Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 44
Síminn á afgretöslunni er 83033 Jttt>T£vmkIa&í& STEINAKRÝL - málningin sem andar SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Tekin í tollinum með kíló af hassi STÍJLKA á þrítugsaldri var handtek- in á Keflavíkurflugvelli á föstu- dagskvöld, en hún var með rúmt kiló Stöðvuöu framkvæmd- ir við vegatengingu ÍBIIAK i Árbæjar- og Seláshverfum stöðvuðu framkvæmdir borgarinnar við tengingu Vatnsveituvegar og Sel- ásbrautar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni i gær, en íbúarnir hafa verið óánægðir með umferð hestamanna í gegnum hverfíð. íbúarnir söfnuðust saman og hindruðu vinnu borgarstarfsmanna og var henni þá hætt. Atburðir þess- ir áttu sér stað um klukkan 10.30 í gærmorgun. af hassi í handtösku sinni, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá fikniefnadeild lög- reglunnar í gær. Stúlkan var að koma frá Kaup- mannahöfn, þar sem hún er bús- ett, en hassið fannst við venju- bundið tolleftirlit. Söluverð hass- ins er talið nema 250 til 300 þús- undum króna hér á landi. Stúlkan var flutt í fangageymslur og fóru yfirheyrslur fram í gær. Búist var við að gerð yrði krafa um gæslu- varðhald yfir henni, en afstaða til þess hafði ekki verið tekin þegar Mbl. fór í prentun í gær. Stúlkan hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar hér. ísafjörður: Starfsfólki Ljóns- ins sagt upp störfum VERSLUNIN Ljónið á ísafirði, sem er stærsti vörumarkaður á Vestfjörðum, hefur sagt upp öllu starfsfólki sinu og er nú til sölu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Heiðari Sigurðssyni framkvæmdastjóra i gær. Heiðar sagði að ákvörðun um sölu fyrirtækisins hefði verið tek- in á fundi stjórnar fyrirtækisins á fimmtudagskvöld og var öllu starfsfólki sagt upp störfum frá og með 1. september og hættir það á timabilinu 1. október til 1. des- ember. Heiðar sagði ástæðu þess, að eigendur vildu nú hætta rekstr- inum, þó að erfiðleikar væru í rekstri Ljónsins, eins og hjá öðr- um fyrirtækjum og hefði hug- mynd um sölu þess verið til um- ræðu í nokkurn tíma. Hjá Ljóninu vinna á milli 30 og 40 manns. Verslunarhúsnæði fyrirtækisins er um 1.900 fermetr- ar að stærð og sagði Heiðar að uppsett verð fyrir húsið og aðrar eignir fyrirtækisins væri um 16 milljónir króna, en enn hefði eng- inn lýst áhuga sínum á kaupunum. Bf ekki finnst kaupandi að fyrir- tækinu, sagði Heiðar, að reynt yrði að halda rekstrinum áfram. Grindavíkurbátar hafa fengið góðan síldarafla í lagnet að undanförnu. Útlit er fyrir að söltun hefjist innan tíðar, en fram til þessa hefur síldin verið fryst til beitu. Hafnarstjórinn í Grindavík, Bjarni Þórarinsson, lætur sitt ekki eftir liggja og bregður sér á síldveiðar þegar færi gefst. Hér er hann kominn að landi með góðan afla, og hristir síldina úr netunum upp á gamla mátann. Ljósm.: Óiafur Rúnar. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ: Þad sem á þarf að halda er kjarkur og dugur til að takast á við vandann Sambandsfyrirtækin ekki háð ákvöröunarvaldi Árna Benediktssonar, þau lúta ábyrgri stjórn „ÉG UNDRAST ummæli sjávarútvegsráðherra í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann talar um aö við séum að heimta og krefjast og þar fram eftir götunum. Við biöjum bara um það réttlæti að undirstöðuatvinnuvegurinn, sem allt þjóðfélagið byggir á, sé ekki dæmdur til þess að vera rekinn með tapi. Við kunnum ekki og getum ekki borgað 120 krónur með 100 krónum og það er enginn sem vill taka við þvi,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaöur I,anc1s.sambancls íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið i gær. Fulltrúar LÍÚ ræða við forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og iðnaðar- ráðherra á föstudag. Morgunblaftió/RAX. „Þau brigslyrði sjávarútvegsráð- herra í minn garð, um að ég hafi ekki viljað samþykkja 20% fisk- verðshækkun, eru út í hött, því það hefur margsinnis komið fram að með því hefði ég verið að sam- þykkja stórkostlegan halla á út- gerðinni. Það stóð aldrei til og mað- urinn verður að reyna að átta sig á því og skilja, hvaða ábyrgð hvílir á honum sem sjávarútvegsráðherra. Hann verður að hætta öllum brigsl- yrðum í þessu efni, ef ná á einhverj- um árangri í að leysa þetta mál. Um er að ræða á milli 500 og 600 milljóna króna halla á ári og við kunnum ekki og getum ekki haldið þessu áfram lengur," sagði Krist- ján. „Við erum einungis að fara fram á að reka útgerðina á núllpunktin- um, sem þýðir það að fjölmörg fyrirtæki eru rekin með halla. Við erum ekki að biðja neinum misk- unnar, við höfum ekki beðist undan því að nokkur aðili sé gerður gjald- þrota," sagði Kristján. Varðandi ummæli sjávarútvegs- ráðherra um að vonlaust væri að ná heildarlausn á vanda útgerðarinnar fyrir 10. september, sagði Kristján, að ráðherrann hefði allar upplýs- ingar sem þyrfti til að taka ákvörð- un í þessu máli. „Það eina sem á þarf að halda er kjarkur og dugur til þess að takast á við vandamálið, enda búið að ræða það og grand- skoða síðan í júní, og það er ekki deilt um hver afkoman sé. Þjóð- hagsstofnun er búin að staðfesta hver afkoman er, þar er ekki um okkar tölur að ræða, heldur opin- berar tölur," sagði Kristján. Kristján var spurður um ummæli Arna Benediktssonar í Tímanum í gær, þar sem gefið er í skyn að sam- bandsútgerðir segi sig úr LÍÚ. Kristján svaraði: „Sambandsfyrir- tækin voru þátttakendur í þessu eins og önnur fyrirtæki og forsvars- menn þeirra samvinnufyrirtækja, sem við mig hafa talað, hafa lýst erfiðleikunum jafnvel verr heldur en meðaltalið gefur tilefni til og mér er kunnugt um að fjölmörg út- gerðarfyrirtæki samvinnumanna eiga í miklum erfiðleikum. Þeir | hafa enga sérstöðu í þessu efni og ég á ekki von á að þeir skerist úr leik frekar en aðrir, því þeirra staða er með þeim hætti. Það eru ekki uppi nein bolabrögð í þessu máli og sem betur fer eru sambandsfyrir- tækin það sjálfstæð að þau eru ekki háð ákvörðunarvaldi Árna Bene- diktssonar. Þau eru sjálfstæð fyrir- tæki sem lúta ábyrgri stjórn." BenzíniÖ hringveginn um 2.600 kr. BENZÍNLÍTRINN hækkaði nýlega um 8,9%, eða úr 11,20 krónum í 12.20 krónur eins og skýrt hefur ver- ið frá, en þá var ekki liðinn mánuður frá því, að benzinlítrinn hækkaði um tæplega 5%, eða úr 10,70 krónum í 11.20 krónur. Á einum mánuði hækkaði benzín því um liðlega 14%. Fyrir þessa hækkun var benz- ínkostnaður bílstjóra á fólksbíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns á hverja 100 km um 118 krónur ef hann ók til Þingvalla og til baka, ef miðað er við vegalengdina 110 km. I dag er benzínkostnaður þessa sama mans um 135 krónur. Ef bíllinn eyddi um 15 lítrum benzíns í stað 10 lítra var kostnað- urinn 177 krónur fyrir mánuði, en 201 króna í dag. Og síðan ef bíllinn væri eyðslufrekur og eyddi um 20 lítrum, þá var kostnaðurinn 236 krónur fyrir mánuði, en er nú tæplega 270 krónur. Ef dæmið er skoðað fyrir öku- mann, sem ekur til Akureyrar, ef miðað er við vegalengdina 450 km. Þá var kostnaðurinn fyrir bíl, sem eyðir um 10 lítrum benzíns, um 480 krónur fyrir mánuði, en er í dag 550 krónur. Ef bíllinn eyddi um 15 lítrum benzíns var kostnað- urinn um 720 krónur fyrir mánuði, en er liðlega 824 krónur í dag. Loks ef dæmið er tekið um bíl, sem eyðir um 20 lítrum, þá var kostnaðurinn um 964 krónur fyrir mánuði, en er í dag um 1.100 krón- ur. Loks ef dæmið væri skoðað, ef hringvegurinn væri ekinn og mið- að við að hann sé um 1.425 km, þá var kostnaður vegna bíls, sem eyð- ir um 10 lítrum, fyrir mánuði um 1.525 krónur, en í dag er hann um 1.740 krónur. Ef bíllinn eyddi um 15 lítrum benzíns var kostnaður- inn fyrir mánuði um 2.280 krónur, en hann er í dag um 2.600 krónur. Loks ef dæmið er tekið fyrir bíl- inn, sem eyðir um 20 lítrum benz- íns, þá var kostnaðurinn fyrir mánuði um 3.050 krónur, en í dag er hann tæplega 3.480 krónur. Reyðarfjörður: Réðust á aligæsir Tveir menn réðust á hóp ali- gæsa á Reyðarfirði fyrir skömmu og drápu tvær gæsir og höfðu á brott með sér. Höfðu þeir hníf og barefli að vopni, og auk gæsanna tveggja er þeir drápu slösuðust tvær í aðförinni og varð að skjóta aðra. Gæsirn- ar eru hafðar á eyðijörðinni Eyri við Reyðarfjörð, og eigend- ur þeirra eru Gunnar Þorst- einsson og Svavar Valtýsson á Reyðarflrði. Svavar sagði í samtali við Mbl. að þeir væru með um 300 unga á beit í sumar, sem hefðu komið undan um 20 gæsum. Gæsirnar væru hvít- ar og flekkóttar á lit, og væri útilokað að taka feil á þeim og villigæsum. Svavar sagði að er gæsastóðið hafi verið rekið saman eftir árásina, hefði vantað tíu fugla í hjörðina, en ekki væri sannað að þær hefðu allar horfið af manna- völdum. Lögreglan hafði upp á mönnunum sólarhring eftir að til þeirra sást á gæsabúinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.