Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 \ 23 JORGE LUIS BORGES Hann er núorðið jafnan nefndur „risi argentínskra bókmennta“, Jorge Luis Borges. Sumir fullyrða að þetta sé slæmur dómur um argentínska bókmenningu, því Borges sé enginn risi í verkum sínum, Ijóð hans knöpp og sögur stuttar. Og ef dæma má af smásögum þeim, sem Guðberg- ur Bergsson hefur snaraö og Almenna bókafélagið gefið út, er Borges ekki beinlínis aðlaðandi höfundur. Hann er húmorlaus í sínum verkum — en þeir sem hafa komist í gegnum bækur hans segja að Borges sé engum líkur og afburða höfundur. Hvernig sem því er varið og hvort Borges á skilið Nóbelsprís eða ekki — þá er maöurinn mikill gáfumaður og svo kann hann að meta bókmennta- arfleifð okkar íslendinga. Hann hefur komið þrívegis til íslands, pílagrímsferöir hefur hann kallað þær reisur, og nú í nokkur ár hefur hann lært norrænu ásamt einkaritara sínum, Maríu Kodama, sem er mjög handgengin gamla manninum. En því er sagt hér af Jorge Luis Borges, að hann er orðinn ástfanginn á gamals aldri. Ekki af konu — heldur franska hverfinu í New Orleans!! Ungur í anda Borges hefur sagt í samtali við M að Borg í nafni hans sé sama orðið og borg í ís- lensku. Svo vonar hann að amma hans sé af norrænum uppruna: „Hún er ættuð af víkingaslóðum í Norðymbralandi og er kannski af norrænu bergi brotin. Ég vona það. Og ég held í vonina eins lengi og ég get.“ Borges fæddist í Buenos Aires 24ða ágúst 1899. Hann var af efnafólki, en Borges finnst lítið til um þau efni: „Við höfum ein- ungis sex þræla," segir hann, „aðrar fjölskyldur höfðu 30 til 6G.“ Það var ekkert götuuppeldi á Borges. Hann hafði enska barnfóstru og missti aldrei úr máltíð. Faðir hans var lögfræð- ingur og rithöfundur og átti bókasafn gott. Drengurinn gerð- ist snemma bókelskur og félagar hans í æsku voru Keats, Shelley, Byron, Swinburne og Browning. Borges lærði ensku á undan spænsku og las Don Kíkóta fyrst í enskri þýðingu. Borges menntaði sig í Evrópu, aðallega í Englandi og lagði stund á málvísindi. Hann settist ekki að í heimalandi sínu fyrr en 1921. Borges var um tíma í tygj- um við spænska útgáfu á ex- pressíónismanum (ultraisma) en kvaddi þær kenningar um það bil sem hann sneri til heim- kynna sinna í Suður-Ameríku. Enskur spekingur segir að hann hafi ekki vakið verulega athygli á sér fyrr en seint á fullorðinsár- um, þegar „Fictions" var þýdd á enska tungu árið 1962. Síðan hefur hann verið í miklum met- um víða um heim, einkum meðal bókmenntamanna því bækur hans eru enginn skemmtilestur. Borges hefur í mörg ár verið blindur, en hann hefur ekki lagt árar í bát, heldur verið sífellt á ferðinni og fylgst með og starfað mikið. Þegar hann kom í Mos- fellsdal sagði hann: „Ég á gott. Ég sé móta fyrir fjöllunum. Það kemur sér vel fyrir mig að vera blindur. Ég sé ekki bæina. Ég sé ekki sveitina. En ég sé fjöllin eins og Egill sá þau, þegar hann var orðinn blindur. Þannig stend ég í spor- um Egils en ekki þið. Það eru forréttindi að vera blindur á þessum stað.“ káldið segir á öðrum stað í samtali við M: „Ég held, að bezta sagan sem ég hef skrifað — kannski eina sagan, sem ég hef skrifað — sé frásögnin Sú óboðna, með skírskotun í 2. Konungabók. Ég skrifaði þessa sögu í stíl og anda íslendinga sagna: „Einhver nam hana af vörum einhvers ... “ segir í upphafinu. Samt er um- hverfið annað, eða slétturnar utan við Buenos Aires og mann- lífið þar fyrir hundrað árum. En ég reyndi að segja þessa sögu á sama hátt og sögur eru sagðar í forníslenzkum stíl; reyndi að segja hana með ákveðnu sak- leysi, enda þótt ég vissi öllum stundum hvað ég var að fara. Ég var að segja frá ruddalegu efni á einfaldan hátt. Við móðir mín höfðum verið að lesa Sögurnar og hún vissi, að hverju ég stefndi. Þegar ég kom að lykil- setningunni, lenti ég í erfiðleik- um. Þá sagði móðir mín: „Bíddu andartak, ég veit hvað bróðirinn sagði.“ Hún sagði ekki: „Hann hefði getað sagt,“ eða „ég sting upp á að hann hefði sagt... “ En hún sagði: „Ég veit hvað hann sagði." Og þegar hún sagði mér setninguna: „Göngum til verks bróðir," sá ég í hendi mér, að Jakob F. Ásgeirsson tók saman hún var sönn og átti, eins og augljóst má vera, rætur í íslend- inga sögum." En nú hefur kall hreiðrað um sig í New Orleans. Blaðamaður nokkur að nafni Miguel Acoca gekk þar á fund hans og Falklandseyjadeil- una milli Argentínumanna og Breta bar náttúrlega fyrst á góma. „Þetta er viðbjóðslegt stríð," segir gamli maðurinn skelfdum rómi. Hann hleypti í brýnnar og kreppti hnefann: „Það er hrylli- legt. Allur heimurinn gæti lent í styrjöld. Hryllilegt." „Ekki, Borges minn, við skul- um ekki halda áfram," segir María, einkaritari hans, og klappar stillilega á hönd hans: „Við erum komin aftur til New Orleans." Borges er orðinn ástfanginn af New Orleans. Hann er gersam- lega töfraður af „einni fallegustu borg heimsins", eins og hann segir sjálfur og myndar bros- vipru um munnvikin. Áttatíu- ogtveggja ára gamall er hann jafnvel að hugsa um að yfirgefa heimaland sitt fyrir fullt og allt og setjast að í New Orleans. Hann ætlar að kveðja Buenos Aires, þá borg sem setur svo mikinn svip á verk hans, og eyða ævikvöldinu í jassborginni frægu, þar sem hann getur rölt um sérkennilegar götur ilmandi af franskri, spænskri, afrískri menningu og hlýtt á þokulúðr- ana á Mississippi. En það er ekki bara rómantíkin — peningar spila líka inní: „Pesóinn er orðinn verðlaus," segir Borges. „Verðbólgan er stjarnfræðileg í Buenos Aires, matföng, húsaleiga etc. Það er mikil ógæfa.“ Síðustu mánuði hefur þessi hrörlegi maður, blindur en samt glæsilegur, með stafprik í hendi, klæddur eins og enskur lord, gengið um franska hverfið í New Orleans og öllum finnst hann eiga þar heima. Hann styður sig við Maríu sem segir honum hvað hún sér og hvar þau eru stödd. Málarar og teiknarar í kringum Jackson-torgið og St. Louis- dómkirkjuna, skáld sem syngja við gítarleik í Royal-stræti, saxafónleikarar, lúðrablásarar, götutrúðar og eftirhermur, gleðikonur og hórmangarar, fatafellur og dansarar, bóksalar og þjónar — allt þekkir þetta fólk hann orðið sem „Mr. Borg- es“. Og það umgengst hann með virðingu. Mr. Borges á orðið heima í þessum stað. Borges kveðst óttast að Falklandseyjamálið geti leitt til þriðju heimsstyrj- aldarinnar og jafnvel kjarnorku- styrjaldar milli Sovétta og Bandaríkjamanna. „Slíkt yrði óhugsanlegur harmleikur. Okkur yrði öllum eytt með kjarnerkuvopnum. Imyndaðu þér, að bækur mínar myndu eyðast, öll bókasöfn myndu eyðast og það yrði enginn eftir til að lesa. Það má aldrei verða." Svo hlær hann kuldalega: „Kannski myndi ein bók lifa. Kannski Sandbókin mín. Eins og við vitum, þá eyðir kjarnorku- sprenging ekki sandinum, heldur bræðir hann, svo hann kristall- ast. En hver yrði þá eftir til að lesa Sandbókina mína?“ Jorge Luis Borges segir að kollurinn sé í góðu lagi ennþá. Hann er sífellt með ný söguefni í huganum, hann lætur sig dreyma eins og ungur væri, ævinlega með pennann á lofti og alltaf að endurskrifa og fága. „En ég hugsa aldrei um lesand- ann,“ bætir hann við. ÞAÐ BÝÐUR ENGINN BETRA VERÐ EN ÚRVAL LONDON Brottfarir: Alla þriöjudaga til og meö 15. september 1—4 vikur aö vild. Ótakmarkaöur akstur um Bretlandseyjar — hagstæð verö. Val um fjölmargar bílategundir. Bílnum má skila í Glasgow eða London. Úrval býður fjölbreytta gist- ingu á Bretlandseyjum sem greiða má hér heima. Verö pr. mann Flokkur 2 — 1 í bifreiO 2 i bifreiö 3 i bifreiö 4 i bifreiö 1 vika 5.491.- 4 646,- 4.364- 4.223- 2 vikur 7.181- 5.491,- 4.927.- 4.645- 3 vikur 8.872.- 6.336.- 5.761.- 5.068.- 4 vikur 10.562- 7.181.- 6.054,- 5.491.- Flokkur 3 — 1 i bifreiö 5.732- 7.664,- 9.596.- 11.528.- 2 í bifreiö 4.766.- 5.732.- 6.698- 7 664 - 3 i bifreiö 4 444.- 5.088,- 5.732.- 6.376.- 4 í bifreiö 4.283.- 4.766,- 5.249.- 5.732.- Flokkur 7 — 2 i bifreiö 5.088,- 6.376- 8.026- 8.952,- 3 i bifreiö 4.659- 5.517,- 6.618,- 7.235.- 4 i bifreiö 4.444,- 5.088.- 5.913- 6.376,- 5 i bifreiö 4.315.- 4.830,- 5.491- 5.861.- Flokkur 8 — 2 i bifreiö 5.209.- 6.618.- 8.026.- 9.435,- 3 i bifreiö 4.739.- 5.678,- 6.618.- 7.557,- 4 i bifreiö 4.505- 5.209.- 5.913.- 6.618- 5 i bifreiö 4 364,- 4.927.- 5491.- 6.054,- URVAL við AusturvöH — Sími 26900. Umboðsmenn um allt land. GLASGOW Brottfarir: Alla miövikudaga til og meö 16. september. 1—4 vikur aö vild. Hagstæð verð og ótakmarkaöur akstur um Bretlandseyjar. Bílnum má skila í London eöa aftur í Glasgow. í tengslum við „Flug og bíl“ býður Úrval gistingu um allar Bretlandseyjar er greiða má hér heima. Varö pr. mann. Flokkur 2 — 1 i bifreiö 2 í bifreiö 3 i bifreiö 4 i bifreiö 1 vika 4.733- 3.888 - 3 606 - 3 465 - 2 vikur 6.423 - 4.733.- 4 169- 3.887 - 3 vikur 8.114 - 5.578.- 5 003.- 4 310- 4 vikur 9.804 - 6 423.- 5 296 - 4 733 - Flokkur 3 — 1 i bifreiö 4.974,- 5.906- 8 838,- 10 770 - 2 i bifreiö 4 008,- 4 974 - .5 940,- 6 906 - 3 i bifreiö 3 686 - 4.330.- 4 974 - 5 618 - 4 í bifreiö 3.525.- 4.008 - 4.491 - 4.974 - Flokkur 7 — 2 i bifreiö 4.330 - 5 618 - 6 906 - 8 194 - 3 i bifreiö 3 901,- 4 759.- 5.618 - 6 477,- 4 i bifreiö 3 686- 4 330,- 4 974.- 5 618 - 5 i bifreiö 3.557,- 4.072.- 4.588.- 5 103 - Flokkur 8 — 2 i bifreiö 4.451- 5 860 - 7 268.- 8 677 - 3 i bifreiö 3 981,- 4 920- 5860,- 6 799 - 4 i bifreiö 3.747,- 4 451 - 5 155.- 5 860 - 5 í bifreiö 3.606 - 4.169- 4.733 - 5 296 -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.