Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.06.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 5 Svipmyndir úr mánudagslcikritinu í sjónvarpinu. Sjónvarp mánudag kl. 21.20: „Næsta helgi“ LKIKRITIÐ í sjónvarpinu annað kvöld er danskt eftir Erling Jepsen, en leikstjórn hefur Ole Roos annast. í leikritinu er fjallað um fjöl- skyldu á leið heim úr sumarbú- stað, sem hún hefur verið að dytta að. Hún hlakkar til að komast aft- ur í bústaðinn, en áður en það get- ur orðið, þarf að fást við vandamál hversdagsins. Með aðalhlutverk fara Preben Nezer, Ditte Grau Nielsen, Baard Owe og Ulla Jes- sen. Þýðingu annaðist Veturliði Guðmundsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið.) Sjónvarp kl. 18.40: Samastaður á jörðinni í DAG kl. 18.40 eftir HM i knatt- spyrnu, sunnudagshugvekjuna og norska framhaldsmyndaflokkinn Gurra, verður á dagskrá sjónvarps- ins nýr sænskur framhaldsmynda- flokkur, sem ber nafnið Samastaður á jörðinni. Verður sýndur fyrsti þáttur og heitir hann Fólkið í guðsgrænum skóginum. Þetta er mynd um þjóð- flokk, sem lifir af veiðum og ban- anarækt, og búa margar fjölskyld- ur undir sama þaki. Nú berast því sögur um stórar vélar, sem geta unnið á skóginum og flutt hann til framandi landa. Þýðandi og þulur er Þorsteinn Helgason. Frá útiskemmtun á Arnarhóli. Þátttaka í hátíðahöldunum 17. júní var meiri nú en áður hefur verið. Óhætt er að giska á að um 30 þúsund manns hafí verið I miðbænum þegar mest var og þátttaka í útiskcmmtunum um kvöldið var með mesta móti. Sjónvarp kl. 20.45: „Mynd- listar- menn“ Klukkan 20.45 er á dagskrá sjónvarpsins þriðji þátturinn í þáttaröðinni um myndlistar- menn. Þessi þáttur heitir: Um SUM. Hann fjallar um, eins og nafnið ber með sér, SÚM-hreyfinguna, sem dregið hefur dilk á eftir sér í íslensku listalífi. Fulltrúar SÚM í þættinum eru þeir Guðbergur Bergsson, Jón Gunnar Árnason og Sigurð- ur Guðmundsson. Umsjón með gerð þáttar- ins hafði Halldór Björn Runólfsson, en um stjórn upptöku sá Viðar Víkings- son. Smeygdu þérmed í síóustu sætin DANMORK 25. júní - Sumarhús í Karlslunde í 1 viku og ,,flug og bfll" í 1 eða 3 vikur RIMINI 28. júní - örfá sæti laus m/ floúðar- eða hótelgistingu -11 dagar, 21 dagur. PORTOROZ/GRIKKLAND 1. júlí - laus sæti, íbúðargisting, hótel- gisting - 21 dagur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTFUETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.