Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 5 Borgarspítalinn: Samningur við hjúkrun- arfræðinga lagður fyrir borgarráð á morgun TILLAGA að samningi við hjúkrunarfræðinga á Borgarspítalanum verður væntanlega lögð fyrir fund borgarráðs á morgun, föstudag, að því er Magnús Óskarsson, starfsmannastjóri borgarinnar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Óformlegur fundur var haldinn með hjúkrunarfræð- ingum í gær þar sem málin voru rædd, en engin launamálanefnd er nú starfandi þar sem ný hefur ekki verið kjörin eftir kosningar. Samningur sá sem gerður verð- ur milli Reykjavíkurborgar og hjúkrunarfræðinga verður vafalít- ið nánast eins og sá sérkjara- samningur er hjúkrunarfræðingar hafa gert við ríkið og Landa- kotsspítala, og er ólíklegt talið, að til uppsagna komi um mánaða- mótin, eins og boðað hafði verið til. Ráðstefna um brauð og hollustu Á VEGUM Landssambands bakarameistara verður haldin ráðstefna undir yfirskriftinni „Brauð og hollusta" í dag og hefst hún klukkan 16 í ráðstefnu- sal Hótels Loftleiða. Jón Albert Kristinsson, bakarameistari, setur ráðstefn- una, en síðan verða flutt erindi. Einar Oddsson, læknir, fjallar um trefjaefni og sjúkdóma, dr. Jón Óttar Ragnarsson, dósent, ræðir um brauð og hollustu, Herdís Steingrímsdóttir, matvælafræðingur, fjallar um stöðu brauðgerðar og Ragnar Edvaldsson, bakarameistari, ræðir um brauðgerð og þróun hennar síðustu árin. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri verður Sigurður ing á hluta þess brauðúrvals, sem Kristinsson, forseti Landssam- er að finna í brauðsölubúðum í bands iðnaðarmanna. í tengslum dag. við ráðstefnuna verður haldin sýn- Ráðstefnan er opin almenningi. Hveragerði: Hafsteinn Kristins- son kjörinn oddviti Sigurður Pálsson hættir sem sveitarstjóri "EF W 6ERUM HfiflNóuK OKKflK 5RMRN W úTKDMUNf? ‘H FÖLOUM MEÐ tf, DRÖ6UM fÍRTfíLlf? FRR, 6ÆTUM V® KVRDRflTRÓTiNNI RF MEflRLÚRKOMU MHfftMrtNRPflR 06 DEILUM SlPflN l' PESSfl SUMMU MEP FiOINóflRRfll SI6URJ0NS- Þfl KEMuR í UÓS RP ÍKflUNINNI Ef?U l)R- SLITIN OKKUR flflr^T/Vf)" llveragerði, 26. maí. ÚRSLIT sveitarstjórnarkosn- inganna í Hveragerði urðu þau, að B-listi framsóknarmanna hiaut 184 atkvæði og tvo menn kjörna. D-listi sjálfstæðismanna hlaut 339 atkvæði og fjóra menn kjörna og G-listi Alþýðubanda- lagsins fékk 108 atkvæði og 1 mann kjörinn. Þar með hafa sjálfstæðismenn endurheimt meirihluta í hreppsnefnd, sem þeir töpuðu 1978. Hin nýkjörna hreppsnefnd hélt sinn fyrsta fund í gærkvöldi. Þar var Hafsteinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, kjörinn oddviti og varaoddviti Alda Andrésdóttir, bankamaður. Á fundinum kom fram, að Sig- urður Pálsson, sveitarstjóri, mun nú láta af störfum, en hann hefur verið sveitarstjóri í Hveragerði í 12 ár eða þrjú kjörtímabil. Þakk- aði oddviti honum vel unnin störf. Sijfurður Pálmon Hafsteinn Kristinnson Sigurður starfaði áður sem sveitarstjóri í Stykkishólmi og einnig á Höfn í Hornafirði. Hefur hann því gegnt sveitarstjórastörf- um i 20 ár. Hreppsnefndin frestaði kosn- ingum i nefndir og ráð til næsta fundar. Sigrún. SUÐURLANDSBRAUT8 LAUGAVEGI 24 AUSTURVERI HEILDSÖLUDREIFING - SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.