Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 27 Jón Björnsson Minningarorð Kæddur 17. nóvember 1891 Dáinn 17. september 1982 Arin á milli heimsstyrjaldanna voru ekki ár örrar þróunar á Sauð- árkróki. En litla þorpið okkar hafði tekið á sig þann svip sem enn sjást glögg merki um; óvenju breið og bein gata lá i gegnum þorpið mitt, þar sem það lá í kyrrð undir Nöfunum í vestri, og við opið úthafið í austri, en til suðurs bugðaðist Sauðáin sem þorpið dró nafn af. Við þessa aðalgötu sem náði frá kirkju að Kaupfélagi var aðal- vettvangur þessa litla samfélags, svo sem Barnaskóli og kirkja, sjúkrahús og læknir, símstöð, apó- tek, iðnaðarmenn á tré og járn, úr- og gullsmiður, rafvirki og fl. Hér voru líka allar verslanir þorpsins. Við þessa götu sem nú heitir Aðalgata og í húsi sem er númer 17, bjó Jón Björnsson sem mig langar að minnast, en hann er til moldar borinn frá Sauðárkróks- kirkju í dag. Hér bjuggu þau hjónin Unnur og Jón. Hús þeirra var skáhallt hinum megin við götuna andspæn- is okkar húsi. Þar sem börn þeirra hjóna voru á svipuðum aidri og ég og yngri systkini mín, var eðlilegt að vinátta tækist milli þessara heimila og hefir hún haldist alla tíð síðan. Hús Jóns og Unnar kallast lítið hús í dag, en ég hygg að þrengsli hjá þeim hafi verið minni en al- gengt var á Króknum í þá daga. Afast húsinu þarna í miðbænum við aðalgötuna var fjós fyrir tvær kýr, fjárhús, hlaða og lítið haug- hús. Þetta var algengt og forðaði fjölskyldunum frá hungri á þess- um árum. Jón fæddist 17. nóv. 1891 í Hringsdal á Látraströnd í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Björn Björnsson ætt- aður úr Svarfaðardal og Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Hólmavaði í Aðaldal, en þau voru þarna vinnu- hjú. Til þriggja ára aldurs voru for- eldrar hans með hann á ýmsum stöðum í Svarfaðardal, en fluttust að Hrafnsstöðum í Hjaltadal, en sá bær heitir raunar Hlíð nú. Þar með voru spunnir þeir örlaga- þræðir að Jón var alla sína ævi í Skagafirði. Lítið varð um menntun annað en sem svarar tveggja vikna kennslu og lítils háttar viðbót hjá heimiliskennara fyrir ferminguna. Vorið 1910 fékk Jón vinnu á Hólum í Hjaltadal við að byggja fjós og hlöðu. Með því gat hann aurað svo saman að hann komst í Hólaskóla um haustið og brautskráðist þaðan vorið 1912. Vann Jón við ýmislegt til vors- ins 1915 að hann réðst til Kristins P. Briems sem verslunarmaður, og starfaði hjá honum í 23 ár. Þegar „Jón hjá Briem" hætti í þeirri verslun þá var það svo sann- arlega stór viðburður í okkar litla þorpi. Það var ekki síður mikil- vægt þá en nú að góðir afgreiðslu- menn væru í verslununum, en Jón var í fyrsta lagi mjög húsbónda- hollur og í öðru lagi lipur og ráð- hollur viðskiptavinum, sem var mjög áríðandi á þessum kreppuár- um. Árið 1938 réði Jón sig til Kaup- félagsins sem þá var að setja upp nýja verslun í Gránu. Þar var hann svo til ársins 1970 að hann hætti eftir að hafa stundað versl- unarstörf í 55 ár, og mun það fá- gætt að hafa staðið svo lengi inn- anbúðar. í allmörg ár eftir að Jón fluttist til Kaupfélagsins var hann kallað- ur „Jón hjá Briem“ en smámsam- an breyttist það í „Jón í Gránu". Fátítt mun það vera nú til dags að menn séu svo mjög bundnir vinnustað sínum sem Jón var. Þegar hann byrjaði hjá Briem þá var vinnutími frá kl. 8 til 8 og lengur í kauptíðinni. Ekki breytti Jón til muna sínum vinnutíma þó opnunartími breyttist, því ávallt var nóg að sýsla fyrir árvakan mann sem öllu hélt í góðu lagi. Eru margar sögur til um ár- vekni Jóns í starfi þó ekki verði tíundaðar hér. Árið 1919, 16. maí kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Unni Magnúsdóttur. Eignuðust þau fimm börn, Auði ekkjufrú, vinnur við afgreiðslustörf hjá Amaro á Akureyri, Björn rafvirkjameist- ara, vinnur hjá Rafveitu Sauð- árkróks, Magnús búsettan í Ástr- alíu, Sigríði húsfrú í Kópavogi og Kára fulltrúa á pósthúsinu á Sauðárkróki. Áttu þau miklu barnaláni að fagna, börnin hraust og traustir þjóðfélagsþegnar, öll gift og eru afkomendur þeirra hjóna orðnir um 60. Eftir að ég fluttist frá Sauð- árkróki en tók að venja komur mínar til heimahaganna kom ég oft til þeirra, en einkanlega þótti mér gott að koma til þeirra og fá árbít, því þau voru árrisul Unnur og Jón. Var þá margt skrafað, gamalla tíma minnst og dægurmál rædd. Það var mér sífellt undrun- arefni hversu fróður Jón var í heimspólitíkinni, og myndaði sér skoðanir um hin ýmsu mál þótt fjarlæg væru. Nú er starfsdagur þessa ötula starfsmanns að kveldi kominn. Hans er minnst sem sómakærs, virts og vinsæls samborgara sem gott var að taka mið af. „Jón hjá Briem“ eða „Jón í Gránu" gleymist ekki í Sögu Sauðárkróks. Við hjónin sendum aðstandend- um samúðarkveðjur. Otto A. Michelscn Þekktur dansari væntanlegur ÞEKKTUR bandarískur dansari, Steve Fant, er væntanlegur til ís- lands á næstunni, en hingað kemur hann á vegum Sóleyjar Jóhanns- dóttur, danskennara, og skemmti- staðarins Broadway. Steve Fant mun halda hér sex vikna dansnám- skeið ásamt Sóleyju og auk þess stjórna uppsetningu og setja á svið sýningu í Broadway með íslenskum dönsurum. Steve Fant er vel þekkt- ur í heimalandi sínu, Bandaríkjun- um, en síðastliðin sex ár hefur hann dansað hjá Mörthu Graham og Alv- in Ailey og starfað hjá American Dance Workshop Company. Steve Fant Viðskipta- og hagfræðingatal Vegna stéttartals viöskiptafræöinga og hagfræöinga, sem í undir- búningi er, vilja aðstandendur útgáfunnar hvetja þá, sem eyöublöö hafa fengiö, aö hraöa útfyllingu og innsendingu þeirra til Almenna bókafélagsins, Austurstræti 18, Reykjavík, fyrir 1. október nk. Þá er þeim viöskiptafræöingum og hagfræðingum, sem af ein- hverjum ástæöum hafa ekki fengið eyöublöð send sér, bent á aö hafa samband viö Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, sími 25544, sem mun afhenda eöa senda þeim eyöublöö. Aðstandendum fjarstaddra eða látinna viðskiptafræðinga og hagfræðinga er sömuleiöis bent á aö setja sig í samband viö Almenna bókafélagiö, Austurstræti 18, sími 25544, vegna eyðu- blaða og verða þau þá send eins og um veröur beöið. Almenna Félag viöskiptafræöinga bókafélagið og hagfræöinga FALLEG — STÍLHREIN — ÓDÝR HÚSGÖGN Opið frá kl. 10—5 Langholtsvegi 111, Reykjavik. Sími 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.