Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 36 BIRGIR V. HALLDORSSON ANNAR SÍGURVEGARANNA í IJÓMARALLl Spjallaö við keppendur er luku keppni í rallinu Ljómarallinu svokallaða lauk um sl. helgi. Eftir þriggja daga erfióa keppni stóðu félagarnir Hafsteinn llauksson og Birgir V. Halldórsson, á Ford Escort RN 2000, uppi sem sigurvegarar. I öðru sæti urðu Omar og Jón Ragnarssynir á BMW 315. l>riðja sæti náðu Jóhann Illöðversson og Jóhann Helga- son, á Escort 2000. Einnig luku keppni félagarnir Óskar Olafs- son og Árni Óli Friðriksson á Escort 2000, en voru dæmdir úr leik vegna mistaka er þeir gerðu á fyrsta keppnisdegi. Morgunblaðið spjallaði við þá keppendur er luku keppni um ófarir þeirra og ævintýri í rallinu. 16 bílar hófu keppni en aðeins fjórir ofantöldu komust á leiðar- enda. Mest var keppnin fyrsta dag rallsins en þá duttu út níu bílar. A fyrstu leiðunum óku flestir rólega en er á fjórðu leið kom fór hraðinn að aukast. Eggert Sveinbjörnsson náði þá besta tíma á Suður-Kili, en við skulum sjá hvað þar henti þá er luku keppni. „Við misstum olíuna og vatnið af vélinni. Síðan þegar það var komið á aftur þurftum við að ýta í gang, því startarinn var farinn. Töpuðum við umtalsverðum tíma á þessu,“ sagði Jóhann Hlöðvers- son. „Ég kom ekki gírstönginni í réttan gír í einni af þeygjunum og bíllinn rann útaf. Festist hann uppi á steini og aðeins annað aft- urhjólið snérti jörðina. Við tjökk- uðum bílinn fimm sinnum upp og settum steina til að losa bílinn," sagði Óskar og Árni bætti við: „Ég var með gleraugu í brjóstvasan- um, sem brotnuðu í æsingnum við að ýta. Það voru fingraför á stuð- aranum, svo mikið var tekið á.“ Hjá hinum gekk sæmilega. Bíll Hafsteins og Birgis virkaði ekki sem skyldi. Jóhann kvaðst hafa verið lafhræddur við allar ár, þar sem startarinn í bíl hans var bilaður. Ómar og Jón óku eins og bíllinn komst. Á Norður-Kili lentu ökumenn í miðju hrossastóði, sem á veginum var. „Þeir vildu ekki fara útaf, sama þó við ækjum al- veg upp að þeim,“ sagði Jón. „Já, maður beið bara eftir sparkinu frá þeim í bílinn," sagði Óskar. Að lokum komust ökumenn þó fram- hjá þeim. Hafsteinn Hauksson og Eggert Sveinbjörnsson háðu þarna einvígi um forustuna, að- eins sekúndur skildu þá að. En á Þverárfjalli festist bíll Hafsteins, Birgir fræddi okkur um það. „Bíll- inn drap á sér úti í miðri á og kom það ekki á óvart, því hann virkaði sama og ekkert. Lögreglubíll sem var í nánd ætlaði að draga okkur upp. Ég var lagstur á magann í beljandi strauminn til að festa tóg í bílinn. I sama mund rauk skyndi- lega bíllinn í gang og losnaði úr ánni. Árin var svo djúp, að þegar við opnuðum dyrnar rann hún í gegn.“ Jón sagði þá: „Það er í lagi að hafa ár á leiðunum, en það verður að gera greinarmun á því hvort bílarnir eiga góða mögu- leika á því að ná yfir eða ekki. Mér hefur ekki fundist að tekið væri til þess í rallinu hingað til. Þetta er kannski farin að vera meiri spurn- ing um hvort þú klárar eina og eina torfærukeppni eða hvort þú ert raunverulega góður ökumaður. Þú getur verið yfirburðarökumað- ur í rallinu, en svo er ein á, sem ekki er fólksbílafær. Þá ræður hún kannski úrslitum ef einn bíll fest- ist illilega, en hinir sleppa yfir fyrir heppni. Það er einnig verið að leggja gífurlega fjármuni í hættu, minnstu mistök, þá spring- ur allt vélarldraslið í tætlur, í vatnsflauminum.“ En snúum okkur að rallinu, hvernig gekk á næstu leiðum við Þverárfjall? „Það gekk vel, um leið og brekkur komu drógum við á Hafstein. Var greinilega eitthvað máttlaus vélin í bílnum," sagði Jóhann. „Við Árni sáum í bíl Ómars og Jóns og ætl- uðum að draga þá uppi. Þess vegna náðum við besta tímanum þar,“ sagði Óskar. Ökumenn kvörtuðu yfir því að viðgerðatími á Kili hefði verið of stuttur og nú kom að því að aka hann til baka. Eggert Sveinbjörnsson ók þar Escort sínum hraðast. „Það var gaman að Eggerti á Kili. Hann sagði: „Ég keyrði ekki neitt," er hann kom útaf fyrsta hlutanum. Hins vegar voru spólför þvers og kruss í öllum beygjum eftir hann, sem sýndi hraðann á honum," sagði Birgir hlæjandi. „Eggert ek- ur vel, en vantar úthald í svona stóra keppni," bætti Jón við, „á meðan hann var með í keppninni ók hann mjög vel.“ A Suður-Kili datt Eggert út eft- ir að hafa haldið forystu. Haf- steinn stoppaði hjá honum og gaf honum góð ráð, en þau dugðu ekki til. „Við höfum aldrei verið jafn- fljótir að skipta um dekk og á þessari leið. Það sprakk á miðri leið og það gekk allt upp í dekkja- skiptingunni,“ sögðu óskar og Árni. Ómar ekur þessa leið tiltölu- lega hratt, miðað við fyrri leiðir. Jóhann Hlöðversson nær rétt einu sinni besta tíma og er greinilega í essinu sínu. Fyrsta degi er að Ijúka. Síðasti hluti Kjalar er ek- inn, Lyngdalsheiði og Esjuleið. Á Lyngdalsheiði aka Hafsteinn og Birgir Ijóslausir og tapa nokkrum tíma. En eftir daginn hafa Haf- steinn og Birgir forystu með 46,23 mínútur í refsingu, Óskar og Árni koma næstir með 49,05 mínútur, Jóhann H. og Jóhann hafa 51,38 mínútur og bræðurnir ómar og Jón 55,07 mínútur. í byrjun annars dags kveðst Hafsteinn staðráðinn í að bera sigur úr býtum og að sama skapi ætlar Jóhann að aka grimmt þennan dag. Kolviðarhóll er ekinn vandræðalaust. Er að skemmtileg- ustu rallleiðum landsins kemur eru þar fyrir lögreglubílar, sem í Fjallabaksleið var mikið um vatnaauatur. Hér eru braeðurnir ómar og Jón Ragnarssynir í vatnselg i BMW-bílnum sem þeir keyptu stuttu fyrir keppni. Stóra myndin: Hafsteinn Hauksson og Birgir V. Halldórsson sigruöu Ljómaralliö 6 Escort RS 2000 eftir jafna og spennandi keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.