Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
7
HUGVEKJA
eftirsK
Þóri Stephensen
Hver er náungi minn?
Þessi spurning var eðlileg í
munni Gyðingsins. Hann
íhugaði þetta gjarna, því það
skipti hann máli. Væri mað-
urinn náungi hans, hafði
hann skyldur við hann. Væri
hann það ekki, gat hann
gengið rólegur framhjá hon-
um, hvernig sem á stóð, án
þess að sinna honum hið
minnsta. Hjá Gyðingum var
náungahugtakið sem sagt
takmarkað. Það tók aðeins
til samlandans, til manns af
þeirra eigin þjóð og þeirra
manna aðfluttra, sem höfðu
tekið þeirra eigin trú.
Fáeinar raddir höfðu kom-
ið fram, sem vildu rýmka
þetta nokkuð. Áreiðanlega
var þó einn flokkur manna,
sem fæstum, ef nokkrum,
datt í hug, að Gyðingar
þyrfti nokkurn tíma að líta á
sem náunga sína. Það voru
Samverjarnir, þjóð af blönd-
uðum uppruna, sem Gyð-
ingar fyrirlitu sem óhreina.
Djúpið milli þessara þjóða,
sem báðar byggðu sama
landið, var svo mikið, að
hjónabönd þar á milli voru
t.d. óhugsandi í augum leið-
toga Gyðinga.
Sagan, sem Jesús sagði,
dæmisagan um miskunn-
sama Samverjann, sem er
guðspjall þessa sunnudags,
hins þrettánda ef* r þrenn-
ingarhátíð, hún hlaut því að
verka mjög sterkt á áheyr-
endur hans, og ekki síst á
lögvitringinn, sem spurði.
Þarna voru öll takmörk
þurrkuð út. Náungi þinn er
hver einasti maður, sérhver
meðbróðir, sem Guð hefur
gefið þér og fengið það hlut-
verk að vera samtíðarmaður
þinn á þessari jörð. Og
dæmisagan var Gyðingnum
því eftirminnilegri, að það
var hinn fyrirlitni Samverji,
sem var gerður að fyrirmynd
í sögunni. Við lögvitring úr
hópi Gyðinga var sagt: Far
þú og tak Samverjann þér til
fyrirmyndar, manninn sem
þú fyrirlítur.
Þegar ég les þessa sögu og
þekki bakgrunn hennar,
hugsunarháttinn sem ríkti í
því umhverfi sem hún var
sögð, þá finnst mér ég skynja
þögnina, sem slær á hópinn,
er Jesús segir síðustu orðin:
„Far þú og gjör þú slíkt hið
sama.“ Þögnin er djúp og
áhrif sögunnar brenna sig
inn í sálir áheyrendanna.
Þau skapa sterka sektar-
kennd, vegna þess að þarna
talaði sá, sem hafði bæði
valdið og réttlætið sín megin,
sá sem jafnframt lifði sjálfur
þannig, að ekki varð að fund-
ið.
Áhrifin af þessum atburði,
er þeir ræðast við Jesús og
lögvitringurinn, hafa og orð-
ið æði mikil. Ég fullyrði, að
engin dæmisaga Krists hafi í
raun haft sterkari áhrif á
mannlegt líf en þessi um
hinn miskunnsama Sam-
verja. Hin kristna hugsun
um miskunnsemi í garð
náungans hefur og náð langt
út fyrir raðir þeirra sem til-
heyra kristinni kirkju. Krist-
in breytni hefur haft marg-
vísleg áhrif á líf manna af
öðrum trúarbrögðum. Þekkt-
asta dæmið um það er starf
Rauða krossins. Það er
sprottið af köllun eins manns
til að reynast náungi særð-
um mönnum eftir orrustuna
Hver er
náungi
minn?
við Solferino á Ítalíu 1864.
Rauði krossinn hefur síðan
borið kristna líknarlund og
náungakærleika til heiðinna
þjóða, þótt kristin trú hafi
þar ekki fylgt í kjölfarið og
rauða krossmarkið hafi sums
staðar orðið að víkja fyrir
öðrum táknum. Á líkan hátt
hefur hugsunarháttur mis-
kunnsama Samverjans verið
áleitinn hvar sem er í heim-
inum. Hann höfðar til til-
finninga, sem snerta hvern
einstakling og hvetja hann
til bróðurþels og samhjálpar.
Og enn er þessi saga sögð.
Einn sunnudag á ári hverju
er miskunnsami Samveriinn
á dagskrá kirkjunnar. Ekki
mun af veita, því það á langt
í land, að náungakærleikur
okkar sé fullkominn. Sagan
er líka þess eðlis, að hún er
sígild, á erindi til allra
manna á öllum tímum. Það
er einkenni á boðskap Krists.
Hann verður aldrei úreltur.
íhugum, að þarna er ekki
bara sett fram spurningin:
Hver er náungi minn? Um
hitt er ekki síður spurt: Hver
reynist náungi þeim sem á
þurfa að halda? Samverjinn
margumræddi reyndist svo
nauðstöddum manni. Hann
spurði hann ekki um þjóð-
erni eða annað. Það eitt
skipti máli, að hjálpar var
þörf. Slíkt hið sama er okkur
ætlað að gera. Ég hygg við
séum flest þannig gerð, að
okkur langi til að reynast
vel, reynast náungi þeim,
sem á hjálp þurfa að halda.
Og öll höfum við komist í
þær aðstæður að verða að
spyrja: Hver er náungi
minn? — í merkingunni
hvaðan kemur mér hjálp?
Stundum eru þær aðstæður
þannig, að hver einstakling-
ur má sín lítils, nema fleiri
komi til og taki saman bróð-
urhöndum. Þess vegna hafa
hin ýmsu líknarfélög verið
stofnuð, einnig samtök til
björgunar og slysavarna.
Þau hafa gefið einstakling-
unum aukin tækifæri til að
sinna náungaskyldum sínum
og með æ áhrifaríkari hætti.
Þetta þekkjum við Islend-
ingar vel. Þegar spurningin
brennur hvað sárast á vörum
okkar um, hver sé náungi
okkar og einstaklingsliðið
dugar ekki eitt, þá eru alltaf
til þau samtök, sem vilja
svara slíku kalli. Þau eru til
á hinum ýmsu sviðum þjóð-
lífsins. Þeirra á meðal eru
slysavarnadeildir og björg-
unarsveitir, sem hafa með
aðstoð almennings aflað sér
besta fáanlegs útbúnaðar til
að geta sinnt hverri hjálp-
arbeiðni með sem áhrifarík-
ustum hætti. Þar er aldrei
sjjurt um þjóðerni eða annað.
Á það eitt er horft, að hjálp-
ar er þörf. Nú þarfnast allur
slíkur búnaður endurnýjunar
og því er söfnun hafin, lands-
söfnun til eflingar björgunar-
störfum. Þeir, sem þau vinna,
spyrja í dag landsmenn alla:
Hver er náungi minn? Vilt þú
leggja fram þitt lið til við get-
um rcynst náungi næst þegar
þú eða fólkið þitt þarf á að
halda. Vilt þú hjálpa okkur til
að vera þá sem best í stakk
búnir og hjálpfús hugur okkar
megi koma sem mestu góðu til
leiðar?
Lesandi minn! Svar okkar
við þessum spurningum
skiptir miklu máli. Það gerir
það gagnvart brýnu málefni.
Það mun ekki síður sýna hitt,
hvar íslensk þjóð er stödd í
dag gagnvart hugtökunum
fórnfús náungakærleikur eða
eigingjörn sérhyggja. Og sú
staða mun jafnframt segja
okkur margt um það, hvort
við erum á hamingjuleið eða
ekki. Virðum þá hluti fyrir
okkur, þegar þeir koma fram
í dagsljósið. Munum þó hitt
umfram allt, að hjálpar er
þörf.
HVERNIG HÆKKA LÁNIN
MIÐAÐ VIÐ FJÁRFESTINGAR
EINSTAKLINGA?
SVAR: Helstu fjárfestingar einstaklinga eru í íbúðar-
húsnæði, en einnig í bifreiðum og heimilisbúnaði.
Þessar eignir hækka að sjálfsögðu í verði og
margur telur sig vera að græða heilmikið. Hafa
menn ekki heyrt setningar eins og „íbúðin mín
hækkar um 10 þúsundir á viku" eða „næsta
sending af bílum verður 30 þúsundum dýrari,
flýttu þér að kaupa". En menn gleyma því að lánið
sem þeir e.t.v. tóku til að kaupa eignina, hækkar
um 1 % á viku og eigin peningar sem þeir notuðu
til kaupanna, hefðu hækkað ámóta á verð-
tryggðum reikningum í bönkum, og sama gildir
um spariskírteinin. Þessvegna á kaupæðið fyrir
gengisfellingar ekki lengur rétt á sér og menn
geta farið sér hægar við fjárfestingar.
Til þess að bera saman hækkun á lánum og
þessum fjárfestingum verða menn að taka dæmi.
Evrópskur bíll, sem kostaði 5 millj. gkr. 1979,
kostar nú nýr 140 þús. nýkr. Ef tekið hefði verið líf-
eyrissjóðslán fyrir öllu bílverðinu fyrir þremur
árum væri skuldin með vöxtum í dag 194 þús.
Lánið hefur því hækkað gott betur en nýr bíll, en
fyrir þann gamla fást ekki nema um 95 þús. á
borðið og því hefur bíllinn „kostað" 99 þús. kr. á
þremur árum eða um níutíu krónur á dag! Þó
vantar bensín, viðgerðir og tryggingar i útreikn-
inginn. Ef menn líta á dæmigerð íbúðarkaup, t.d.
kaup á fjögurra herbergja íbúð, þá kostaði slík
íbúð um 24,5 millj. gkr. fyrir þremur árum en
kostar í dag 1 millj. nýkr. Hún hefur því hækkað
um 308% á meðan lífeyrissjóðslán hefur hækkað
um 288%. Fasteignir virðast því hafa hækkað
svipað og verðtryggðu lánin með 2,5% vöxtum.
9771 SAMBAND ALMENNRA
LÍFEYRISSJÓÐA
LANDSSAMBAND
LÍFEYRISSJÓÐA
Encjinn kemst
hja æfingu
ef hann vill tala erlend tungumál.
Æ'
Æfinguna færöu í MIMI
Sími 10004 og 11109
6 (kl. 1—5 e.h.)
mmmmmmmm^mmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
GENGI VERÐBRÉFA 5. SEPTEMBER 1982
VERDTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJODS:
Sölugangi
pr. kr. 100.-
1970 2. flokkur 8.357,24
1971 1. flokkur 7.353,72
1972 1. flokkur 6.375.25
1972 2. flokkur 5.400.95
1973 1. flokkur A 3.913,10
1973 2. flokkur 3.604,90
1974 1. flokkur 2.488.28
1975 1. flokkur 2.043.22
1975 2. flokkur 1.539,15
1976 1. flokkur 1.458,59
1976 2. flokkur 1.167,81
1977 1. flokkur 1.083,38
.1977 2. flokkur 904,43 (0,03% afföll)
1978 1. flokkur 734,59 (0,37% afföll)
1978 2. flokkur 578,00 (0,67% afföll)
1979 1. flokkur 487.25 (0,98% afföll)
1979 2. flokkur 376,63 (1,35% afföll)
1980 1. flokkur 276,99 (1,74% afföll)
1980 2. flokkur 217,64 (2,09% afföll)
1981 1. flokkur 187,03 (3,85% afföll)
1981 2. flokkur 138,90 (4,65% afföll)
1982 1. flokkur 126,14 (0,41% afföll)
•toOalávöxtun otangraindra Hokka um-
Iram varðtryggingu ar 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVEROTRYGGD:
Sölug«ngi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 66 67 68 69 71 80
2 ár 55 56 57 59 61 74
3 ár 46 48 50 51 53 70
4 ár 40 42 44 46 48 67
5 ár 35 37 39 41 43 65
VEDSKULDABREF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugangi natn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) varötr.
1 ár 96,49 2%5 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ór 92,96 2V4% 7%
4 ár 91,14 2Vi% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ar 88,50 3% 7V4%
7 ár 87,01 3% 7Vi%
8 ár 84,85 3% 7 %%
9 ár 83,43 3% 7V4%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERDTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
Sölugangi
pr. kr. 100.-
B — 1972 3,073,26
C — 1972 2.613,52
D — 1973 2.216,18
E — 1974 1.515.96
F — 1974 1.515,96
G — 1975 1.005,61
H — 1976 958,22
I — 1976 729,11
J — 1977 678,42
1. fl. — 1981 135,84
TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU
MÍRraTinGMPáM ÍIUMMM Hft
VERÐBREFAMARKADUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30— 16