Morgunblaðið - 20.06.1982, Side 3

Morgunblaðið - 20.06.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 3 Margir gera sér ekki grein fyrir afleiðingum verkfalls — segir Jóhanna Sveinsdóttir, einkaritari framkvæmdastjóra Eimskips „Ástæðan fyrir því að ég for af stað með þessa undirskriftasöfnun var einfaldlega sú, að ég var að berjast fyrir minni eigin sannfæringu“ sagði Jóhanna Sveinsdóttir, einkaritari Pórðar Magnússonar og Valtýs Hákonar- sonar, framkvæmdastjóra Eimskipafélags íslands, í viðtali við Morgunblað- ið. Undirskriftasöfnun hennar á meðal starfsfólks Eimskipafélagsins innan Verslunarmannafélags Reykjavíkur til að kanna viðhorf félagsmanna til hugsanlegs verkfalls, sem skella átti á í gær, hefur valdið fjaðrafoki og að hcnnar mati rangtúlkuð. Gerði Þjóðviljinn m.a. mikið verður út af því að nafn hennar skyldi standa efst á undirskriftalista þeim sem kom frá Eim- skip. Þá þótti það grunsamlegt, að sami texti skyldi vera á undirskriftalistun- um, sem bárust frá Eimskip og Flugleiðum. „Sú tenging, sem Þjóðviljinn er að ræða um er eingöngu til komin vegna þess, að einkaritari Sigurð- ar Helgasonar, forstjóra Flug- leiða, sem reyndar var erlendis þegar þessar undirskriftir fóru fram, er kunningjakona mín og við erum báðar félagar í klúbbi ritara. Sömu sögu er að segja um starfsstúlkur, sem ég þekkti hjá Heklu og Heimilistækjum. Eg hafði samband við þær og bar þetta undir þær. Þær tóku vel í þann texta, sem ég las fyrir þær í símann og skrifuðu hann upp. Það er því ekki að undra þótt hans sé eins eða líkur hjá öllum fyrirtækj- unum,“ sagði Jóhanna. Sagðist hún hafa farið að velta því fyrir sér, nokkru eftir tveggja daga verkfallið í fyrri viku, hvort fólk vildi virkilega fara í verkfall. Hvort nokkur hefði efni á því á sama tíma og verðbólgan nálgað- ist 70%, fiskurinn í sjónum væri að verða uppurinn, togararnir stöðvuðust einn af öðrum vegna skorts á rektrarfé og fjármunir til að reka þjóðfélagið væru hrein- lega af skornum skammti. „Ég hafði samband við fjölda fólks og spurði það álits. Svarið var á sama veg hjá langflestum. Fólk vildi ekki og hafði ekki efni á að fara í verkfall." Undirskriftasöfnunin hjá Eim- skip fór síðan fram að frumkvæði Jóhönnu. Sendi hún lista af stað og fékk hann í hendur fjórum tím- um síðar. Höfðu þá 65 þeirra 80 starfsmanna Eimskips, sem eru innan vébanda VR skrifað undir áskorun þess efnis að verkfallinu yrði frestað. Sami háttur var hafður á hjá Flugleiðum nema hvað þar gekk einkaritarinn um með listann þar sem tíminn var orðinn naumur. Ætlunin var að VR fengi listann í hendurnar á hádegi á miðvikudag í síðasta lagi. „Mér finnst það undarlegt starfsfólk, sem ekki vill hag fyrir- tækja sinna sem bestan," sagði Jó- hanna. „Margir gera sér ekki grein fyrir því að með því að fara í verk- fall er fólk um leið að hætta þeirri atvinnu, sem það hefur. Eimskip og Flugleiðir eru fyrirtæki með viðskipti víða um heim. Það þýðir ekkert að senda telex-skeyti um allan heim og tilkynna að allt sé í hershöndum vegna verkfalls. Flugleiðir hafa verið að berjast fyrir því að ná aftur fyrri virðingu undanfarin tvö ár og verkfall nú gæti gert út af við fyrirtækið. Það virðist ekki vera hugsað út í slíkt." Að lokum sagði Jóhanna: „Mér Símaskráin 1982 í dreif- ingu á mánudag SÍMASKRÁIN fyrir árið 1982 er kom- in út og hefst afhending á henni, til notenda á höfuðborgarsvæðinu, á mánudag og fljótlega upp úr því verður hún send til dreifingar út á lands- byggðina. Að sögn Hafsteins Þorsteinssonar hjá Pósti og síma er símaskráin með hefðbundnu sniði. Upplag hennar er 111 þúsund, blaðsíðutal hið sama og í síðustu skrá. Breytingar vegna flutninga nýrra númera, aukanafna o.fl. nema að hans sögn 20—24% af innihaldi. Ný nöfn á Reykjavíkur- svæðinu eru 4.500 og kvað Hafsteinn þar mikið um aukanöfn. finnst það kyndugt í 9.500 manna félagi ef ekki þarf nema 100 at- kvæði, rúmlega 1% félagsmanna, til að samþykkja verkfallsboðun. BR gerir ekki neitt til að ná til sinna félagsmanna. Félagið sendir aldrei út fundarboð, auglýsir að- eins í blöðum og útvarpi. Þegar svo 200 manns sækja fund nægir að 100 samþykki verkfallsboðun. Á þessum fundi greiddu 20 at- kvæði á móti og 80 sátu hjá. í lýð- ræðislegum félögum þarf % at- kvæða félagsmanna til að hlutir nái fram að ganga. Þarna er ein- hvers staðar pottur brotinn. VR ætti að ganga í lýðræðisátt og breyta vinnulöggjöfinni þann- ig, að verkfall megi aðeins boða eftir leynilega allsherjaratkvæða- greiðslu þar sem ákveðinn hundr- aðshluti félaga tekur þátt og sam- þykkir. Með þessu gæfist öllum aðildarfélögum kostur á að taka ákvörðun um hvað rétt sé að gera í svo afdrifaríku máli sem verkfall er. Ég vil í lokin koma því á fram- færi að með þessu er málinu lokið af minni hálfu. Það rétta hefur komið fram og þær missagnir og misskilningur sem orsakast hefur með blaðaskrifum verið leiðrétt- ur“. Tveir fyrsta daginn í Vatnsdalsá VEIÐI i Vatnsdalsá hófst fimmtudag- inn 17. júní sl., og veiddust þá tveir laxar, samkvæmt upplýsingum sem MorgunblaóiA fékk i veióihúsinu við ána. Einn lax kom síðan á Iand fyrir hádegi í gær. Laxarnir eru af stærðinni 11—13 pund og tóku þeir ánamaðk. Aðstæður við ána eru góðar og var þar 10 stiga hiti í gær, en undanfarnar vikur hefur verið haldur kalt í Húnavatnssýslu. Veiðin í Norðurá að glæðast Veiðin er heldur að glæðast í Norðurá, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu þar, og eru nú komnir 64 laxar á land. AU- ar aðstæður við ána eru góðar og var þar í gær 22 stiga hiti, en slíkt veður er að vísu ekki álitið gott til veiða. Veiðin í Norðurá skiptist nokkuð jafnt á milli flugu og maðks, og eru gjöfulustu flugurnar „Þingeyingur", „Francis“, „Rækja“ og „Krafla". Lélegt í Laxá í Leirársveit Veiðin í Laxá í Leirársveit hófst þann 13. júní sl. og hefur veiðin ver- ið mjög treg, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. fékk hjá Sigurði Sig- urðssyni bónda í Stóra-Lambhaga. Sagði hann að í gærmorgun hefðu verið komnir upp 3 laxar og lítið af laxi hefði sést í ánni. Þó hefðu nokkrir fiskar sést í Laxfossi. Sagði Sigurður að veiðin í Laxá hefði sjaldan eða aldrei byrjað jafn illa og í ár. ój nýi staóurinn, sem hrífur fólk næstu ferðir: 30. júní 3 vikur #21. júlí 2 vikur • 4. ágúst — uppselt Hvergi gefst annað eins tækifæri til að njóta veðurblíðu, frábærrar gistiþjónustu og fjölbreytni, — hingað streymir fólk alls staðar að til að skemmta sér, njóta lífsins og verða vitni að heimsvið- burðum í fþróttum og á sviði lista Næsta ferð 24. júní — 1, 2 og 3 vikur. 1. og 8. júlí — uppselt. —- vlð t .......... Torremol‘n ■ okku ,„ievrnanlegt■s 1 tz°*,Ma ut°", ' skemmtiatrx var vel varið kunna siU faZ ýnarferðin. V, ‘ °g SÝNber af. **> "U I ’ veljum vlð aLrl(eki bjóði f‘á J, og þj<>nus,u .. Farþegar á . Jr Wrfj*«fakt TJ“ Mallorca Vinsælustu baðstrendurnar og gististaðirnir í Palma Nova og Magaluf. NÆSTA FERD: 7. JÚLÍ -3 VIKUR.28. JÚLÍ OG 18. ÁGÚST— UPPSELT Lignano Hinn orðlagði sumarleyfisstaður fyrir alla fjölskylduna, betri og vinsælli en nokkru sinni fyrr. 23. JÚLÍ — ÖRFÁ SÆTI LAUS. 27. ÁGÚST. UPPSELT 9. JÚLl Austurstræti 17, Reykjavík, símar 20100 og 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri, sími 96-22911.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.