Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 23 Friðað land frá Kúagerði í Kaldadal. Það var hugmynd Eysteins Jónssonar fyrir einum 10—15 árum. Vildi stækka þjóð- garðinn á Þingvöllum til norðurs og suðurs — að þessum mörkum rímsins vegna, sagði hann mér kíminn. Mitt hugarflug var þá búið að teygja þjóðgarðinn enn lengra, frá Krýsuvíkurbjargi að Húsafelli. Hljómar ekki eins vel, verður að viðurkennast, vegna rímleysis. Þegar við vorum að raungera og ná saman sveitar- félögunum á Reykjanesskaga um Reykjanesfólkvang og Bláfjalla- fólkvang fyrir áratug höfðum við einmitt auga á þessari framtíð- arsýn, sem í raun hlýtur ein- hvern tíma að verða. Enda hefur hugmyndinni verið að skjóta upp í ýmsum tilbrigðum síðan: Hugmyndasamkeppni á vegum Þingvallanefndar — þegar Ey- steinn var þar — um landnotkun svæðisins, teygði sig í úrlausn- um allt suður fyrir Nesjavelli í Grafningi. Þegar við fengum í borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkt einhvern tíma á árunum 1976—1977 að friða eignarland borgarinnar Nesjavelli fyrir ofbeit og til framtíðarbrúkunar fyrir unglingavinnuna, og reynd- um í framhaldi af því að ná sam- vinnu við landeigendur þar fyrir sunnan um sameiginlegt girð- ingarátak, þá var það kvistur af sama meiði. Einnig hugmynd Eysteins á sínum tíma um friðun vatnasvæðis Þingvallavatns með sama hætti og Mývatnssvæðið, sem vatnalíffræðingurinn dr. Pétur Jónasson endurvakti svo ekki allt fyrir löngu og fleiri tóku undir. Sjálfri hefur mér fundist eðlilegt að teygja mörk væntanlegs þjóðgarðs nú yfir hið stutta svæði sem á vantar norð- ur af fólkvöngunum og til Þing- valla, þ.e. yfir Hengilssvæðið og austurbakka Þingvallavatns. Síðan norðan við þjóðgarðinn áfram undir jöklum suður yfir Kaldadal og í land Húsafells, sem bændur og náttúruvernd- arráð hafa gert að yndislegu og nýtilegu útivistarsvæði fyrir ferðamenn. Er þar þá kominn samfelldur þjóðgarður með ein- staklega fjölbreyttu landslagi allt frá fuglabjörgunum og fjör- unum á Suðurströndinni, þvert yfir hraunbreiður Reykjanes- skaga, Þingvelli með vatni sínu og völlum og sandauðnirnar meðfram Herðubreið og Lang- jökli annars vegar og Botnssúl- um hins vegar og endar í birki- skógunum við Hvítá. Þetta stórbrotna og fjölbreytta svæði, þar sem finnst bókstaflega allt sem prýðir íslenzka náttúru, er í nánd við þéttustu byggð á Is- landi, þar sem búa um 70% landsmanna. Því ekkert eðli- legra er að einmitt það nýtist fyrir mannfólkið í landinu. En því er þessi hugmynd vakin upp nú? Nú er lag! Eðlilegt og raunsætt að gera hana að veru- leika, flaug í gegnum hugann við að lesa í blöðum að einmitt þessa dagana eru fulltrúar bænda að setjast niður við það óhjákvæmi- lega og erfiða verkefni að fækka fé í landinu um 50 þúsund. Hvorki meira né minna. Bændur ætla að vanda að taka sjálfir á þessu erfiða máli af karl- mennsku. Þjálfaðir í aldir í óblíðu landi með alls konar hremmingum og óáran við að taka því óhjákvæmilega og bjarga því sem bjargað verður á eins raunsæjan og skynsamleg- an hátt og unnt er. Vita sem er, að sá reyrinn brotnar bara, sem ekki kann að svigna undan ofur- þunga. En sá sem það kann rétt- ist aftur. Vitanlega verkefni, sem allir landsmenn hljóta að leggja lið. Reynir nú á kaup- staðafólk og unnendur sveita- búskapar þar í hópi að létta af sínum skerfi og láta bændunum eftir lífsbjörgina. Veitir víst ekki af allri fjáreigninni til að standa undir vélakosti og nútímabú- skap. Efast enginn um, að þeir sem fagurt tala og yrkja um sveitalíf og búsetu í stjálbýli, dugi nú. Kannski er það engin katastrófa, að neyðast til að gefa einhverjum landsvæðum hvíld frá sauðfjárbeit, þegar til langr- ar framtíðar er litið. Það kemur í hugann þegar gengið er um Hornstrandir, þar sem gróður hefur náð ótrúlegum blóma við friðinn, þótt við nyrsta haf sé. En það er önnur saga. Sem sagt, nú eru fulltrúar bænda — og okkar allra landsins barna — að setjast niður velja kvikfjárrækt- arsvæði og fjárbændur til að setja á. Liggur þá nokkuð beinna við en að taka til nýtingar undir mannfólkið í landinu þetta æski- lega þjóðgarðssvæði í nánd við mestu byggðina? Enda geta Kaldidalur og hinir miklu hraunflákar varla talist besta beitarlandið á íslandi. Hlýtur þetta land að verða nýtt á þann hátt fyrr eða síðar. Ef þarna er ein og ein jörð, sem af einhverjum ástæðum næst ekki samkomulag um, má einfaldlega að girða þann blett af inni á friðaða svæðinu. Sú gamla og kannski fyrrum eðli- lega hugsun hlýtur að fara að víkja, að fólkið í landinu eigi að vera geymt í gerði með skepnu- heldum gaddavírsgirðinum í kring, í stað þess að það séu skepnurnar sem geymdar eru í skepnuheldum girðingum, eins og títt er um víða veröld í þétt- býlum landshlutum a.m.k. Þar hlýtur að verða að fara að geyma skepnur í girðingum og láta fólk- ið leika lausum hala. Elskurnar mínar í samtökum bænda, takið nú hugmyndina um stækkaðan Þingvallaþjóðgarð og þetta friðaða belti til manna- brúks til athugunar og inn í myndina, þegar þið þurfið að velja land undir kvikfjárrækt og hafna öðru. Þarna eru gagn- kvæmir hagsmunir fyrir alla iandsmenn. Fólkinu af þéttbýl- inu beitt á þessi fjölbreyttu nátt- úruundur í nánd við þéttustu byggðirnar, en kindunum á blómlegri og jórturhæfari gróð- ursvæði í nánd við býli og bænd- ur. í meira en áratug hefur hvort eð er stefnt í friðað svæði á þessu belti — og svo hlýtur að verða einhvern tíma. Umhverfisverndunin og nýt- ingin á þjóðgarðinum að öðru leyti — hvort sem hann er stór eða lítill — er svo efni í aðra grein, enda rýmið hér búið, og þó. Obbolítið pláss er enn til að minna á þá grein í náttúru- verndarlögum, sem gerir ráð fyrir óhindraðri för gangandi fólks á árbökkum og vatnsbökk- um. Er ekki kominn tími til þess að framfylgja þeim við Þing- vallavatn, setja tröppur yfir nauðsynlegar girðingar með- fram öllu vatninu eða skilja þar eftir opna stíga á bakkanum? Ég var þarna í viku um hásumarið í júlímánuði og sá varla nokkra manneskju í bústöðunum eða við vatnið alla vikuna, svo ekki truflar það marga og oft þótt fólk gangi kringum vatnið. Norðurlandamynta. Það gætti þjóðlegs stærilætis í röddinni, sem vonlegt var! Þegar ríkisstjórnin fæddist, 8. febrúar 1980, fengust 125 Banda- ríkjadalir fyrir 500 nýkrónur. Nú fást aðeins 35 dalir fyrir sömu fjárhæð. Svo óhagganlegur var „stöðugleikinn" og enginn talar lengur um Jafningja" Norður- landamynta, hvernig sem á því stendur. Bandaríkjadalur hefur hækkað í verði um 257% á ferli stjórnarinnar. Verdþættir stjórnvalda Skatta-, gengis- og verðbóta- þróun hefur höggvið að kaup- mætti launa í landinu. Kaupmátt- ur „ellilífeyris„ á „ari aldraðra" er t.d. eitt af því fáa, sem lýtur „niðurtalningu*. Hækkun vöru- gjalds, söluskatts og verðjöfnun- argjalds á þessu tímabili, en þess- ir verðþættir stjórnvalda eru mjög afgerandi í vöru- og orkuverði, hafa síður en svo hamlað gegn verðbólgu og þaðan af síður aukið kaupmátt. Sú kúnst að leggja skatt ofan á skatt, þ.e. söluskatt ofan á tolla og vörugjald, er talin kjarnaþáttur „niðurtalningarinn- ar“ margfrægu, ásamt þróun benzínverðs, sem er ríkisskattar að 56%. Áfengi og tóbak, sem fjármálaráðherra stýrir verðlagn- ingu á, hefur hækkað um 57% á sl. 12 mánuðum, en laun um 40% á sama tíma. Þannig mætti lengi telja. Húsnæði — grundvallar- réttur Þak yfir höfuð telst til frum- þarfa manneskjunnar. Alþýðu- bandalagið, sem fer með húsnæð- ismál á stjórnarheimilinu, svipti Byggingarsjóðinn helztu tekju- stofnum hans, launaskatti og byggingarsjóðsgjaldi, sem nú renna beint í ríkishítina. Samkvæmt áætlunum þarf að reisa 2100 íbúðir á ári til að full- nægja þörfum þjóðarinnar. Húsnæðisstefnan hefur hins- vegar leitt til verulegs samdráttar í íbúðabyggingum undanfarin ár, þannig að hundruð íbúða skortir árlega á áætlaða þörf. Árið 1981 var t.d. aðeins lokið við 1575 íbúð- ir, eða 660 færri en árið áður. Þetta hefur bitnað fyrst og síðast á þeim, sem skortir húsnæði, í hærra íbúðaverði, hvort heldur er um kaup eða leigu að ræða. Ad skera mjólkurkýrnar Landsmenn sækja verðmæta- sköpunina, þjóðartekjurnar og þar með lífskjör sín til atvinnuveg- anna. Hvern veg hefur verið að þeim búið? Svarið felst í tveimur orðum: taprekstur — skuldasöfn- un. Engu er líkara en ríkisstjórnin hafi það eitt til mála að leggja, til að brauðfæða þjóðina, að skera mjólkurkýrnar! Svefngenglarnir í iðnaðarráðu- neytinu, sem dregið hafa fætur það sem af er kjörtímabili í virkj- unar- og orkuiðnaðarmálum, hafa í raun seinkað batnandi lífskjör- um í landinu um mörg ár. Einnig þar eru eyrnamörk Alþýðubanda- lagsins augljós. Lýdrædi - þingrædi Mikill meirihluti þings og þjóð- ar er fylgjandi byggingu nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli, samkvæmt fyrirliggjandi hönnun og með kostnaðaraðild Bandaríkj- anna, en varnarliðið fær gömlu flugstöðina til afnota, þegar hin nýja er risin. í þessu máli ræður meirihlutinn hinsvegar ekki ferð, að lýðræðis- og þingræðisleiðum. Það er Alþýðubandalagið, með 15% kjörfylgi að baki, sem gengur á vilja meirihlutans. Alþýðubandalagið keypti sér al- ræði í þessu máli með uppboði á ráðherrastólum! Hér er regin- hneyksli á ferð, sem stríðir gegn sóma Alþingis, lýðræðis- og þing- ræðishefðum. „Ekki meir, ekki meir!„ Steinn Steinarr, skáld, orti á sinni tíð um „húsameistara ríkis- ins, sem tók handfylli sína af leir", — og lauk kvæðinu með orðunum: „ekki meir, ekki meir!“ Forsætisráðherra hefur nú hnoðað Alþýðubandalagsleirinn bráðum í þrjú ár. Sá efnahags- og þingræðisskúlptúr, sem við þjóð- inni blasir, er hörmungar- og hryggðarmynd. Satt að segja hef- ur hún ekki barið reynsluaugum öllu ljótara fyrirbrigði. Sú bón, sem bærist í brjósti þorra íslendinga, fram til dala og út til nesja, í dag, má setja fram að hætti Steins Steinars, en að þessu sinni til forsætisráðherrans: „ekki meir, ekki meir“!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.