Morgunblaðið - 02.09.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.09.1982, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1982 Már Egilsson ásamt Arnheiði Gígju Guðmundsdóttur. Heimilissýningin í Laugardalshöll: „Hefur audvitað fyrst og fremst auglýsingagildi“ — segir Már Egilsson kaupmaður „I>að var upp úr 1970 sem við hófum þátttöku í sýningunni. Allar götur síðan höfum við verið með nema 1980,“ sagði Már Egilsson, sem er forsvari tveggja fyrirta kja á heimilissýningunni í Laugardalshöll, Egils Árnasonar og Kosta Boda, er hann var spurður að því hvenær hann hafi byrjað að kynna vörur sínar á sýningunni. „En það verður að segjast að hún hefur tekið talsverðum breytingum á þessu tímabili. T.a.m. finnst mörgum að meiri karnevals-blær sé á sýningunni nú, en áður. Það, sem ber því helzt vitni, er vitaskuld tívolíið og ýmsar uppákomur, sem hér eru tíðar. Að mínum dómi hefur þetta bæði kosti og galla í för með sér. Einn kostur er sá að þetta leiðir af sér meiri aðsókn, en á hinn bóginn tel ég að breiddin í vöruúrvali sé ekki eins mikil á þessari sýningu og á fyrri árum.“ Hvert er gildi sýninga á borð við þessa? „Þetta hefur auðvitað fyrst og fremst auglýsingagildi. Og það er ekki unnt að fara í launkofa með það, að þetta er gífurleg auglýsing. Fyrir mitt leyti get ég ekki kvartað yfir aðsókninni, því að hún hefur verið öldungis góð. Hins vegar fylgir þessu talsverð- ur kostnaður. Og álagið meðan á sýningunni stendur er geysilega mikið. En því ber heldur ekki að neita að stemmningin er oft og tíðum ákaflega skemmtileg á sýningunni." Hvað viltu segja um þá skoðun margra að ekki eigi að krefjast aðgangseyris á sýninguna, þar sem um auglýsingar sé að ræða? „Það er ljóst að reka verður þessa sýningu eins og hvert ann- að fyrirtæki. Sú áhætta sem fylgir henni er veruleg. Einnig má nefna að erlendis þar sem svipaðar sýningar eru haldnar er aðgangseyrir. Af þeim sökum finnst mér eðlilegt að fólk borgi sig inn á sýninguna." Ætlarðu að taka þátt i næstu sýningu? „Ég geri nú ráð fyrir því þrátt fyrir að ég hafi sagt í lok hverrar sýningar að ég ætli aldrei fram- ar að taka þátt í svona sýningu," sagði Már að lokum. Síðan var rætt við Grím Lax- dal, starfsmann Radíóbúðarinn- ar, en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur þátt í heimils- sýningunni. „Eftir að hafa kynnt okkur nokkrar heimilissýningar er- lendis töldum við ráðlegt að prófa að taka þátt í þessari sýn- ingu,“ sagði Grímur er hann var inntur eftir tildrögum þess að fyrirtækið tók þátt í heimilis- sýningunni að þessu sinni. „Það er ekkert vafamál að sýningin hefur mikil áhrif. T.d. er árangurinn þegar farinn að koma í ljós með aukinni eftir- spurn eftir vörum okkar. Það hefur einnig komið okkur tals- vert á óvart hve aðsóknin hefur verið góð. í upphafi var í bígerð að draga fólk að með ýmiss kon- ar uppákomum eða leikjum í bás okkar, en þegar til kom var þess alls ekki þörf. Stundum eiga jafnvel starfsmenn Radíóbúðar- innar erfitt að athafna sig í bás- unum sökum mikils fólksfjölda. Það sem hefur vakið athygli okkar hér, er hve umgengni fólks er góð. Við höfðum ætlað að þau tæki sem eru á boðstólum á veg- um Radíóbúðarinnar yrðu meira eða minna skemmd. En raunin hefur orðið sú, að fólk fer gæti- lega og vel með þá hluti sem það skoðar. Aftur á móti er reynslan af erlendum sýningum sú að fólk fer mjög illa með þá hluti sem þar eru til sýnis." Er dýrt að taka þátt í þessari sýningu? „Já, frekar. Sérstaklega er það kostnaðarsamt að þurfa að hafa fjóra starfsmenn hér að stað- aldri." Finnst þér einhver galli á framkvæmd sýningarinnar? „Það væri þá helzt að hún sé of löng, en það ætti þó ekki að hindra okkur í að taka þátt í næstu sýningu," sagði Grímur að lokum. Grímur Laxdal umkringdur áhugasömum sýningargestum. Myndir K.Ö.E. Koma til að upp- örva trúaða HÉR Á landi eru staddar tvær Maríusystur frá Noregi. Koma þær hingað til lands á vegum nokkurra kristinna trúfélaga og kirkjunnar. Vcrða þær með helgarsamverur á Löngumýri helgina 3.—5. sept. og í Skálholti 10.—12. sept. Eru allir velkomnir þangað á þessar samver- ur og er innritun á Biskupsstofu. Einnig verður samkoma i Grensás- kirkju fimmtudagskvöldið 2. sept. kl. 20.30 og í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 7. sept. kl. 20.30, mið- vikud. KFIIM Amtmannsstíg 2B og á fimmtudagskvöld á Hjálpræðis- hernum. Maríusysturnar byrjuðu starf sitt í seinni heimsstyrjöldinni í Darmstad í Vestur-Þýzkalandi. Móðir Basilika er annar af leiðtog- um þeirra þar og hefur gefið út fjölda af bókum. Kemur ein bóka hennar út á íslenzku á næstunni. Hvers vegna þær hefðu gerzt Maríusystur sögðu þær Phanuela og Juliana að þær hefðu upplifað kærleika Guðs og vildu endur- gjalda honum aðeins í staðinn. Að þær reyndu að upplifa það að fylgja Kristi. Þær hafa 18 staði í 16 löndum, þar sem systur koma víða að og þá reynir á kærleikann, hvort hann sé til staðar, þegar frá ýmsum löndum koma systur að hver með sína afstöðu og menn- ingu. Þá reynir á sáttargerðina hver í garð annarrar. Skoðana- ágreiningi verður að ryðja úr vegi og þær verða að læra það að lifa hver með annarri í kærleik. Phanuela sagði, að menn yrðu að taka Krist á orðinu, þegar hann segði mönnum að elska hver ann- an með þeim kærleik, sem hann hefði elskað þá. Að menn reyni að lifa eftir þessu boði. Um það hvort þær væru ófrjáls- ar í Maríureglunni, þar sem þær gengju í sérstökum búningum, þá sögðu þær systur, að Kristur hefði gert þær hamingjusamar. Þær væru frjálsar að því að fylgja hon- um. Hann hefði gert mikið fyrir þær, gefið þeim varðveizlu og fyrirgefningu og nú vilji þær gefa öðrum það líka með sínu lífi. M.a. þá bera þær hring til að sýna að alit þeirra líf tilheyri Kristi. Markmiðið með komu sinni hingað til íslands sögðu þær syst- ur vera að uppörva trúaða, með því að hafa samfélag við þá, sem tilheyra honum í trúnni. Að menn verði betur undirbúnir undir þær þrengingar, sem vænta megi í heiminum. V Juliana og Phanúela Maríusystur með bókamerki á íslenzku, sem þær hafa látid prenta. „Þeim öllum hjálp Guðs hlotnast, er hana trúa á“ og „þeim varpar Guð ei frá sér, er varpar öllu á hann“. Þessar tilvitnanir eru eftir móður Basiliku í Darmstad og eru þessi bókamerki til á um 60 tungumálum. Ljósmynd Mbl. KÖRN. Gamla kirkjan á Reyk- hólum vígð að nýju að Saurbæ á Rauðasandi NÆSTA sunnudag, 5. september, verður vígð kirkja í Saurbæ á Rauða- sandi. Herra Sigurður Pálsson, dr. theol., vígslubiskup í Skálholtsstifti, vigir þá endursmiðaða Reykhóla- kirkju, sem rifin var fyrir fáum árum og átti að geymast þannig unz hægt yrði að endurreisa hana einhvers staðar og varðveita sem merkilegan safngrip. Á þessu ári eru liðin rétt 125 ár síðan hún var smíðuð á Reykhólum. Kirkjan, sem var í Saurbæ sein- ast, var meira en aldargömul þeg- ar hún fauk og brotnaði í spón í aftakaveðri í janúar 1966. Fólk í Saurbæjarsókn vildi fá nýja kirkju og eftir miklar vangaveltur í fáein ár, fannst þessi lausn, að Reykhólakirkja skyldi endurreist í Saurbæ með sameiginlegu átaki heimamanna, Þjóðminjasafns ís- lands og Húsfriðunarsjóðs og falin Saurbæjarsöfnuði til varðveizlu og jafnframt til notkunar sem sóknarkirkja. Endurbygging kirkjunnar hefur tekið nokkur ár. Forsögn alla um endursmíðina hafði Hörður Ág- ústsson listmálari af hálfu Þjóð- minjasafns og Húsfriðunarsjóðs. En sjálft verkið vann hins vegar að langsamlega mestu leyti Gunn- ar Guðmundsson, kirkjusmiður á Skjaldvarafossi á Barðaströnd. Saurbær er annexía frá Sauð- lauksdal, en í Sauðlauksdal hefur verið prestlaust síðan 1. janúar 1964, þegar séra Grímur Grímsson flutti burt, en hann var seinasti presturinn, sem bjó í Sauðlauks- dal. Prestakallinu er nú þjónað af séra Þórarni Þór, prófasti á Pat- reksfirði. (FrétUtilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.