Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 15 um. Reyndist það erfiðara í vor en áður. m.a. vegna þess hve langt námskeiðið var. „Það ævintýri," sagði Rut, „er sennilega úti, — næst verðum við að koma útlend- ingunum fyrir í heimavist. Við viljum ekki missa þá af námskeið- inu, því það er svo gott fyrir okkar fólk að kynnast jafnöldrum sínum svona og fá tækifæri til að bera sig saman við þá.“ Þeim Rut og Jóni bar saman um, að nú væri komið að þátta- skilum varðandi framkvæmd námskeiðsins. Bæði af fjárhags- legum og öðrum ástæðum yrði að hafa næsta námskeið styttra — vonandi þó ekki styttra en þrjár vikur — hækka yrði lágmarks- kröfur um kunnáttu og takmarka meira fjölda þátttakenda. Þau sögðust helzt kjósa að sjá þessi námskeið fjármögnuð með frjáls- um framlögum. „Þeir, sem hafa lagt þessu lið, hafa séð og heyrt, hve ótrúlegur árangurinn er — og teljum við þó, að hann skili sér ekki allur fyrr en síðar. Við treyst- um því, að stuðningsmenn nám- skeiðsins trúi á þetta starf og gildi þess fyrir tónlistarlíf framtíðar- innar". Með mörg járn í eldinum En hvers vegna kemur þessi víð- kunni maður, Paul Zukofsky, hingað ár eftir ár og leggur á sig jafn mikið starf og raun ber vitni til þess að styrkja grundvöll ís- lenzks tónlistarlífs? Skýringin er að hluta hreinn faglegur áhugi og að nokkru persónulegur áhugi á landi og þjóð. Hann hefur þó næg- um öðrum verkefnum að sinna, enda segja þeir, sem til hans þekkja, að honum falli aldrei verk úr hendi — hann komi jafnvel stundum hingað til þess að fá vinnufrið vegna þess hve mörg járn hann er með í eldinum heima fyrir. Um feril Zukofskys sem fiðlu- leikara hefur margt verið skrifað og verður ekki endurtekið hér. Minna má þó á, að hann hefur leikið inn á hljómplötur verk, sem spanna tímabilið frá Bach til þessa dags, að hann er einn kunn- asti túlkandi nútímatónlistar í Bandaríkjunum og hljómsveit hans, Colonial-Sinfóníuhljóm- sveitin í New Jersey, hefur fengið verðlaun fyrir nýjungar í verk- efnavali, Þá má benda á, að hann rekur eigið hljómplötufyrirtæki, sem leggur megináherzlu á hljóð- ritun nútímatónlistar. Jafnframt starfar hann að vísindalegum rannsóknum á tónlist og tónlistar- flutningi; meðal annars hefur hann átt um slíkar rannsóknir samvinnu við tónskáldið John Cage, sem sótti okkur heim á lista- hátíðinni í hitteðfyrra — og vakti þá raunar ekki minni athygli fyrir matarkúnstir sínar en músík. Starf manna á borð við Paul Zukofsky verður seint fullþakkað. Vonandi berum við gæfu og vit til þess að sjá svo til, að námskeið hans geti haldið áfram meðan hann vill veita okkur af nægta- brunni músíkmenntunar sinnar og hæfileika. Því að — eins og Jón Þórarinsson, tónskáld, segir; „Það hefur verið nemendunum hér ómetanleg reynsla að fá að taka þátt í flutningi stórverka á borð við 5. sinfóníu Mahlers og Vorblót Stravinskys undir stjórn slíks manns. Mér er jafnvel til efs, að þeir sjálfir geri sér fulla grein fyrir því ennþá, hve mikilvæg þessi reynsla er. Þeir skilja það kannski ekki fyrr en seinna. Af hálfu Zukofskys hefur námskeiðið ekki verið hugsað sem neitt skemmti-sumarnámskeið þar sem þátttakendur komi saman til að „músisera", þegar þá langar til. Þvert á móti hefur hann lagt áherzlu á hörkuvinnu og strangan aga og þannig eflt tilfinningu þátttakendanna fyrir því, hvernig þarf að vinna að músik til að ná árangri. Námskeiðið nú samsvar- aði um það bil hundrað vinnu- stundum með fullri einbeitingu — eða sem svarar heils vetrar vinnu með skólahljómsveit." - MH. Fræösluþáttur Geðhjálpar ... Hvað er til ráða? Hugmynd um lausn þjóðfé- lagsins á því mikla vandamáli „erfiðir geðsjúklingar, sem passa hvergi inn í kerfið". Skilgreining á slíkum einstakl- ingum. a) Veikur einstaklingur, sem ekki hefur valdið dauða ann- ars manns eða gert tilraun til þess eða brotið lög svo hægt sé að stinga honum inn í fangaklefa og láta hann dúsa þar. b) Veikur einstaklingur, sem ekki lætur að stjórn á geð- sjúkrahúsi. c) Veikur einstaklingur, sem ekki lætur að stjórn á heimili. d) Veikur einstaklingur, sem ekki getur hugsað um sig sjálfur. e) Veikur einstaklingur, sem hvað eftir annað lendir í árekstrum úti i samfélaginu við okkur hin sem erum heil- brigð. f) Veikur einstaklingur, sem ekki hefur ennþá leyst vanda- málið sjálfur og fyrirfarið sér. Hversvegna er þetta eiginlega lagt á okkur hin heilbrigðu (al- þingismenn, ýmsa aðra ráða- menn, lækna, sálfræðinga, hjúkrunarfólk, félagsfræðinga, félagsráðgjafa, lögreglu, að- standendur og hinn almenna borgara)? Við megum ekkert vera að því að velta okkur upp úr slíkri eymd, sem þessi hópur á við að stríða, við höfum nóg á okkar könnu. Við þurfum að byggja okkur hús, eignast al- mennilegan bíl, ala upp börnin okkar, ráða fram úr ýmsum mál- um, sem eru þó leysanleg, glíma við verðbólguna o.s.frv. o.s.frv. Nei, þetta gengur ekki lengur. Við verðum að taka afstöðu, því að ekki er hægt að fela þetta fólk. Það lætur ekki að stjórn og gægist alltaf upp á yfirborðið og það er vægast sagt óþægilegt. Góðir heilbrigðir samborgar- ar, látum þetta fólk ekki angra okkur lengur með öll sín vanda- mál, það er hvort sem er ekki gert ráð fyrir því neins staðar í kerfinu. Og varla getum við rýmt til fyrir því og gefið því pláss. Með því að sjá vandann eins og hann er í raun og veru og taka á honum út frá staðreynd- um sýnum við heiðarleika og hugrekki í stað þess að loka sí- fellt augunum og stinga hausn- um niður í sandinn. Hugmyndin er því „að slá þetta fólk af“. Eins væri þessi „aðgerð" mjög ódýr því ekki veitir okkar íslending- um af að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Þess skal getið í lokin að þessi orð eru skrifuð af aðstandanda geðsjúklings í vanmátta reiði og örvæntingu. Oft er ég komin að því að gefast upp og kasta þessu öllu frá mér, en samviskan segir að það megi ég alls ekki, enda er það engin lausn fyrir sjúkling- inn. Með þessum nöturlegu skrif- um mínum er ég í raun og veru að hrópa á hjálp og skilning ráðamanna til þess að gera lífið bærilegra fyrir erfiða geðsjúkl- inga og aðstandendur þeirra. Akureyrarflugvöllur: Malbikun á framlenging- una hefst í dag MALBIKUN á framlengingu flug- hrautarinnar á Akureyrarflugvelli hefst á morgun, laugardag, en nú er unnið að kappi við undirbúning þess verks. Með því lengist flugbrautin um 500 metra til norðurs og því opnast möguleikar fyrir millilanda- flug og öryggi eykst. Fyrir lengingu var flugbrautin 1.565 metrar og verður því um 2.100 metrar er malbikun lýkur. Undirbúningur verksins hófst fyrir um fjórum árum er undirlagi var dælt upp með sanddælu Flugmálastjórnar. Síðan hefur burðarlag verið keyrt ofan á upp- fyllinguna og síðast hefur Akur- eyrarbær tekið að sér lagningu jöfnunarlags og malbiks á flug- brautina. Hefur bærinn veitt Flugmálastjórn greiðslufrest fram yfir áramót vegna verksins. Reiknað er með að malbikun ljúki eftir um það bil hálfan mánuð, en ljós við framlenginguna verða ekki sett upp fyrr en á næsta ári, fáist fjárveiting til þess, að sögn Rúnars Sigmundssonar, umdæm- isstjóra Flugmálastjórnar á Norð- urlandi. Rúnar sagði ennfremur, að þó svo yrði ekki, yrði hægt að nota hinn nýja hluta brautarinnar í björtu og auk þess væri þetta mikið öryggisatriði, þegar lent væri úr suðri, sérstaklega þegar hálka væri á vellinum. Þá gat Rúnar þess, að um mánaðamótin yrði ennfremur lokið uppsetningu nýrra aðflugstækja fyrir aðflug úr suðri, þannig að öryggi ykist mik- ið af báðum sökum. Símamenn mót- mæla bráða- birgðalögum Á FUNDI í Félagsráði Félags ísl. símamanna nú nýlega var eftirfar- andi ályktun samþykkt: Félagsráð FÍS mótmælir harð- lega nýsettum bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar og þeirri kjara- skerðingu sem í þeim felst til við- bótar við þá miklu skerðingu sem orðið hefur á sl. þremur árum og þá sérstaklega hjá opinberum starfsmönnum, en þeir hafa orðið fyrir um 15% kjaraskerðingu á þessum tíma sem er mun meira en hjá öðrum launþegum. Jafnframt átelur Félagsráð harðlega síendurteknar aðgerðir stjórnvalda að rifta gildandi kjarasamningum, sem leitt hefur af sér þverrandi tiltrú launþega á gildi formlegra kjarasamninga. Haustlaukakynning Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræð- ingur leiðbeinir um val á haustlaukum í dag kl. 2—6. Heimsækið gróðurhúsið um helgina, alltaf eitthvað nýtt í hverri viku. Yfír hundraö tegundir túlípana. Aldrei meira úrval „smálauka“ Tilboð helgarinnar 20% afsláttur af öllum burknum. Lauktilboð 50 stk. túlipanar 138.- 50 stk. páskaliljur 138.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.