Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Sigurjón Árni Sig- Minning urðsson — Fæddur 1. ágúst 1916 Dáinn 28. ágúst 1982 Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessji heimUr köld, eg kem á eftir, kannske í kvöld, meö klofinn hjálm og rifinn Hkjöld, hrynjn sliln*, sundraö wverð og Hyndagjöld. Þetta erindi Bólu-Hjálmars kom mér í hug er ég í annað sinn á tæpri viku sting niður penna til að minnast góðs vinar og samferða- manns. Á morgun verður kvaddur hinztu kveðju Sigurjón Á. Sig- urðsson fulltrúi, sem lézt á 67. ald- ursári hinn 28. ágúst sl. Á föstu- degi gekk hann til vinnu sinnar að venju án þess að kenna sér meins, en áður en laugardagsnóttin var liðin var hann allur. Hér sannast því orð skáldsins, sem kvað „Fótmál dauðans fljótt er stigið". Sigurjón var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Eyríður Árnadótt- ir, er nú sér á bak elzta syni sín- um, og Sigurður Guðbrandsson skipstjóri, sem í meira en aldar- fjórðung stjórnaði skipum hjá Kveldúlfi, og var lengst með afla- skipið Snorra goða. Sigurður féll frá fyrir aldur fram árið 1943, öll- um harmdauði er honum kynnt- ust. Sigurjón stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1934. Þá fór hann til framhaldsnáms í Englandi og nam verzlunarfræði við Wood’s College í Hull. Á skólaárunum sótti hann jafnan sjóinn á sumrin með föður sínum, og einnig fýrst eftir að námi lauk, og hugðist raunar gera sjómennskuna að ævistarfi sínu. Þess vegna tók hann að stunda nám við Sjó- mannaskólann. Þetta var á árun- um fyrir stríð, þegar erfitt var að fá vinnu. Því varð það úr, er hon- um bauðst góð staða í skrifstofu Isafoldarprentsmiðju hf., að hann hvarf frá námi, þótt skammt væri til lokaprófs. Verzlunar- og kaup- sýslustörf urðu því ævistarf hans. Hann var um árabil fram- kvæmdastjóri togaraútgerðarfé- laga og einnig gerði hann út eigin skip. Síðastliðna tvo áratugi starf- aði hann hjá Olíufélaginu Skelj- ungi hf., og þar var hann fulltrúi er hann lézt. Árið 1939 kvæntist Sigurjón Bryndísi Bogadóttur, en hún féll frá eftir nærri 40 ára hjónaband þeirra, árið 1978. Bryndís var góð kona, sem helgaði heimilinu, eig- inmanni og börnum alla krafta sína óskipta. Fráfall hennar var því mikið áfall fyrir eiginmanninn og röskun á högum hans. Seinna eignaðist Sigurjón vináttu ann- arrar góðrar konu, Þórunnar Ingi- marsdóttur, sem hann að verðleik- um mat mikils. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru þessi: Kjartan, gagnfræða- skólastjóri og kirkjuorganisti á ísafirði, kvæntur Bergljótu Sveinsdóttur; Sigurður og Sigur- jón Bolli, sem báðir eru húsgagna- smíðameistarar og reka fyrirtæki í félagi í iðn sinni í Kópavogi. Kona Sigurðar er Áslaug Jóns- dóttir, en Sigurjón Bolli er kvænt- ur Jóhönnu Vilhelmsdóttur; yngst er Bryndís, kennari, gift dr. med. Guðmundi Þorgeirssyni. Barna- börnin eru ellefu og eitt barnabarnabarn. Þetta er fríður hópur og föngulegur. Sigurjón var prýðilega vel gef- inn maður. Hann var víðlesinn og stálminnugur. Á seinni árum vaknaði áhugi hans á ættfræði og stundaði hann þau fræði talsvert í tómstundum sínum, enda ættfróð- ur vel. Hann var maður ritfær og á árum áður birtust oft eftir hann greinar í dagblöðum og tímaritum um áhugamál hans, sjávarútveg og landhelgismálið. Sigurjón var myndarlegur maður, ljós yfirlitum og fríður sýnum, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var drengur góður. Nú, þegar komið er að leiðarlok- um, minnist ég þakklátum huga fjölmargra ánægjustunda með Sigurjóni mági mínum og hans góðu fjölskyldu. Ég votta aldraðri móður hans, börnunum og öðrum ástvinum hans innilega samúð. Blessuð sé minning Sigurjóns Á. Sigurðssonar. Magnús Helgason Tengdafaðir minn, Sigurjón Árni Sigurðsson, lést í Landspítal- anum að morgni 28. ágúst eftir ör- stutt, forboðalaus veikindi. Hann fæddist í Reykjavík 1. ágúst, 1916, sonur hjónanna Sigurðar Guð- brandssonar, skipstjóra, og Eyríð- ar Árnadóttur. Hann rakti ættir sínar í Árnesþing en ólst upp og bjó allt sitt líf í Reykjavík. Tíu ára gamall fór hann fyrst á síldveiðar með föður sínum og síðan hvert sumar eftir það öll sín skólaár. í óbirtum endurminningabrotum frá þessum árum kemst hann svo að orði: „Allur minn áhugi beind- ist að sjónum, ég fylgdist með öllu, sem þar fór fram, vissi allt um veiðarnar, hvernig þær gengu, þekkti öll íslensk skip og vissi ótrúlega mikið um allt, sem að því laut.“ Hann lýsir því, hvernig hann snemma á skólaferli sínum varð að taka sig taki til að setjast á skólabekk og veita skólabókun- um einhvern sóma við hlið sjó- mannsáhugans. Þeirri innri glímu lauk þó með farsælum námsferli í Verslunarskóla íslands, sem hann lauk 1934, og fylgdi eftir með eins árs framhaldsnámi í viðskipta- fræðum við Woods College í Hull. Þá fannst honum, sem hann hefði goldið keisaranum það, sem keis- arans var og um skeið hugðist hann alfarið Ieggja fyrir sig sjó- mennsku. Næstu ár var hann há- seti hjá föður sínum á Snorra goða, en síðar tók við sá kafli starfsferils hans, sem hann taldi sig hafa mesta köllun til og bestan undirbúning til að leysa vel af hendi. Á árunum 1940—1951 fékkst hann við útgerð, fyrst í samvinnu við aðra, en síðar á eigin spýtur. Hann gerði út Skálafellið og Gullborgina og átti hluta í tog- urunum Hafsteini og íslendingi. Árið 1947, þegr Þýskaland var enn að mestu lokað land fór hann þangað í sérstaka könnunarferð á vegum Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda til að kanna, hvernig ástatt væri um móttöku og löndun á fiski í þýsk- um hafnarbæjum eftir stríð, og al- mennt, hverjar markaðshorfur væru fyrir íslenskan fisk. I íslenskum sjávarútvegi hafa alltaf skipst á skin og skúrir og Sigurjón upplifði hvort tveggja. Hann hætti útgerð einmitt vegna rekstrarörðugleika, sem þá voru almennir í útgerð fiskiskipa. Þær lyktir voru honum mikil von- brigði, en þegar ég kynntist hon- um fyrst mörgum árum síðar sá hann útgerðarferil sinn í stærra samhengi: sögu íslensks sjávar- útvegs, sem í eðli sínu er happ- drætti og enginn vinningur er vís. Utgerðin skipaði samt alltaf veg- legan sess í huga hans og löngu eftir að hann hóf önnur störf fylgdist hann af brennandi áhuga með öllu, sem að sjávarútvegi laut. Síðasti og lengsti kaflinn í starfssögu Sigurjóns var á sviði verslunar og viðskipta. Hann starfaði í tæp 7 ár sem skrifstofu- stjóri hjá Fálkanum hf. og yfir 20 ár var hann starfsmaður hjá Olíu- félaginu Skeljungi hf., þar af 10 ár sem skrifstofustjóri í Skerja- fjarðardeild en síðustu árin starf- aði hann á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. I einkalífi sínu var Sigurjón hamingjumaður. Árið 1939 kvænt- ist hann Bryndísi Bogadóttur, sem var óvenjuleg mannkostakona, og í bókstaflegum skilningi var stoð hans og stytta, bæði í velgengni en ekki síður á tímum vonbrigða. Þau eignuðust fjögur börn: Kjartan, skólastjóra á ísafirði, Sigurð og Sigurjón Bolla, sem saman reka trésmíðafyrirtæki í Reykjavík, og Bryndísi, kennara í Reykjavík. Bryndís kona Sigurjóns lést árið 1978. Það voru þungbærir tímar, en samt urðu siðustu árin einnig hamingjuár, mest vegna kynna hans og vináttu við Þórunni Ingi- marsdóttur, sem þessa nöturlegu síðsumardaga slæst í hóp annarra syrgjenda úr fjölskyldunni. Ef til vili nutu mannkostir Sig- urjóns sín best í hlutverki afans. Ég var sjálfur þeirrar gæfu að- njótandi að eiga afa, sem var allt í senn uppalandi, vinur og félagi. Langt er síðan ég gerði mér grein fyrir gildi þess félagsskapar fyrir sjálfan mig. Og þrátt fyrir lágan aldur held ég að synir mínir ungir hafi öðlast sama skilning á vin- áttu sinni við Sigurjón afa. Hann hjálpaði þeim við smíðar loftkast- ala og draumaborga og gerði þá að fullgildum þátttakendum í áhuga- málum sínum. Eftir að hafa farið með afa í rannsóknarleiðangra niður að höfn um helgar litu þeir greinilega á sig sem sérfræðinga um skipastól og útgerðarmál. Þessara ferða var alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu, og þeir fundu og skildu að ánægjan var gagnkvæm. I Bókinni um veginn segir: „l>»4, sem nrMuraett er á réttan hátt, verAur ekki rifiA upp; þ»A verAur aldrei á braut boriA, sem vel er varAveitt. I»»A vekur virAingu niAjann*." Blessuð sé minning Sigurjóns Árna Sigurðssonar. Guðmundur Þorgeirsson Námskeið í tímastjórn Dagana 23. og 24. sept. nk. heldur norð- maðurinn Arild Dyre Moe námskeið í tíma- stjórn (Time management) að Hótel Esju, II. hæð. Nokkur af markmidum námskeiðsins eru: • Auka hæfni hvers og eins til að stjórna tíma sínum og auka þekkingu sína. • Finna út á hvern hátt þú getur fengið meira út úr lífinu án aukins „stress". • Setja sjálfum sér markmið og njóta þess aö ná þeim. Meö því aö skipuleggja tíma sinn betur er einstakl- ingurinn hæfari til aö takast á viö vandamál daglegs lífs. Námskeiöiö stendur í tvo daga. Þátttökugjald er kr. 2.500.-, innifaliö er m.a. hádegisveröur og kaffi báöa dagana. Athugið: Þátttaka er takmörkuð — aöeins þetta eina námskeið. Þátttökutilkynningar sendist inn til F.Í.S. eða K.í. í síma 10650 eða 28811 ffyrir 10. sept. nk. Kaupmannasamtök íslands. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Félag ísl. stórkaupmanna. Músikleikfimin hefst mánudaginn 23. september, Styrkjandi og liökandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022. Loðfóðraðir „Joggers" á gamla verðinu Stærðir 34—39 Verð kr. 295.- Stærðir 40—46 Verö kr. 300.- Htýlr og góðir í skólann 1 7 -r UTtUF Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.