Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 20
20 MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Miskunnarlaus barátu við náttúruöflin á norðurslóðum. Ein myndanna sem fundust á Hvitey. Örninn hefst á loft frá Svalbarða og tekur stefnu á norðurpólinn. „Loftsiglingin“ - dýrasta kvikmynd Svía fær frábærar viðtðkur Dýrasta kvikmynd sem Svíar hafa gert var frumsýnd í Sví- þjóð í síðustu viku. Myndin er gerð eftir sögu Per Olof Sundmans, „Loftsiglingin", sem út kom 1967 og hefur síðan verið þýdd á fimmtán tungu- mál, m.a. íslenzku en bókin kom út hjá Almenna bókafé- laginu á sínum tíma. Kostnað- ur við gerð myndarinnar nam 20 milljónum sænskra króna. Myndin hefur þegar vakið óskipta athygli og hlotið mikið lof gagnrýnenda, en Jan Troell hefur stjórnað kvikmyndar- gerðinni. Aðalhlutverkið, Sal- omon August Andrée, verk- fræðing, leikur Max von Syd- ow, en félaga hans, Nils Strindberg og Knut Fraenkel, leika Göran Stangertz og Sverre Anker Ousdal. Per Olof Sundman hefur lýst því yfir að myndin sé stórkostleg og sé það fyrst og fremst að þakka Jan Troell leikstjóra, en einnig lýkur hann miklu lofsorði á leikarana. Um Sverre Anker Ousdal sagði Sundman eftir frumsýningu myndarinnar í viðtali við Aftenposten í Osló: „Ég býst við því að Sverre Ank- er Ousdal verði heimsfrægur fyrir meðferð sína á hlutverki Fraenkels í Andrée-myndinni. Leikur hans er stórkostlegur." Sænska blaðið Expressen segir m.a. um myndina: „Túlk- un Max von Sydows á Andrée, manninum sem verður fórnar- lamb eigin stálvilja, er eins- dæmi.“ Og Svenska Dagbladet segir: „Þegar síðasta myndin dofnar og maður veit að myrk- ur heimskautsnæturinnar er að lykjast um þessa einmana veru í þessu hrikalega hvíta landslagi, þá varð sú hugsun öðrum yfirsterkari hvað það væri nú gott að það hefði ein- mitt verið Jan Troell sem fékk þetta efni til meðferðar." En um hvað fjallar þá mynd- in? Það var árið 1897 að Sal- omon August Andrée hugðist svífa til norðurpólsins í loft- belg, ásamt tveimur félögum sínum. Þeir lögðu af stað frá Svalbarða en hurfu síðan sporlaust og það var ekki fyrr en 33 árum síðar að ljóst varð hver örlög þeirra urðu, en þá fundu norskir leiðangursmenn jarðneskar leifar þeirra, hörmulega útleiknar eftir hvítabirni, á Hvítey, norðaust- ur af Svalbarða. Á þessum síð- Per Olof Sundman, sem skrifaói heimildaskáldsöguna „Loftsigling- 1D . Bústoð Keflavík Á ótrúlegu veröi: Rúm, náttborð, dýnur, kommóða, spegill ogslóll kr 19.640 Fataskápur kr. 16.980 Sendum um allt land Frí heimkeyrsla á Stór-Reykjavíkursvæðínu og a vóruafqreiðslu. BÚSTOÐ Keflavík, sími 92-3377.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.