Morgunblaðið - 20.06.1982, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982
Lúðrasveit Reykja-
víkur sextíu ára
Afmælistónleikar á mánudagskvöld
LUÐRASVEIT Reykjavíkur á 60 ára
afmæli þann 7. júlr nk., og er hún
elsla starfandi lúðrasveit landsins. í
tilefni þessara tímamóta efnir sveit-
in til afmælishljómleika í Austur-
bæjarbiói nk. mánudagskvöld kl.
20.30.
Stjórnandi afmælishljómleik-
anna nk. mánudagskvöld verður
Ernest Majo, þekktur þýskur
lúðrasveitarstjórnandi, sem feng-
inn hefur verið hingað til lands
gagngert til þess að stjórna tón-
leikunum. Majo hefur unnið að því
að semja og setja út verk fyrir
lúðrasveitir um 50 ára skeið og
starfað við það víða um heim.
Flest verk á efnisskránni eru
ýmist samin eða útsett af Ernest
Majo. Þar á meðal eru tvö verk
sem hann hefur samið i tilefni
dvalar sinnar hér á landi.
Nýju messusiðirnir tekn-
ir upp í Dómkirkjunni
Ernest Majo
Ekki þarf að kynna fyrir íslend-
ingum riddarann sjónumhrygga,
Don Kíkótí. Nafn hans er að verða
hér jafn þekkt og nafn Egils
Skalla-Grímssonar eða Gunnars á
Hlíðarenda, ekki síst eftir sýn-
ingar Alþýðuleikhússins á leikriti
um hann síðastliðinn vetur og
prýðilegan framhaldsmyndaflokk
í sjónvarpinu um hann undir heit-
inu Kiddarinn sjónumhryggi. En
söguna um hann höfum við ekki
eignast á íslensku nema í stuttum
útdrætti fyrr en nú, að við fáum
hana óstytta í afbragðsþýðingu
Guðbergs Bergssonar.
Með Don Kíkótí byrjar Al-
menna bókafélagið útgáfu bóka-
flokks sem það nefnir Úrvalsrit
heimsbókmcnntanna. I þessum
flokki mun koma margt sígildra
rita, svo sem leikrit Shakespeares
í þýðingu Helga Hálfdanarsonar,
Karamazoo-bræður eftir Dosto-
Guðbergur Bergsson
Almenna bókafélagið:
Annað bindi Don Kíkóta í
þýðingu Guðbergs komið út
ALMENNA bókafélagið hefur sent jevskij, í þýðingu Gunnars Árna-
frá sér 2. bindi af Don Kíkótí frá
Maneha eftir spænska meistarann
Cervantes, í þýðingu Guðbergs
Bergssonar. Fyrra bindið kom út síð-
astliðið haust og 3. bindið er vænt-
anlegt í september næstkomandi.
sonar o.s.frv.
Annað bindið af Don Kikótí er
216 bls. að stærð og unnið í Vík-
ingsprenti og Félagsbókbandinu.
(Frá AB)
Nýr fram-
kvæmda-
stjóri SSA
Kgilstöðum, 18. júní
SIGURÐUR Hjaltason, sveitarstjóri
í Höfn á Hornafirði, hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga í Austurlandskjör-
dæmi. Alls sóttu 5 um stöðuna, en
tveir þeirra óskuðu nafnleyndar og
ákvað stjórn SSA því, að leyna nöfn-
un allra er sóttu um.
Samband sveitarfélaga í Aust-
urlandskjördæmi var stofnað árið
1966 og sérstakur framkvæmda-
stjóri þess ráðinn 1968 með aðsetri
á Egilsstöðum. Fyrsti fram-
kvæmdastjóri SSA var Bergur
Sigurbjörnsson, sem gegnt hefur
starfinu fram til þessa, að árunum
1971—1974 undanskyldum, þegar
hann gegndi starfi framkvæmda-
stjóra Framkvæmdastofnunar
ríkisins.
Að sögn Bergs mun skrifstofa
SSA nú flytja til Hafnar í Horna-
firði, en samkvæmt lögum sam-
bandsins er það á valdi fram-
kvæmdastjóra þess hvar höfuð-
stöðvar þess eru hverju sinni. Þó
taldi Bergur líklegt að Sigurður
hefði einhverja aðstöðu áfram á
Egilsstöðum og myndi koma hing-
að 1—2 sinnum í mánuði. Sigurður
mun taka við starfinu 1. septem-
ber nk. — óufur.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag tók
Dómkirkjan í Reykjavík upp nýtt
messuform í samræmi við hina nýju
helgisiöabók, sem lögð var fram full-
gerð á prestastefnu fyrir um ári. Þá
hefur nú verið tekin í notkun ný
biblíuþýðing, en Nýja testamentið
hefur verið þýtt upp að nýju og
Gamla testamentið verið lagfært.
Þessi þýðing var gerð til þess að
gera textann meira í samræmi við
hinn upprunalega og að færa hann
nær nútímamáli.
Prestar landsins eru frjálsir að
því að styðjast við hið eldra mess-
uform, en að sögn Þóris Stephen-
sen, Dómkirkjuprests, fannst hon-
um ekki stætt á öðru en að Dóm-
kirkja landsins styddist við það
form, sem er í gildandi helgisiða-
bók.
Helstu breytingar frá hinu
eldra messuformi eru þær, að
messan er nokkuð aukin, en þó er
notast við sama tónlag og verið
hefur, sem er kennt við Sigfús
Einarsson. Séra Þórir Stephensen
sagði, að verið væri að sveigja
messuna að hinu klassíska formi
sem tíðkast hefur, þótt við hefðum
ekki notað það fullkomið nokkuð
lengi. Það sem bætist inn í al-
menna messugjörð er miskunn-
arbæn (kyrie), dýrðarsöngur
(gloria) og trúarjátning. í síðustu
grein trúarjátningarinnar hefur
orðið sú breyting á, að nú segja
menn hvorki „upprisa holdsins" né
„upprisa dauðra" heldur hefur
verið sameinast um nýja þýðingu,
sem Sigurbjörn Einarsson, fv.
biskup, lagði til og er nú sagt
„upprisa mannsins". Bænin eftir
predikun úr stól fellur niður, en
þess í stað er flutt frá altari, í
nokkrum liðum, svokölluð almenn
kirkjubæn og söfnuðurinn svarar
með orðunum: „Drottinn heyr
vora bæn“, þ.e. taka undir orð
prestsins. Jafnframt hefur verið
bætt við einum ritningarlestri úr
Gamla testamentinu, hann er
fluttur í tengslum við pistilinn. Nú
verður ekki lengur staðið upp þeg-
ar pistillinn er lesinn en hins veg-
ar er staðið upp þegar dýrðarsöng-
urinn er sunginn.
Séra Þórir Stephensen sagði
þetta nýja messuform kalla á
aukna þátttöku safnaðarins og
væri það góður hlutur. Búast
mætti við að kirkjugestir þyrftu
sinn tíma til að venjast þessu
messuformi áður en þeir gætu
notið þess, á sama hátt og þeirra
hluta sem þeir hefðu iðkað í ára-
tugi. Þá gat Þórir þess, að þessir
nýju messusiðir hafi nú þegar ver-
ið teknir upp víða um land.
Birgir ísl. Gunnarsson á afvopnunarráðstefnu SÞ:
Erfitt að ná
samkomulagi
„ÞAÐ SEM einkennt hefur störf
þingsins þessa viku eru ræður ým-
issa forystumanna," sagði Birgir ísl.
Gunnarsson alþingismaður í samtali
við Morgunblaðið í gær, en hann er
nú staddur á afvopnunarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna i New York.
„Þeir sem sérstaka athygli hafa
vakið eru Ronald Reagan, sem tal-
aði á fimmtudag, Andrei Grom-
yko, Helmut Schmidt, Menachem
Ný stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar samþykkt:
Samvinna um stærri við-
fangsefiii við aðra aðila
Músavík 19. júní. Frá Arna Johnsen
hlaðamanni Morgunhlaðsins.
AÐALFUNDI Nambands íslenskra
samvinnufélaga var fram haldið á
Húsavík í dag. Aðalmál fundarins
var afgreiðsla á stefnuskrá sam-
vinnuhreyfingarinnar og var hún
samþykkt mótatkvæðalaust um
síðdegisbilið.
Ntefnuskráin hefur verið í
vinnslu undanfarin þrjú ár og hef-
ur mikil umræða farið fram um
hana innan samvinnuhreyfingar-
innar. Allmiklar umræður fóru
fram á aðalfundinum um stefnu-
skrána og greindi menn eilítið á.
Formaður stefnuskrárnefnd-
ar, Hjörtur Hjartar, kvað kjarn-
ann í stefnuskránni vera það að
samvinnuhugsjónin væri lífs-
viðhorf sem virti jafnan rétt
allra til lífsbjargar og andlegs
þroska, þar sem samvinnustefn-
an væri byggð á grundvelli fé-
lagshyggju og hefði mannúð og
réttlæti í heiðri. Það sem helst
má telja til nýmæla í stefnu-
skránni er afstaða til samstarfs
við aðila utan samvinnuhreyf-
ingarinnar, t.d. í formi sameign-
ar- eða hlutafélaga. Segir í
stefnuskránni að þetta eigi eink-
um við um hin stærri viðfangs-
Frá aðalfundi SÍS á Húsavík. Valur Arnþósson í ræðustól, en til hliðar við
hann sitja Erlendur Einarsson og Teitur Björnsson. Fréiuriuri.
efni sem ríki, sveitarfélög og
önnur almanna samtök vinni að.
Er þó lögð áhersla á að í slíku
samstarfi séu virt grundvallar-
sjónarmið samvinnufélaganna.
Lögð er áhersla á það í stefnu-
skránni að samvinnufélögin séu
opin öllum og að þeim sé stjórn-
að eftir lýðræðislegum leiðum. í
15 atriðum, sem eru meginþáttur
stefnuskrárinnar, er fjallað um
starfshætti og leiðir. Hjörtur
sagði í samtali við Morgunblaðið
að mikil vinna margra manna
hefði verið lögð í smíði stefnu-
skrárinnar, þar sem áhersla
hefði verið lögð á að stefnuskrá-
in væri vel úr garði gerð. Sagði
Hjörtur að öll umræða á þessum
vettvangi hefði skapað mikið fé-
lagsstarf á meðal samvinnu-
manna, sem hefði tengst ýmsum
öðrum þáttum en beinni gerð
stefnuskrárinnar.
Reiknað er með að aðalfundi
SÍS ljúki í dag, laugardag, á
Húsavík, en á morgun verður há-
tíðarsamkoma í íþróttahúsinu að
Laugum í tilefni aldarafmælis
samvinnuhreyfingarinnar. Þar
verður fjölþætt dagskrá og með-
al ræðumanna er forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir.
Begin og Pierre Trudeau. Einnig
hafa forystumenn á Norðurlönd-
um talað, t.d. talaði Anker Jörg-
ensen nú í vikunni. I ræðum sínum
hafa menn lýst viðhorfum sínum
til afvopnunarmálanna," sagði
Birgir.
„Nú um helgina fara nefndar-
störf í gang og menn eru að reyna
að ná samkomulagi um ályktanir
og texta, en það verður greinilega
mjög erfitt. Fyrir liggur uppkast
sem enn er mikið ósamkomulag
um og þetta skýrist varla fyrr en
töluvert verður liðið á þingið. Við
íslensku þingmennirnir höfum átt
fundi með þingmönnum ýmissa
annarra ríkja og höfum rætt þau
mál sem helst snerta okkur. Við
höfum þegar rætt við fulltrúa
allra Norðurlandanna, Ira og
Bandaríkjanna. I næstu viku mun-
um við svo eiga fundi með Sovét-
mönnum, Kanadamönnum, Bret-
um og fleirum," sagði Birgir ísl.
Gunnarsson að lokum.
Sérkennileg-
ur formáli að
veðurfréttum
í FRETTATÍMA sjónvarpsins, föstu-
daginn 18. júní sl., hóf Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur, kynningu
veðurfrétta með eftirfarandi hætti:
„Fallegt er nú landið okkar og
vinalegt á svona degi og raunar
ekki síður séð utan úr geimnum,
eins og þessi mynd sýnir. En
kannski gleður hún ekki augu
allra af sömu ástæðu, stríðsglaðar
konur úti í heimi kynnu að líta það
hýru auga til að æfa sig í dásam-
legri hernaðarárás og vinna sér
lof og dýrð á einhverju öðru út-
skeri. En það er sem sagt að mestu
heiðskírt ailt í kringum landið ...“
0
INNLENT