Morgunblaðið - 20.06.1982, Page 38

Morgunblaðið - 20.06.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ1982 Iff Listinn yfir mest seldu skáldverkin í Bandaríkjunum leit þannig út í vikuritinu TIME þ. 14. júní sl. Listinn er byggöur á upplýsingum frá 1000 bókaverslunum þar í landi. Tölurnar í svigunum tákna stööuna næstu viku á undan. SAUL BELLOW: „Beint út úr hjartanu“ Nýlega birtist í timaritinu „Lon- don Review of Books“ viðtal við bandaríska rithöfundinn og Nóbels- verðlaunahafann Saul Bellow, þar sem hann fjallar m.a. um síðustu bók sína, „The Dean’s December". Sögusvið bókarinnar er einkum ('hicajjo-borg, heimaborj; Bellow og segja má að söguefnið sé i stórum dráttum áhyggjur miðaldra mennta- manns, vegna ástandsins i borginni og heiminum yfirleitt. Viðtalið er all- langt í heild sinni, en hér á eftir fara fáeinar glefsur úr því, þar sem Bell- ow lýsir því hvernig mannlifið kem- ur honum fyrir sjónir, í ('hicago sem annars staðar og hver ætlun hans var með bókinni. Ilm bókina: „Það var ætlun mín með þessari bók, að vera harður, að segja skilið við hvers kyns orðlistarflúr og halda mig við beinar fullyrðingar. Ég held að ég hafi aldrei áður skrifað bók með jafn mörgum ein- földum lýsandi setningum. Hug- myndin var að slá, og slá fast, og leitast við að hitta naglann á höf- uðið í hverju hamarshöggi...“ Um Bandaríkin: „... En það sem hefur gerst í raun, er að fjölda fólks í banda- rískum borgum er orðið ofaukið vegna tækniframfara. Enginn veit hvað á að gera við þetta fólk. Það veit ekki hvað það á að gera af sér. Vandinn við að sjá þeim fyrir mat, menntun og atvinnu hefur reynst borgunum um megn og raunar ríkisstjórninni líka ...“ Saul Bellow Um heiminn: „Forseti er skotinn, — hvað svo? Það er skotið á páfann, — hvað svo? Forseti Egyptalands er myrt- ur, — hvað svo? Þrír eða fjórir bandarískir forsetar koma með hraði til að vera viðstaddir jarð- arförina, — og hvað hafa þeir að segja? Ekkert. Ekkert gerist. Eng- inn segir neitt. Enginn megnar að tala, að tjónka við öngþveitið. Svo þér fer að skiljast hver ábyrgð þín er. Það er um að ræða ábyrgð sem Gyldendal aftur á réttum kili GYLDENDAL-forlagið í Dan- mörku átti við nokkurn fjárhags- vanda að etja um tveggja ára skeið, en nú mun séð fyrir endann á þeim kröggum að sinni, því nettóhagnaður fyrirtækisins á síð- asta ári nam alls um 9,2 milljón- um danskra króna. Ástæðurnar fyrir þessari búbót munu þær helstar, að meðalupp- lag útgáfubóka var minnkað nokk- uð, auk þess sem gerð var gang- skör að því að hreinsa til í geymsl- um forlagsins. Heildarfjöldi út- gefinna bóka á vegum Gyldendal var á síðasta ári um 5,7 milljón eintök, sem er rúmri milljón minna en árið þar á undan. Hins vegar hefur fjöldi útgefinna titla haldist nokkurn veginn sá sami. að vissu leyti liggur utan þess ramma sem rithöfundar settu sér fyrr á öldinni. Mér hefur orðið ljóst, að með því að skrifa þessa bók hef ég óafvitandi hafnað slík- um fagurfræðilegum skyldum og ég hef á hinn bóginn reynt að skrifa beint út úr hjartanu. Ég gerði þetta ekki af ásettu ráði. Ég fann að ég var á leið, sem ég þekkti ekki grannt sjálfur og fann til samkenndar með Hemingway þegar hann sagði: — Ef þú ert að leita að einhverjum boðskap, tal- aðu þá við Ritsímann. Ég var ekki að reyna að koma einhverjum boðskap á framfæri. Ég var að reyna að tjá tilfinningar rithöf- undar, sem eftir fjörutíu ára skriftir lítur upp og sér heimaborg sína í nýju ljósi.“ Ken Kesey: UPPKOMIN BORN OG NÝ BÓK Á LEIÐINNI Ken Kesey, höfundur skáldsagn- anna „One Flew Over the Cuckoo’s Nest“ og „Sometimes a Great Not- ion“ befur ekki haft ritstörf að aðaÞ atvinnu í meira en (ímmtán ár. Þessi ár hefur hann lifað og starfað sem bóndi á nautgripabúi sínu, „Pleas- ant Hill“, í Oregon-fylki i Bandaríkj- unum. Kesey, sem nú er rúmlega hálf- fimmtugur, tók virkan þátt í hippamenningarbylgjunni á sjöunda áratugnum og var m.a. árið 1964 forsprakki hóps lista- manna sem fóru um Bandaríkin í skrautmáluðum áætlunarbíl og LSD-rús. Hópurinn, sem kallaði sig „The Merry Pranksters”, er nú fyrir margt löngu tvístraður og gamli bíllinn er að ryðga niður að baki bæjarhúsanna í Pleasant Hill. „Mér fannst mun mikilvæg- ara að ala upp börn og eiga heim- ili, heldur en að skrifa,“ segir Kes- ey. Frá hans hendi mun þó nú að vænta nýrrar skáldsögu, enda eru þrjú af fjórum bðrnum Keseys nú farin að heiman til náms. Sögu- sviðið mun vera Alaska og að sögn höfundarins fjallar sagan um vandamálið að vera bæði háfleyg- ur og spakur og sinna jafnframt öllum frumþörfum. (Endursagt úr TIME) Nýtt leikrit Vitu Andersen frumsýnt í Árósum: Tilfinningalegt mannát Ekki alls fyrir löngu var frum- sýnt í Árósaleikhúsinu í Dan- mörku nýjasta verk skáldkon- unnar Vitu Andersen, sem kom hingað til lands á liðnum vetri í stutta heimsókn eins og flestum er víst kunnugt, svo mjög sem upplestur hennar úr eigin verk- um fór fyrir brjóstið á sjálfskip- uðum menningarverndurum þjóðarinnar. Hið nýja leikverk sem er ann- að leikritið sem Vita sendir frá sér, heitir „Kannibalerne” eða „Mannæturnar”. Fyrsta leikrit hennar var „Elskaðu mig“, sem hefur verið sýnt í Alþýðuleikhús- inu um langt skeið við mjög góða aðsókn og undirtektir. „Kannibalerne" fjallar um Vita Anderaen tvær systur, ungar konur, og móður þeirra og samskipti þeirra þriggja innbyrðis og samband þeirra við annað fólk. Aðrar persónur í leiknum eru tveir kærastar og ein ný fylgikona annars þeirra. Sýningin og verkið hafa fengið nokkuð misjafna dóma í dönskum blöðum og enginn gagnrýnandi hefur hælt verkinu verulega svo undirrit- uðum sé kunnugt um. Virðist það álit nokkuð almennt, að verkið sé sannferðugt, en per- sónurnar hins vegar ekki til þess fallnar að vekja verulega samúð áhorfandans. Leikkon- um þeim er við sögu koma er hrósað fyrir frammistöðuna. Birgitte Grue segir í Aktuelt: Frá uppfærslunni í Árósum. Frá vinstri: Systurnar tvær, kærastinn og móðir- in.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.