Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 1
212. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mauno Koivisto, forseti Finnlands. Breytt afstaða Finna til kjarn- orkuvopna „NORÐURLÖNDIN veröa ekki kjarnorkuvopnalaust sværti nema með tilkomu gagnkvæms sam- komulags stórveldanna, Banda- rikjanna og Sovétríkjanna," seg- ir hinn nýi forseti Finnlands, Mauno Koivisto, í frétt sem birt- ist í Berlingske Tidende. „Það væri óviturlegt að lýsa yfir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum, sem aðeins nær yfir Finnland og Svíþjóð," segir Koivisto. „Yfir- lýsing slíks svæðis gæti leitt til þess, að hinar Norðurlanda- þjóðirnar litu svo á sem til- gangnum væri náð án þátttöku þeirra og óskuðu í framhaldi af því alls ekki eftir því að eiga aðild að slíku svæði,“ segir Ko- ivisto ennfremur. dreifimiðar Franskir gæsluliðar koma til Beirút snemma í gærmorgun. Israel áfram í alþjóðakjarnorkumálaráðinu: — gengu af fundi ráðsins og íhuga nú alvarlega úrsögn úr því Vínarborg, Beirút og Tel Aviv, 24. september. AP. BANDARÍKJAMENN gengu í dag ásamt Bretum af ráðstefnu alþjóðlega- kjarnorkumálaráðsins, sem haldin er í Vínarborg þessa dagana, eftir að hafa greitt atkvæði gegn því að ísraelum yrði vísað úr ráðinu. Alls greiddu 43 þjóðir atkvæði með tillögunni, en 27 þjóðir voru andvígar. Aöeins vantaði fjögur atkvæði upp á að tillagan hlyti samþykki. Sögðu Bandaríkjamenn atkvæðagreiðslu þessa vera bæði ólöglega og óréttlætanlega. Sagði ennfremur að þeir væru nú alvar- lega að íhuga úrsögn sína úr ráðinu og gæti atburðurinn í dag haft „víðtæk áhrif á störf Sameinuðu þjóðanna" eins og það var orðað í fréttaskeytum. Ríkisstjórn ísraels, sem er undir geysilegum þrýstingi frá almenn- ingi, fór þess á leit í dag við Yitzh- ak Kahan, hæstaréttardómara, að hann tæki að sér að stjórna opin- berri rannsókn á fjöldamorðunum í Beirút. Kahan neitaði að taka verk- efnið að sér á þeim forsendum að það væri þegar komið fyrir dóm- stóla. Flokkar björgunarmanna fundu í dag lík 19 manns í fjöldagröf rétt utan við Chatilla-flóttamannabúð- irnar. Reyndust þeir látnu allir vera úr sömu fjölskyldunni. Hafði öllum verið komið fyrir í sprengju- gíg og síðan mokað yfir. Þar með er tala þeirra líka, sem björgunar- sveitir hafa fundið komin í 317. Fregnir voru í ísraelskum blöð- um í dag þess efnis, að yfirmaður ísraelska herliðsins í Líbanon hefði vitað um fjöldamorðin á Palestínu- mönnunum sama dag og þau voru framin, en ekki fyrst daginn eftir eins og Ariel Sharon, varnarmála- ráðherra, hefur haldið fram. Hópur 350 franskra hermanna, hluti alþjóðlegs gæsluliðs, kom til hafnar í Beirút snemma í morgun. Þeir munu hins vegar ekki koma sér upp bækistöðvum í Vestur- Beirút fyrr en 650 manna viðbót- arlið franskra hermanna hefur komið til borgarinnar. Um 1.200 bandarískir hermenn og 1.000 ít- alskir koma til Beirút á morgun og á sunnudag. Shafik Wazzan, forsætisráð- herra Líbanon, baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í sam- ræmi við ákvæði stjórnarskrárinn- ar, sem kveða á um að svo skuli gert til að nýr forseti geti skipað þá ráðherra, sem hann helst kýs. Enn hefur ekkert spurst út hver kynni að taka við af Wazzan. Falskir Frankfiirt, 24. septeniber. AP. ÍBÚAR Frankfurt vöknuðu upp við það í morgun, að dreifimiðum þar sem sagði að 19.500 bandarískir hermenn, sem hafa bækistöðvar sínar i nágrenni borgarinnar væru á leið heim, hafði verið stungið í alla póstkassa. Dreifimiðarnir voru allir með borgarmerki og undirskrift borgar- stjórans, Walter Wallmann. Var skýrt frá því í bréfinu að nokkrum tilteknum götum í austur- og vestur- hluta borgarinnar yrði lokað næsta sunnudag vegna brottflutninganna. Dreifimiðar þessir voru auðvitað falsaðir og leikur grunur á að hér hafi verið að verki andbandarískir baráttuhópar eða hópar, sem berjast gegn útlendingum í V-Þýskalandi. Þúsundir mót- mæltu eftir fótboltaleik Mo.skvu, 24. september. AP. ÞÚSUNDIR mótmælenda gengu um götur borgarinnar Vilnius í Litháen í vikunni og sungu baráttu- söngva eftir að knattspyrnuleik í borginni lauk. Skarst lögregla í leikinn og dreifði mannfjöldanum að því er segir i fregnum frá and- ófsmönnum. Orsök þessara mót- mæla mun vera sú, að yfirvöld hættu við beina útsendingu af leiknum „af tæknilegum ástæð- um“. Ekki hefur verið minnst á þetta atvik í sovéskum fjölmiðl- um og kona, sem svaraði í sím- ann í aðalstöðvum kommúnista- flokksins í borginni sagðist ekki hafa heyrt um atburð þennan. Heimildarmenn í Vilnius hafa tjáð vestrænum fréttamönnum í Moskvu, að eftir leik á milli Zhalgiris frá Vilnius og Shinnik frá Yaroslav, sem heimaliðið vann 2—0, hafi nokkur þúsund manna gengið niður í miðborgina og sungið baráttusöngva og hróp- að ókvæðisorð að stjórnvöldum. Áður en langt um leið var lög- regla komin á vettvang og ók bíl- um sínum inn í mannfjöldann til að sundra honum. Flýðu flestir af hólmi. Svipað atvik er sagt hafa átt sér stað 1977 og þá var kveikt í lögreglubílum, rúður brotnar og áróðursborðar stjórn- valda rifnir niður. Áfall fyrir v-þýsku stjórnarandstöðuna: Ráðagerðin gengur í ber- högg við stjórnarskrána Bonn, 24. september. AP. JtÍRGEN SCHMUDE, dómsmálaráðherra V-Þjóðverja og flokksbróðir Helmut Schmidt, sagði í dag, að sú ráðagerð stjórnarandstöðunnar að efna til nýrra kosninga í mars á næsta ári gengi í berhögg við stjórnarskrá landsins. Yfirlýsing dómsmálaráðherrans gæti haft það í för með sér að ráðagerðir stjórnarandstöðunnar færu út um þúfur. Ætlun þeirra er að fella kanslarann áður en efnt verður til kosninga. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga um stjórnarskrána komst ráðherrann að niðurstöðu. Yfirlýsing þessi gæti einnig gert það að verkum, að útilokað sé að efna til kosninga nema stjórnar- andstaðan fari að tillögu Schmidt, rjúfi þing og boði til nýrra kosn- inga í nóvember. Innan við helmingur kjósenda, sem tók þátt í skoðanakönnun Wickert-stofnunarinnar og birt var í dag, telur að stjórnarand- stöðunni takist ekki að fella Schmidt í þinginu í næstu viku. 44% þeirra rétt rúmlega 2.000, sem spurðir voru, töldu að tilraun- in mistækist, 45% voru á því að hún heppnaðist og 11% höfðu enga skoðun á málinu. Alls voru 87% þeirra, sem spurðir voru, á öndverðum meiði við þá skoðun Kohl að halda kosn- ingar snemma á næsta ári. Vildu efna til kosninga eins fljótt og auðið væri. Aukinna efasemda gætir nú vegna vaxandi andstöðu frjálsra demókrata við þá ákvörðun flokksleiðtogans að draga sig út úr samstarfinu við Schmidt og reyna að mynda nýjan meirihluta með Helmut Kohl, leiðtoga kristilegra demókrata. Bandaríkjamenn segja at- kvæðagreiðsluna ólöglega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.