Morgunblaðið - 05.09.1982, Síða 24

Morgunblaðið - 05.09.1982, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1982 Höfundur þessarar greinar var áöur ritstjóri brezka blaðsins The New Statesman; hann er bæði vinsæll sagnfræðingur og nýtur mikillar virðingar sem framúrskarandi blaðamaður, þekktur að skarplegri hugsun og rökfestu í þeim fjölmörgu pólitísku greinum, sem hann hefur skrifað um dagana. Hefur það löngum þótt einkenna skrif Pauls Johnsons hve málefnalegur hann er. Eftirfarandi grein er umsögn hans um bók eftir Paul Hollander, „Political Pilgrims“, sem Oxford University Press gaf nýlega út.* Paul Johnson: Beðið eftir nýjum Messíasi Hvar finna róttæklingar næst sitt fyrirheitna land? Paul Johnson Paul Hollander „ Pólitiskir pilagnmar “ Feröalög vestrænna menntamanna til Sovétríkjanna, Kína og Kúbu á árunum 1928—1978 524 pp. Oxford University Press Á vorum dögum hafa viðhorf manna til stjórnmála tekið í vax- andi mæli á sig trúarlegan blæ, nema hvað þau trúarbrögð eru iðkuð á annan hátt. Sjálfur lykill- inn að skilningi atburða 20. aldar- innar — og þá ekki sízt á öllum skelfingum þeirrar aldar — er í því fólginn að gefa ítarlegan gaum að því, sem gerist í reynd, þegar þessi stakkaskipti eiga sér stað. í hinu greinargóða yfirliti um píla- grímsferðir vinstri sinna til helgi- dóma á borð við Rússiand undir veldi Stalíns, Kína á dögum Maós, Kúbu undir Castro og Víetnam á dögum Ho Tsji Minhs, gerir Paul Hollander ráð fyrir því, að þeir menntamenn, sem aðallega tókust slíkar ferðir á hendur, hafi verið hinir réttmætu arftakar trúar- legra efahyggjumanna fyrri alda. Þetta vil ég þó draga í efa. Langskólagengnir menn, sér- staklega þeir, sem álíta sig svo sannarlega vera menntamenn, eru venjulega hreinræktaðir trúmenn, hóphyggjumenn, mjög einskorðað- ir við hinn ráðandi anda hópsins og fylkja sér dyggilega um yfir- lýsta skoðun innan síns hóps. Það, sem þeir trúa á, er nákvæmlega það, sem þykir við hæfi og er leyfi- legt á hverjum tíma í því trúfé- lagi, sem þeir tilheyra. Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir héldu til dæmis með harðri hendi uppi blönduðu klaustri í kringum tímaritið „Les Temps Modemes“; þar ríkti strangur agi, og þegar einhver munkanna sýndi greinileg frávik frá aganum eins og Albert Camus gerði, minnti heiftin í hin- um ofsalegu árásum á hann helzt á odium theologicum — trúfræði- legt hatur. Trúgirnin hjá hópi mennta- manna, sérstaklega í pílagrímsför, er miklum mun meiri en trúgirni hvers einstaks, sem ferðast á eigin spýtur. Þetta er ástæðan til þess, að í einræðisríkjunum vilja þeir helzt fá slíka gesti spyrta saman í kippur. Og sú staðreynd, að menntamenn láta sér þennan niðrandi ferðamáta lynda, bendir til hinna upphaflegu, inngrónu hleypidóma þeirra, sem gerir að verkum að þeim hættir svo mjög til að láta blekkjast. Útópía Sannleikurinn er sá, að píla- grímar, hvort sem þeir nú eru trú- aðir eða veraldlega sinnaðir, hafa brýna þörf fyrir eitthvert undur- samlegt teikn. Hollander vitnar í ummæli Jonathans Mirskys, sem fór í píiagrímsför til Kína árið 1972, en skrifaði árið 1979 eftir að hann var fallinn frá trúnni: „Á öllu ferðalagi okkar fórum við orð- ið sjálf í felur með gagnrýna af- stöðu okkar, sem alltaf hafði beinzt að okkar eigin ríkisstjórn, og ... við aðstoðuðum auðmjúkir við að koma hringnum fyrir í okkar eigin miðsnesi." Sama ár gerði kínverskur leiðsögumaður þessa játningu: „Við vildum blekkja ykkur, en þið vilduð líka gjarnan láta blekkjast." Þótt Guð sé ekki til og ekkert himnaríki í nánd, dregur það þó ekki úr þörfinni á einhvers konar þúsundára-sæluríki á jörðu; alveg þvert á móti. Norman Cohn orðaði það þannig: „Heimur, sem hefur verið hreinsaður af öllu hinu illa, þar sem sagan á að rætast til full- komnunar — þessar ævafornu hugsýnir lifa ennþá með okkur.“ Menntamenn eru oft á tíðum öll- um öðrum snjallari í því að blekkja sjálfa sig; þeir búa yfir nægilegu ímyndunarafli til þess að „geta auðveldlega bægt vantrú viljandi frá sér, en það er eigin- leiki, sem öll skynjun útópíu — svo og skynjun á ljóðlist — krefst. Eða eins og Saul Bellow komst að orði: „Það getur verið heilmikið mannvit fólgið í fáfræði, þegar þörfin á að láta blekkjast er knýj- andi.““ Gegnum rósrauð gleraugu Fyrsta skeið pólitískra píla- grímsferða stóð í kringum 1930, á þeim tímum, þegar Stalín var að þröngva smábændum til að taka upp samyrkjubúskap; það kostaði fimm milljónir þeirra lífið, og tíu milljónum smábænda að auki var smalað í þrælkunarbúðirnar. Eins og Hollander sýnir fram á, voru vestrænir pílagrímar ekki í hinum minnstu vandræðum með að láta slíka atburði eins og vind um eyru þjóta eða jafnvel að réttlæta það allt saman. Eitt af „stórvirkjum" Stalíns var Hvítahafs-skipaskurö- urinn, byggður af 300.000 þrælk- unarföngum; síðar gaf Solsjenits- ýn hinar hroðalegustu lýsingar á framkvæmd þessa fyrirtækis. Annabel Williams-Ellis skrifaði full hrifningar og fagnaðar í for- mála bókar, sem fjallar um fram- kvæmd þessa stórvirkis, en bókin kom út árið 1934: „Þessi ævintýra- frásögn um það, hvernig tugum þúsunda óvina ríkisins tókst með aðstoð aðeins 37 OGPU-foringja (Objédinennoje gasudarstvénnoje politísiskoje úpravléníje = Hin sameinaða pólitíska deild ríkisins, þ.e. leynilögreglan) að hrinda í framkvæmd verkfræðilega flóknu stórvirki, mitt inni í ófærum skóg- arþykknum, er einhver sú æsi- legasta frásögn, sem nokkurn tíma hefur birzt á prenti." Um sömu framkvæmd láta Webb- hjónin í ljós full unaðar: „Það er svo indælt að hafa í huga, að þetta stórvirki OGPU hlaut hina ein- lægustu viðurkenningu af opin- berri hálfu, ekki einungis fyrir að vinna (— eða ætti fremur að segja fyrir að gæta? —) stórkostlegan verkfræðilegan sigur, heldur einn- ig það, að koma í kring hreinasta afreki, hvað varðar mannlega endurhæfingu." Anna Louise Strong skrifaði, að „það fari afar gott orð af vinnubúðunum um gjörvöll Sovétríkin, og sé litið á þær sem staði, þar sem tugir þús- unda manna hafi hlotið betrun og endurhæfingu.” Og hún bætir við, að „sovézka aðferðin við að endur- hæfa fólk sé orðin svo vel þekkt og árangursrík, að glæpamenn sæki nú orðið stundum um að verða teknir inn aftur." Harold Laski bar lof á sovézk fangelsi fyrir að gera föngunum kleift að „lifa fjöl- breyttu og sjálfsvirðandi lífi“. En Bernard Shaw sagði, að í Bret- landi færu menn í fangelsi sem mannlegar verur en kæmu út aft- ur sem afbrotamenn, en í Rúss- landi væru það „afbrotamenn, sem færu inn, en þeir kæmu út sem venjulegir menn, nema hvað það reyndist oft á tíðum erfitt að fá þá yfirleitt til að koma út aftur. Áð svo miklu leyti, sem ég fékk séð, máttu menn vera inni eins lengi og þeir vildu.“ Er þetta ef til vill kaldhæðnis- sneið í síðustu setningunni? Það er aldrei að vita, hvar mað- ur hefur George Bernard Shaw. Hann vissi um öll morðin. Barnavinurinn Samferða Shaw í pílagrímsför- inni var Lafði Astor, sem réðst hvæsandi að Stalín með orðunum: „Hve lengi ætlið þér svo að halda áfram að drepa fólk?“ En þegar Stalín svaraði „eins lengi og nauð- synlegt er“, breytti hún strax um umræðuefni, og bað hann nú endi- lega um að útvega sér rússneska barnfóstru handa börnunum sín- um. Röksemdafærsla George Bernard Shaws, þegar hann var að verja gerðir Stalíns, var þessi: „Við höfum bara ekki efni á því að setja upp neinn siðferðilegan vandlætingarsvip, þegar þessi dáðríkasti nágranni okkar ... er að lífláta örfáa arðræningja og spákaupmenn til þess að heimur- inn verði öruggari fyrir heiðarlegt fólk að lifa í.“ Hann áleit, að Stal- ín hefði „gert skyldu sína“, og „því tek ég ofan fyrir honum“. H.G. Wells sagðist „aldrei hafa hitt jafn blíðlegan mann, réttsýnan og heiðarlegan ... enginn hræðist hann og allir treysta honum." Webb-hjónin héldu því fram í fúl- ustu alvöru, að Stalín hefði minni völd en forseti Bandaríkjanna, og að hann fylgdi aðeins fram skip- unum miðstjórnar kommúnista- flokksins og flokksráðsins. Hew- lett Johnson fannst Stalín vera „maður með vingjarnlega snilli- gáfu“, sem leiddi „þjóð sína eftir nýjum og henni ókunnum braut- um lýðræðisins". J.D. Bernal hyllti hinar „strangvísindalegu aðferðir hans við að leysa öll viðfangsefni" og einnig „tilfinningalegu getu hans“. „Góðlyndur maður með fastar grundvallarreglur," sagði chilíski rithöfundurinn Pablo Neruda. „Hann er maður, sem ég myndi fúslega fela í hendur upp- eldi barna minna," lýsti ævisögu- ritarinn Emil Ludwig yfir. „Brúnu augun hans eru fjarskalega vitur og þýð,“ skýrði bandaríski sendi- herrann Joseph Davis frá, „barn myndi gjarnan vilja sitja í fangi hans, og hundur myndi vilja hjúfra sig að honum.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.