Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982
/rEf pú eri s\K>r\o. snjali, hveKoig sierdur
p(X (X þ\/í Ób> jpdb \j(xr SvOna mifeío ótr€rr)dav-~
d^tand i heiir>ínum, ctbur er> 'eg faccidist t*"
ásí er...
.. að í/ródursetja eftirlœt-
is blómin hennar.
Tll Röq U.S Pat Off — all rights reserved
• 1982 Los AnQeles Times Syndicate
I>etta stendur allt til bóta á morg4-
un. Þá verður billjardborðið laust!
HÖGNI HREKKVlSI
E£ HRÆDDUR UM AO HOPUÆKN/N6
POíSI EKK| / "
Að hóta
Skilvís skrifar:
Ríkisútvarp okkar íslendinga
mun vera eina útvarpsstöð í heim-
inum þar sem sífellt er verið að
hóta landsmönnum næstum blóði
og eldi, ef þeir borgi ekki þetta og
hitt strax. Svo er venjulega látið
fylgja að okurvextirnir muni látn-
ir dynja á fólki ef ekki sé borgað
strax. Þessir vextir eru kallaðir
dráttarvextir, til þess að þurfa
ekki að nota réttnefnið, sem er
okurvextir.
Þessar eilífu hótanir og viðvar-
anir í útvarpinu eru fyrir löngu
orðnar óþolandi með öllu. Eru Is-
lendingar virkilega svo skuldseigir
að það sé nauðsynlegt að láta
þessar ógeðfelldu hótanir dynja á
fólki daginn út og daginn inn? En
hvað með þá skilvísu? Eiga þeir að
þurfa að hiusta á þessar hótanir
frá morgni til kvölds vegna van-
skilamanna? Því má ekki láta
þetta fólk, sem ekki greiðir gjöld
sín, fá okurvextina hótanalaust?
Hótanirnar eru fyrir löngu
orðnar máttlaust vopn, fólk lætur
þær sem vind um eyru þjóta, en
langflestum dauðleiðist þessi sí-
felldi söngur um 4% dráttarvexti
verði ekki gerð skil fyrir þennan
og þennan dag. Og svo kemur
þetta: Til þess að komist verði hjá
því að beita viðurlögum!! Já, þeir
komast sennilega við, rukkararn-
ir, þegar þeir móttaka okurvextina
i beinhörðum peningum. Krókó-
dílstár, heitir það.
Engum
ber að
gleyma
Þ.Þ. (9532—0783) skrifar 18.
september:
„Velvakandi!
Mig langar til að biðja þig um
að komast eftir hvort einhver
kann eða veit um einhvern sem
kann Farmannavísur frá Hellnum
á Snæfellsnesi. Þær eru sennilega
ortar á árunum 1885 til 1890. Fað-
ir minn kunni þær allar og kenndi
mér, en ég er búinn að gleyma
mörgum þeirra. Þær sem ég kann
eru svona:
FORMENNIRNIR VORU TÓLF
Fimm á miðin fiska kólf
flóða kiðin renna.
Formenn liðugt tel ég tólf
tryggða sið ei grenna.
1.
Helgi gætinn geðs um far
græn þó mæti bára,
fram á sæti sæmeyjar
Svanninn lætur ráða.
(Ort um Hel|(« í Oíelabc)
2.
Örvabaldur aðgætinn
Olafur Skjaldartraða,
ötull lætur súða sinn
svalið kalda vaða.
(Ort um Olaf í Skjaldartrod)
3.
Kristján lætur Læishund
löðrið væta kalda.
Ægisdætur um þá stund
af sér tæta falda.
(Ort um Kristján í BárAarbúð
eda Kristján á Kambi)
4.
Hraustur jafnan hugglaður,
höppum safnar lengi,
borðar hrafni Brynjólfur
býr á Drafnarengi.
(Ort um Brynjólf i t.rbD
12.
Taldir eru allir hér,
engum ber að gleyma
sem að eru um llnisuhyl
Húnameri að teyma.
GÆTUM TUNGUNNAR
Sést hefur: Um næstu mánaðarmót.
Rétt væri: Um næstu mánaðamót.
(Ath.: Mánaða-mót eins og ára-mót, EKKI árs
mót.)
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Komum í veg fyr-
ir slys á börnum
Móðir skrifar:
„Velvakandi!
Ég býst við að ég sé ekki ein
um að fyllast ótta við lestur
dagblaðanna á síðustu dögum.
Þetta haust ætlar ekki að verða
neitt betra en þau síðustu. Þrátt
fyrir mikinn áróður í öllum fjöl-
miðlum er eins og ekkert gerist.
Nema þegar stórslys verður, þá
tekur fólk við sér og sumir lofa
bót og betrun. En það er of dýru
verði keypt að slys þurfi til að
fólk athugi sinn gang.
Síðan gleymist slysið og öku-
menn halda áfram að stíga of
fast á bensíngjöfina og aka eins
og þeir séu einir í heiminum. En
þarf þetta að vera svona?
Nei, það er ýmislegt hægt að
gera ef fólk hugsar eitthvað og
tekur ákvarðanir í samræmi við
það. Mig langar að nefna nokkur
dæmi sem gætu bætt ástandið.
Mjög mörg börn þurfa að fara
í skólann mörgum sinnum á dag
vegna þess að stundaskráin er
öll í götum. Þetta geta skóla-
menn lagað í flestum skólum ef
þeir taka nútímatækni í þjón-
ustu sína við samningu stunda-
skrár (og taka fyrst og fremst
tillit til barnanna og síðan óska
kennarans). Samfelldur skóla-
dagur getur komið í veg fyrir
slys á börnum sem þurfa að fara
yfir akbrautir þar sem umferð er
mikil.
Annað dæmi: Ef ökumenn aka
alltaf með því hugarfari að þeir
geti mætt sínu eigin barni
(barnabarni) við næstu gangb-
raut eða gatnamót. Ennfremur:
Ökumenn verða að gera sér
grein fyrir því að barn er ekki
smækkuð mynd af fullorðnum
manni og hegðar sér þar af leið-
andi ekki eins, er ekki eins
ábyrgt gerða sinna ef svo má að
orði komast. Vegna þessa verður
alltaf að búast við hinu óvænta
þegar ökumenn eiga leið fram-
hjá börnum.
Að foreldrar hafi stjórn á
hjólreiðaferðum barna sinna,
bendi þeim á hvar þeim er óhætt
að hjóla og komi í veg fyrir að
þau séu á hjóli ef þau hafa ekki
aldur og þroska til þess að.hjóla
samhliða umferð bíla. Ekkert
barn ætti að fá að hjóla sam-
hliða umferð bíla fyrr en eftir
10—11 ára aldur (og þá að und-
angenginni þjálfun).
Að vera alltaf viðbúinn þegar
ekið er framhjá strætisvagni,
sem numið hefur staðar, að barn
geti komið hlaupandi fram und-
an vagninum, og aka þess vegna
varlega framhjá og í góðri fjar-
lægð.
Fyrir utan þá skyldu, sem
hvílir á öllum ökumönnum, að
fara eftir umferðarreglum,
hvort sem það er hámarkshraði
eða að virða umferðarmerkin.
Verða ökumenn að vera viðbúnir
hverju sem er hversu fjarstætt
sem það gæti virst þegar ekið er
framhjá börnum.
Ef allir leggjast á eitt um að
gera sitt besta getum við komið í
veg fyrir eða a.m.k. dregið úr
slysum á börnum í umferðinni."
„Ökumenn verða að gera sér grein fyrir því að barn er ekki smækkuð
mynd af fullorðnum manni og hegðar sér þar af leiðandi ekki eins, er
ekki eins ábyrgt gerða sinna, ef svo má að orði komast. Vegna þessa
verður alltaf að búast við hinu óvænta, þegar ökumenn eiga leið fram
hjá börnum.“
Þ.Þ. 9532—0783