Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.1982, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 34 hin fyrstu íslensku kaupskip sigldu til Hafnar eins og þau gera enn í dag. f Kaupmannahöfn varö aö nesta skip- in til heimferöar eða til lengri sigl- inga. Og þá var það fyrirtækiö Oscar Rolff A/S sem skipin keyptu kost hjá. Oscar Rolff A/S var stofnaö 1897 af Oscar Rolff og tók tengda- sonur stofnandans síöar viö fyrir- tækinu. Fyrirtækiö sá skipunum fyrir öllum þeim matarbirgöum og áhöld- um sem þau þörfnuöust. Og enn í dag er þaö sama fyrirtækiö sem sér um aö þjónusta öll íslensk skip, er til Hafnar koma. Ég tók forstjóra og eiganda fyrirtækisins, Jergen Holm, tali. Hjá okkur sat Palle Grenvaldt, aöalsölustjóri íslensku deildarinnar. Palle talar góöa íslensku og er giftur íslenskum kennara frá Siglufirði, Steinunni Gunnsteinsdóttur. Hún var áöur þerna á Gullfossi, í sumarleyf- um frá námi. Fyrst baö ég Holm aö greina frá fyrirtækinu. .Ég keypti fyrirtækiö Oscar Rolff af tengdasyni Rolffs gamla, Christi- ansen, áriö 1959. Þá var fyrirtækið viö Sankt Annæ Plads, sem er niður viö Nýhöfn. Þaö var svo 1969 sem viö fluttumst hingaö út á Amager, á Sundholmsvej. Og veigamesti við- skiptaaöili Oscar Rolff A/S siöustu 60 ár hafa veriö íslensk skip. Vlö fengum aö vísu danska flotann á Sjálandi og Grænlandi fyrir um tíu árum, en íslensku skipin hafa veriö grundvöllurinn. Fyrr á þessu ári gerðum viö breytingu á rekstrinum. Auövitaö sjáum viö enn um íslensku skipin, en nú er þaö fyrirtækiö BLOR Gruppen A/S, sem þau kaupa kost- inn hjá. Þaö er þannig, aö hinn 1. maí sl. sameinuöumst viö keppinaut og heföi látiö þá fá skyrtuna sína, ef stæröina heföi vantað. Og mína heföi hann látið líka. Þegar Brúnki lést, voru kransar afþakkaöir, en peningum í þess staö til Slysavarna- félags íslands. En þaö er þó skrýtiö, aö á langri starfsævi læröi Brúnki aldrei íslensku." Palle fær sér aftur dreitil af Gammel Dansk. Enda hefur þaö ætíö veriö hluti af sjómannslífi og samskiptum viö sjómenn aö fá sér örlítið tár, þegar tilefni er til. .Þaö yljar manni um hjartaræturnar og kallar fram liönar stundir." .En þaö voru sögurnar,“ heldur Palle áfram. „Ég get sagt þér frá ein- um íslenskum skippara sem kom hér oft. Hann var vanur að sigla klukkan sjö, eftir aö kvöldmatur haföi veriö snæddur klukkustund fyrr. Þetta var mjög nákvæmur maöur. Og svo er þaö eitt sinn er ég kem niöur í skip, að hann segir viö mig að hann sigli klukkan sex. Hann var á lelö til Hels- ingjaborgar, og þar sem stutt sigling er þangaö, gat ég ekki skiliö ný- breytnina. „Jú, sjáiö þér til, hr. Gronvaldt," sagöi hann þá. „Það eru svo fjandi margir landar sem koma hingaö aö boröa ókeypis. Ég ætla aö spara fyrir útgeröina. Ég sigli klukk- an sex.“ Og þar viö sat. Hann haföi ekki sent inn pöntun, en kom meö hana sama dag og hann sigldi. Og þar sem hann sigldi klukkan sex fór hann lítt birgur. Þessi skipstjóri sagöi mór þaö eitt sinn, aö honum heföi veriö kennt aö hata Dani. Þeir heföu gert íslendingum allt til miska og Danir væru hálfgerö illmenni. „En sjáiö jjér til, hr. Grenvaldt," sagði hann. „Ég sigldi líka i sama túr i fyrsta sinn til Sviþjóöar. Og eftir þaö líkaöi mér vel viö danskinn." En þaö er auðvitaö til meira af þessum sög- um. Þaö er bara erfitt að muna þær í einu vetfangi. Þaö má líka geta nærri aö Brúnki hefði getaö sagt frá mörgu. Ég þori ekki aö segja, hvort það var þessi skipstjóri eöa einhver annar, sem sagöi eitt sinn viö mig, aö nú væri kúltúrinn alveg dottlnn Svipmyndir úr starfsemi kostfyrirtækis. Afgreiöa 180 íslensk skip á ári margar frásagnir Islendingasagn- anna greina frá. Og var sá viöur mestur notaöur til húsasmiöa á höf- uöbólum. Siglingar til fslands veröa á norskum farskipum og síöar dönskum. Þaö er svo ekki fyrr en 17. janúar 1914, aö hlutafélagið Eimskipafélag íslands er stofnaö meö hlutafjár- söfnun meöal landsmanna á Islandi og Islendinga í Vesturheimi. Forystu um stofnun félagsins haföi Thor Jensen, faöir Ólafs Thors síöar for- sætisráöherra. Félagiö lét þegar smíöa tvö skip, Gullfoss og Goöa- foss. Eimskipafélag Islands markaöi straumhvörf í islandssögunni, því meö stofnun þess voru samgöngur landsins ekki lengur háöar erlendum aöilum um flutninga til Islands. Þaö var stórt skref í átt til sjálfstæöis 1944 sem stigiö var meö stofnun skipafélagsins og þaö oft nefnt „óskabarn þjóöarinnar". Nú er svo komiö, að talsveröur floti íslenskra skipa siglir um öll heimsins höf. Ekkert farþegaskip hafa þó islendingar eignast síöan Gullfoss var seldur. Og má telja þá staöreynd eina skuggann á sögu ís- lenskrar skipaútgeröar stöan sjálf- stæöi var i höfn. Kaupmannahöfn var höfuöborg íslands frá miööldum, er landiö komst undir Danakonung ásamt Noregi. Það var því ekki aö furöa aö okkar, fyrirtæki aö nafni Berg & Larsen. Þeir hjá Berg & Larsen höföu aðallega verslun viö dönsk út- geröarfélög og einnig rússnesk sklp. Bækistöövarnar voru í Store Kong- ensgade, en nú eru þeir komnir hingaö. Hvort fyrirtæki um sig mynd- ar helming hins nýja fyrirtækis, sem veltir u.þ.b. 50 milljónum danskra króna á ári. Nafn þessa nýja fyrir- tækis er líka myndað úr upphafs- stöfum hinna tveggja, svo viö reyn- um aö afmá ekki öll spor fyrirrenn- ara okkar. Annars er Berg & Larsen elsta kostfyrirtækiö hér í Danmörku, stofnaö áriö 1794. Og nú eru forstjórar og eigendur BLOR tveir, ég frá Oscar Rolff og Bent Grahn frá Berg & Larsen. Starfsfólkiö er hiö sama og var hjá báöum fyrirtækjum. Ég verð aö segja, aö sameiningin hafi gengið vonum framar og á óg þá sérstaklega viö samstarf starfsfólks beggja fyrirtækja. Auðvitaö má líka segja, aö með sameiningunni stönd- um viö betur aö vígi hvaö samkeppni og þjónustu varðar." Ég spyr Holm hvert samband hafi veriö viö íslenska sjómenn. „Jú, eins og ég sagði, voru íslensk skip grundvöllur Oscar Rolff. Og sambandiö á milli starfsfólks þess og íslenskra sjómanna hefur ætíð veriö með afbrigöum gott. Það hafa auövitaö veriö gerö mistök viö pökk- un á vörum í íslensk skip og þá vegna misskilnings. Þau óhöpp hafa ætíö veriö ansi skopleg og enginn hefur veriö að eyöa tíma í að ergja sig yfir þeim. Þegar pantanir eru sendar um talstöö, getur ýmislegt misfarist. Viö fáum pantanir annaö- hvort um talstöö frá skipinu, á meö- an þaö er í hafi, eöa í bréfi. Ef þaö hefur haft viökomu á leið sinni hingeö fáum viö boöin símleiöis. i einstaka tilfellum hefur pöntun veriö send frá islandi um fjarrlta, en þaö er sjaldgæft. Viö seljum islendingum allt sem þeir geta og mega kaupa, en ég get þó ekki sagt aö þaö sé frábrugöiö því sem önnur skip kaupa. Þetta er kostur og svo allt þaö sem þarf annaö, áhöld og olíur. Viö fengum 180 heimsóknir ís- lenskra skipa í fyrra, en í ár er þaö eitthvaö minna. Þetta eru öll skipa- félögin íslensku: Eimskip, Hafskip, Ríkisskip, Sambandiö, Landhelgis- gæslan o.s.frv. Annars er ástæöan fyrir því, aö viökomur eru eitthvaö færri í ár, sú, aö nú hafa skipin skipt yfir i svartoliu og þá geta þau tekiö eldsneyti annars staöar en í Kaup- mannahöfn á leiöinni til Finnlands og Rússlands. En mér finnst aö þú ættir aö skrifa eitthvaö um samskipti okkar viö sjómenn. Ég á meö þessu viö þær sögur sem oröiö hafa til. Og þær kann Palle betur en ég.“ „Já, þaö lætur nærri aö ég kunni einhverjar sögurnar," segir Palle Grenvaldt eftir aö hafa dreypt á Gammel Dansk, sem dóttir Jergen Holm og ritari, Ghita, skenkti okkur í upphafi. „En ég verö aö minnast fyrst á mann, sem allir íslenskir sjó- menn á farskipum kannast viö, ef þeir eru yfir fimmtugt. Og það er Brúnki. Holger Bruun hét forveri minn í starfi hjá Oscar Rolff og hann var eins konar óopinþer sendiherra íslenskra sjómanna í Höfn. Hann er dáinn núna. Hann lést 1967. En Brúnki byggöi upp sambandið viö Islendingana á skipunum. Hann var æöi lengi á íslensku sklpunum í hvert skipti og það tók hann oft marga klukkutíma aö fara frá boröi. Þetta var maöur sem vildi allt gera fyrir íslensku sjómennlna sem komu hingaö. Ég vann meö honum og tók síöan viö starfi Brúnka. Hann vildi útvega þeim allt sem þeir báöu um Stjórnendur og eigendur BLOR áammt aðalsölumanni tslandsdeildar fyrir- Uekisins. Talið frá vinstri: Bent Grahn, forstjóri, Jörgen Holm, forstjóri, og Palle Grönvaldt, SÖlumaður. (Ljómn. Mogeiu Holmberg, API ApS.) í þjónustu íslenskra sjómanna Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu segir Snorri Sturluson m.a.: „Hann (Ólafur konungur Tryggvason) geröi þá bert fyrir allri alþýöu, at hann mun leiöangr hafa úti um sumarit fyrir landi ok hann vill nefnd hafa ór hverju fylki bæöi at skipum ok liði, segir þá, hversu mörg skip hann vill þaöan hafa ór firöin- um. Síöan gerir hann orösending bæöi norðr ok suðr meö landi it ytra ok it öfra ok lætr liöi út bjóöa. Ólafr konungr lætr þá setja fram Orminn langa ok öll önnur sklp sín, bæöi stór ok smá." í frásögn Snorra býr konungur skip sitt fræga, Orm hinn langa, sem var mest allra skipa. Gera má þó ráö fyrir, aö konungur hafi ekki lestaö skip sitt sjálfur, heldur hafi Ólafur haft umsjón meö verkinu eöa sagt fyrir hvernig þaö skyldi fermt. Þá, sem skipiö fermdu og útbjuggu kostinn er neyta skyldi í hafi, má telja fyrirrennara nútíma kostfyrir- tækja. Þetta er þó eldra starf því fullvist má þykja, aö skipaútgerö fornra menningarríkja Miöjaröar- hafsins hafi krafist sérhæföra manna viö lestun kosts og annars er skipin þörfnuöust. islendingar áttu skip og þau all- góö. Á íslenskum skipum var siglt til Grænlands og enn lengra til Vín- lands. En er lengra líöur frá land- námi leggjast skipasmíöar niöur. Ari fróöi segir land hafa veriö viöi vaxiö milli fjalls og fjöru viö iandnám og gera flestir ráö fyrir, aö landiö hafi veriö kjarri vaxiö. Sá gróöur hefur ekki getaö varist ágangi búfjár og uppblástur hefur gert þaö aö verk- um aö viöur til skipasmíða varö eng- inn. Viöinn varö aö flytja inn elns og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.