Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 21 Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Sundrungin vatn á myllu íhaldsins' „ÚRSUT kosninganna og sigur SjálfstKðisriokksins hljóta að vera vinstri mönnum, félagshyggjufólki og öðrum sem aðhyllast félagsleg viðhorf, áhyggjuefni. Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið á mjög víða, sums staðar verulega. Að sjálfsögðu hefur sá ávinningur náðst á mismunandi forsendum; sumir styðja Geir, aðrir Gunnar. En hvað sem forsendunum liður liggur í aug- um uppi að sigurinn er í hendi Geirs; vinsældir Gunnars Thoroddsens eru vatn á myllu Geirs Hallgrímssonar,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins í samtali við Mbl. „Þessi úrslit hljóta að hafa áhrif Svavar Gestsson á allt stjórnmálalíf og stjórnmála- umræðu á næstunni — þó ekki væri nema vegna þess að þannig hefur skipan sveitarstjórna verið ákveðin fyrir fjögur ár. Miklu skiptir hver áhrifin verða á lands- stjórnina og úr því fæst skorið í næstu alþingiskosningum hvenær sem þær verða. Þá verður nauð- synlegt að fylkja liði gegn leiftur- sókn íhaldsins og þar þurfa allir þeir sem aðhyllast félagsleg við- horf að standa saman. Það er hollt til umhugsunar að Alþýðubanda- lagið er nú annar stærsti flokkur kaupstaðanna að atkvæðamagni, en samt ekki nærri nógu sterkur að fylgi og áhrifum. Það ætti einnig að vera kjósend- um nokkurt umhugsunarefni eftir kosningarnar hvernig milliflokk- arnir fóru út úr kosningunum hér í Reykjavík, en talsmenn þeirra lágu á hnjánum fyrir framan Davíð Oddsson í sjónvarpinu á föstudagskvöldið fyrir kosningarn- ar. Slíka framkomu kunna vinstri menn ekki að meta. Við alþýðubandalagsmenn í Reykjavík bentum á það í kosn- ingabaráttunni, að sigur íhaldsins í höfuðstaðnum myndi hafa það í för með sér að Geir Hallgrímsson krefðist húsbóndavaldsins í stjórn- arráðinu; þetta kom í ljós strax og úrslitin lágu fyrir. Þá gerði Geir Hallgrímsson kröfu um þingrof og nýjar kosningar. Einhverra hluta vegna hefur Morgunblaðið enn ekki tekið undir þá kröfu. Heildarniðurstaða kosninganna er sú að andspænis sigri Sjálfstæð- isflokksins þurfa þeir sem aðhyll- ast félagsleg viðhorf að sameinast; sundrungin er vatn á myllu íhalds- ins. Útkoma Alþýðubandalagsins í landinu var misjöfn og þar er ekki um að ræða neina afgerandi heild- armynd, þó minnkar atkvæða- magnið frá kosningunum 1978 sem eru metkosningar í sögu sósíal- ískrar hreyfingar á íslandi. Við teljum útkomu Alþýðubandalags- ins í Reykjavík furðu góða miðað við fyrri ár og með tilliti til Kvennaframboðsins, en að sjálf- sögðu erum við óánægð með að íhaldið skyldi vinna hér meirihluta í kosningunum. Þess vegna erum við þegar farin að undirbúa okkur fyrir næstu kosningar. Ég bendi á ánægjulega útkomu Alþýðubanda- lagsins í Grundarfirði, á Stokks- eyri, Hvammstanga, Reyðarfirði, Bolungarvik, að ekki sé minnst á Neskaupstað þar sem meirihluti Alþýðubandalagsins er svo traust- ur að næsti maður á blaði bæjar- stjórnar í Neskaupstað er einnig frá Alþýðubandalaginu — sjötti maður. Ég bendi einnig á þá staðreynd að alls staðar þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hreinan meiri- hluta, þar er Alþýðubandalagið næststærsti flokkurinn. Þar eru línurnar skýrar. Meginfylking okkar liðsmanna stendur heil eftir þessar kosningar til sveitarstjórnanna í landinu; sú sveit er nú staðráðin i því að sækja á í næstu lotu svo um muni. íslend- ingar þurfa sterkt Alþýðubanda- lag, sögðum við í kosningabarátt- unni; það hefur aldrei verið ljósara en nú eftir kosningar," sagði Svav- ar. OMIlVr ROTH . jL Clash — Combat Rock Á meðan popparar um allan heim standa á öndinni yfir skyndilegu brotthvarfl Joe Strummer úr Clash rennir nýja platan sér beint upp 2. sæti breska listans. Clash er ein athyglisveröasta og umdeildasta hljómsveit heims og enn bita Clasharar trá sér í lögum og textum sínum. Asía Asía (Toppurinn í USA) Þaö tók ekki langan tíma tyrir supergrupp- una Asía aö komast á toppinn i Bandaríkj- unum. Lagiö Heat of The Moment nýtur ný allsherjar vinsælda um víöa veröld og nú viröist lagið Only Time Will Tell ælta aö endurtaka sama leikinn. Fylgist meö Asiu frá upphafi... Madness — Complete Madness (Toppurinn í Bretlandi) Madness flytur 16 vinsælustu lög sin á þessari frábæru safnplötu. Complete Mad- ness trónir nú á toppi breska vinsældalist- ans og nýjasta lag æringjanna, House of Fun, stefnir einnig á toppinn. Frábær plata meö brjáluöum Iögum sem ailir veröa aö eignast. Jethro Tull — Boardsword and The Beast lan Anderson bregöur sverði sinu eins og svo oft áöur og nú heggur hann ótt og títt í kringum sig af krafti. Sagt er aö þetta sé besta plata Jethro Tull frá því aö Aqualung kom út hér um áriö. Jethro Tull hafa engu gleymt og óhætt er aö mæla meö þessari plötu í safniö. Nína Hagen — Nunsex monkrock Þá er Nína Hagen oröin léttari og fæöingin tókst vonum framar. Þessi þýska hnáta er nýoröin móöir og um leió sér þriöja af- kvæmiö hennar dagsins Ijós i formi hljóm- plötunnar Nunex monkrock. Nína Hagen er engri annari lik og stööugt kemur hún á óvart meö plötum sinum. Leo Sayer — World Radio Litla Ijónið eins og Leo Sayer er gjarnan kallaóur elgnaóist marga aódáendur hér á landi i fyrra þegar platan .Bestu kveöjur “ kom út. World Radio er þrælgóö plata og hægt að benda á lögin .Have You Ever Been in Love" og .Heart Stop Beating in Time'. Fáöu þér eintak af Wortd Radio. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins: „Úrslitin í Reykjavík voru einu vonbrigðin“ „ÉG TEL niðurstöður kosninganna út af fyrir sig viðunandi fyrir Fram- sóknarflokkinn, við erum í ríkis- stjórn og reynslan hefur sýnt að það er ekki hagstætt i sveitarstjórnar- kosningum, en við jukum þó fylgi okkar á nokkrum stöðum, svo sem í Grindavík, Akranesi, á Höfn i llornafirði, Húsavík, i Bolungarvík, á Patreksfirði og víðar,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið um niðurstöður sveit- arstjórnarkosninganna og horfur i landsmálum. „Einu vonbrigðin i þessum kosningum eru úrslitin í Reykja- vík,“ sagði Steingrímur, „við töp- uðum 50% af fylgi okkar þar árið 1978 og höfum ekki náð því aftur nema að mjög litlu leyti. Hins veg- ar sýna kosningarnar traust og ör- uggt fylgi Framsóknarflokksins. Frá okkar hendi munu þessi úr- slit ekki hafa áhrif á stjórn lands- Steingrímur Hermannsson ins, við munum halda þann samn- ing sem við höfum gert um stjórn- un landsins og halda áfram að berjast fyrir hjöðnun verðbólgu." Cheap Trick — One on One Bandarisku rokkararnir Cheap Trick láta sverfa til stáls á nýjustu plötu sinni One on One. Roy Tomas Baker, upptökustjórinn þekkti, leggur þeim liö á þessari plötu og aldrei hefur hljómsveitin verið í betra formi. One on One er stórgóð rokkplata. Aldo Nova — Aldo Nova Kanadiski rokkarinn Alda Nova hefur und- anfarnar vikur notió geysilegrar hylli í Bandaríkjunum og Kanada. Þar hefur lagiö Fantasy farió sem eldur i sinu. Tónlist Aldo Nova hefur átt vel uppá pallborðiö hér heima og minnum viö rokkgeggjara á nýja sendingu sem við vorum aö fá af þessari plötu. Michael Schenkers Group — One Night At Budokan Þungarokkarar segja að M.S.G. séu traust- ustu piltarnir i bransanum og aó þetta hljómleikaalbúm sé engu likt. Sjaldan hefur önnur eins stemmningsplata komió ut og hér flytja þeir sin þekktustu lög viö dundr- andi undirtektir áhorfenda. Vinsælar plötur og kassettur Ego — Breyttir tímar Ymsir — Beint í mark Huey Lewis — Picture Thls Miles Davis — We Want Miles Spandau Ballet — Damond Mike Oldfield — Five Miles Out Toto — IV Ahöfnin á Halastjörnunni — Ur kuldanum Herb Albert — Fandango Simon & Garfunkel — The Concert Blue Oyester Cult — Matchbox — Rokkað með Tammy Wynette — Best of Lover Boy — Get Lucky Ýmsir — Næst á dagskrá Fun Boy Three — F.B. 3 Jona Lewe — Heart Shlps Beat Extraerrestria Live Kim Larsen — Sitting on a Time Bomb Frank Zappa — Ship Arriving to Late Rokk i Reykjavík Willie Nelson — Always On My Mind Altered Images — Pinky Blue Go Go's — Beauty and the Ðeat Paul McCartney — Tug of War Upplyfting i sumar skapi SJÁUMST Viö eigum allar aörar nýjar íslenskar plötur og kassettur og fjölda erlendra vinsælla platna og kassetta. Á HLJÓMDEILO (ILli)KARNABÆR 1 Laugavegi 66 - Gtœsibæ — Austurstræti 22 r Simi Irá skiptiborOi 65055. Heildsöludreifing stoinorhf S. 85742

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.