Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 Það er komið sumar í Sjálfetæðisflokknum eftir Anders Hansen Með hinum glæsilega sigri sín- um í sveitarstjórnakosningunum á laugardaginn, hafa sjálfstæðis- menn tekið af öll tvímæli um það, að flokkur þeirra er langstærsta og sterkasta stjórnmálaaflið hér á landi. í Sjálfstæðisflokknum býr sá kynngikraftur, sem ekkert fær stöðvað, ef stuðningsmenn hans standa saman, eins og nú var. Sjálfstæðisflokkurinn er kominn yfir erfiðasta hjallann í þeim erf- iðleikum sem hann hefur gengið í gegnum síðustu misseri, og fram- undan eru vonandi aukin áhrif og glæstari sigrar en nokkru sinni. Hinn 27. ágúst í fyrra ritaði undirritaður grein í Morgunblað- ið, undir yfirskriftinni „Það vorar í Sjálfstæðisflokknum". Þjóðvilj- anum og öðrum hagsmunaöflum um tortímingu Sjálfstæðisflokks- ins varð þá tíðrætt um að hér væri einkennileg „veðurfræði" á ferð- inni, þar sem öllum væri ljóst að komið væri hrímkalt haust í flokknum, og hans biði ekkert nema vaxandi niðurlæging. — í fyrrnefndri grein var á hinn bóg- inn bent á það, að margt virtist nú benda til að fyrir sjálfstæðismenn væru bjartari tímar í nánd, þar sem líkur á aukinni samheldni flokksmanna virtust fara vaxandi, Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki hafði mistekist það ætlun- arverk að kljúfa flokkinn endan- lega, og gengi ríkisstjórnarinnar, sem á flestum sviðum hefur geng- ið gegn stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, fór þverrandi. Enn var á það bent, að staða Geirs Hallgríms- sonar formanns Sjálfstæðis- flokksins væri að styrkjast, og við hlið honum ætti að velja unga menn, sem lítt eða ekki bera ábyrgð á hjaðningavígunum innan flokksins síðari ár. í greininni var fagnað kjöri Arna Sigfússonar í embætti formanns Heimdallar. Hvatt var til þess að Geir H. Haarde yrði kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Sagt var að það væri nán- ast heilög skylda sjálfstæðis- manna, að stuðla að því að Davíð Oddsson yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur. Loks voru svo færð að því rök, að hagsmunum Sjálf- stæðisflokksins væri best borgið með því að kjósa Friðrik Sophus- son alþingismann næsta varafor- mann. Vaxandi innri styrkur Allt er þetta nú komið fram, Árni Sigfússon hefur náð starfinu í Heimdalli úr öldudal, og hinu sama máli gegnir um Geir Haarde hjá SUS. Friðrik Sophusson hefur unnið þrotlaust að því, í samvinnu við formann, Geir Hallgrímsson, að treysta innviði flokksins. Og Davíð Oddsson er að verða borgar- stjóri í Reykjavík, þar sem flokk- urinn hefur endurheimt sitt forna vígi, eftir fjögurra ára óstjórn vinstri flokkanna. Allt hefur þetta — ásamt mörg- um öðrum þáttum — orðið til þess að Sjálfstæðisflokkurinn er nú risinn úr öskustónni: Þeim erfið- leikum er lömuðu starf hans að verulegu leyti um hríð. Ungliða- hreyfingin er sterkt og áhrifamik- ið þjóðmálaafl, og þangað sækir flokkurinn nú frumstyrk sinn sem svo oft endranær. Tveir af yngri mönnunum í flokknum, sem þó eru ekki í röð þeirra yngstu, Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, eru komnir í þungavigt í íslensk- um stjórnmálum. Þeirra er fram- tíðin, og ótrúlegt er annað en þeir muni verða meðal þeirra er skapa söguna á næstu árum og áratug- um í íslenskum þjóðmálum. Um leið hefur svo forysta Sjálfstæðis- flokksins að öðru leyti styrkst. Sjálfstæðisflokkurinn býr yfir slíku feiknaafli, að ekkert sam- bærilegt er til í íslenskum þjóð- málum. Innviðir flokksins, sem saman eru settir af tugum félaga og þúsundum flokksfélaga um allt land, eru þær stoðir sem reyna mun á, þegar í alvöru verður tek- ist á við að rífa atvinnulífið og þjóðlífið allt úr þeim dróma sem það er nú í, dróma óðaverðbólgu, hættu á atvinnuleysi, versnandi viðskiptakjara og stjórnleysis á öllum sviðum. Það verður leitað í hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar og sam- takamátt Sjálfstæðisflokksins, þegar endurreisnin hefst. Harönandi átök framundan Hverju mannsbarni er ljóst, að úrslit sveitarstjórnakosninganna um síðustu helgi, munu leiða til vaxandi spennu og óróleika á vettvangi landsmála, og stjórn- arskipti og trúlega nýjar kosn- ingar með haustinu virðast óhjá- kvæmilegar. Það skilja fleiri en Guðrún Helgadóttir. Málið er þó ekki svo einfalt, að aðilar stjórnarsamstarfsins hafi lýst því yfir að kosningum lokn- um, að til stjórnarslita hljóti að draga. Öðru nær: Ráðherrar hafa keppst við að lýsa því yfir, að þeir muni sitja sem fastast, þó nokkur holhljómur sé að vísu í sumum ummælanna. En það sem mun gerast er það, að Alþýðubandalag- ið mun á ný taka að flaðra upp um verkalýðshreyfinguna, með þeim afleiðingum að pótintátar flokks- ins þar munu reyna að fá almenn- ing til að gleyma svikunum frá því vorið 1978. Alþýðubandalagið mun með öðrum orðum hætta að leika hlutverk góða dátans Sveiks í bar- áttunni við verðbólguna, og taka upp fyrri hræsnispólitík. Á sama tíma mun það svo ger- ast að framsóknarmenn verða óþolinmóðari er ekkert gerist í niðurtalningunni, annað en að hún telji niður kaup fólks í landinu. Anders Hansen. Þessi óþolinmæði mun trúlega líta dagsins ljós í efnahagsmálafrum- varpi síðsumars eða með haustinu. Milli þessara stríðandi fylkinga, sem á sínum tíma sameinuðust um það eitt í ríkisstjórn, að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, stendur svo dr. Gunnar Thoroddsen. Að þessu sinni mun honum ekki takast að bera klæði á vopnin vegna vaxandi óbilgirni í samskiptum framsókn- armanna og Alþýðubandalagsins. Því blasir við, að stjórnin fer frá, en vera kann að forsætisráðherra muni að einhverju leyti hafa það í hendi sér, hvort boðað verður til nýrra kosninga, eða reynt að koma á nýrri samsteypustjórn eða hvort minnihlutastjórn verður ofan á til vors. Líklegast verður að telja að hann boði til kosninga, og leggi um leið fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Sjálfstæðismenn verði viðbúnir Þessa atburðarás eða aðra svip- aða, verða sjálfstæðismenn að sjá I)avíð Oddsson. Geir Hallgrímsson. Friðrik Sophusson. Samhent forysta Sjálfstæðisflokksins mun á ný leiða flokkinn til þeirra áhrifa er honum bera í íslensku þjóðlífi. Sigurjón Pétursson. Svavar Gestsson. Hjörleifur Guttormsson. Forystumenn Alþýðubandalagsins hafa haft forystu um að krefjast leigunáms húsnæðis og setningu laga um afturvirka skatta. I>eir hafa með þessu valdið vantrú á stjórnmálamönnum og stefnt lýðræðinu í hættu. Skemmtilegir tónleikar Tónlíst Jón Ásgeirsson Musica nova hélt tónleika í Norræna húsinu í byrjun vik- unnar og voru leikin þrjú verk á tónleikunum, eftir Berio, Satie og Guðmund Hafsteins- son. Fyrsta verkið, Sequenza V er nr. fimm í röð verka, öll með þessu nafni, samin fyrir ýmis einleikshljóðfæri á tímabilinu 1958 til ’75. Berio fæddist 1925 og stundaði nám hjá Dalla- piccola og voru fyrstu verk hans í rómantískum stíl. Fljótlega söðlaði hann um og stofnaði með Maderna „Raf- stúdíó". Frá þeim tíma er til nokkuð af „segulbanda"- verkum og m.a. fyrstu tilraun- ir sem gerðar voru með lif- andi- og segulbandaflutning sem samvirka Iistræna heild. Þar út frá og einnig, að kona hans þá var frábær söngkona, vaknaði áhugi Berio á söng- röddinni, sem tjánin^artæki nýrra tónhugmynda-. Á seinni árum hefur hann aðallega fengist við hljóðfæratónlist og auk áðurnefndra Sequenza má nefna Differences (1959), Sin- fonia (1969). Að finna púnkt á boglínu (1974) og Coro (1976). William Gregory flutti fimmtu Sequenzuna eftir Ber- io og var flutningur hans bæði skemmtilegur og vel útfærður. Annað verkið á efnisskránni var svo Sports et Divertissim- ents eftir Alfred Erik Leslie Satie. Útilíf og dægradvöl, sem vel mætti kalla þetta verk, er röð „grínagtugra" smálaga fyrir píanó, sem eru hnittilega gerð en oft ótrúlega marg- slungin í einfaldleika sínum. Satie gerir grín að öllu mögu- legu, en sérstaklega þó því sem með fólki hefur orðið mikil- vægt alvörumál og var hann ótrúlega glöggur á miðlægju hégómaskapar í öllu atferli manna, sem hann gerði góð- látlegt grín að, með því oftast að sýna það hreint og beint eins og það er, en e'kki að skrumskæla það. Snorri Sigfús Birgisson flutti tónverkið en Guðrún S. Gísladóttir leikkona textann og var flutningur þeirra á sprettum frábær í látlausri gerð sinni. Síðasta verkið á tónleikunum var þríleikur fyrir celló, klarinett og píanó, eftir Guðmund Hafsteinsson, er hann kallar Brunnu beggja kinna björt ljós. Verkið er „glænýtt" og var frumflutn- ingur þess mjög góður eftir því sem hægt er að dæma við fyrstu hlustun. Guðmundur er eftirtektarverður tónsmiður, alvörugefinn og vandvirkur og hefur þegar náð þeim glæsi- tökum á tónhugmyndum sín- um, að brellur og tilraunir eiga Guðmundur Hafsteinsson ekki lengur við, heldur sú al- vara og lotning er gagntekur þann er litið hefur innviðina í höll listagyðjanna. Vel sam- virkur flutningur var uppfærð- ur af Noru Kornblueh, Oskari Ingólfssyni og Snorra Sigfúsi Birgissyni, sem lék frábærlega vel á píanóið. Siglufjörður: Vegurinn um Lágheiði enn lokaður Siglufírði, 25. maí. 1982. Hér í Siglufirði undra menn sig á því, að enn skuli ekki vera búið að ryðja veginn um Lágheiði, á milli Siglu- fjarðar eða Fljóta í Skagafirði, og Olafsfjarðar. Ekkert virðist því til fyrir- stöðu, að vegurinn verði ruddur, en tækin til þess sýnast mönnum standa hér á hafnarbakkanum. Ekki þarf að hafa um það mðrg orð, hve mikill sparnaður er að því að hafa veginn um Lágheiði opinn, nú á þessum tímum orkukreppu og sparnaðar, fyrir utan það hve miklu skemmri tíma tekur að fara Lág- heiðina. Sé hún lokuð, verður að aka allan Skagafjörð og Öxnadalsheiði, til að komast milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Um Lágheiði er vegur- inn þarna á milli líklega 180 til 190 km styttri, og vegalengdin milli Ak- ureyrar og Siglufjarðar um 100 km styttri. Fróðlegt væri að heyra skýringar Vegagerðarinnar á því, hvers vegna vegurinn hefur enn ekki verið opnað-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.