Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 22
22 MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Allt síðan Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráð- herra, lýsti því yfir á Alþingi 4. desember 1980, að hag- kvæmasta leiðin í virkjunar- málum landsmanna væri sú að hætta orkusölu til álversins í Straumsvík og nýta rafmagnið til annarra þarfa, hefur ráð- herrann haldið þannig á ál- málinu, að með eindæmum er. Alþýðubandalagið gerði flokkserindreka sinn út af örk- inni til að safna gögnum gegn eiganda álversins, Alusuisse. Á fyrstu stigum aðgerðanna gegn Alusuisse héldu alþýðubandalagsmenn því fram, að um „sviksamlegt at- hæfi“ hafi verið að ræða hjá fyrirtækinu í viðskiptum þess með súrál við álverið í Straumsvík. Nú þorir iðnað- arráðherra ekki lengur að kannast við þá málsástæðu. Sú þræta sem ráðherrann stofn- aði til við Alusuisse vegna þessara ásakana er þó enn óleyst. Síðasti fundur ráðherr- ans með dr. Paul Múller, for- manni framkvæmdastjórnar Alusuisse, lauk í styttingi í maí á þessu ári. Þá gaf ráð- herrann fulltrúa Alusuisse nokkrar klukkustundir til að segja af eða á um viðhorf sitt til krafna, sem ráðherrann Óhæfur lagði fram án vitundar ann- arra ráðherra í ríkisstjórn- inni. Þessi deila alþýðubanda- lagsmanna við Alusuisse hefur spillt fyrir framgangi við- ræðna um þau mál, sem allir aðrir en kommúnistar vilja að leidd verði til lykta með samn- ingum, það er endurskoðun á raforkuverði og skattareglum og stækkun álversins í Straumsvík, ef til vill með eignaraðild íslendinga. Hjör- leifur Guttormsson hefur ver- ið iðnaðarráðherra síðan 1. september 1978 eða í fjögur ár ef frá eru taldir fjórir mánuðir veturinn 1979 til 1980. Allan þennan tíma hefur hann tafið fyrir framgangi eðlilegrar hækkunar á raforkuverði og samninga um breyttar skatta- reglur. Fyrst nú í þessari viku leggur ráðherrann fram skýrslur til rökstuðnings þess- um eðlilegu kröfum íslend- inga. Kommúnistar hafa um langt árabil hneykslast á orkuverðinu til álversins. í skýrslunni sem ráðherrann lagði fram í vikunni kemur fram, að á árunum 1964 til 1965, þegar samið var við Alu- suisse, var algengt raforku- verð til álvera í heiminum um og innan við 3 mill. Með hlið- sjón af því féllust íslensk stjórnvöld á að álverið í Straumsvík greiddi að meðal- tali rúmlega 2,5 mill á samn- ingstímanum. Á árinu 1981 var meðalraforkuverð til ál- vera í heiminum rúmlega 22 mill og samkvæmt fyrri for- sendum ætti raforkuverðið til álversins því að vera rúmlega 18 mill — það er þó ekki nema 6,45 mill eða sem svarar til 2,3 milla á verðlagi 1969, þegar ál- verið tók til starfa. Þessar töl- ur sýna svart á hvítu, hve illa hefur verið haldið á málum frá því að samið var um breyt- ingu á raforkuverðinu 1975. Hafi einhver gerst sekur um að gæta ekki íslenskra hags- muna að þessu leyti gagnvart Alusuisse er það Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra. Hann hefur haldið þannig á málum, að það er ekki einu sinni grundvöllur fyrir eðlilegum viðræðum við Alusuisse um endurskoðun á raforkuverðinu. Ein af bábiljum alþýðu- bandalagsmanna í áróðrinum gegn álverinu hafa verið stór- yrtar yfirlýsingar um það, að álsamningurinn frá 1965 sé óbreytanlegur og ekki sé unnt að breyta raforkuverði fyrr en 1994. Þessar staðhæfingar kommúnista eru rangar: Með skynsamlegum vinnubrögðum og rökum, sem byggðust á sanngirniskröfum, tókst árið 1975 að breyta þessum „óbreytanlega" samningi. Þar með var skapað fordæmi sem Hjörleifur Guttormsson hefði auðveldlega getað nýtt sér, ef hann hefði viljað fá hærra verð fyrir orkuna. Eins og raf- orkuverðsskýrslan sem ráð- herrann lagði fram í vikunni sýnir eru öll rök því til stuðn- ings, að orkuverðið sé hækkað í 15 til 20 mill. Raunar má einnig auðveldlega færa fyrir því rök, að með eðlilegum vinnubrögðum hefði verið unnt að ljúka slíkri endur- skoðun fyrir löngu, jafnvel í þann mund sem ráðherrann lýsti því yfir í desember 1980, að „hagkvæmast væri að skrúfa fyrir þetta stóriðjuver, álverið, í áföngum og spara með því sem svarar heilli stór- virkjun". Æskilegt væri, að iðnaðarráðherra léti reikna út, hve miklar tekjur hefðu feng- ist af því í tvö ár að selja ál- verinu orku á 18 mill en ekki 6,5 mill. Þar fengju landsmenn eina tölu til að miða við, þegar reiknað verður út, hvað það hefði „sparað" margar stór- virkjanir, ef Hjörleifur Gutt- ormsson hefði ekki orðið iðn- aðarráðherra! Frá því að Hjörleifur Gutt- ormsson lýsti yfir stríði gegn álverinu í árslok 1980 hefur verið kreppa í áliðnaðinum og samkvæmt raforkuverðs- skýrslu ráðherrans var raun- verð á áli á miðju ári 1982 lægra en nokkru sinni. Samn- ingsstaða okkar fslendinga gagnvart Alsuisse hefur því ekki aðeins versnað vegna framgangs iðnaðarráðherra heldur og vegna ytri markaðs- ástæðna. Hinar ytri aðstæður eru þó ekki óbreytanlegar og sem betur fer hillir undir það, að hinn óhæfi iðnaðarráð- herra víki úr embætti. Afstaða ráðherrans og flokks hans, Al- þýðubandalagsins, er helsta hindrunin fyrir því, að sann- gjarnar kröfur íslendinga um endurskoðun á raforkuverði til álversins, nýjar skattareglur og stækkun verksmiðjunnar, ef til vill með eignaraðild ís- lendinga, nái fram að ganga. iðnaðarráðherra í Rey kj avíkur bréf Laugardagur 4. september. Fjórðungsþing Norðlendinga Fjórðungsþing Norðlendinga var háð á Sauðárkróki dagana 26.-28. ágúst sl. Þingið sóttu um eitt hundrað fulltrúar sveitar- og sýslufélaga. Fjölmörg hagsmuna- mál Norðlendinga vóru rædd, en hæst bar umræðu um atvinnu- þróun í landshlutanum, en Norð- lendingar telja á skorta, að þeir hafi haldið hlut sínum í mann- fjölda-, atvinnu- og tekjuþróun þjóðfélagsins. Upplýst var að 4000 ný störf þurfa að verða til á Norðurlandi á þessum áratug, ef mæta á at- vinnuþörf, miðað við líklegan vöxt atvinnueftirspurnar. í ályktun þingsins um þetta efni segir m.a.: „Atvinnurekstrinum verði tryggður starfsgrundvöllur til arðbærs rekstrar og til að tryggja viðunandi lífskjör." Hér er kastljósinu beint að þeirri höfuðmeinsemd í þjóðar- búskapnum, sem dafnað hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar, óhæfri rekstrarstöðu undirstöðu- og útflutningsatvinnuvega. Stefna stjórnarinnar í skattamálum, verðþróun og gengisstýringu hefur aukið á þann rekstrarvanda, sem innlendar tilkostnaðarhækkanir, langt umfram verðþróun á erlend- um mörkuðum, hafa skapað. Við- varandi taprekstur, sem haldið er gangandi með verð- eða gengis- tryggðri skuldasöfnun, býður hvorki upp á atvinnuöryggi til frambúðar né aukin framleiðslu- umsvif, sem er forsenda vaxandi þjóðartekna og batnandi lífskjara. Það kom fram í erindi Gunnars Ragnars, bæjarfulltrúa á Akur- eyri, um orkuiðnað, að veiðiþol fiskistofna og sölumöguleikar bú- vöru settu hinum hefðbundnu at- vinnugreinum stólinn fyrir dyrn- ar, varðandi umtalsverða fjölgun starfsmanna. Tækniþróun hefði þvert á móti leitt til vaxandi framleiðslu með fækkandi starfs- liði. Þessvegna þyrfti ný undir- staða, orkuiðnaður, að koma til sögunnar, við hlið hinna hefð- bundnu greina, samhliða því að Norðlendingar tækju ýmis þjón- ustustörf í vaxandi mæli í eigin hendur. Undir þetta tók fjórðungsþingið í ályktun: „... eitt meginverkefnið í byggðamótun Norðurlands er að stuðla að því í framhaldi af Blönduvirkjun ... að á Norður- landi verði næsta stóriðjuver á sviði orkufreks iðnaðar staðsett." Gunnar Ragnars taldi það greið- færustu leið til bættra lífskjara, að breyta tiltækri varma- og vatnsaflsorku í útflutningsfram- leiðslu. Og orkuna ætti að nýta heimafyrir fremur en að flytja hana í aðra landshluta til atvinnu- og verðmætasköpunar. Kirkjuhátíð í Siglufirði Siglfirðingar efndu til athygli- verðrar kirkjuhátíðar dagana 28. og 29. ágúst sl. Þeir héldu upp á 50 ára vígsluafmæli Siglufjarðar- kirkju, m.a. með vígslu vandaðs safnaðarheimilis á kirkjuloftinu, þar sem í eina tíð var gagnfræða- skóli. Þessi framkvæmd, safnaðar- heimilið, er fyrst og fremst sögu- leg fyrir þá sök, að hún byggðist nær alfarið á samátaki, gjafa- og vinnuframlagi klúbba, félaga, fyrirtækja og einstaklinga, sem með þessum hætti vildu gera hvorttveggja: sýna kirkju sinni ræktarsemi og efla safnaðarstarf- ið til frambúðar. Einstaklingar, fæddir í Siglu- firði á ví^sluári kirkjunnar, 1932, og fermdir þar 1946, gerðu ferð sína heim, færandi hendi. Af um 70 manns, sem fæddust í Siglufirði 1932, búa aðeins 12 þar enn. Af sumum „árgöngum" er tala heimabúandi Siglfirðinga enn lægri. Þetta sýnir, betur en margt annað, hvert reiðarslag hrun Norðurlandssíldarinnar var bæj- arfélaginu, en það er önnur saga, sem ekki verður rædd frekar hér. Fjörutíu og fimm einstaklingar af þessum „árgangi", búandi víðs vegar um land og erlendis (6), heimsóttu Siglufjörð þessa daga og héldu upp á sameiginlegt fimmtugsafmæli sitt og Siglu- fjarðarkirkju. Færðu þeir henni að gjöf vandað málverk af sr. Óskari J. Þorlákssyni, fyrrum sóknarpresti Siglfirðinga og síðar dómkirkjupresti í Reykjavík, sem hafði skírt og fermt þá flesta og kennt þeim á kirkjuloftinu meðan þar var gagnfræðaskóli. Sú ræktarsemi, sem Siglfirð- ingar, heima og heiman, sýndu kirkju sinni við þetta tækifæri, er eftirtektarverð. Kirkjan gegnir, eða á að gegna, mikilvægu hlut- verki í hverju samfélagi. Þar sem bezt tekst til er hún vegvísir ein- staklinga til farsældar og per- sónulegs velfarnaðar. Og í því til- felli, sem hér um ræðir, er sýni- legt, að margir töldu sig eiga kirkju sinni skuld og þökk að gjalda. Skattaskridan Alþýðubandalagið hefur setið við stjórnvöl þjóðarskútunnar nær stanzlaust síðan 1978. Það er meira en tímabært að líta á afla- brögðin og aflasamsetninguna. Skattbyrði eignaskatta hefur tvöfaldazt á þessu tímabili, hækk- að um 100%, og tekjuskattsbyrði um 50%, ef tekið er mið af tekjum þess árs, sem fólk greiðir skatt- ana. Óbeinir skattar, vörugjald, söluskattur, skattur á ferðalög utan, orkujöfnunargjald o.fl., hafa þyngst verulega. Skattbyrði hefur vaxið sem nemur 3,4% af þjóðar- framleiðslu frá 1977, eða sem svarar 20 þús. nýkr. á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. „Samningar í gildi" Verðbótavísitala á laun verður skert 14 sinnum á tímabilinu 1. desember 1978 til og með 1. des- ember 1982, vegna stjórnvalds- ákvarðana. Nær allan þennan tíma hefur Alþýðubandalagið axl- að stjórnarfarslega ábyrgð í land- inu. Samtals nemur þessi skerðing um 43%! Man nú einhver ólögleg verkföll og útflutningsbann á sjávarafurðir 1978, „kaupráns“-tal og kenninguna „kosningar eru kjarabarátta"? Nýkrónan ézt upp „Beitt verði aðhaldi í gengismál- um,“ segir í hinum grandvara stjórnarsáttmála. Þegar ríkisstjórnin skenkti þjóðinni, af höfðingsskap sínum, nýkrónu töluðu ráðherrar gjarnan um „stöðugt gengi“ og um hinn nýja gjaldmiðil sem „jafningja"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.