Morgunblaðið - 05.09.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
43
Aldrei heyrt á
manninn minnst
fyrr en ég var beðinn um að leika hann
Við tókum tali aðalleikarann í
myndinni, þann sem leikur Daniel
Bruun. Hann heitir Harald Jesp-
ersen og er Dani, sem lengi hefur
verið búsettur á íslandi. Við inn-
tum hann fyrst eftir ástæðunni
fyrir því, að hann fékk þetta hlut-
verk í myndinni.
„Vildi ekki gera þetta aftur“
„Ég kom fram í sjónvarpinu í
vor og þar sáu forráðamenn
myndarinnar mig. Það vantaði
einhvern sem sameinaði hvort
tveggja, að vera Dani og hesta-
maður. Þetta er í fyrsta skipti og
vonandi það síðasta líka, sem ég
leik. Það er óskaplega gaman að
gera þetta einu sinni, góð til-
breyting frá daglega lífinu, en ég
vildi ekki gera þetta aftur, til
þess er það allt of langdregið, að
minnsta kosti fyrir mann með
mína skapgerð, það er alveg
ábyggilegt. En vissulega hafa
þetta verið skemmtilegir dagar
og skemmtilegur hópur að vinna
með, það er ekki hægt að segja
annað. Bara reiðtúrinn sjálfur
yfir hálendið var ógleymanlegur,
en það var fyrst og fremst hans
vegna, sem ég fór út í þetta, mig
var búið að langa til að fara í
svona reiðtúr lengi."
Hvernig persóna er Daniel
Bruun, maðurinn, sem þú leikur?
„Hann var liðsforingi í danska
hernum, fornleifafræðingur,
náttúrufræðingur og landkönn-
uður. Meðal annars kom hann 13
sinnum til íslands, ferðaðist hér
um og gerði sitt af hverju, stund-
aði hér fornleifagröft og rann-
sakaði byggingarlag torfbæja
svo eithvað sé nefnt. Hvað per-
sónuna varðar, þá hefur hann
ekki verið ólíkt skapi farinn og
margir þeirra sem lögðu fyrir
sig hermennsku, vandur að virð-
ingu sinni og gat þess vegna
virst mikill með sig, en raungóð-
ur. Annars hafði ég aldrei heyrt
talað um manninn, fyrr en
minnst var á það við mig, að
taka að mér hlutverk hans.“
„Ég er fæddur á Jótlandi, í
Vejle, en hef búið hér á íslandi
síðan 1963,“ segir Harald, þegar
hann er spurður um sjálfan sig.
„Ég er bóndi, bý á bænum
Miðhvammi í Aðaldal og hef
gert það síðan 1967. Ég er giftur
íslenskri konu, Þórunni Aðal-
steinsdóttur frá Holti í Þistil-
firði og við eigum 6 börn. Ég
kom hingað til lands að nætur-
lagi, fékk strax vinnu og hef ekki
verið atvinnulaus síðan. Mér
hefur líkað prýðilega við landið
og fólkið og kann mjög vel við
mig, annars væri ég farinn fyrir
löngu síðan, það er sannleikur-
inn í málinu. Auðvitað verður
maður að taka súru með sætu,
það gildir almennt hvar sem
maður býr í heiminum.
Það tók mig 16 ár að komast
aftur heim til Danmerkur, ég
var önnum kafinn, tíminn fór í
að byggja upp jörðina og búið, en
þá fór ég og tók auðvitað alla
fjölskylduna með.“
„Bóndi er alltaf bóndi,
hvar sem hann býr“
Aðspurður hvort hann sakni
ekki stundum fósturjarðarinnar,
segir hann: „Nei, það eru mörg
ár síðan ég hætti því. Hér er ég
búinn að byggja upp jörð og
eignast fjölskyldu. Það var ekk-
ert sem batt mig á sínum tíma í
Danmörku. Hér var nóg að gera
og kaupið gott. Ég var búinn að
fá vinnu 12 tímum eftir að ég
kom hingað, fór að vinna á
Grund í Eyjafirði, við landbún-
aðarstörf og hef alltaf unnið í
landbúnaði siðan. Að vísu
skrapp ég á togara í tvö sumur
og kunni bara vel við það, en ég
hef alltaf haft uppáhald á börn-
um og þegar mín fóru að koma,
vildi ég ekki vera mikið í burtu.
Nú er ég kominn með bú með
40 mjólkandi kúm. 1977 fékk ég
áhuga á hestum og nú eru þeir
orðnir fimmtán. Hér eru um
sumt ólíkir búskaparhættir og í
Danmörku, en þar var ég alinn
upp í sveit. Samt. sem áður er
þetta um margt líkt, bóndi er
alltaf bóndi, hvar sem hann býr.
Búskapurinn er bindandi, en
hann hefur líka sitt frjálsræði.
Það hefur verið ágætt að taka
sér þetta frí, en nú hlakka ég til
að komast heim í búskapinn.
Eitt er víst að leikarastéttin á
mikið þakklæti skilið fyrir sín
störf, því starfið er langt í frá að
vera einhver dans á rósum. Það
er talið gott, ef það nást þrjár
sýningarminútur eftir daginn.
Maður gerir sér enga grein fyrir,
hvernig þetta gengur fyrir sig,
fyrr en maður hefur prófað það.
Kannski kann ég að meta sjón-
varpið betur eftir en áður. Við
erum nú búin að vera við þetta í
15 daga, en það var í upphafi
gert ráð fyrir tíu dögUm. Þegar
ferðin var farin 1898 tók hún
átta daga. Við höfum farið eftir
dagbókum Bruuns og það er
gaman að hafa geta unnið eftir
svona nákvæmum heimildum
um öll atriði. Að lokum vil ég
bara þakka leikstjóra, leikend-
um og öðrum sem þátt hafa tekið
í þessu, fyrir allt saman og sér-
staklega Sveini á Varmalæk,
fyrir alveg bráðskemmtilega
ferð.
LJósmynd Mbl.: Kristjón Einarsson.
Harald Jespersen, í gervi sínu sem Daniel Bruun.
hún sé ekki alveg jafn góð og að-
sóknin að Landi og sonum. En það
ber að athuga í því sambandi, að
Land og synir var fyrsta myndin í
þeirri bylgju íslenskra mynda,
sem gengið hefur'yfir að undan-
förnu og þess vegna nýjabrumið
mikið. I raun og veru gerðum við
Útlagann fyrir gróðann af Landi
og sonura. Afganginn brúuðum við
með vísitölubundnum lánum,
þannig að sú upphæð sem við
skuldum hækkar stöðugt. Það er
því fyrirsjáanlegt að við ráðumst
ekki í nýtt verkefni, þ.e.a.s. stór-
mynd, á meðan ástandið er svona.
Staðreyndin er sú að það er vafa-
samt að gera myndir, nema fyrir
íslenskan markað. Ef við hefðum
ekki hagnast á Landi og sonum,
værum við löngu farnir á hausinn.
Við erum ennþá milljón í undir-
ballans.
Þótt við séum búnir að selja Út-
lagann nokkuð víða, er ekki ennþá
farið að sýna hana neins staðar.
Hann verður fyrst sýndur núna í
haust í Noregi og Svíþjóð og við
gerum okkur góðar vonir um að-
sóknina þar, einkum í Noregi, því
þar er Gísla saga vel þekkt og les-
in víða í skólum."
Líkt við Macbeth
eftir Polanski
En nú hefur Útlaginn eitthvað
verið sýndur, er það ekki, í Banda-
ríkjunum til dæmis?
„Jú, Útlaginn var sýndur á
Óskarsverðlaunahátíðinni, sem
framlag íslendinga. Þá var hann
sýndur á Filmex í Los Angeles,
Jón Hsrmannsson, framkvaamda-
atjóri íafilm, an hann sér um
hljóöupptöku í heimildarmynd-
inni um Daniel Bruun.
ensku, með það í huga að setja við
hann enskt tal. En við höfum bara
ekki efni á þvi eins og stendur, því
það er kostnaður upp á 50—60
þúsund dollara, að gera það. Það
er synd að eiga ekki aura til þess
að gera þetta, því að þetta skiptir
miklu máli upp á enskutalandi
markaðinn. Þetta er aðallega
klippivinna og það mætti örugg-
lega ná annarri góðri útgáfu af
myndinni með ensku tali.
Annars er það ekkert undarlegt
að islensk kvikmyndagerð skuli
Kláffarja hjó Skataatöóum.
sem er kvikmyndahátíð og sölu-
markaður líkt og Cannes í Frakk-
landi. Þessi hátíð er tiltölulega ný
af nálinni, en hún virðist ætla að
gefa mjög góða raun. Við fengum
mjög góðar umsagnir um Útlag-
ann. I kvikmyndablaðinu Variety,
sem er stærsta blað sinnar teg-
undar, var myndinni líkt við
Macbeth eftir Polanski.
Það er bara það sem er með ís-
lenskar myndir, að tungumála-
vandamálið er stórt og minnkar
mjög möguleika myndanna er-
lendis. Að vísu tókum við Útlag-
ann líka með varahreyfingum á
berjast í bökkum fjárhagslega.
Borið saman við hin Norðuriöndin
njótum við svo til einskis stuðn-
ings. Kvikmyndagerð þar fær
svona á bilinu 60—80% frá ríkinu,
annaðhvort í formi styrkja eða
lána, meðan við fengum ekki nema
6—7% af kostnaðinum við Útlag-
ann með þeim hætti,“ sagði Jón
Hermannsson að lokum.
Myndirnar hér á síðunni eru að
hluta til frá þessum síðasta
kvikmyndatökudegi leiðangursins
og að hluta til myndir sem voru
teknar á leiðinni yfir Kjöl. Þær
tala sínu máli.
ar hafa verið fyrir 2—3 árum.
Hluti skýringarinnar á því, hvers
vegna þessu er svona háttað, er, að
þegar myndir eru seldar, eru þær
yfirleitt ekki borgaðar beint út,
heldur felst borgunin í prósentum
af aðsókn, svo það tekur langan
tíma fyrir peningana að koma
inn.“
„Vafasamt að gera
myndir, nema fyrir
íslenskan markað“
„Það er vafasamt að við getum
gert jafn dýrar myndir og Utlag-
ann í framtíðinni, til þess er sá
hópur sem við sækjum til of lítill.
Ekki einu sinni Færeyingar skilja
íslensku. Til þess að Útlaginn bæri
sig, án þess að erlendi markaður-
inn kæmi til, hefðum við þurft að
fá 140 þúsund manns á myndina.
Við fengum rétt innan við 80 þús-
und, sem er mjög góð aðsókn, þó
Leiöangurinn nólgaat Tungufljótiö.