Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 1
76 SÍÐUR 195. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ílalía: Reiðialda vegna morðs Palermo, 4. sept AP. MIKIL reiði og hneykslan ríkir nú á Ítalíu vegna morðsins á Carlo Al- berto Dalla Chiesa hershöfðingja og konu hans, sem ókunnir morðingjar veittu fyrirsát í gær. Chiesa hafði forystu fyrir baráttunni gegn Mafí- unni á Ítalíu. Tveir öfgahópar hafa hreykt sér af morðinu en ekki er þó talið ljóst hvort hryðjuverkamenn voru að verki eða útsendarar Mafíunnar á Sikiley. Sandro Pertini forseti sneri strax heim til Rómar úr leyfi þegar fréttist af morðinu og Giov- anni Spadolini forsætisráðherra ætlar að fara til Palermo á Sikiley til að vera við útför Chiesa og konu hans. Salvatore Pappalardo erkibiskup á Sikiley mun jarð- syngja þau hjónin en hann hefur beitt sér mjög gegn Mafíunni á eyjunni. Þingmenn úr öllum flokkum hafa krafist þess að þing komi saman til að leggja á ráðin um áhrifaríkar baráttuaðferðir gegn Mafíunni og stjórnvöld hafa verið krafin skýringar á hvers vegna Chiesa var ekki í brynvarinni bif- reið þegar árásin var gerð. Kona með heila- dauða fæddi heilbrigt barn Ljówmynd Mbl.: Kristján Einarason. þ*ð. Þessi mynd er frá töku eins síðasta atriðisins, þegar leiðangri Daniel Bruuns, nýkomnum af Kjalvegi er vísað á vað yfir Tungufljót. Kvikmyndatöku vegna heimildarmyndarinnar um Daniel Bruun lauk um síðustu helgi að öðru leyti en þvl, að bíða þurfti Geysisgoss til að mynda BufTalo, Bandaríkjunum. 4. september. AP. SKÝRT var frá því i tímariti banda- ríska læknafélagsins í gær, að lækn- um og efnafræðingum hefði í sam- einingu tekist í fyrra að halda lífinu í konu, sem þjáðist af heiladauða, í sex daga þar til hún gat átt barn, sem hún gekk með. Var þetta gert til að gefa barni hennar meiri lífsmöguleika. Segir í grein blaðsins, að konan hafi ver- ið lögð inn á fæðingarheimili i janúar í fyrra með alvarlegt til- felli heiladauða. Við rannsóknir kom í ljós að hún var komin sex mánuði á leið. Átján dögum síðar var hún flutt á barnasjúkrahús þar sem læknar héldu í henni lífinu í sex daga áður en barnið fæddist. Þremur mánuð- um síðar var það útskrifað full- komlega heilbrigt af sjúkrahúsinu og ættleitt. Sharon segir ísraela ekki munu ræða tillögur Reagans Beirút, Tel Atít, Alexandríu, 4. september. AP. ARIEL Sharon, varnarmálaráðherra ísraels, sagði í útvarpsviðtali í dag, að „útilokað" væri að ísraelar samþykktu friðartillögur Bandaríkja- manna í Mið-Austurlöndum. „ísraelar munu ekki aðeins hafna þeim heldur ekki einu sinni taka til greina að ræða þær,“ sagði hann í viðtalinu. Hélt hann við fyrri framburð sinn, að Bandarikjamenn hefðu haft samráð við Arabaþjóðirnar en ekki ísraela áður en Reagan lagði tillögur sínar fram. Á þeim forsendum væri útilokað að virða þær viðlits. Sagði hann ennfrem- ur að Bandaríkjamenn hefðu get- að sparað sér auðmýkingu þá, sem þeir eiga eftir að þola, með lýðræðislegri vinnubrögðum. Caspar Weinberger, varnar- Efnahagsástandið í heiminum í brennidepli: Bandaríkjamenn vilja stofnun neyðarsjóðs Toronto, Kanada, 4. neptember. AP. BANDARÍKIN, sem standa nú frammi fyrir stórkostlegum lána- beiðnum víða að úr heiminum, hafa hvatt til stofnunar neyðar- sjóðs til að koma í veg fyrir gjald- þrot ríkja þriðja heimsins. Hugmyndin er komin frá Don- ald Regan, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hefur hann í samvinnu við fleiri fjármála- ráðherra unnið að áætlunum um stofnun slíks sjóðs. Er Regan nú í Toronto ásamt fulltrúum þriðja heimsins og annarra þjóðs heims vegna árlegs fundar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóða- bankans. Bandarikjamenn hafa að eigin sögn engar sérstakar hugmyndir um stofnfé þessa sjóðs, en talan 10 milljarðar Bandaríkjadala hefur heyrst nefnd. Þrátt fyrir tiilögur nær allra aðildarríkja hafa Bandaríkjamenn til þessa verið einir þjóða andvígir auk- inni fjárveitingu til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefur sjóður- inn um 67 milljarða Bandaríkja- dala til umráða. Efnahagskreppan í Mexíkó hefur verið mjög til umræðu og nú berast þær fregnir að svipað ástand ríki í æ fleiri löndum; Argentínu, Póllandi, Rúmeniu, Brasilíu, Zaire og Súdan svo þau helstu séu nefnd. Flestar aðild- arþjóðir Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins eru reiðubúnar að hækka framlög sín frá 50 og allt að 100%. Bandaríkjamenn, sem lagt hafa fram 14 milljarða dala í sjóðinn, telja þetta allt of mikla hækkun. málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri „mjög bjartsýnn" eftir rúmlega klukku- stundar langan fund hans með Hosny Mubarak, forseta Egypta- lands. Sagðist Weinberger líta svo á að viðræðurnar hefðu verið mjög uppbyggjandi. Hann vildi ekki tjá sig um afstöðu Mubaraks til tillagna Reagans, en kvaðst mundu búast við opinberum viðbrögðum Egypta innan skamms. Hersveitir ísraela drógu sig í dag til baka frá svæðum, sem þær höfðu komið sér fyrir á í múham- eðstrúarhluta Vestur-Beirút, til að forðast skærur við hermenn líbanskra vinstrimanna. Að sögn ríkisútvarpsins í Líb- anon kvartaði Wazzan, forsætis- ráðherra, við sendiherra Banda- ríkjamanna í gær yfir skyndilegri framrás ísraela. Færðu hersveit- irnar sig fram um hálfan kíló- metra, inn í Sabra, sem áður var aðalbækistöð PLO. Sagðist Wazzsan Iíta á þessa framrás Israela sem brot á því vopna- hléssamkomulagi, sem gert hefði verið. Hersveitir vinstrimannanna, sem börðust við hlið PLO í stríð- inu við ísraela, komu strax á vettvang og reyndu að hindra framgöngu ísraela, en stillt var til friðar áður en kom til átaka. í dag urðu á hinn bóginn götuátök á milli stríðandi afla í Vestur- Beirút. Létu tveir lífið og 13 slös- uðust áður en lögreglu tókst að koma á friði. Norska krón- an felld um 3% Ó§ló, 4. sept AP. GENGI norsku krónunnar var í dag fellt um þrjú prósent og sagði í til- kynningu stjórnarinnar, að nýja gengisskráningin tæki gildi frá og meó nk. mánudegi, 6. september. Þetta er önnur gengisfelling krón- unnar á mánaðartíma og er tilgang- urinn sá að bæta samkeppnisstöðu norskrar útflutningsvöni. Annan ágúst sl. var gengi krón- unnar einnig fellt um þrjú prósent og sagði Rolf Presthus, fjármála- ráðherra, að hvortveggja gengis- fellingin myndi styrkja stöðu Norðmanna á erlendum markaði og væri liður í efnahagsráðstöfun- um stjórnarinnar, sem lagðar yrðu fram með fjárlagafrumvarpi næsta árs, 6. október nk. „Meira aðhald í fjármálum, skattalækkanir og gengisbreyt- ingarnar munu vonandi minnka þensluna innanlands," sagði Presthus, en Pal Kraby, formaður iðnrekendasambandsins, sem fagnaði aðgerðunum, sagði, að bctur mætti ef duga skyldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.