Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Ásgair Sigurvinsson: „Tvöföld vonbrigói" Prá SiítrjgKÍ Si((trygKii8jni, » fréttaatjóra MbL, í Rotterdam. — Þsd voru tvöföld von- brigði fyrir mig sð þessi leikur skildi fsrs svons. I fyrsta Isgi tapsði Bayern og svo fékk ég ekkert að koms inni i leiknum. Tv*r skiptingar áttu sér stsð hjá okkur, en ég var greiniiega ekki í náðinni hjá þjálfaranum þetts kvöldið og varð að sitja á bekknum. Yfírleitt hef ég feng- ið sð koma inná í Evrópuleikj- um með Bayern en nú brást þsð. Bsyern-liðið átti sð vera búið að gera út um leikinn löngu áður en Villa skorsði. Þetta vsr ægilegt, sagði Ásgeir Sigurvinsson eftir úrslitaleik- inn. Það fór því aldrei svo að íslenskur knattspyrnumaður tæki þátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða og yrði Evrópumeistari. Asgeir sagði að vissulega hefði hann vonast til þess að fá að fara inná í leiknum, en nú væri þessi vetur vonbrigða búinn og hugur hans væri kominn til Stuttgart. — Ég er mjög feginn að þessu er lokið, bætti Ásgeir við. í gærkvöldi átti að halda leikmönnum Bayern veislu á hóteli í Rotterdam og síðan var bæjarstjóri Mönchen bú- inn að bjóða til veislu á morgun, en að sögn Ásgeirs hélt hann að dauft yrði yfir mönnum á þessum stöðum, skiljanlega. Ásgeir kemur heim tii íslands á mánudag. Hann er slæmur í nára og óvíst er hvort hann getur leikið með landsliðinu gegn Englendingum á miðvikudag. Peter Withe þrumar knettinum I netið hjá Bayern eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá útherjanum Tony Morley. Fyrirliði Aston Villa, Denis Mortimer, hampar hinum glæsilega bikar. sinumjndir ap. Stemmningin ólýsanleg Fri Sigtryggi Sigtryggssyni, frétUatjóra Mbl., í Kotterdam: FIMMTÍU og tvö þúsund áhorfendur voru mættir til þess að horfa á úrslitaleikinn í Evr- ópukeppni meistaraliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Tólf þúsund aðdáendur Aston Villa settu mikinn svip á leikinn með gífurlega öflugum hrópum og köllum og var stórkostlegt hversu vel þeir studdu við bak- ið á sínum mönnum. Enda var gleði þeirra ólýsanleg þegar sigurinn var í höfn. Þá ætlaði allt að ganga af göflunum af gleði hjá þeim. Leikmenn Bayern Miinch- en buguðust hinsvegar sumir hverjir og hreinlega grétu eftir að sigurinn var genginn þeim úr greipum. Gífurlega ströng gæsla var viðhöfð á vellinum. Leitað var á öllum sem inná völlinn fóru, og drukknu fólki var meinaður aðgangur. Um 1500 löggæslu- menn voru á leikvanginum. Lögreglumenn með hunda voru við hliðarlínur vallarins og sérstakir karatemenn voru mættir í grænum búningum ef til óspekta kæmi. Öllum krám í Rotterdam hafði verið lokað og raddir voru uppi um að margir hefðu hætt við að fara á völl- inn vegna hræðslu við að óspektir myndu brjótast út. Leiðindaleik lauk með jafntefli 0—0 Aston Villa sigraði: Oþekktur varamarkvörður færði liði sínu sigur Frí Sigtrjggi Sigtrjggsajni, frétUstjóra Mbl., í Rotterdam. KR og ÍA skildu jöfn, 0—0, í ein- um leiðindaleiknum enn i 1. deild- inni í knattspyrnu. KR-ingar voru sterkari aðilinn ef á heildina er litið og með dálítilli heppni hefði sigurinn átt að hafna i vesturbænum. Byrjun KR á mótinu nú hlýtur að teljast með þeim betri hjá félaginu á síð- ustu árum, fjórir leikir búnir og enn hefur liðið ekki tapað. Skagamenn mega hins vegar muna sinn fifíl fegri, liðið er ekki að sjá líklegt til afreka í sumar. Fyrri hálfleikur var eitt alls- herjar þóf og teljandi á fingrum annarrar handar þau skipti sem samleikur náðist milli fleiri sam- herja en þriggja í einu. Skaga- mennirnir voru ívið ákveðnari, en litlu munaði. Engin opin færi ylj- uðu áhorfendum í kvöldnepjunni, en Sigurður Halldórsson átti sæmilegan skalla utan úr teignum sem Stefán markvörður bjargaði í horn og hinu megin varði Bjarni Sigurðsson vel þrumuskot Sigurð- ar Indriðasonar eftir aukaspyrnu. KR-ingar voru mun betra liðið í seinni hálfleik, en sama þófið var þó ríkjandi. Hins vegar var ánægjulegt að sjá KR-ingana reyna að leika saman og má heita virðingarvert þó útkoman hafi ekki verið brött. KR-ingarnir fengu fáein færi í seinni hálfleik, Willum Þórsson fékk knöttinn á markteig á 62. mínútu, en Bjarni hirti hann af tám hans. Bjarni lék sama leikinn við Óskar Ingimund- arson nokkrum mínútum síðar, en Óskar átti færið að þakka Skaga- manni. Magnús Jónsson átti sæmilegan skalla að marki sem Bjarni varði, en mest var þó hætt- an á síðustu mínútunni, er auka- spyrna Sæbjarnar frá vinstri sveif óáreitt inn í markteig ÍA og hrökk knötturinn í þverslá af þvögu leik- manna. Best er að hafa sem fæst orð um liðin að þessu sinni, vonandi geta þau gert miklu betur en þau sýndu. Hjá KR bar Willum Þórs- son nokkuð af. Aðrir börðust allir vel, en kappið bar forsjána allt of oft ofurliði. Lið ÍA var slakt í leiknum og hefur ekki sýnt góða leiki það sem af er mótinu. Liðinu var stillt einkennilega upp með þá Kristján Olgeirsson, Björn H. Björnsson og Júlíus Pétur Ing- ólfsson alla utan vallar. Kristján kom svo inn á í hálfleik, en þá fyrir Sveinbjörn Hákonarson, eina mann IA-liðsins að Árna Sveins- syni undanskildum sem reyndi að spila af viti í fyrri hálfleik. Júlíus kom inn á þegar leikurinn var nánast á enda, en Björn, hinn bráðefnilegi ungi miðvörður liðs- ins, fékk að sitja út leikinn þó svo að þeir menn sem um miðvarð- arstöðurnar sjá hafi verið allt annað en sannfærandi. ÍA-liðið virðist ekki hafa ráð á að svelta þessa menn, en það er þeirra mál. I stuttu máli: íslandsmótið í knattspyrnu: 1. deild: KR-ÍA 0-0. Áminningar: Engar. Dómari: Eysteinn Guðmundsson. Varamarkvörður Aston Villa, Nig- el Spink, hlýtur að vera hamingju- samur þessa stundina. Þessi óþekkti leikmaður, sem er aðeins 21 árs gamall og var að leika sinn annan leik með aðalliði Aston Villa er liðið mætti Bayern í úrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í knattspyrnu, færði liði sínu sigur með aldeilis frábærri markvörslu I leiknum. Spink þurfti að koma inná þegar að- almarkvörður Villa, Jimmy Rimmer, meiddist á 9. minútu fyrri hálfleiks- ins. Hinn ungi markvörður lét hina miklu spennu ekki þjaka sig og sýndi stórstjörnum Bayern í tvo heimana er hann varði hvert skotið af öðru af hreinni snilld. Fyrstu 30. mínútur fyrri hálf- leiksins sótti lið Aston Villa mun meira en leikmenn Bayern. Ekki tókst leikmönnum Villa þó að skapa sér nein stórhættuleg færi. Evans og Withe áttu góða skalla rétt framhjá og það voru einu færi Villa. Bayern átti skyndisóknir og á 15. mínútu bjargaði Villa á marklínu skalla frá Augenthaler. Þá átti Rummenigge glæsilega hjólhestaspyrnu á mark Villa sem sleikti vinkilinn. Það færðist fljótt nokkur harka í leik liðanna, og taugaspenna einkenndi nokkuð leikinn framanaf. Rummenigge átti ofsaskot úr góðu færi í fyrri hálfleik innan vítateigs sem Spinks varði af snilld. f síðari hálfleik snerist dæmið við. Leikmenn Bayern tóku leikinn alveg í sínar hendur og sóttu mjög stíft. Á 53. mínútu átti Breitner hörkuskot sem fór rétt yfir. Þremur mínútum síðar kom góð fyrirgjöf fyrir mark Villa. Þrír leikmenn Bayern voru í dauðafæri og teygðu sig í knöttinn en hann skoppaði framhjá þeim öllum. Áfram sótti Bayern. Á 59. mínútu varði Spink á hreint ótrú- legan hátt frá Durnberger sem hafði komist einn innfyrir vörn Villa alveg inn í miðjan vítateig. Sigurmark Ieiksins kom svo á 66. mínútu. Tony Morley tók mikin sprett og einlék glæsilega í gegn um vörn Bayern alveg upp að endamörkum og gaf síðan vel fyrir. Peter Withe var einn og óvaldaður inni í vítateig Bayern kom á fullri ferð og skoraði með þrumuskoti rétt utan markteigs, stöngin og inn. Þetta virkaði sem reiðarslag á leikmenn Bayern. Þegar aðeins fjórar mínútur voru svo til leiksloka var Peter Withe brugðið illa inni í vítaeig Bayern og um greinilega vítaspyrnu var að ræða en dómarinn sleppti henni. Lið Aston Villa sigraði því í leiknum, 1—0, og er það í sjötta skipti í röð sem enskt félagslið sigrar í Evrópukeppni meistara- liða. Bestu menn í liði Villa voru markvörðurinn Spink, Mc-Naught í vörninni, Des Bremner og Withe. Morley átti góða spretti. Lið Bayern var betra liðið á vellinum og átti skilið að sigra. Besti maður Bayern var Breitner, var mjög mikið spil í kring um hann. Augenthaler var góður og Rummenigge stórhættulegur þeg- ar hann slapp úr gæslunni. Tvær skiptingar voru hjá Bayern. Guttl- er kom inná fyrir Mhati á 51. mín- útu og Niedermayer kom inná fyrir Kraus á 78. mín. Leiö Bayern og Villa í úrslitaleikinn Bayern Munchen og Aston Villa, knattspyrnufélögin sem léku í gærkvöldi til úrslita um Evrópu- bikar meistaraliða, lögðu mörg fé- lög að velli samanlagt á leið sinni i úrslitaleikinn. Félög af ýmsum styrkleikum. Hér verður til gam- ans rakin slóð félaganna og byrjað á fyrstu umferð. Þá mætti Bayern sænska meistaraliðinu Öster og vann samtals 6-1, 1-1 og 5-0. Aston Villa dróst gegn Val eins og menn muna og sigraði 5-0 og 2-0, eða 7-0 samanlagt. I 2. umferð mættust Bayern og portúgalska liðið fræga Benfica. Bayern var ekki í vandræðum, úrslitin 1-1 og 3-0, samtals 4-1. Villa fékk þá að glíma við harð- jaxlana hjá Dinamo Berlín. Villa vann heima 1-0, tapaði úti 1-2 og komst því áfram á útimarkaregl- unni. Undanúrslitin stilltu Bayern upp gegn rúmenska liðinu Uni- versitate Craiova og Villa gegn sovéska liðinu Dinamo Kiev. Bayern vann útileikinn gegn Craiova 2-0 og liðin skildu síðan jöfn, 1-1, í Munchen, samtals 3-1. Vilia vann Kænugarðsliðið í báð- um leikjunum með sömu marka- tölunni, 1-0, samtals 2-0. Bayern lenti í miklum svipt- ingum í undanúrslitunum gegn búlgarska herliðinu CSKA. Úti- leikurinn tapaðist 3-4 og voru brestirnir í vörn Bayern gífur- legir vægast sagt. Liðinu tókst þó að setja fyrir lekann í seinni leiknum og Bayern vann örugg- lega 4-0, eða samtals 7-4. Aston Villa mætti hins vegar Pétri Péturssyni og félögum hjá And- erlecht. Tveir hörkuleikir þar og Villa vann heimaleikinn 1-0, hélt síðan hreinu og marði marka- laust jafntefli í seinni leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.