Morgunblaðið - 20.06.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982
MYNDLIST Á LISTAHÁTÍÐ
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Aðalframlag Norræna húss-
ins til myndlistar á Listahátíð
að þessu sinni, er sýning á
steinhöggmyndum eftir danska
myndhöggvarann John Rud.
Hér er um að ræða eitt merki-
legasta framlagið til myndlistar
á Listahátíð ef ekki það
merkasta því að myndirnar eru
mjög áhugaverðar í viðkynn-
ingu. Jafnframt er það aðdáun-
arvert að hægt skuli hafa verið
að flytja allar þessar þungu
steinblokkir hinn langa veg.
Tókst líka einungis fyrir frá-
bæra fyrigreiðslu margra aðila
og tel ég að hér komi fram besta
hliðin á norrænni samvinnu.
Svo sem segir í formála Ann
Sandelin þá kom John Rud í
Eftir að hafa flutt steinana heim skoða ég þá nákvæmlega, krítarmerki og hegg af vankanta.
Höggmyndir John Rud
Granít 200x100x100. 1980.
heimsókn hingað til lands á síð-
astliðnu sumri og kom þá til
Norræna hússins með hug-
mynd, sem nú er orðin að veru-
leika. Hann langaði til að vinna
og sýna höggmyndir sínar á ís-
landi og fá tækifæri til að vinna
með íslenskan efnivið og kynn-
ast sýningargestum hér. Enn-
fremur segir þar, að John Rud
sýni verk unnin í granít og aðr-
ar steintegundir. Steinar þessir
bárust til Danmerkur frá Nor-
egi og Svíþjóð á ísöld. Og nú
hafa flutningaskip nútímans
flutt þessa steina hingað til ís-
lands frá Danmörku ...“
Sennilega grunar fæsta hve
merkilegt framtak er hér á
ferðinni, sem getur átt eftir að
marka spor í þróun íslenzkrar
höggmyndalistar í framtíðinni.
Síðan Sigurjón Ólafsson hætti
að vinna í stein hafa fáir ís-
lenzkir myndhöggvarar reynt
fyrir sér á því erfiða sviði. En
nú vinna fjölmargir erlendir af
kappi í hinar ýmsu stein- og
marmarategundir og getur t.d.
að líta mikið af slíkum myndum
á árlegum sýningum í Veksöl-
und fyrir utan Kaupmanna-
höfn. Þá sýningu hef ég tvisvar
heimsótt og haft mikinn lær-
dóm af og m.a. ritað um í Lesb-
ók fyrir tveim árum.
Það sem mesta athygli mína
vekur í sambandi við myndir
John Rud fyrir utan húsið er
hve þær auðga mikið svip húss-
ins. Ávöl form höggmyndanna
mýkja hinar hörðu línur húss-
ins og skapa vina-og mannesku-
legra andrúm. Einhvern veginn
er Norræna húsið á þann hátt
einangrað í Vatnsmýrinni að
það væri upplagt að staðsetja
nokkrar höggmyndir umhverfis
það svo sem nú hefur verið gert.
En það verður að gerast á þann
veg, að margir leggi hönd á
plóginn þannig að um samor-
rænan skúlptúrgarð yrði að
ræða. En víkjum nú aftur að
myndurn myndhöggvarans John
Rud. Hér skal því skotið inn, að
það er næsta merkilegt nú á
tímum að geta notað nafnið
myndhöggvari í orðsins fyllstu
merkingu, og ánægjulegt um
leið.
John Rud er kappsfullur ung-
ur myndlistarmaður með ríka
tilfinningu fyrir því efni sem
hann hefur hverju sinni á milli
handanna enda leitast hann við
að draga fram eiginleika þess
svo sem best verður á kosið.
Hann á sér engin leyndarmál
frekar en flestir framsæknir
myndlistarmenn og er óhrædd-
ur við að sýna vinnuaðferðir
sínar og kynna hugsanir sínar í
rituðu máli.
M.a. segir hann: „Önnur for-
vitnileg aðferð við skoðun
höggmynda er að greina hvort
þær bera í sér skírskotun eða
ekki. Þegar vísað er til fyrir-
myndarinnar er boðskapurinn
sóttur út fyrir verkið, t.d. í ljóð,
stríð, stælt dýr eða fallega
konu.
Fyrir nokkrum árum kom til
sögu konkretstefnan svonefnda,
uPPgjör við alla isma. Gildi
höggmynda skyidi felast í eigin
verðleikum, hinu áþreifanlega
verki!
Enginn symbolismi eða utan-
aðkomandi útskýringar. Hið
skírskotunarlausa er áþreifan-
legt efnið með eiginleikum sín-
um og eftirlíkjanlegu verkun-
um. Hið sterka, strengda,
þanda, samanþjappaða fljót-
andi, fasta, þunga, létta, innri
spenna, rofið ferli, birta, tími,
stærð og margt fleira.
— I stuttu máli: Að vinna
ýmist með eða á móti eiginleik-
um efnisins.
— Þar er ég vel heima.
— O. —
Bleyta hann (steininn) og gera
svo sleipan að hrafninn og máv-
arnir geta ekki með góðu móti
tyllt sér þar niður. Láta hann
svífa, fljóta í vatninu og feykj-
ast með vindinum. Ég vil að
regnið fái notið andartakshvíld-
ar á steininum, því för þess er
haldið lengra áfram.
- O -
í mínum heimabæ tekur maður
ekki 15.000 króna lán í bankan-
um heldur 15 kíló!
Gæti ég fengið fólk til að taka
hendurnar úr vösunum og
snerta höggmyndir þá hef ég
haft jafn mikil áhrif og banka-
ræningjarnir og löggan...“
— Á þennan veg útskýrir
John Rud hugmyndir sínar og
gerir það oft á skilmerkilegan
og sláandi hátt, aðalatriðið er
að hugmyndirnar komist til
skila til þess er les eða hlustar.
Ég hafði mikla ánægju af að
skoða stein-höggmyndir danska
listamannsins John Rud, ein-
kum þar sem hann leikur á fjöl-
breytni steinategundanna svo
sem í myndunum úti: „Samsetn-
ing I og II. (6 og 7). Þá þótti mér
mikið samræmi í myndinni
„Granít á stalli" (9). Stóra
myndin fyrir framan húsið er
til mikillar prýði og mætti
gjarnan vera þar til frambúðar.
Litlu myndirnar inni eru
margar listilega vel gerðar og
þess skal getið hér að þær verða
fjarlægðar eftir helgi en úti-
myndirnar verða á sínum stað
fram í ágúst.
Svo ber að þakka listamann-
inum framlag sitt og öllum
þeim er stuðluðu að því að sýn-
ingin varð að veruleika.
Meira af slíku ...
Ljósmyndir Erlu
Eyjólfsdóttur
Eftir að hafa skoðað myndir
Ken Reynolds í Norræna hús-
inu átti ég af tilviljun leið
fram hjá Mokka-kaffi og leit
þar inn og dvaldi um stund. Á
veggjunum hanga fram yfir
helgi myndir eftir Erlu
Olafsdóttur, er ég kann engin
deili á. En mér þótti fróðlegt
að bera saman myndir þessara
tveggja áhugamanna á sviði
Ijósmyndunar. Myndir Erlu
eru einnig mjög tærar í út-
færslu og hún hefur einnig til-
finningu fyrir hinu smágerða
og einfalda í náttúrunni. En
hún kemur víðar við og ein-
angrar sig ekki alfarið við hið
smágerða í umhverfinu.
Myndir hennar eru allt í senn
landslag, blóm, klettar, biðu-
kollur, skýjamyndanir og allt
mögulegt úr hlutveruleika um-
hverfisins. Fallegar myndir,
sem sýna glögglega hvað ljós-
opið er orðið fullkomið og
hvernig hægt er að þjálfa
kenndir sínar gagnvart nátt-
úrunni með markvissri þjálf-
un.
Það gladdi mig að sjá þessar
tæru ljósmyndir á þessum
stað og mér fannst Listahátíð-
in einnig í fullum gangi á
veggjum þessa sígilda lista-
kaffistaðar borgarinnar.