Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.05.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAÍ1982 45 \ftk?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Y± TIL FÖSTUDAGS Greinahöfundar: Þyrftu að temja sér að skrifa styttri greinar Gestur Sturluson skrifar: „Velvakandi! Því hefur stundum verið haldið fram, að við Islendingar séum lokaðir og létum skoðan- ir okkar lítið í ljós. Ég held, að þetta sé ekki rétt. A.m.k. held ég, að við séum ólatari við að grípa í pennann en margir af okkar nágrönnum og frænd- um. Ég hefi stöku sinnum ver- ið á ferð í nágrannalöndunum, þ.e. Noregi og Danmörku, og kíkt þá í þarlend dagblöð, sem frammi hafa legið. Og þá hefi ég tekið eftir því, að minna er um það, að hinn almenni borg- ari sendi greinar í blöðin en hér á Fróni. Blöðin virðast þar að mestu skrifuð af blaða- mönnum og fastráðnum greinahöfundum. Að vísu und- antek ég lesendabréf þessara blaða. Það er svo sem ekkert nema gott um það að segja að menn skrifi í blöðin og láti álit sitt í ljós á því sem ofarlega er á baugi í þjóðlífinu í það og það sinn, en þarna virðist mér oft á tíðum galli á gjöf Njarðar. Hann er sá, að þessar greinar fara oft fyrir ofan garð og neð- an hjá lesendum blaðanna. Astæðan er sú, að greinarnar eru oft of langar. í ys og þys nútímans hefur fólk hvorki eirð í sér né tíma til að lesa greinar, sem ná kannski yfir heilar síður, já, eða jafnvel heilar opnur. Því held ég, að greinahöfundar þyrftu að temja sér að skrifa styttri greinar, reyna að þjappa efn- inu saman. Þá yrðu greinarnar frekar lesnar og næðu þar með tilgangi sínum. Dæmi sem styður þessa skoðun mína eru smápistlar þeir og lesendabréf sem birtast hjá þér, Velvak- andi góður. Það er það efni sem einna almennast er lesið í Mogganum, þar sem ég þekki til.“ Tökum þátt í starfi Samhjálpar Jóhann Guðmundsson skrifar: „I 40. Davíðssálmi segir: „Hann laut niður að mér og heyrði kvein mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr hinni botnlausu leðju, veitti mér fótfestu á kletti, gjörði mig styrkan í gangi. Hann lagði mér ný ljóð í munn, lofsöng um Guð vorn.“ Þessi orð komu fram í hugann á samkomukvöldi Samhjálpar sunnudagskvöld 16. maí. Kæru bræður, ég þakka ykkur inni- lega fyrir söng ykkar og vitnis- burð um Jesúm Krist, frelsara okkar. Það varð áreiðanlega öll- um viðstöddum ógleymanlegt. Það er stórkostlegt að sjá vald Satans brotið á bak aftur með því að menn snúa sér til Jesú, sem gefur nýtt líf, nýja gleði, nýjan söng. Jesús er sann- arlega fær um að frelsa fallna og synduga menn. Jesús lifir í dag, er lifandi staðreynd í lífi milljóna manna. Ef einmanaleiki, sorg og neyð sækir að þér, þá átt þú vin í Jesú, sem elskar þig, ber um- hyggju fyrir þér. Hann keypti þig með Iífi sínu á krossinum á Golgata. Hann vill frelsa sál þína frá synd og eilífri glötun. Hann gaf allt til þess að þú eignaðist allt hjá Honum. Hann stendur við dyr hjarta þíns og knýr á. Leyndardómur- inn á bak við kærleika Hans er sá, að Hann ryðst ekki inn með valdi. Þú verður að stíga skrefið og opna hjarta þitt og þegar það hefur skeð átt þú fótfestu á kletti — verður styrkur í gangi, eignast ný ljóð — lofsöng um Guð, þann Guð sem gaf syndug- um heimi son sinn, Jesúm Krist. Sættist við Guð í Jesú Kristi. Tökum þátt í starfi Sam- hjálparmanna með því að kaupa plötuna þeirra, með því að styrkja þá fjárhagslega, með því að biðja fyrir starfi þeirra." Lagfærið Bláfjallaveginn Berglind Berghreinsdóttir skrifar: Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstudaga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir sem ekki koma því við að skrifa slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilisföng þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar þess óski nafnleyndar. „Kæri Velvakandi! Mig langar aðeins til að minnast á hinn mjög svo fjöl- farna Bláfjallaveg. Mér finnst hann vægast sagt ömurlegur, ekki síst með tilliti til þess að vegurinn er notaður af mikl- um fjölda borgara úr fjöl- mennustu og ríkustu kaup- stöðum landsins. Er nú ekki kominn tími til að stórmynd- arlegt átak verði gert til þess að lagfæra veginn, bæði með því að breikka hann og byggja upp, og umferðarþunginn sem um hann fer og notin sem af honum fást, réttlæta fyllilega að á hann verði lagt bundið slitlag. Þessum framkvæmdum, svo og gerð fleiri bílastæða, til þess að koma í veg fyrir stór- hættulegt öngþveiti þegar að- sókn er mikil, þarf að vera lok- ið fyrir haustið. Þetta mundi m.a. hafa það í för með sér að meira gagn yrði að þeim fjár- festingum sem fyrir eru á svæðinu, því að fólk er orðið þreytt á þeirri hroðalegu út- reið sem ökutæki þess fá þarna uppfrá. Og stóru bæj- arfélögunum sem að skíða- svæðinu standa ætti engin vorkunn að vera að því að búa vel að skíðafólki sínu. Það skilar áreiðanlega ríflegum arði til þeirra aftur í auknu heilbrigði borgaranna." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Hann er að fara eitthvert út í buskann, líklega eitthvað gönuskeið. Rétt væri: Hann er að fara eitthvað út í buskann, líklega eitthvert gönuskeið. BENIDORM BEINT LEKHIFUJG GÓEHR GISTBTAÐIR BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9. ATH.: OKKAR VERÐ FEROASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930. ALLT I UTILIFIÐ FYRIR HVÍTASUNNUNA Anórakkar, hnébukur og gönguskór í glæsilegu úrvali. 5- rr ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.