Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Jóna Sigurðardóttir og Ásgeir H. Magnússon á heimiii sínu í Sidney. Séó yfir hluta Sidney-hafnar. Ástralíuför eftir Þóri S. Gröndal Af hverju þangað? Þegar taiið barst að sumarfríi þessa árs, stakk ég upp á að aka í sjöunda sinn upp til Walt Disney World í Orlando, en konan tók ekki undir það. Þegar ég spurði hana, hvað hún hefði í huga, sagði hún: Ástralía! Ég bældi niður undrun mína og breytti skjótlega um umræðuefni. Veik og óraunveruleg von mín um það, að hún myndi gleyma Ástralíu, rættist auðvitað ekki. Ég lét svo tala mig inn á Ástralíuferð og var ekkert meira minnst á Walt Disney og Mikka Mús. Og ég rétt- lætti þetta allt fyrir mér: Maður- inn er upptekinn að vinna fyrir heimilinu og hugsa um heimsmál- in. Það er því ekki til of mikils ætlast, þótt konan skipuleggi hluti eins og sumarleyfi. Hún hefir til þess tímann og tækifærin. Svo fengum við í lið með okkur Emmu Gibbons (Stefánsdóttur), sem starfar með sóma á ferða- skrifstofunni Martine Travel Service í Miami. Emma pantaði flugferðir, hótel og fleira og útveg- aði líka mikið af gagnlegum upp- lýsingum. Stóð allt sem stafur á bók hjá Emmu. Tuttugu tíma á lofti Af stað var svo þotið frá Miami þann 25. júní. Eftir tæpra 5 tíma flug, var skipt um þotu í Los Ang- eles og flogið með henni til Hono- lulu á Hawaii-eyjum, en það tók aðra 5 tíma. Þessi vél var þéttsetin og var stór hluti farþeganna jap- anskir karlar í hópferð til Hono- lulu, en þar ku varla vera hægt að þverfóta fyrir þessu smávaxna, iðna, síbrosandi fólki. Flestir Japananna sátu í þeim hluta vélarinnar þar sem reyk- ingar voru leyfðar. Þeir virtust taka það sem fyrirskipun um að láta aldrei deyja eld í vindlingi, því þeir keðjureyktu af ákefð. Varð af mikill mökkur og vorum við fegin, þegar lent var í Hono- lulu og þar hleypt út bæði reykn- um og hinum japönsku reykjurum. Eftir skamma viðdvöl var svo haldið áfram, og nú flogið í tæpa 10 tíma til Sydney. Næstum öll leiðin var flogin í myrkri og auð- vitað snarruglaðist líkams- klukkan. Við lögðum af stað kl. 5:30 e.h. á föstudegi á Miami-tíma, en komum til Sydney kl. 7.00 f.h. á sunnudegi. Milli Hawaii og Ástr- Frumbyggjar Ástralíu, berrassaðir í búskinum. Erla, kona greinarhöfundar, í hafnarsiglingu. óperuhúsið í baksýn. alíu flugum við sem sé yfir þessa dularfullu línu, sem gerir það að verkum, að það tapast heill sól- arhringur, þegar í vestur er farið, en græðist ef stefnt er í austur. Á þessari löngu flugferð gafst tími til að lesa sér svolítið til um Ástr- alíu. Eyjaálfa Ástralía er minnsta heimsálfan og líka kölluð Eyjaálfa á íslensku. Hún er 75 sinnum stærri en ísland og 67 sinnum mannfleiri, með rúmlega 14 milljónir íbúa, og er þannig hiutfallslega heldur strjálbýlli en okkar eyja. Englend- ingurinn Cook kapteinn kannaði austurströnd landsins 1770 og var byrjað að senda þangað sakafólk skömmu síðar. í um 100 ár var landið sakamannanýlenda ein- göngu, en um miðja 19. öldina hófst þangað flutningur vanalegs fólks í stórum stíl. Kannski hefir verið skortur á sakamönnum. Ástralía var gerð að samveldis- landi Bretlands 1901. Frumstæðir þjóðflokkar voru fyrir í landinu, þegar sakamenn fóru að flytjast þangað, en þeir hafa látið í minni pokann í sam- skiptum sínum við hvítingjana. Sumir þeirra ganga enn um ber- rassaðir í búskinum og bera sig aumlega. Nú eru eftir um 50.000 ekta frumbyggjar (Aborigines) og 150.000 blandaðir, og búa þeir í hálfgerðri vesöld líkt og indíánar í Ameríku. Samt eru sumir þeirra eitthvað að færa sig upp á skaftið, eins og indíánarnir í Ameríku, og krefjast öðru hvoru stórkostlegra skaðabóta úr hendi ríkisvaldsins fyrir stuld á landi. Enginn veit al- GaU í gamla GrjóUþorpi Sidney (The Rocks).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.