Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Morgunblaöiö/ Kristján Fyrír framan Glaumbaa. Ef átti að taka myndina þá var að gera það núna Kvikmyndaleiðangur við töku heimildamyndar um Daniel Bruun heimsóttur Kvikmyndafélagið ísfilm h/f er að gera mynd um leiðangur dansks liðsforingja, Daniel Bruun, yfir Kjöl árið 1898. Dani þessi heimsótti ís- land alls tólf sinnum, ferðaðist um landið og stundaði hér fornleifa- rannsóknir, en hann var áhugamað- ur um fornleifafrseði. Annars var maðurinn liðsforingi í danska hern- um að atvinnu, en hafði ódrepandi áhuga á fornleifafræði og fór víða til að sinna þvi áhugamáli sínu. Hann stundaði einnig ritstörf og haustið 1983 er væntanleg í íslenskri þýð- ingu bók hans „Fortidsminder og Nutidshjem", en hún fjallar um rannsóknir hans á byggingarlagi torfbæja á íslandi, frá þvi fyrr á öld- um og fram til um 1900. Það er Steindór Steindórsson frá Hlöðum, sem þýðir bókina, og hefur hann skrifað ítarlega ritgerð um Bruun, sem fylgja mun bókinni. Það er önn- ur ferð Bruuns yfir Kjöl, sem ísfilm er að búa til heimildarmynd um, en þá fór hann suður yfir Kjöl, hafði breytast vegna lónsins, sem til er stofnað með virkjun Blöndu. Það eru 12 manns og 48 hestar, sem fram koma í myndinni og hafa verið með í ferðinni. Kvikmynda- takan hefur gengið ágætlega. Að vísu var talsvert af fólki á Hvera- völlum, ferðamenn sem stoppa stutt og þess vegna verra en ella að meina þeim aðgang að þeim svæðum, sem við vorum að kvik- mynda á, en það blessaðist allt saman. Þessi mynd er búin að vera í bígerð að minnsta kosti tvö ár, raunar held ég að hún hafi fyrst borist í tal 1978—79. Það sem end- anlega ýtti á, að við drifum í þessu núna, eru breytingarnar sem Blönduvirkjun veldur á hálendinu, svo að ef það átti að gera þetta á annað borð, þá var að gera það núna.“ Ekki stórverkefni í náinni framtíð I i. .íaí- ------0--------------------------------------Q íQ'-‘ Ouð------■---- nÞað er ekkert á föstu plani Tungufljótiö tundrióiö. Þaó er Ari Kristinaaon, kvikmyndatökumaóur myndarinnar, a*m ar viö kvikmynda- tökuvólina, en til vinstri er Ágúst Guömundaaon, leikstjóri hennar. áður farið einu sinni norður yfir. í þessum leiðangri var Kjalvegur einnig varðaður. Fyrir þá sem hafa áhuga, má finna nánari uppiýsingar um Bruun í Morgunblaðinu 4. júlí síðastliðinn. Morgunblaðið var mætt upp við Geysi á laugardeginum fyrir viku til að taka á móti kvikmyndaleiö- angrinum, þegar hann kæmi niður af Kili og fá að fylgjast með síð- asta kvikmyndatökudegi hans við Geysi og í nágrenni. Leiðangurinn hafði þá verið 15 daga á Kili, fetað í fótspor leiðangurs Bruuns 84 ár- um áður, sem þá tók átta daga, reynt að endurskapa hann og festa á filmu. Við hittum hluta leiðang- ursmanna, þar sem þeir hvíldu lú- in bein undir fjárhúsvegg, skammt frá Geysi í Haukadal, meðan leitað var að heppilegu vaði á Tungufljóti, til að kvikmynda lokaáfanga ferðarinnar. Þegar tækifæri gafst tókum við Jón Her- mannsson, framkvæmdastjóra ís- film, tali, en hann sér einnig um hljóðupptöku og klippingu heim- ildarmyndarinnar og spurðum hann fyrst hvernig leiðangurinn hefði gengið. Gengið ágætlega, en verið dálítið kalt „Hann hefur gengið ágætlega. Það hefur verið dálítið kalt, til að Sotió undir vogg og boóió þ*M aö upptðkuataður aé valinn. Taldir frá vinatri: Jóhannea Geir, Kristján Birgisson, Árni J. Pálmason, Jóhann Halldórsson, Ólafur Sveinsson, Sveinn Jóhannsson og Jón Friörik Benonýsson. mynda snjóaði á Hveravöllum og það rigndi mikið fyrir norðan. Annars höfum við trúlega verið nokkuð heppin með veður, miðað við árstíma, alla vega er það ekk- ert til að fárast yfir hvernig veðrið hefur verið og það ekki valdið telj- andi vandræðum. Hins vegar hef- ur verið nokkuð kalt eins og ég sagði. Þetta hefur gengið slysa- laust og við höfum náð góðum myndum. Aðspurður um myndina, segir Jón: „Þetta verður 30—40 mínútna heimildarmynd um þessa ferð Daniel Bruuns yfir Kjöl. Þetta voru síðustu forvöð að taka hana, því landslagið á Kili kemur til að núna hjá okkur," segir Jón, þegar hann er spurður, hvort einhver önnur verkefni séu í bígerð hjá ís- film. „Við höfum farið illa út úr Útlaganum fjárhagslega enn sem komið er og höfum einfaldlega ekki fjárhagslegt bolmagn til að ráðast í stærri verkefni. Það tekur það langan tíma fyrir greiðslurnar fýrir sölur erlendis að skila sér, að Útlaginn hefur ekki ennþá náð að bera sig, þrátt fyrir að hann hafi selst ágætlega. Svo dæmi sé tekið, þá vorum við um daginn að fá inn peninga fyrir Land og syni, vegna sölu sem fram fór 1980. Það er þannig ekki óalgengt að vera að fá inn peninga fyrir sölur, sem gerð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.