Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreröslunni er 83033 JHorxjunblabib FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1982 40% tap á togurunum þrátt fyrir 10% íiskverðshækkun Sundlaugin í Laugardal hefur verið lokuð síðustu daga vegna flutnings í afgreiðslu í bráðabirgðahúsnæði. Keiknað er með að laugin verði opnuð á nv á laugardag, að sögn Stefáns Kristjánssonar íþróttafulltrúa. Lokun- artíminn hefur einnig verið nýttur til lagfæringa og var verið að lagfæra flís- ar á laugarbakkanum er Ijósm. Mbl. RAX leit þar við i gær. 10 til 20 skip stöðv- ast á næstu dögum LJÓST er að á milli 10 og 20 togarar stöðvast á allra næstu dögum vegna greiðsluerfiðleika, ef þorskafli glæðist ekki. Nú vantar helming á þorskafla togaranna miðað við sama tíma í fyrra og enn bólar ekkert á sterka árganginum frá 1976, sem átti að bera uppi sumarþorskveiðar togaranna. Eftir fyrstu fimm mánuði þessa árs vantar 22% á verðmæti togaranna miðað við sama tíma í fyrra, en þegar það er haft í huga að togarar eru nú 11 fleiri, er meðaltogarinn nú rekinn með 30 til 40% halla miðað við núverandi rekstrarskilyrði. „EF fiskverðsbreyting nú á að vera í hlutfalli við launabreyt- ingarnar, 10,33%, þá hefur það lítið að segja fyrir útgerðina. Þar koma til aðrar verðhækkanir, Hampiðjan er nýbúin að hækka veiðarfæri, viðhald hækkar og laun hækka, þá breytist gengið í sífellu, sem veldur því, að olía hækkar. Þannig gerir fisk- verðsbreyting upp á 10,33% ekk- ert annað en að koma til móts við kostnaðarhækkanir og illa það, vandinn er margfalt meiri,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út- vegsmanna, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Ef miðað er við sama tíma í fyrra, þá vantar nú helming á þorskafla togaranna og nú er að gerast tvennt. Við erum að ofveiða karfastofninn og erum þegar búnir að veiða upp í alla samninga og er karfinn mjög tor- seldur um þessar mundir. Þá er veitt mikið af grálúðu, en hún er mjög slök að gæðum, enda ný- hrygnd. Hins vegar freistuðust menn til að veiða hana nú, þar sem ekki var í önnur hús að venda. Olíukostnaður við þessar veiðar hefur numið 35 til 45% af aflaverðmæti í mörgum tilfellum. Það, sem verður að gerast, er að þorskafli aukist, en sjálfum finnst mér vera ýmis teikn á lofti um að ástand þorskstofnsins sé ekki eins gott og spáð hefur verið. Mér finnst það ætla að dragast of lengi, að þessi sterki árgangur frá 1976, sem átti að bera uppi sumarveiði togaranna, láti sjá sig. Það er einkennilegt hve lítið fer fyrir stofni, sem á að vera tvisvar sinnum stærri en meðal- árgangur. Ef þessi verðmætis- minnkun togaranna heldur áfram, þá blasir ekki annað við en að skipin stöðvist og það á næstu dögum. Allar skuldir við olíufélög og aðra viðskiptaaðila hafa stórlega aukizt að undanförnu og mögu- leikar til að reka togarana áfram eru ekki fyrir hendi og bankarnir fjármagna ekki svona taprekstur. Það versta af öllu er að við erum komnir með allt of mörg skip til að fiska það sem við getum og megum fiska. Því er rekstrar- grundvöllur hvers skips til muna lakari en ella hefði þurft að vera og er útlitið enn dekkra fyrir bragðið. Þegar skipin stöðvast kemur fyrst í ljós hvaða afleið- ingar það hefur gagnvart atviunu og annarri starfsemi í landi, en sennilega finnst minna fyrir af- leiðingunum í Reykjavík en ann- arsstaðar," sagði Kristján Ragn- arsson að lokum. Samstarf AB og Iceland Review: Stofna nýtt tímarit í undirbúningi er útgáfa nýs tímarits, sem Almenna bókafélagið og Iceland Review munu standa að í saraeiningu. Kom þetta fram á aóalfundi Almenna bókafélagsins, sem haldinn var í gær. Mbl. leitaði frekari upplýsinga stjóri þessa rits, sem við stönd- hjá Brynjólfi Bjarnasyni, framkvstj. AB, og sagði hann að í þessu skyni hefði verið stofnað sameignarfélag AB og Iceland Review með jöfnum hlut beggja, en ekki væri enn ljóst hvenær fyrsta tölublaðið birtist. Nafn þess yrði ekki látið uppi að svo stöddu. „Þetta er ekki óeðlilegt fram- hald þess samstarfs, sem á und- anförnum árum hefur þróast með þessum tveimur útgáfum," sagði Brynjólfur. „Öllum er ljóst að Iceland Review er í algerum sérflokki meðal tímarita, sem hér eru útgefin, hvað vinnubrögð og frágang snertir — og viðhorf- in varðandi útgáfu hins nýja rits verða þau sömu. Haraldur J. Hamar, ritstjóri og útgefandi Iceland Review, verður líka rit- um samelginlega að.“ „Þetta verður ekki menning- arrit fyrir fáa útvalda. Það á að verða rit fyrir allan almenning með fjölþættu efni og ákveðnu ívafi menningarmála, eins og svo vel hefur tekist í Iceland Review. Okkur er það mjög mikils virði að geta gefið meðlimum Bóka- klúbbs AB tækifæri til að fá ís- lenskt tímarit í besta gæðaflokki á hagstæðum kjörum, en ritið verður að sjálfsögðu líka á al- mennum markaði. Félagar í klúbbnum eru nú um 13.000 svo að gera má ráð fyrir að fljótlega verði þetta með stærstu ritum, sem gefin eru út á íslandi," sagði Brynjólfur. Mbl. náði ekki tali af Haraldi J. Hamar, hann er erlendis. 72ja manna nefnd ASÍ: Mjög harðar deilur um tímasetningu aðgerða MJÖG haröar deiiur eru nú innan verkalýðshreyflngarinnar um með hvaða hætti skuli knúið á um gerð nýrra samninga, og deila menn hart um það, hvort fara eigi hægt í sakirnar og reyna samningaleiðina „til þrautar", eða fara út i harðar verkfallsaðgerðir nú þegar. Þá greinir menn á um það, hverjar aðgerðirnar eigi að vera og er aðallega rætt um fjóra valkosti: staðbundin verkföll og landshlutaverk- foll, allsherjarverkfall eða einhvers konar útflutnings - og/eða innflutningsbann. Á stjórnarfundi í Dagsbrún í fyrradag deildu menn mjög um réttmæti þess að grípa þegar til að- gerða og náðist ekki samstaða um slíkt. — Menn ræddu málin fram og aftur, en það var ekki tekin nein af- staða til verkfallsboðunar, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar. Guðmundur, sem ennfremur er formaður Verka- mannasambands íslands, en sam- bandið hélt fund með stjórn og trún- aðarráði i gær, sagði að sama sagan hefði verið uppi á teningnum í Verkamannasamhandinu, að ekki hefði verið tekin bein afstaða til að- gerða. I dag verður fundur 72ja manna samninganefndar ASÍ og má á þeim fundi búast við, að til tíðinda dragi, en eins og áður sagði eru skoðanir manna mjög skiptar. Samkvæmt upplýsingum Mbl., mun stefnumótun 72ja manna nefndarinnar mjög fara eftir afstöðu Verkamannasambands- ins, en innan vébanda þess eru um 40% félagsmanna Alþýðusambands- ins. Innan Verkamannasambandsins ríkir hins vegar mjög mikil óánægja með það frumkvæði, sem bygg- ingarmenn og aðrir hafa haft í sam- bandi við verkfallsaðgerðir. — Við munum ákveða okkar eigin tíma til aðgerða og látum aðra ekki segja okkur fyrir verkum í þeim efnum, sagði einn af forystumönnum Verka- mannasambandsins, sem Mbl. ræddi við í gærkvöldi. Á síðasta fundi 72ja manna nefnd- arinnar deildu menn mjög hart um hvort tímabært væri að grípa til að- gerða nú þegar. Verkalýðsforingjar utan af landi lýstu margir hverjir þeirri skoðun sinni, að ekki væri tímabært, að grípa til aðgerða, þar sem atvinnu- og efnahagsástand á viðkomandi stöðum gæfi ekkert til- efni til þess og má búast við, að sama verði uppi á teningnum á fundi nefndarinnar í dag. Sjá: „Samningurinn gerir ráð fyrir 18—19% kauphækkun" bls. 2 Valdaskiptin í borgar- stjórn fara fram í dag VALDASKIPTIN í borgarstjórn Reykjavíkur fara fram á aukafundi borgar- stjórnar í dag og hefst fundurinn klukkan 17.00. Fundurinn fer fram í sal borgarstjórnar, I Skúlatúni 2. í upphafi fundar verður kosinn forseti borgarstjórnar til eins árs og tveir varaforsetar. Síðan fer fram kosning tveggja skrifara, til eins árs, og tveggja til vara. Þá fer fram kosning borgarstjóra og er hann kjörinn til fjögurra ára. Loks verður kosið í borgarráð, fimm að- alfulltrúar verða kjörnir til eins árs og fimm til vara. Að kosningum loknum verður venjubundinn borgarstjórnarfund- ur. Á fyrsta reglulega fundi borg- arstjórnar, en sá fundur fer fram fimmtudaginn 3. júní næstkom- andi, verður kjörið í ráð og nefndir borgarinnar. Nýtt landbúnaðarvöruverð 1. júní: Bændur fá 14,07% hækk- un á grundvaílarverð Ríkisstjórnin ákveður auknar niðurgreiðslur í dag GRUNDVALLARVERÐ til bænda var ákveðið í sexmannanefnd i gær. Nemur hækkunin 14,07%. Nýtt landbúnaðarvöruverð á að liggja fyrir 1. júní, en sexmanna- nefnd hefur ekki gengið frá heild- söluverði, dreifingarkostnaði og smásöluverði. Að sögn landbúnaðar- ráðherra, Pálma Jónssonar, er gert ráð fyrir aukningu á niðurgreiðslum landbúnaðarvara frá 1. júní og tekur ríkisstjórnin ákvörðun um hverjar þær verða á fundi sínum í dag. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar í landbúnaðarráðuneytinu liggur ákvörðunin um grundvallarverðið fyrir, en síðan á eftir að reikna út kostnað við vinnslu landbúnaðarvar- anna í mjólkurbúum og sláturhús- um, einnig kemur dreifingarkostn- aður vörunnar þar við sögu. Þá sagð- ist Guðmundur reikna með að til aukinna niðurgreiðslna kæmi og ekki væri unnt að segja neitt til um hvert smásöluverðið yrði fyrr en þessir þættir hefðu verið teknir inn í dæmið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.