Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 2 5 KULDAKASTIÐ NORÐANLANDS: Ær og lömb að Páfastöðum í Skagafirði. (Lj««m. 8igur»ur Baidurason.) Sauðburður gengur vel en bændur búast við rýrum fallþunga að hausti vegna slæmrar sprettu Eins og fram hefur komið í fréttum hefur verið mjög kalt norðanlands og austan og hefur jafnvel snjóað þar í byggð með tilheyrandi kulda og næturfrostum. Morgunblaðið hafði því samband við bændur víða um landið og kom það fram hjá þeim að enn væri allt fé á gjöf norðanlands og hefði svo verið síðan snemma í fyrra haust. Þó hefði sauðburður víðast gengið vel og næg hey væru til. Bændur bjuggust við því, að vegna þess hve seint sprytti mætti búast við, að fallþungi dilka yröi mun minni að hausti en ella. Kristján Þórhallsson, Vogum, Mývatnssveit: Betra að spá engu um framtíðina en að gerast falsspámaður „SAUÐBURÐUR er að verða bú- inn og hefur gengið vel. Tíðin hef- ur verið köld, miklir þurrakuldar og hitinn hefur farið niður í +3 gráður á nóttunni og á daginn hef- ur hitinn verið 5—6 gráður," sagði Kristján Þórhallsson, Vogum í Mý- vatnssveit. Kristján sagði að tún væru farin að grænka en tré ekki farin að laufgast. Þetta væri þó ekki verra heldur en í fyrra því þá hefði hitinn um mánaðamótin maí-júní farið niður í +6 gráður og kuldar verið fram í júní. Kristján sagði að sums staðar væri búið að bera á tún og áburðarflutningar hefðu gengið vel. Áburðurinn kæmi frá Húsa- vík og engar þungatakmarkanir væru í gildi. „Léleg veiði hefur verið gegn- um ís á Mývatni og er enn ekki farin að glæðast. Nú eru dagleg- ar rútuferðir frá Akureyri hingað í Mývatnssveitina og talsvert farið að bera á ferða- mönnum. En um það hvað sumarið ber í skauti sínu vil ég engu spá, því betra er að spá engu en að vera falsspámaður," sagði Kristján að lokum. Guðmundur Jónsson, Stóru-Ávík: Útlitið bæði til lands og sjávar er ekki glæsilegt „HÉR hefur verið kuldi frá því um mánaðamót þar til núna og ætlar ekki neitt að linna," sagði Guð- mundur Jónsson, bóndi á Stóru- Árvík í Strandasýslu. „Hitastig hefur verið um frostmark. Þetta er svipað og það var í fyrra, þá var kalt út allan maí, enginn gróður í maílok og kal í túnum. Núna bera ærnar allar í húsi, en þær voru þó komnar út í maí í fyrra.“ Aðspurður um sprettuna sagði Guðmundur, að í fyrra hefði sprottið vel í ágúst þótt vorið hefði verið kalt, hlýindakafli hefði verið í júlí og sprottið á stuttum tíma. „Ég býst við svip- uðu núna,“ sagði Guðmundur. „Það lítur ekki vel út með sprettu í bili. Það verður að skipta um tíð ef það á að verða breyting þar á. Grásleppuveiðin er líka dauf — ekkert fengist. Maður fær ekki einu sinni rauðmaga í soðið. Útlitið bæði til lands og sjávar er ekki glæsilegt," sagði Guð- mundur að lokum. Þorgils Gunnlaugsson, bóndi, Sökku: Erum illu vanir og hættir að kippa okkur upp við það „VIÐ erum illu vanir, bændur á Norðurlandi, og því hættir að berja okkur þrátt fyrir slæmt tíðarfar eins og nú er og verið hefur að mestu í vetur. Ofan á erfiðan vetur hefur vorið verið kalt og sprettan slæm og hitastig nú um frostmark á nóttunni og tvær til þrjár gráður á daginn,“ sagði Þorgils Gunn- laugsson, bóndi á Sökku í Svarfað- ardal. „Sauðburður er hér kominn langt á leið og hefur gengið eftir vonum, því þrátt fyrir kuldann hefur verið þurrt og breytir það nokkru. Það er þó ljóst, að þetta tíðarfar á eftir að hafa ófyrirsjá- anlegar afleiðingar. Þó lömb lifi er það ljóst að léleg spretta á eftir að hafa veruleg áhrif á fall- þunga dilka í haust. Það er ekki um teljandi heyleysi að ræða en gæti þurft að færa eitthvað til á milli bæja. Menn hér um slóðir eru því ekki bjartsýnir með sauðfjárbúskapinn, enda eru söluhorfur ekki uppörvandi nú og það er meira en að segja það að fara út í nýjar búgreinar. Hvað þær varðar vantar skipu- lagningu og grunnurinn eins og er ákaflega harðsoðinn. Þá veldur það okkur veru- legum vandræðum hér að nú hafa staðið yfir nær algjör veg- bönn vegna slæms ástands vega hér og því höfum við enn ekki fengið áburð. Það virðist sem eitthvað verulegt sé að vegakerf- inu hér og þarfnast það tafar- lausra úrþóta. Annars vonumst við bara eftir betra veðri eftir hvítasunnu, verði svo ekki er bara að bíta á jaxlinn og bölva,“ sagði Þorgils. Númi Sigurðsson, Þrastastöðum: Leiðinda tíð og frost um nætur „HÉR VIÐRAR illa, það er mikill snjór enn, leiðinda tíðarfar og frost um nætur. Vorið er þó ekki verra en vant er, við erum ýmsu vanir hér, en þó er óvenju mikill snjór nú,“ sagði Númi Jónsson, bóndi á Þrastastöðum í Fljótum. Númi sagði ennfremur að sauðburður gengi vel og um 80% fjárins væru tvílembd, en fé væri enn allt á gjöf og hefði ver- ið frá 5. október síðastliðnum, en þrátt fyrir það væri nóg til af heyjum. Vegir í Skagafirði væru góðir, en ekki væri búið að opna Lágheiðina og 5 lesta þungatak- markanir væru í gildi og því gengju áburðarflutningar illa. Að lokum kvaðst Númi bjart- sýnn á að tíðin lagaðist og sumarið yrði gott. Jón Ólafsson, bóndi, Geldingaholti: Sauðburður gengur víöast vel og er langt kominn SAMKVÆMT fregnum Morgun- blaðsins hefur sauðburður gengið nokkuð vel til þessa. „Yfirleitt er ágætt hljóð í mönnurn," sagði Jón Ólafsson bóndi í Geldingaholti, Gnúpverjahreppi, þegar Morgun- blaðið leitaði frétta hjá honum af gangi sauðburðar, tíðarfari og sprettu. „Fénu er enn flestu gefið, en það er þó mikið látið út, enda farið að líða á sauðburðinn.“ Af gróðri sagði Jón, að honum færi hægt fram, það hafi verið þurrt, en nú sé ekkert kal í túnura og það gefi tilefni til bjartsýni, þó gróður hafi ekki náð sér að fullu eftir kal- ið í fyrra. Margir séu orðnir heylitl- ir og bíði því óþreyjufullir vætu, svo það fari að spretta fyrir alvöru. Jón gat sagt okkur frá því, að í síðustu viku hefði Magnús Óskarsson í Hamratungu endur- heimt á með hrútlambi, sem hann hafði síðast séð á heiðum uppi í göngum á liðnu hausti. Þá hafi hún verið með tveim lömb- um, hún hafi því tapað öðru lambinu um veturinn. Ekki er vitað hvar þau mæðginin hafa dvalið en giskað er á Flóa- mannaafrétt. Ærin sást fyrst frammi á Laxárdal, sem er fremst í sveitinni og stefndi þá á heimahaganna. Hún og lambið reyndust þokkalega fram gengin. Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði: Varla aö það sjáist litur á úthögum „HÉR hefur verið kalt og úrkomu- laust," sagði Ágúst Sigurðsson bóndi á Geitaskarði í Langadal. „Okkur vantar hlýindi og vætu. Hér hefur þornað mikið. í fyrrinótt var hér töluvert næturfrost. Svona tvær gráður. Ég held það hafi ekki verið frost síðastliðna nótt. Þetta er miklu kaldara tíðar- far nú en í fyrra — þetta er svip- að og vorið ’79. Varla er hægt að segja að maður sjái nokkurn lit á úthaga. Sauðburðurinn stendur yfir núna. Allt lambfé er við hús enn- þá. Einlembum er gefið úti, en tvílembum er gefið inni. Það fer að sneyðast um hey þegar kemur fram undir mánaðamót. Lítið er hægt að segja um sprettuna á þessu stigi. Ef hlýn- ar kemur þetta fljótt til, en ef þetta verður svona áfram er ómögulegt um það að segja. Það voru miklu betri horfur á sprettu í fyrravor en núna. Vorið ’79 spratt bæði seint og illa, en ef úr rætist fljótlega gæti þetta orðið eins og í meðalári,“ sagði Ágúst. Jóhann Gunnarsson, bóndi, Víkingavatni: Fé enn flest á gjöf Norðanlands hafði Morgunblað- ið m.a. samband við Jóhann Gunn arsKon á Víkingavatni í Keldu- hverfi. Hann sagði, að fé væri enn flest á húsi, þannig hefði það yfir- leitt verið undanfarin ár, nema þegar tíð hafi verið sérstaklega góð. Nú sé gróðri ekki þannig hátt- að, að hægt sé að beita að nokkru ráði, þótt grænkað haft sé sprettan engin ennþá. Undanfarið hafi verið kalt, hitastigið ekki nema 3 gráður nú í nokkra daga og í fyrrinótt hafi verið frost. Hins vegar sé ekkert kal í túnum, svo að menn séu bjartsýnir á að það spretti vel, ef það bregður til betri tíðar og hlýnar. Ekki var þó Jóhann bjartsýnn á að hægt væri að sleppa fé fyrr en eftir 10. júní, þegar lömb væru komin vel á legg, hann væri ansi kaldur þeg- ar hann legðist í norðrið. Þetta bjargaðist þó, því almennt væru menn vel birgir með hey. Menn hefðu lært að það þýddi ekkert annað. Til dæmis mætti nefna að í fyrra hefði verið frost níu af fyrstu tíu dögum í júní. Björgvin Þóroddsson, Garði Jörð varð alhvít í nótt og hér ríkir vetrartíð „JÖRÐ varð hér alhvít í nótt og hér ríkir vetrartíð,“ sagði Björgvin Þóroddsson bóndi i Garði í Þistil- firði. Björgvin kvað aprílmánuð hafa verið góðan en í maí hefði verið frostlaust og miklar þokur legið yfir. Gróður væri stutt á veg kominn, en í heild væri vorið ekki verra heldur en 1979. Björgvin sagði að sauðburður hefði gengið vel, hann væri víð- ast hvar hálfnaður og á einstaka bæ væri allt fé að verða borið.. „Fé er hér allt á gjöf og hefur verið siðan um mánaðamót sept- ember-október.“ Björgvin kvað það muna miklu að heyfengur hafði verið góður síðastliðið sumar og hey myndu endast eitt- hvað fram í júní. Að lokum sagð- ist Björgvin búast við góðu sumri, sagðist halda í þá von að veðráttan batnaði eftir hvíta- sunnu. Mestu munaði að jörð kom klakalaus undan snjónum og tún væru kallaus víðast hvar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.