Morgunblaðið - 20.06.1982, Page 36

Morgunblaðið - 20.06.1982, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1982 „Bandalag okkar hefur varðveitt frið í þriðjung aldar. I‘að er samtök frjálsra þjóða, sem tekið hafa höndum saman til að varðveita öryggi sitt með gagnkvæmri ábyrgð og sameiginlegum aðgerðum til sjálfsvarnar í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.“ þannig er komist að orði í upphafi þeirrar yfirlýsingar, sem gefin var út í Bonn að loknum leiðtogafundi Atlantshafsbanda- lagsins þar, fimmtudaginn 10. júní. I yfirlýsingunni er jafnframt ítrekað, að með samstarfinu í Atlantshafs- bandalaginu sé hugsanlegum árásaraðila haldið í skefj- um með öflugum vörnum og stuðlað að friði með skyn- samlegum umræðum. í ræðu þeirri, sem Ronald Reag- an, forseti Bandaríkjanna, flutti í breska þinginu 8. júní, minnti hann á það, að Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, hefði oftar en einu sinni sagt, að keppni milli hug- sjóna og stjórnkerfa yrði að halda áfram og hún stangaðist síður en svo á við þau markmið, sem felast í slökun spennu og friðsamlegri sambúð. Reagan sagði, að ekki væri unnt að æskja annars en byrjað yrði á því að láta stjórn- kerfin starfa í samræmi við þær stjórnarskrár, sem um þau giltu, þar yrði farið að þeim lögum, sem innan kerfanna hefðu verið sett og staðið yrði við alþjóðlegar skuldbindingar. Reagan sagðist biðja um það eitt, að unnið yrði heiðarlega að framgangi mála, hann færi ekki fram á stökkbreyt- ingu, og bætti síðan við: „Markmiðinu, sem ég hef í huga, er einfalt að lýsa: að hlúð verði að undirstöðum lýðræðis, ritfrelsi og rétti til að stofna og starfrækja verkalýðsfélög, stjórn- málaflokka og háskóla, þar sem fólk geti að eigin vild ákveðið framtíð sína, menntast og þrosk- Sovétríkjunum, jafnvel þótt stjórnarandstöðuflokkur yrði leyfður, því að allir myndu ganga í stjórnarandstöðuflokkinn." Eins og sést af þeim tilvitnun- um, sem hér hafa verið teknar úr tveimur áttum, ætla ríkisstjórnir Bandaríkjanna og annarra NATO-ríkja ekki að gefa neitt eftir í hugmyndafræðilegu bar- áttunni við kommúnistaríkin. Þeim er ljóst, að í því efni hafa lýðræðisríkin algjöra yfirburði og upp á miklu meira að bjóða en kommúnistaríkin. ★ I Bonn-yfirlýsingunni segir, að Sovétríkin hafi á síðasta áratug varið stórum hluta af auðæfum sínum til alhliða hervæðingar, sem sé langt umfram varnarþörf þeirra, enda geti þau nú beitt hervaldi um heim allan. Samhliða því sem Varsjárbandalagslöndin auki þannig hernaðarógnina haldi þau uppi þeim áróðri, að varnar- aðgerðir Vesturlanda séu fram- kvæmdar í árásarskyni. Ríkis- stjórnir kommúnistaríkjanna banni þær hreyfingar í löndum Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, flytur ræðu í breska þinginu 8. júní. Evrópuferð Reagans og NATQ-fundurinn í Bonn: Hugsjónabarátta hert og áhersla lögð á afvopnun ast, og leyst úr ágreiningsmálum með friðsamlegum hætti." Síðan skýrði forsetinn frá því, að á veg- um beggja stjórnmálaflokkanna á Bandaríkjaþingi yrði með þátt- töku annarra aðila stofnað til at- hugunar á því, hvernig banda- ríska þjóðin geti best stuðlað að framgangi hinnar alþjóðlegu bar- áttu fyrir lýðræðislegum stjórn- arháttum. I yfirlýsingunni frá Bonn er á það minnt, að innan Atlantshafs- bandalagsins hafi hver þjóð rétt til að móta sína eigin stefnu og taka ákvarðanir í eigin málum. Styrkur bandalagsins felist ein- mitt í þessari fjölbreytni. „Við höfum skapað félagsskap jafn- ingja“ segja leiðtogarnir „enginn drottnar yfir öðrum og enginn lýtur öðrum." Þeir benda hins vegar á, að ekki sé hið sama unnt að segja um Varsjárbandalagið: „Fyrir sitt leyti krefjast Sovétrík- in þess, að bandalagsriki sín komi fram sem blokk, til þess að við- halda stirðu kerfi, sem troðið hef- ur verið upp á þjóðirnar. Reynsl- an sýnir einnig, að þegar allt um þrýtur hika Sovétríkin ekki við að beita valdi eða hóta valdbeitingu utan eigin landamæra." Síðan eru innrásin í Afganistan og herlögin í Póllandi nefnd sem dæmi. I ræðu sinni í breska þinginu sagði Ronald Reagan: „Styrkur Samstöðu, frjálsu verkalýðshreyf- ingarinnar í Póllandi, sýnir, að skrítla, sem gengur manna á með- al í Sovétríkjunum, hefur að geyma sannleikskjarna. Þar segir, að einsflokkskerfið héldi velli í sínum, sem krefjist einhliða af- vopnunar en styðji á sama tíma kröfur um einhliða afvopnun á Vesturlöndum. Þjóðaleiðtogarnir telja, að Sov- étríkin verði að halda aftur af sér og sýna meiri ábyrgð ef takast eigi að skapa stöðugleika í al- þjóðamálum og treysta heimsfrið- inn. Við svo búið setja þeir fram í 6 liðum það, sem kallað er „Pro- gramme for Peace in Freedom" eða Áætlun um frið í frelsi. Verða hér rakin helstu efnisatriði henn- ar: í fyrsta liðnum er því lýst yfir, að NATO-ríkin ætli sér að koma í veg fyrir stríð og leggja grunninn að varanlegum friði samhliða því, sem staðinn sé vörður um lýðræð- islega stjórnarhætti. Þau muni aldrei grípa til vopna nema til að svara árás. Með traustum vörnum og pólitískri samstöðu muni ríkin leitast við að treysta samskiptin milli austurs og vesturs, hvenær sem framferði Sovétríkjanna geri það kleift. í öðrum lið segir, að bandalags- ríkin muni tryggja öryggið á Norður-Atlantshafssvæðinu með venjulegum vopnum og kjarn- orkuvopnum. í því skyni þurfi öll ríkin að leggja sitt af mörkum án þess að stefnt sé að hernaðarleg- um yfirburðum. í þessu samhengi verði kannað með hvaða hætti þau geti nýtt sér til fulls nýja tækni og jafnframt verði gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að Varsjár- bandalagslöndin geti fært sér vestræna hernaðartækni í nyt. í þriðja liðnum segir, að það sé æt.lan NATO-ríkjanna að við- Þessi teiknimynd er úr franska vikuritinu l’Express og birtist þar með þessum texta, í tengslum við frétt af leiðtogafundi NATO í Bonn: — Þið látið mig hafa amerískt korn í þessar holur eða ég fylli þær af SS-20 kjarnorkueldflaugum ... halda stöðugleika í valdajafnvæg- inu milli austurs og vesturs með eins litlum vígbúnaði og frekast er kostur. Þau hafi átt frumkvæði að gerð víðtækra tillagna um takmörkun og niðurskurð vígbún- aðar, þar sem byggt sé á jafnræði milli aðila og treyst á viðunandi eftirlit. Lýst er yfir fullum stuðn- ingi við þau áform Bandaríkja- stjórnar að semja við Sovétmenn um umtalsverðan niðurskurð strategískra kjarnorkuvopna beggja aðila, að setja með raun- hæfum hætti skorður gegn meðal- drægum kjarnorkueldflaugum og þurrka þær alveg út af skotpöll- um á landi. NATO-ríkin leggi sig fram um að dregið verði úr venju- legum herafla bæði í áustri og vestri í Evrópu, og muni þau ríkj- anna, sem taka þátt í Vínar-við- ræðunum um jafnan og gagn- kvæman samdrátt venjulegs her- afla í Mið-Evrópu hafa frum- kvæði að umræðum um nýjar hugmyndir þar. I fjórða liðnum ítreka ríkin, að þau vilji stöðugleika i samskipt- um austurs og vesturs, sem leiði til raunverulegrar slökunar (orðið détente er notað en fyrir fundinn var sagt, að Bandaríkjamenn væru andvígir notkun þess). Þau skilyrði eru sett, að fullveldi allra ríkja sé virt, mannréttindum sé ekki fórnað fyrir ríkishagsmuni, í stað einhliða áróðurs komi frjáls upplýsingamiðlun, ferðafrelsi verði leyft, eða í stuttu máli, það verði staðið við allar yfirlýs- ingarnar í lokasamþykktinni frá Helsinki. í fimmta lagi segjast NATO- ríkin vilja stuðla að því að útrýma öllu, sem stuðlað geti að óstöðug- leika. Þau muni halda áfram bar- áttu gegn hungri og fátækt og virða stöðu þeirra ríkja, sem standa utan bandalaga. Og í sjötta í lagi er því lýst yfir, að efnahagslegur og félagslegur stöðugleiki í NATO-ríkjunum verði tryggður. Mjög mikilvægt sé að ráða niðurlögum verðbólgu og ná aftur varanlegum hagvexti og auka atvinnu. Vakin er athygli á því, að efnahagssamskipti NATO-ríkjanna við Varsjár- bandalagslöndin geti stuðlað að stöðugleika í samskiptum austurs og vesturs, en jafnframt tekið fram, að á því sviði verði ekkert það gert af einstökum NATO- ríkjum, sem stangist á við póli- tíska hagsmuni og öryggishags- muni. Efnahagssamskiptunum við kommúnistaríkin skuli hagað þannig, að báðir aðilar beri jafn mikið úr býtum. Fjármálatengsli við Varsjárbandalagslöndin verði þannig, að fyrir þeim séu efna- hagslegar forsendur, og sé þá bæði litið til verslunarviðskipta og útflutningslána. Segjast leið- togarnir ætla að skiptast á upp- lýsingum um alla þætti efna- hags-, viðskipta- og fjármála í samskiptum sínum við Varsjár- bandalagslöndin. ★ Eftir þessari Áætlun um frið í frelsi koma þrjár greinar í Bonn- yfirlýsingunni. Þar er fjallað um skyldur NATO-ríkjanna til að tryggja frelsi íbúa Vestur-Berlín- ar og lýst yfir stuðningi við vestur-þýsku ríkisstjórnina í við- leitni hennar til að bæta sam- skiptin við Austur-Þýskaland. Al- þjóðleg hryðjuverk eru fordæmd og þeir, sem að þeim standa. Og loks eru Sovétríkin hvött til þess að fara að þeim reglum, sem al- mennt eru viðurkenndar af þjóða- samfélaginu um hátterni í sam- skiptum ríkja. Fylgi Sovétmenn ekki slikum reglum séu engar lík- ur á því, að stöðugleiki myndist í alþjóðasamskiptum, og er lagt að þeim að taka höndum saman við NATO-ríkin í leit að leiðum til bættra samskipta, afvopnunar og heimsfriðár. Þá var einnig gefin út í Bonn yfirlýsing af þeim Atlantshafs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.