Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 . . . verdur sýnd á næstunni. .- Einu sinni leyfðu vísindin að- eins mjög þrönga skilgreiningu á vitund manna — hinu vakandi, skilvitlega óstandi, sem við erum í, þegar við glímum við umhverfi okkar. Allt annaö er talinn svefn — draumaástand — sturlun eða rænuleysi. En á síðari árum hefur breytt ástand vitundarlífsins verið við- urkennt og veruleiki þess tekinn til athugunar. Það hefur komiö í Ijós við athuganir á rannsókn- arstofum — við mjög strangt eft- irlit — að austurlenskir dultrú- armenn hafa stöðvað eða upphaf- ið eins lífsnauösynlega líkams- starfsemi og blóöþrýsting, lík- amshita eöa jafnvel hjartslátt, svo að þeir hafa virst sem and- vana eða í dauöadái. William James, helsti fræöimaö- ur Bandaríkjanna á sviöi geölækn- inga, geröi tilraunir með efni eins og köfnunarefnisoxýö og peyote (örvunarefni skylt meskalíni) og skrifaöi áriö 1929 um „möguleg form vitundar — sem aöeins eru skilin frá venjulegri vöku meö þynnstu hulu“. Rithöfundurinn og vísindamaöurinn Aldous Huxley, sem fékkst viö líkar rannsóknir, lýsti síöan „sýnum, sem voru mér raunverulegri en ófullkomnar myndir hversdagslífsins". Þegar mannfræöingurinn Carlos Castaneda var í fjögurra ára námi hjá „brujo" — töframanni af Yaqui-ættbálki í norðvesturhéruö- um Mexíkó, fræddist hann um forna helgisiði, sem voru m.a. fólgnir í áti sálnærandi sveppa. Hann hélt því síöar fram, aö hann heföi „fariö úr líkamanum" og tek- iö á sig myndir ýmissa dýra, m.a. forfeðra manna í hópi apa. Meöal merkustu tilrauna á þessu sviöi eru þær, sem læknirinn og sálfræöingurinn John Lilly framkvæmdi er hann sökkti sér niöur í geymi meö volgu saltvatni og flaut þar í algerri einangrun. William Hurt í annarlegu ástandi f mynd Ken Russells, Altered Stat- es. Hann er að fást við hinar hættulegustu tilraunír, og til- raunadýriö er hann sjálfur. Hann lýsti „vökudraumum" sínum í bókinni „Hiö djúpa sjálf" þar sem hann komst á vald slíkra afla, aö hann óttaöist aö eiga ekki aftur- kvæmt til veruleika venjulegra manna. Myndin Altered States, sem veröur sýnd á næstunni í Austur- bæjarbíói, fjallar um tilraun á þessum sviðum mannlegrar þekk- ingarleitar. Leikstjóri er Ken Russell. Hann er fæddur í júlí 1927 í Southamp- ton. Hann er litríkur og umdeildur leikstjóri, meö gráöu frá Nautical College i Pangbourne, gekk í breska flotann 1945 og seinna var hann í flughernum. Þegar hann losnaöi úr honum 1950 gekk hann í Nýnorska ballettinn, sem dansari og áriö eftir var hann oröinn leikari hjá svonefndum Garrick Players. Eftir dulitla þjálfun í tækniskólan- um í Southampton gerðist hann lausráöinn Ijósmyndari hjá bresk- um tímaritum og seint á sjötta ára- tugnum geröi hann nokkrar áhugamannakvikmyndir, þeirra á meðal Amela and the Angel (’57), Peepshow (’58) og Lourdes (’58). (En gæöi þeirra komu honum á samning hjá breska sjónvarpinu BBC, sem framleiöandi og leik- stjóri menningarlegra þátta. Eftir að hafa gert nokkra átaka- litla þætti um samtímalistamenn, gladdi hann bæöi og hneykslaði breska sjónvarpsáhorfendur meö ATLAHTIC CITY, Teningurinn rúllar og öllum líður vel enn einu sinni í Atlan- tic City, USA. Þó eru ekki allir jafn ánægöir með hið nýja útlit. í fjörutíu ár hefur Lou (Burt Lancaster) lifað fremur fá- breyttu lífi sem lífvöröur Grace (Kate Reid), miðaldra, fyrrum fegurðardrottningu, og gert líka smáviðvik í þágu undirheima borgarinnar. En nú er fjárhættu- spil löglegt í Atlantic City og jafnvel viröulegur atvinnuvegur, svo hver þarf á Lou að halda? Dave (Robert Joy) þarf á hon- um aö halda. Líka Sally (Susan Sarandon). Dave er auli og selur fíkniefni. Hann kemur til Atlantic City til aö kaupa þau. Hann þarf íbúö þar sem hann getur geymt eitriö. Þá kemur Lou til sögunnar. Sally er kona Dave, og þegar mafían kemst að fyrirætlunum hans, kemur hún honum snyrti- lega fyrir og herjar á Sally, þvi mafían heldur aö hún viti hvar hann hefur geymt dópiö. Þar kemur Lou til sögunnar. Hann haföi svosem aldrei hugsaö sér aö skipta sér af mál- inu. En honum líkar þaö illa hvernig fariö er meö stúlkuna. Þaö fer vel á með þeim, gamla manninum og henni, svo vel aö næst þegar náungar frá mafíunni ætla aö pína Sally, skýtur Lou þá. Þar meö er Lou á toppnum. Hann er á fallegum bíl (gangster- anna) meö fullar hendur fjár (dópið hans Davis) og svo er hann skotinn í ungri og fallegri stelpu. Atlantic City, sem veröur sýnd á næstunni í Bíóhöllinni, var út- nefnd til fimm Óskarsverölauna. Fyrir bestu mynd, besta leikara (Lancaster), bestu leikkonu (Sus- an Sarandon), besta leikstjórn (Malle) og besta handrit (Guare). Burt Lancaster, sem ólst upp í austurhluta Harlem-hverfis í New York og afrekaöi þaö ungur aö vinna styrk til náms í háskóla New York-borgar meö körfu- boltaleik, en eins og alkunna er, eru íþróttamenn mjög eftirsóttir í háskóla þar vestra, ólíkt því sem gerist hér á íslandi, hóf frama sinn á leiklistarbrautinni í slrkus. Þar var hann t sjö ár þangað til hann geröist þjófahremmir í stórri verslun í Chicago. Svo þegar stríöiö braust út fór hann í herinn, þaöan sem hann útskrif- aðist meö sæmd 1945. Þremur árum seinna var nafn Lancasters milljón dollara viröi eftir leik í myndinni The Killers, sem gerö var eftir sögu Hemm- ingways. Á sjötta áratugnum festi hann sig mjög í sessi meö leik í mörgum góöum myndum. Lou og Sally á fleygiferð eftir að Lou hefur akotið á gangatera tvo, sem voru eitthvað að pína Sally. eins og Come Back Little Sheba og From Here to Eternity. Óskar- inn sinn fékk Lancaster fyrir leik sinn í Elmer Gantry áriö 1960 en aö auki hefur hann hlotiö ótelj- andi viðurkenningar fyrir leik sinn í kvikmyndum. Hann hefur veriö í meira en 70 myndum þ.á m. nokkrum evrópskum eins og Conversation Piese, The Leopard og mynd Bernardo Bertolucci, 1900. Auk fyrr- greindra mynda lék Lancaster Það myndast fljótt náið aamband á milli Lou og Sallyar en þau oru leikin af Lancaster og Sarandon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.