Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982
9
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson______________165. þáttur
Bréf Ingólfs Gunnarssonar á
Akureyri gefur mér efni til
þess að fjalla nokkuð um ný-
yrði sem enda á -varp. Þau eru
að sjálfsögðu mynduð út frá
sögnunum að varpa og verpa í
merkingunni að kasta. Þar er
þá fyrst til að taka, að við
komumst á sínum tíma í kynni
við það fyrirbæri sem á ensku
nefnist broadcasting. Meistari
minn, prófessor Halldór Hall-
dórsson, hefur eftir Þórbergi
Þórðarsyni, að Sigurði Nordal
og Jóni Sigurðssyni frá Kald-
aðarnesi hafi hvorum tveggja
hugkvæmst orðið útvarp um
þetta fyrirbæri. Halldór segir
(Þættir um íslenzkt mál, bls.
151), að hann hafi athugað
þessa staðhæfingu Þórbergs
nákvæmlega og komist að
þeirri niðurstöðu að hún sé
hárrétt. Halldór bætir því við,
að enginn vafi leiki á að Sig-
urður hafi orðið fyrri til, en
Jón hafi gert orðið að sínu
leyti nokkru síðar, án þess að
honum hafi verið kunnugt um
þessa orðsmíð Sigurðar.
Ottó B. Arnar sótti skömmu
eftir 1920 um leyfi til þess að
reka hér þess konar starfsemi
sem á ensku er nefnd broad-
casting eða radio. Guðmundi
Finnbogasyni hafði dottið í
hug að nefna fyrirbærið víðboð
á íslensku. Og í frumvarpi,
sem var lagt fram á alþingi
1924, var notað orðið víðboð.
Árið eftir er sams konar frum-
varp endurflutt, en þá er kom-
ið orðið útvarp í staðinn fyrir
víðboð. Orðabók Háskólans
hefur það beint frá Jóni Sig-
urðssyni að hann hafi búið til
orðið útvarp, og rengja menn
það ekki. Hann var skrifstofu-
stjóri alþingis og hefur trúlega
fengið flytjendur frumvarps-
ins til þess að skipta um orð.
Um svipað leyti verður til
orðið víðvarp, bein þýðing á
broadcasting, og vita menn
ekki höfund þess. í Símablað-
inu 1925 er sterklega mælt
með því orði. Þar gagnrýnir
Gísli J. Ólafsson landsíma-
stjóri orðið víðboð, minnist
ekki á orðið útvarp, en mælir
með orðinu víðvarp. Er ekki
hugsandi að hann sé höfundur-
inn?
Árið 1928 kom fram á al-
þingi frumvarp um ríkisrekið
víðvarp, en í meðförum alþingis
var orðið útvarp sett í víðvarps
stað. Tillaga um það var sam-
þykkt með nokkrum atkvæða-
mun, og veit ég ekki dæmi þess
að öðru sinni væri kosið um
nýyrði á alþingi. Að minnsta
kosti hefur orðið útvarp síðan
lifað góðu lífi.
Hinn málsnjalli maður,
Helgi Hjörvar, var lengi
starfsmaður alþingis og ríkis-
útvarpsins. Svo kennir pró-
fessor Halldór, að Helgi hafi
fest hið gamla orð þulur í nýrri
merkingu, sem allir þekkja.
Halldór fullyrðir einnig að
Helgi hafi búið til orðið sjón-
varp fyrir television, en það er
einmitt orðið sem Ingólfi
Gunnarssyni misþóknast. „En
að varpa út sjóninni er öfug-
mæli, ef ekki verra," segir
hann. Það er út af fyrir sig
rétt, að menn varpa ekki út
sjóninni. En þetta galdratæki
varpar ýmsu, eða verpur, fyrir
sjónir okkar, og því þykir mér
það fullkomlega verjandi. Því
var líka tekið tveim höndum
og hefur unnið sér þá hefð sem
varla verður haggað. Svo er að
minnsta kosti fyrir að þakka
að það heitir ekki tévaff í stíl
við það sem sumar frændþjóð-
ir okkar hafa látið sér sæma.
Ingólfi Gunnarssyni líkar
aftur á móti orðið hljóðvarp.
Ekki veit ég höfund þess, en
nauðsynlegt hefur það þótt til
aðgreiningar frá sjónvarpi.
Auðvitað má segja að það sé
auðskildara, þar sem hljóðinu
sé varpað (orpið) út til okkar.
En má ekki líta svo á, að ýmist
sé höfðað til sjónskynjunar
okkar eða hljóðskynjunar? Ég
sætti mig við hvort tveggja:
sjónvarp og hljóðvarp.
Ingólfur Gunnarsson víkur
að ýmsu öðru. Hann segir m.a.:
„Það var ýmislegt einstakl-
ingsbundið við framburð eldra
fólks er ég þekkti, þegar ég var
barn. Eitt af því var Sikkús í
staðinn fyrir Sigfús og Vikkús í
staðinn fyrir Vigfús. Hafa
þessi orð verið rituð á annan
hátt í gamla tíð?“
Ég þekki mæta vel og minn-
ist úr minni sveit framburð-
armyndanna Sikkús og Vikk-
ús. Um rithátt þessara nafna
„í gamla tíð“ er ég ekki fróður,
en ekki held ég að þessar gerð-
ir nafnanna séu mjög gamlar.
Merking beggja nafnanna er
svipuð. Þetta eru hermanns
heiti. Vigfús var áður Vígfús =
fús til víga, herskár. Þarna
hefur það svo gerst, sem oft
vill verða, að svokölluð stytt-
ing sérhljóðs verður á undan
tveimur samhljóðum. Sigfús er
sigurfús, gjarn á bardaga eða
þvíumlíkt, sigurgjarn. í orðun-
um víg og sigur (sig) er g-ið
raddað eða lint. Breytingin
gæti hafa orðið á þann veg, að
g-hljóðin hafi lokast, harðnað,
á undan hinu óraddaða (harða)
f-i og farið svo alla leið yfir í k.
Mætti þá hafa orðið svonefnd
samlögun eða tillíking, sú sem
fólgin er í því að hliðstæð, mis-
munandi samhljóð verða eins.
Sikfús hefur þá breyst í Sikkús
og Vikfús í Vikkús. Ef til vill
er þetta of langt sótt. Kannski
er einfaldara að kalla þetta
hreina afbökun, svona í stíl við
það sem ég heyrði gamla konu
segja: Gokkálk í staðinn fyrir
Gottskálk.
Oft verður mér hugsað til
þess hvílíkt seiðmagn býr í
mörgum gömlum þulum og
þjóðkvæðum. Er sumt þess
eðlis, að ekki þykir miklu
skipta hvort allt sé skiljanlegt
eða skýranlegt. Um sinn hef ég
engan frið fyrir gamalli barna-
gælu, sem ég mátti ungur læra
af konunum heima, hefði ég
haft til þess næmi. Læt ég nú
þessa þulu koma hér í lokin, og
er ekki ólíklegt að fleiri kunni
og kannski í annarri gerð að
einhverju leyti. Mörg eru til-
brigðin í munnlegri geymd
þessa gamla kveðskapar. Móð-
ir kvað:
Þegiðu hcilla
sonurinn sæli,
þangað til kýr kerlingar
koma af fjalli.
Ganga þær drynjandi,
Dröfn og hún Hringja,
íla og Ála
ofan til skála.
Frekna og Fræna,
fvlla þær skjólur,
Geit og hún Grána
ganga i helli.
Hvað er í helli?
Hornanna skellir,
síspýtandi
hamra móðir,
l.ykla og Lína
og hún Langspena.
Drífa og Dalla,
tel ég saman allar
kýr með kálfi,
komin er hún Hjálma,
Aldinskjalda,
Brók og Brynja
og hún Bjarnareyður.
Heyrði það Rögnvaldur
handan af mýri,
ekki eru kýr kerlingar
komnar allar enn.
Vantar hana Dokku
og hana Sokku
og hana Kyrtilrokku.
Gullinhyrna gengur fyrir þeim öllum,
en Mjóinhyrna mjólkar best
i stútinn handa börnum.
Nýjar íbúðir fyrir fatlaða í Fossvogi
Til sölu
íbúðirnar eru 122 fm auk bílskúrs sem er 30 fm. Hver
íbúð er algert sérbýli og sérstaklega hönnuð fyrir fatl-
aða. Innangengt er í bílskúr og hitalögn í stétt og að-
keyrsla að bílskúr.
Ef þessi stærð og gerö íbúöa hentar ekki skal á þaö
bent að eftir er aö teikna 2 hús, þar sem mögulegt er að
vera með aðrar íbúðagerðir.
Æskilegt er að óskir þar um komi sem fyrst fram. Teikn-
ingar og ugpl. eru á byggingarstaö við Álfaland í Foss-
vogi í dag frá kl. 2—5 e.h.
Kaupendaþjónustan,
sími 30541.
Örn Isebarn, sími 31104.
Vesturbær
Glæsileg 70 fm 3ja herb. íbúö
við Flyðrugranda. Bein sala.
Kaplaskjólsvegur
4ra—5 herb. íbúð á 4. hæð í
nýju lyftuhúsi. Tvennar svalir.
Þvottahús á hæöínni. Sauna og
fleira á 7. hæð. Bílskýli, glæsi-
legt útsýni. Laus strax.
Einar Sigurðsson, hrl.
Laugaveg 66, sími 16767.
Heimasími 42068.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JNorsimbUMh
29555 — 29558
Opið 10—3
2ja herb.
Dalsel
2ja herb. 75 fm ibúö á 4. haBÖ. Bilskyli.
Verö 800 þús.
Grettisgata
2ja herb. 50 fm íbúö á jaröhæö. Verö
600 þús.
Krummahólar
2ja herb. 55 fm íbúö á 3. hæö. Bílskýli.
Verö 740 þús.
Óðinsgata
2ja herb. 60 fm íbúö á 1. hasö. Sér
inngangur. Verö 650 þús.
Orrahólar
2ja herb. 50 fm íbúö á jaröhæö. Verö
550 þús.
Reykjavíkurvegur
2ja herb. 50 fm íbúö á 2. hæö. Verö 650
þús.
Skúlagata
2ja herb. 65 fm, mikiö endurnýjuö íbúö
á 3. hæö. Verö 700 þús.
3ja herb.
Dvergabakki
3ja herb. 86 fm ibúö á 3. hæö. Verö 950
þús.
Bjarnarstígur
3ja herb. íbúö 90 fm i risi í mikiö endur-
nýjuöu húsi. Verö 850 þús.
Engihjalli
3ja herb. 85 fm íbúö á 4. hæö. Verö 920
þús.
Hamraborg
3ja herb. 90 fm íbúö á 4. hæö. Bilskýli.
Verö 970 þús.
Krummahólar
3ja herb. 86 fm stórglæsileg íbúö á 6.
hæö. Verö 900 þús.
Lundarbrekka
3ja herb. 86 fm ibúö á 2. hæö. Verö 950
þús.
Óðinsgata
3ja herb. 70 fm ibúö í risi. Verö 650 þús.
Sléttahraun
3ja herb. 96 fm ibúö á 3. hæö. Bilskúr.
Verö 1 millj.
Suðurvangur
2ja herb. 96 fm ibúö á 2. hæö. Verö 1
millj.
Vesturberg
3ja herb. 85 fm íbúö á jaröhæö. Verð
920 þús.
4ra herb.
Álfheimar
3ja—4ra herb. íbúö 95 fm á jaröhæö.
Verö 950 þús.
Barmahlíð
4ra herb. 100 fm ibúö i kjallara. Verö
850 þús.
Fagrabrekka
4ra—5 herb. 120 fm íbúö á 2. hæö.
Verö 1200 þús.
Fagrakinn
4ra herb. 90 fm íbúö á 1. hæö í tvíbýl-
ishúsi. Bilskúrsréttur. Verö 920 þús.
Hraunbær
4ra herb. 110 fm íbúö á 2. hæö. Verö
1150 þús.
Hraunbær
4ra herb. 110 fm íbúö á 3. hæö. Verö
1200 þús.
Hvassaleiti
4ra herb. 110 fm ibúö á 2. hæö. Verö
1200 þús.
Baldursgata
2ja herb. 85 fm íbúö á 2. hæð í nýlegu
steinhúsi. Bilskyli. Verö 880 þús.
Hæðargarður
4ra herb. 96 fm ibúö á 2. hæö ásamt
herbergi í risi. Sér inngangur. Verö
1200 þús.
Jörfabakki
4ra herb. 110 fm íbúö á 2. hæö. Auka-
herbergi i kjallara. Verö 1180 þús.
Kleppsvegur
4ra—5 herb. 115 fm ibúö á 2. hæö.
Verö 1200 þús.
Kóngsbakki
4ra herb. 110 fm íbúö á 1. hæö. Verö
1100 þús.
Laugateigur
4ra herb. 117 fm íbúö á 1. hæö. Vand-
aöur bílskur Verö 1550 þús.
Laugavegur
4ra herb. 120 fm ibúö á 3. hæö. Verö
750 þús.
Njörvasund — sérhæð
4ra herb. 97 fm ibúö á 1. hæö. Verö
1400 þús.
Rauðalækur — sérhæö
4ra—5 herb. 130 fm ibúö á 2. hæö.
Bilskúsréttur. Verö 1450 þús.
Vesturberg
4ra herb. 105 fm ibúö á 3. haBÖ. Verö
1050 þús.
5 herb. og stærri
Breíðvangur
5—6 herb. 170 fm stórglæsileg eign á
3. hæö. Mjög vandaöar innréttingar. 35
fm bílskúr Sauna. Verö 1750 þús.
Drápuhlíð
5 herb. 135 fm ibúö á 1. hæö. Verö
1450 þús.
Langholtsvegur
2x86 fm hæö og ris í tvibýlishúsi. Verö
1350 þús.
Leifsgata
6 herb. 130 fm ibúö á 3. hæö Ðilskúr.
Verö 1400 þús.
Lindargata
4ra herb. 100 fm ibúö á 1. hæö 45 fm
bilskúr. Verö 1300 þús.
Vallarbraut
4ra herb. 130 fm íbúö á jaröhæö. Verö
1200 þús.
Eignanaust Skipb<>„i 5.
Þorvaldur Lúðvíksson hrl., Sími 29555 og 29558.
Miklir möguleikar
180 fm hæð í steinhúsi í miöborginni. Hentugt sem
íbúðir eða skrifstofur. Fæst á góðu verði, ef samiö er
strax. Upplýsingar í síma 26600 - 14733 - 26408.
Til sýnis um helgina.
j— —| —
-*yo
.álll Fasteignaþjónustan
1967-1982
Austurstræti 17, s. 26600
Ragnar Tómasson hdl.'
15 ár í fararbroddi