Morgunblaðið - 05.09.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.09.1982, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBDR19S2 ________________________________________ Myndir og texti: Elín Pálmadóttir Sigurjón Sigurð8son á Horni með stórviðarsögina, sem afi hans Eyjólfur Sigurðsson fékk ásamt hefilbekk og öllum hugsanlegum áhöldum til smíða fyrir björgun og aðhlynningu sjómannanna frönsku 1873. Flest áhöldin eru nú í safninu i Höfn og sést hluti þeirra hér á myndunum, en stórviðar- og flettisögum heldur Sigurjón eftir. Hann er enn að nota þær. Tonton Yves les á stein í Stafafellskirkjugarði í Lóni: Til minningar um 38 franska sjómenn, sem fórust við Nesfjöru 6. marz 1873. Friðjón sýslumaður Guðröðarson sýnir gamla sjómanninum leiðið. in er löng og erfið, með sandbleyt- um og fleiru. Með mér tók ég minn ágæta vinnumann, Eyjólf Eyjólfs- son (látinn 1951). Eftir 7 tíma ferð, komum við að Skeiðará. Skipið hafði strandað vestan við fljótið, sem var ennþá verra og hættulegra. Áin var í vexti og vitanlega erfitt að komast yfir. Á bakkanum hinum megin vöppuðu 4—5 menn af Ár- óru. Auðséð að þeir höfðu ætlað að vaða yfir ána, sem var alveg ófær. Þarna stóðu þeir og gátu ekkert gert. Okkur tókst að ríða ána, þrátt fyrir mikinn straumþunga og á sandbakkanum við sjóinn fundum við alla áhöfnina. En þetta fallega skip, Áróra, var hræðilega illa far- ið. Eftir að hafa athugað strand- staðinn ákvað ég að bíða hjá skip- brotsmönnum um nóttina, því mað- ur gat átt von á Skeiðarárhlaupi, sem koma á 5—10 ára fresti. En ég sendi vinnumann minn heim að Svínafelli til að safna mannskap og hestum til að flytja skipbrotsmenn á næstu bæi. Fyrr væru þeir ekki úr hættu. Síðdegis næsta dag komu þeir með 30 hesta og við lögðum af stað. Komum á áfangastað eftir erf- iða og langa ferð með uppgefna skipbrotsmennina á hestbaki. Á Svínafelli urðu eftir skipstjórinn og 11 sjómenn. Sjálfur tók ég með mér heim stýrimennina tvo og tíu sjó- menn, sem voru hjá mér og konu minni í 10—14 daga, ef ég man rétt.“ „Já, ég man þetta svo vel,“ segir Tonton Yves þarna sem hann stend- ur í túninu á Sandfelli 70 árum síð- ar. Þessa nótt, sem bóndi hennar kom með skipbrotsmennina heim, fæddi prestsfrúin dótturina Guð- rúnu. Sú Guðrún er vinkona gamla sjómannsins og hann hitti hana hér. Hún gaf honum meira að segja lopapeysu. Því eftir að Tonton Yves náði aftur sambandi við sr. Jón skrifuðust þeir á þar til hann lést, og eftir það við dætur hans. Nú hitti hann Guðrúnu á íslandi í boði hjá forseta íslands. Og Þuríður, dótturdóttir sr. Jóns, dóttir Matteu bauð gamla sjómanninum og fylgd- armönnum hans heim síðasta kvöldið sem þeir voru hér, þar sem rifjaðar voru upp minningar og frásagnir sr. Jóns og skoðaðar myndir og bréf. Samböndin eru þó enn meiri. Þegar Tonton Yves hafði fengið bréfið frá sr. Jóni 1951, lét hann birta það í blaðinu „La Presse Paimpolaise" með formála, þar sem hann hugðist þannig ná sambandi við félaga sína af Aróru, sem enn kynnu að vera á lífi eða afkomendur þeirra. Það tókst. Þeir eru nú allir látnir. En fyrir nokkrum árum fann ung kennslukona, Lucette Ferlicot, í bréfum langafa síns, að honum látnum, nafn Tonton Yves og afrit af bréfi sr. Jóns. Hún hafði upp á Yves í Paimpol, hitti hann. Fékk hún einnig svo mikinn áhuga á ís- landi, að hún hefur oftar en einu sinni lagt leið sína til íslands og komið þá til Þuríðar, dótturdóttur sr. Jóns, og Páls Ólafssonar manns hennar. Er við svo komum að Kálfa- fellsstað í Suðursveit í leit að leið- um franskra sjómanna í kirkju- garðinum og hittum sr. Fjalar Sigurjónsson, barst í tal að hann hafði einmitt í fyrra eða hitteðfyrra tekið þessa stúlku upp í bílinn ná- lægt Höfn í Hornafirði, er hún var á leið í Öræfasveit. Nú segir Tonton Yves okkur að Lucette væri aftur á íslandi. Hún hafi tekið svo miklu ástfóstri við landið, að hún segist vel geta hugs- að sér að búa þar. „En til þess þarf að finna henni eiginmann á íslandi," sagði gamli maðurinn, sem við sátum og drukk- um kaffi á Kvískerjum hjá systkin- unum og hann leit í kring um sig. Mér finnst þú vera íslendingur Að Kvískerjum áttum við sér- stakt erindi. Flosi Björnsson hafði fyrir nokkrum árum skrifað sjó- manninum Yves Le Roux hlýlegt bréf, þar sem hann sagði m.a.: „Mér finnst þú ekki vera Frakki. Mér finnst þú vera íslendingur." Nú langaði Yves gamla til að koma þar við og þakka honum persónulega. Og honum var sannarlega vel tekið í Kvískerjum, þar sem bræðurnir Sigurður og Flosi stóðu úti á hlaði er okkur bar að, en Guðrún systir þeirra beið með kaffi og pönnukök- ur. „Mér fannst," sagði Flosi til skýr- ingar á fyrrnefndu bréfi, „að menn hér hefðu viljað hitta þig og þakka þér ef þeir hefðu enn verið á lífi þegar þú fórst hér um 1979,“ sagði Flosi, „þessvegna fannst mér ég eiga að gera það fyrir hönd Öræf- inga.“ „Þetta er fallega sagt,“ sagði Tonton Yves. „Mér finnst ég nú þekkja þig betur en marga Frakka." Raunar kemur í ljós að Páll Jónsson, afi þeirra Kvískerja- bræðra, bjó á Svínafelli, að hann var einn af þeim Öræfingum, sem fór á strandstað til að bjarga skipbrotsmönnum af Áróru 1912. Ög við spjall yfir kaffinu um strönd og strandmenn, rifja þeir bræður upp söguna um langafa þeirra, Jón Pálsson, sem var í hópi Öræfinga er eitt sinn héldu á strandstað. Þá sást til franskrar skútu niðri á söndunum, þar sem sjómennirnir voru um borð og eng- in hætta búin. Hugðust Öræfingar nota ferðina og fara í sel um leið, komu því þrammandi með selakylf- urnar um öxl niður á ströndina. Leist skipbrotsmönnum ekkert á þetta lið, sem að sótti, héldu að nú ætti að gera út af við þá og gripu krókstjaka og hvað sem fyrir varð og röðuðu sér við borðstokkinn til að varna heimamönnum uppgöngu í skipið. Það mun hafa verið Jón Pálsson, iangafi bræðranna, sem fyrstur áttaði sig á hvað um var að vera og kastaði frá sér kylfunni. Allir Öræfingarnir gerðu slíkt hið sama. Frönsku sjómennirnir sáu að hættan var liðin hjá og slepptu sín- um vopnum. I Kvískerjum er til lítill bekkur, sem er af skútunni La France, er fórst 1921 þarna við ströndina og líka lítil sjómannakista úr sama strandi. Fimm skútur fóru þar upp En áfram var haldið austur í Höfn í Hornafirði, þar sem dvalið var í heilan dag. Friðjón Guðröð- arson sýslumaður tók á móti gamla sjómanninum og fylgdarliði hans af sinni miklu rausn, og fór með okkur um hina frægu strandstaði frá 1873, þegar 14—15 franskar skútur fóru upp í skyndilegu sunnanveðri og hríð, þar af fimm við Horn og í Lóni. Voru lík að reka á öllum fjör- um á eftir og voru sjómennirnir jarðaðir í nálægum kirkjugörðum. En einnig var mönnum bjargað að bænum á Vestara-Horni og af því mikil saga, sem Þórbergur Þórðar- son hefur m.a. sagt frá. Er einmitt sú sama frásögn sem Karl Sigurðs- son sendi á esperanto til vinar síns í Paimpol og birt var í blaðinu þar á frönsku. Nú er sú frásögn á frönsku í bæklingnum, sem Tonton Yves hefur látið prenta og gefur vinum sínum í Frakklandi og á íslandi. Þennan óheilladag, fimmtudag- inn 6. marz 1873, gerði suðaustan rok eftir milda austanátt með hríð og undir miðnætti snerist hann skyndilega á sunnan. En það mun vera ákaflega óvenjulegt að sunn- anáttin sé svo slæm á þessum slóð- um. Ekki sást út úr augum og skút- urnar rak án þess að geta rönd við reist upp á lága ströndina. Sagt er að þessa nótt hafi 14—15 franskar skútur farist við suður- og suðaust- urströnd íslands. Þar af fórust 4—5 við Horn og Lónið. Fjöldi skips- manna fórst, en sumum var bjarg- að, m.a. af bændum á Vestara- Horni. Nú fer Friðjón sýslumaður með okkur á strandstað. Við stöndum úti við vitann á Stokksnesi, þar sem aðstæður blasa við. Skútan „Fleur de Marie“ frá Paimpol lenti upp rétt vestan við Stokksnes og brotn- aði. Þrír fórust en 20 sjómönnum var bjargað. Annað skip, „L’Ex- press“ frá Paimpol fór líka vestur af Stokksnesi og brotnaði á klettun- um. „Notre Dame de Dune“ frá Paimpol fór upp austan við Horna- fjarðarós og er talið að einn maður hafi komist af. Hinar tvær hélt Tonton Yves að ekki hefðu verið frá heimabæ hans, „Marie Josephe", sem líklega hefur farizt með manni og mús austan við bæinn Horn eða við Papós, hafi verið frá bæjunum Boulogne eða Graveline. Af „Oiseau de Mer“ sem fórst nálægt Horni komust af 10—11 menn og 12—13 fórust. Ekki er erfitt að ímynda sér, þar sem við stöndum úti við Stokks- nesvita og horfum vestur í brimið utan við ósinn og austur í Hornvík- ina, hvers vegna svo fáir komust af. Eflaust hafa skúturnar reynt að komast austur fyrir, en sunnan- stormurinn borið þær á land. í fyrra hitti undirritaður blaða- maður Sigurjón Sigurðsson, sem enn býr á Horni, en Eyjólfur Sig- urðsson afi hans var annar bóndinn þar þegar slysin urðu 1873. Hann sagði að veðurofsinn hafi verið svo mikill þessa nótt að ferðamenn, sem voru að koma úr Papósi komust að Horni við illan leik. 100 punda baggar fuku af hestunum hjá þeim. Segir Sigurjón að um 12 km leið sé þangað sem ein skútan hafi komið upp. Sú sem kom á land vestan við Stokksnes muni hafa komið upp á einum sjó og því hafi skipverjar getað gengið í land. Af annarri björguðust 5, en hún var úti undir miðjum ósi, segir hann. Sjómenn- irnir sem komust að bænum Horni voru 31 talsins og hlynnt var að þeim á báðum býlunum á Horni, þar til hægt var að flytja þá á skip á Djúpavogi. „Einn þeirra hafði slasazt," sagði Sigurjón. Vatnstunna hafði losnað á þilfarinu um leið og honum skaut upp og klemmdi fótinn á honum við eitthvað, sneið af kálfanum frá ökkla í hnésbót. Sá maður og tveir aðrir slasaðir voru ekki ferðafærir. Varð slasaði stýrimaðurinn að vera á Horni fram í ágúst, þegar herskip sótti hann.“ Sigurjón sagði að faðir hans, Sig- urður, hefði verið 12 ára þegar þetta gerðist. Frönsku sjómennirn- ir komu þegar fólk var að vakna um morguninn upp á kambinn vestan við bæina og hrópuðu margfalt húrra, þegar þeir sáu bæ og fólkið úti við. Sagði faðir hans honum frá þessu. Enginn vissi þá hvað hafði gerst um nóttina. Sigurður faðir hans var sendur snarlega út á Stokksnes til að athuga það. Og drengurinn þekkti ekki víkurnar og gömlu sellegurnar, sem við blöstu, svo mikið var þar nú af uppreknu timbri. Segir Sigurjón að stýris- pinni hafi komið heill á land og sé þar enn, akkerið hafi farið út á Höfn. En árið eftir gerðist merkur at- burður á bæjunum á Horni. Franska herskipið sem sótt hafði stýrimanninn lagðist fyrir utan á Hornvíkina. I þetta skipti kom það færandi hendi. Báðir bændurnir, Eyjólfur Sigurðsson og Sigurður Snjólfsson, voru sæmdir heiðurs- merkjum frönsku stjórnarinnar fyrir aðstoðina við sjómennina frönsku, auk þess sem þeim var gef- ið átta manna far. Sagði Sigurjón að þeir hefðu orðið að selja bátinn síðar, vegna þess að ekki var mannskapur til að setja svo þungan bát alltaf upp. Uppsátrið var aust- an við bæina og stórgrýtisurð. Þar upp fyrir varð að koma bátnum úr hverjum róðri. Heiðursmerki afa hans er enn til og á safninu í Höfn, en hitt munu afkomendur Sigurðar bónda hafa selt á sínum tíma á 16 krónur. En þetta var ekki allt. Eyjólfur bóndi hafði numið trésmíðar í Reykjavík og síðar í Kaupmanna- höfn og var alltaf kallaður timbur- maður. En frönsku sjómennirnir hafa séð að hann hafði ekki áhöld til smíðanna, og að það háði honum. Herskipið kom því með góða gjöf til hans, öll hugsanleg áhöld til smíða, stóran hefilbekk, hefla, sporjárn af öllum gerðum og allt slíkt. Öll þessi áhöld hefur Sigurjón látið í minja- safnið á Höfn í Hornafirði, og má þar sjá þessa stórkostlegu gjöf til bóndans. — „En,“ sagði Sigurjón, „ég hef ekki látið frá mér nokkrar stórviðarsagir og flettisögina, því hér geta rekið tré og þá þarf ég að nota þær.“ Og ég tók mynd af hon- um við eina af þessum sögum hans. „Afi var ákaflega ánægður með að fá þessi verkfæri," sagði Sigur- jón. „Pabbi var líka góður smiður, þótt ekki væri hann lærður og við strákarnir vorum lagnir, þótt við værum bara baslarar." Allir skipstjórarnir á skútunum fórust, utan skipstjórinn á „Fleur de Marie". Hann hafði skilið við fé- laga sína, ætlað aftur um borð með- an þeir leituðu bæja. Þegar þá fór að lengja eftir honum, fóru þeir um borð. Hann var þá örendur, hafði tekið eitur að talið var,“ sagði Sig- urjón. „Hann hafði sagt að þetta væri í þriðja skipti sem hann missti skip og ætti enga fjölskyldu sem biði. Skipbrotsmennina af skútunum, sem fórust, hélt áfram að reka hér og þar og voru jarðsettir í nálægum görðum. 38 þeirra voru jarðaðir á Stafafelli í Lóni og raunar tvö óþekkjanleg lík, sem rak miklu seinna líka. Og þar hefur verið sett- ur steinn yfir leiði Fransmannanna, sem lágu hlið við hlið í sameigin- legri gröf. Eftir að hafa stanzað á strandstaðnum og Le Meur bæjar- fulltrúi tekið kvikmynd þar, sem hann hyggst hafa með sér í safnið í Paimpol, héldum við að Stafafelli. Á steini yfir gröfum Frakkanna stendur: Til minningar um 38 franska sjómenn, sem fórust við Nesfjörur 6. marz 1873. Nú liggur vegurinn áfram fyrir Hvalsnesskriður og út fyrir Eystra-Horn og sýslumaður ekur með okkur út að mörkum sinnar sýslu. Framan við þessar hrikalegu skriður er enn ein minningin um örlög fransks sjómanns. Skipstjór- ann af einni skútunni rak þarna í stórgrýtinu. Hann var stór og þung- ur og menn treystu sér engan veg- inn til að bera hann yfir skriðurnar og var hann því jarðsettur þarna í grjóturðinni. Þannig eru minningarnar um frönsku sjómennina við ísland hvarvetna á þessum slóðum, þar sem síðasti íslandssjómaðurinn, Tonton Yves, ferðast um, 88 ára gamall, og 70 árum eftir að honum var bjargað þar úr lífsháska, og segir um leið og hann faðmar fólk að sér: „Segðu þeim, að hálft hjarta mitt sé á Islandi, að ég sé eiliflega þakklátur fólkinu í þessum sveitum fyrir það sem það gerði fyrir mig og aðra franska sjómenn." — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.