Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 27 Ingibjörg Guðjóns- dóttir — Minning Fædd 7. mars 1931. Dáin 19. maí 1982. Þann 19. maí sl. andaðist. á Landspítalanum Ingibjörg Guð- jónsdóttir að Miklubraut 9, í Reykjavík. Ingibjörg fæddist að Hermund- arstöðum í Þverárhlíð þann 7. mars 1931. Hún var dóttir þeirra hjóna Lilju Ingveldar Guð- mundsdóttur og Guðjóns Jónsson- ar, en hann lést þann 18. febrúar sl. Ingibjörg ólst upp að Hermund- arstöðum, en síðustu árin á æsku- heimili sínu, eða frá 1948—1950, tapaði móðir hennar verulega heilsu og varð að leita sér lækn- inga til Reykjavíkur. Á þeim tíma var Ingibjörg þótt ung væri, styrk- asta stoð heimilisins á Hermund- arstöðum og reyndist foreldrum sinum og systkinum í hvívetna traust dóttir og systir. Árið 1950 lá leið Ingibjargar á Seltjarnarnes. Þar settist hún fljótlega að á Vegamótum 2 og vann ýmis störf en segja má að meginhluta starfsævi sinnar hafi hún verið í hraðfrystihúsinu ís- birninum. Vegna lítilla efna auðn- aðist Ingibjörgu aldrei að ganga til mennta utan venjulegrar skóla- skyldu, þrátt fyrir góðar gáfur og námshæfileika. Árið 1959 eignað- ist Ingibjörg eftirlifandi son sinn, Þráin Þórisson. Þrátt fyrir að fjarlægðir væru miklar milli Seltjarnarness og Hermundar- staða slitnaði Ingibjörg aldrei úr tengslum við æskuheimili sitt. Hún lét einskis ófreistað að kom- ast á heimaslóðir þegar tími gafst til og einnig var hún oft gestkom- andi á heimili foreldra sinna í Borgarnesi, en þangað fluttu þau 1961. Árið 1965 fluttust foreldrar Ingibjargar frá Borgarnesi til Seltjanarness og settust að í sama húsi og Ingibjörg. Upp frá því má segja að hún hafi verið stoð og stytta þeirra beggja. Ingibjörg var alla tíð útivinnandi kona og kom sambýli þeirra mæðgna sér vel við uppeldi sonarins Þráins. Ingibjörg átti traustan og góðan vinahóp og var heimili hennar ávallt opið þeim er á þurftu að halda. Árið 1979 festi hún kaup á íbúð að Miklubraut 9 í Reykjavík. Fljótlega eftir það fór heilsu hennar að hraka og varð hún að leggja vinnu sína niður. Seinna varð henni ljóst að hún átti við alvarlegan sjúkdóm að stríða, en þrátt fyrir allar hennar þjáningar og baráttu var aldrei neina upp- gjöf hjá henni að finna. Þvert á móti var hún staðráðin í að berj- ast til hinstu stundar. Er ég lít til baka minnist ég Ingibjargar sem traustrar og heið- arlegrar alþýðukonu. Hreinskilni og rík réttlætiskennd voru ein- kennandi þættir í fari hennar. Á sjúkdómslegu sinni beindi hún styrk sínum og velvilja til ætt- ingja og vina. Hún kunni vel að meta þær heimsóknir sem hún fékk á sjúkrahúsið og umfram allt var hún þakklát fyrir þá hjúkrun og umönnun sem hún fékk á Landspítalanum í Reykjavík. Á kveðjustundu er mér efst í huga að þakka hinni látnu heið- urskonu vináttu hennar og tryggð við fjölskyldu mína. Ég sendi syni hennar, systkinum og aldraðri móður mínar innilegustu samúð- arkveðjur, en einnig vildi ég koma á framfæri þakklæti til vinafólks hennar sem studdi hana fram til hinstu stundar. Guð blessi minningu Ingibjarg- ar Guðjónsdóttur. Hilmar Þór Hilmarsson. Þó að orð segi ekki margt langar okkur til að minnast hennar öddu vinkonu okkar með nokkrum orð- um. Við urðum samferða í tæplega þrjátíu ár og núna sitja minn- ingarnar eftir, góðar minningar um góða konu. Ferðalagið var oft erfitt og margar og brattar brekkur á leið- inni, brekkur sem einungis höfð- ust með þrautsegju, dugnaði og lífsgleði. En sem betur fer falla erfiðleikarnir oftast í skuggann af góðu stundunum og með öddu átt- um við margar góðar og glaðar stundir. Sannur vinur er mikils virði og slíkan vin er ekki hægt að kveðja, minningarnar lifa. Þökk fyrir allt. Þeim sem hefur mest misst, Þráni syni hennar, sendum við innilegar samúðarkveðjur. „Far þú í friði, friður (>uðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“ Vinkonur Félag bókagerðarmanna Félagsfundur veröur haldinn í dag kl. 17.00 aö Hótel Esju, annarri hæö. Dagskrá: 1. Samningamálin. 2. Önnur mál. Stjórn FBM. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLÝSING Tízkan ’82 - Tízkan ’82 - Tízkan ’82 Þegar lokakvöldið í keppninni um tit- ilinn Ungfrú Hollywood fór fram á Broadway um daginn, fór fram m.a. ýmislegt annað gott og skemmtilegt m.a. sýndu hin glæsilegu Módel 79 tízkufatnað frá Karnabæ. Vöktu fötin verðskuldaða athygli, sem vænta mátti og nú vill svo vel til, að öll þessi glæsilegu föt eru nú komin í verzlanir Karnabæjar um land allt. 1 Kalmar innréttingar h.f., Skeifunni 8,108 Reykjavlk, s(mi 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.