Morgunblaðið - 05.09.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982
37
Litlu munaöi aö illa f»ri hjá þaim öakari ólafasyni og Árna Ó.
Friörikssyni, sam óku Escort. Bilaöi bíllinn undir lokin en
þeim tókst aó sleppa fyrir horn. Luku þeir keppni en aöeins
til aó vera daamdir úr leik fyrir mistök í byrjun rallsins.
I
Glaasileg tilþrif hjá Jóhanni Hlöóverssyni og Jóhanni S.
Helgasyni á Escort 2000. Þeir hrepptu þriója sœtió.
eru að radarmæla. Það var í
Gunnarsholti og á Dómadalsleið,
sem voru felldar úr af þessum sök-
um. Næsta sérleið er því Fjalla-
baksleið, sem oft hefur skipt sköp-
um í rallkeppni. En áður en að
henni kemur lenda Hafsteinn og
Birgir í vandræðum. Pústflækjur
bílsins brotna og viðberðarmenn
þeirra taka á móti þeim út úr
Dómadal, sem ekin var sem ferju-
leið. Þar taka þeir til við viðgerðir
og pústflækjurnar komast í samt
horf. En þá taka viðgerðarmenn-
irnir eftir því að ró vantar á
blöndunga bílsins. Engin vararó
finnst og sjóða þeir því ró fasta.
Tókst þá svo illa til við það að
bensínslanga brann í sundur og
mátti litlu muna að kviknaði í,
þegar Hafsteinn ætlaði að starta
bílnum. Var þá skipt um bensín-
slöngu á mettíma, en þeir Haf-
steinn og Birgir töpuðu 13 mínút-
um á þessu óhappi. Sérleiðin við
Fjallabak reyndist þeim einnig
erfið.
Gefum Birgi orðið: „Við ætluð-
um að reyna að vinna upp tíma
eftir undantaldar ófarir. Það gekk
vel að fara yfir árnar í byrjun, en
allar brekkur voru bilnum mjög
erfiðar. A beinum köflum náðum
við góðri ferð.“ Óskar bætti við:
„Ég man eftir þessu, þið dróguð á
okkur, en ef farið var upp ein-
hverja brekku, þá týndust þið í
hvert skipti í smástund." Jóhann
tapaði miklum tíma á Fjallabaks-
leið er bensinslanga fór í sundur.
Bjargaði hann því með því að nota
slönguna úr rúðupissinu í hinnar
stað. Ómar og Jón héldu sínu
striki og óku af öryggi. Sérleið við
Meðalland var ekin fram og til
baka. Þar sprakk í bakaleiðinni
hjá Jóhanni strax i byrjun leiðar-
innar. Kvað hann hafa komið svo
mikið fát á sig og nafna sinn í
dekkjaskiptingunni að þeir hefðu
hlaupið á hvorn annan og þvælst
fyrir hvor öðrum. Eftir Meðalland
óku keppendur aftur Fjallabaks-
leið. Þar töpuðu Hafsteinn og
Birgir af forustunni og lýsir Birgir
hér hvers vegna: „Vélin vann ekk-
ert hjá okkur og við hleyptum
Óskari framúr. Stuttu síðar stöðv-
aðist bíllinn. Stökk ég út, opnaði
húddið og hrærði í einhverjum
hlutum á meðan eldglæringar
stóðu um allt. Eftir það komumst
við eina brekku og beygju þar til
„dósin" stoppaði aftur og nú fór ég
út að ýta. Lullaði bíllinn upp
lengstu brekku leiðarinnar. Efst í
henni fékk bílinn spark og komst
áfram. Þurfti ég þá að hlaupa á
eftir honum, en Haffi vorkenndi
mér svo mikið að hann bakkaði og
sótti mig. Eftir þetta fór ég nokkr-
um sinnum út að ýta og stóð á
tímabili eins og slökkviliðsmaður
utan á bílnum, reiðubúinn að ýta,“
sagði Birgir hressilega. „Við lent-
um líka í ævintýri á þessari leið,“
sagði Jóhann, „bíllinn festist úti í
á, eftir að vélin neitaði að starta.
Við vorum dregnir upp af Eika.“
Jóhann tapaði heilmiklum tíma
í ánni og ók eins og ljón það sem
eftir var leiðarinnar. Fór bíllinn í
loftköstum eftir leiðinni og sjald-
an hefur sést eins mikill hama-
gangur í rallkeppni hérlendis. ít-
alinn Aldo Pereono féll út á þess-
ari leið þegar hann ók of hratt út í
á og sprengdi vélina í Opel-bíl sín-
um. Hafði hann verið nokkuð fyrir
aftan hina ökumennina. Næsta
sérleið var í gömlu Kömbunum, en
hún var síðar felld úr þar sem vit-
lausar merkingar urðu þess vald-
andi að ökumenn óku ranga leið.
En í byrjun hennar gerðust und-
arlegir atburðir. „Við vorum
meira en mínútu að aka fyrstu
hundrað metrana, bíllinn komst
ekkert áfram," sagði Birgir. „Það
byrjaði að sjóða á tíkinni," sagði
Óskar. Jón sagði við þessi orð: „Á
ég að segja ykkur svolítið strákar.
Það var draugur í Kömbunum.
Engin spurning. Óskar með sjóð-
andi bíl og þegar við komum að
rásmarkinu þá kokar BMW-inn
hjá okkur, sem ekki hafði slegið
feilpúst í allri keppninni. Bíllinn
hikstaði síðan fyrstu metrana, þá
komu svitadropar fram á ennið
þarna.“ Óskar hélt áfram með sína
sögu: „Ég þorði ekki að hafa bílinn
í gangi við tímavarðstöðina og svo
þegar fimmtán sekúndur voru eft-
ir í ræsingu startaði hann ekki. Þá
sagði Árni, ég vissi þetta. Síð-
an fór hann í gang, af stað og
„dauður“ aftur. Enn startaði ég og
nú gekk hann og við ókum áfram
eins og ekkert hefði í skorist." Jón
sagði núna hugsi: „Það var eitt-
hvað í þessari brekku í Kömbun-
um. Kom ekkert fyrir þig Jói“? Jó-
hann svaraði: „Ég veit bara að ég
var fljótur upp brekkuna." Þá
sagði Birgir: „Já, þetta hefur verið
frændi Jóa,“ og allir skelltu uppúr.
Eftir þessa leið var Kolviðarhóll
ekinn að nýju og haldið í bæinn.
Staðan að loknum þessum degi var
sú að Óskar og Árni á Escort 2000
höfðu forystu með 72,55 mín.,
Ómar og Jón 77,54 mín., Hafsteinn
og Birgir 88,03 mín. og Jóhann og
Jóhann höfðu 98,41 mínútu í refs-
ingu.
Þriðji og síðasti dagurinn var
sögulegri en allir höfðu búist við.
Á fyrstu ferjuleið urðu bræðrun-
um Ómari og Jóni Ragnarssonum
á þau mistök að beygja vitlaust
inn á Reykjanesbraut á leið að
sérleið. Þetta sá annar keppandi
og urðu bræðurnir að snúa við og
aka rétta leið, en töpuðu við það 13
mínútum. Fyrstu leiðirnar voru
léttar og ökumenn hituðu sig upp
fyrir erfiðari leiðir sem voru
Reykjanes og ísólfsskálavegur. Jó-
hann Hlöðversson var þó ekki
lengur í toppbaráttunni því hedd-
pakkning var að gefa sig í bíl hans
og var því markmið hans að klára
rallið eftir það. Á Reykjanesleið
fór drifið í bíl Óskars og Árna,
sem töpuðu nokkrum tíma á því.
En í enda leiðarinnar tók
viðgerðarlið þeirra á móti þeim.
Var bílnum skellt upp á tjakk og
drifið úr og nýtt í á rétt rúmum
fimmtán mínútum. Mætti hvaða
bílaumboð sem er vera stolt af
slíkum vinnuhraða. Með þessu
tókst þeim að halda forystu. Það
var greinilegt að ökumenn ætluðu
að halda sætaskipan þeirri sem
komin var. Isólfsskálavegur var
ekinn rólega og Reykjanes til
baka. Þar óku Óskar og Arni nán-
ast á handbremsunni, en það var
eina leiðin til að stýra bílnum, því
stýrisbúnaður að framan hafði
losnað. Tókst að bjarga því er leið-
inni lauk og á síðustu leiðinni var
stýrisbúnaðurinn bundinn saman
með nælonbandi. En síðustu þrjár
leiðir keppninnar breyttu engu um
úrslitin. Það gerði hins vegar
kæra, er barst á þá Óskar og Árna.
Höfðu þeir gert sig seka um mis-
tök á ferjuleið á fyrsta degi keppn-
innar, sem varð þess valdandi að
þeir voru dæmdir úr leik. Hefði
líklega það sama orðið uppi á hjá
Ómari og Jóni ef þeir hefðu ekki
snúið við í byrjun dagsins. En
lokaúrslit urðu þau að Hafsteinn
Hauksson og Birgir V. Halldórs-
son á Escort RS 2000 sigruðu, en
þeir voru með 103,09 mín. í refs-
ingu. í öðru sæti urðu Ómar og
Jón Ragnarssynir á BMW 315 með
107,30 mín. í refsingu og í þriðja
sæti urðu nafnarnir Jóhann
Hlöðversson og Jóhann Helgason
á Escort 2000 með 129,02 mín. í
refsingu. Þegar á heildina er litið
má segja að allir keppendur er
kláruðu keppnina hefðu átt mögu-
leika á sigri einhvern tíma í rall-
inu. Það sem hins vegar gerir rall
spennandi er það, að keppni er
ekki lokið fyrr en sigurvegari hef-
ur verið krýndur. Ljómarallið
virðist sannarlega erfitt þvi að-
eins þremur bílum af fimmtán
tókst að ljúka því. Þess má geta að
lokum, að enska rall-blaðamann-
inum, Hugh Bishop, er hér dvaldi,
leist sérlega vel á aðstæður og má
telja að í framtíðinni eigi alþjóða-
rallið hérlendis mikla möguleika á
að vera liður i annað hvort Evr-
ópu- eða heimsmeistarakeppni.
HEILSURÆKTIN
GLÆSIBÆ ÁLFHEIMAR 74.
Opnum aftur eftir sumarleyfi
sérstakir morguntimar kl. 9 fyrir dömur 40 ára og eldri aörir
morguntímar, hádegistímar fyrir streitta herra. Eftirmiö-
dagsþjálfun og kvöldþjálfun.
Njótiö friöar og líkamlegrar uppbyggingar í Heilsuræktinni.
Ellilífeyrisþegar muniö aö í Heilsurækt-
inni er ykkar endurhæfingarstöö.
Opiö frá 9—21.
Veriö velkomin.
Megrun í öllum flokkum.
LÆRIÐ AÐ GEISLA AF LÍFSÞRÓTTI
OG GLEÐI
r Beint flug í sólina
Þriggja vikna ferðir til Benidorm meö viökomu í « ■
Amsterdam eöa London. Brottfarir 14. sept. og 5. okt. S ■
|
Benidorm ferð aldraöra:
Sérstök ferð eldri borgara 5. október í milt haustið |
á strönd BENIDORM. Sérlega þægileg ferö, í fylgd
hjúkrunarfræðings. Nánar auglýst síðar. |
2<
FERÐA !
MIÐSTOÐIIM!
IAÐALSTRÆTI9 S. 281331