kölluðu „afa“. Hann var korn- ungur tekinn í fóstur á Sómastöð- um, en fluttist til Eiríks, þegar hann hóf búskap og dvaldi hjá honum og hans fólki til æviloka. Einnig var Jakobína, hálfsystir Eiríks, að nokkru fóstruð upp hjá þeim hjónum, enda nefndu systk- inin hana gjarnan „stóru systur". Þótt hvorki sé hátt til lofts né vítt til veggja í Seylu, þá blessað- ist þetta allt saman hið besta. Og fleiri komu reyndar við sögu, því að oft voru kostgangarar hjá Margréti, sumir árum saman, og gestagangur mikill. Þau Margrét og Eiríkur bjuggu samfellt í 25 ár í Seylu. Eiríkur lést 9. júlí 1950. Eftir það dvaldi Margrét á heimili dóttur sinnar og flutti með fjöl- skyldunni í nýtt húsnæði árið 1966. Hér hefur aðeins verið dreg- inn ófullkominn rammi utan um nokkra þætti í lífi Margrétar Guð- mundsdóttur. Margrét var lagleg kona, tíguleg á velli og hafði hlýtt viðmót. Hún var glaðsinna og félagslynd og naut þess að blanda geði við annað fólk, ekki hvað síst ungt fólk. Haft er eftir ungri stúlku sem eitt sinn dvaldi hér í þorpinu, að Margrét væri ólík mörgu fullorðnu fólki, hún skildi unga fólkið svo vel. Seg- ir vitnisburður þessi sína sögu. „Æ, ósköp er langt síðan þið hafið komið, elskurnar mínar,“ sagði hún stundum þegar við hjónin komum í heimsókn til hennar. Og satt er það, stundirnar hjá henni hefðu gjarnan mátt vera fleiri, því að hún var fróð um marga hluti. Margrét hafði áhuga á ættum og uppruna fólks og las mikið bæði í bundnu og óbundnu máli. Hún tók virkan þátt í félagslífi fyrr á árum, sat í sóknarnefnd, söng í kirkjukórum, starfaði í kvenfélaginu, tók þátt í leikstarf- semi, svo nokkuð sé nefnt. Og það var gaman að heyra hana rifja upp liðna atburði á sinn ljúf- mannlega og látlausa hátt. Hún var lengst af vel ern og stálminnug. Eftir aðjiún gat ekki tekið þátt í störfum heimilisins og heilsunni hrakaði jafnt og þétt naut hún einstakrar umhyggju og ástúðar dóttur sinnar og tengda- sonar allt til hinstu stundar. Og gagnkvæm var umhyggja dóttur- sonanna þriggja, þeirra Eiríks, Bjarna og Páls, og ömmu þeirra, Margrétar. Þessi sómakona kveð- ur nú eftir vegferð langa sátt við Guð og menn. Hún hélt sinni barnatrú og treysti á handleiðslu Guðs í öllum hlutum. Reyðfirð- ingar kveðja aldursforseta sinn með virðingu og þökk fyrir þann skerf sem hann hefur lagt til þess mannlifs er hér hefur verið og er lifað. Persónulega þakka ég henni margar ánægju- og fróðleiks- stundir og sendi aðstandendum öllum mínar innileguspi samúðar- kveðjur. Guðmundur Magnússon. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar veröa að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. (■reinar mega ekki vera í sendi- brófsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum ort Ijóð um hinn látna cru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Geturðu ímyndað þérmoigun Pá geturðu eins vel ímyndað þér allan gang heimsmálanna eins og ^ þauleggjasig t.d.ástandið í Póllandi,síðustu fréttir af átökum ráðamanna í austri og vestri um eldflaugar í Evrópu, stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis- réttið í Afrfku o.s.frv. ímyndaðu þér líka hvað er að gerast heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð- stjórnmálunum. Svo skaltu ímynda þér eitthvað skemmti- legt: veistu t.d. hvaða nýjustu kvikmyndir er verið að sýna, hvaða sýningar og tónleikar eru væntanleg, hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi, hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt forvitnilega fólkið er að aðhafast....? Geturðu ímyndað þér morgun eða bólgumet, h ver er staða frystiiðnaðarins, hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu jafnvel heilan da"g án Moggans?° hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt? > m Meira en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.