Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 — Rúmgóður — Ríkulega búinn — Aksturseigin- leikar góðir Bflar Sighvatur Blöndahl Mazda-verksmiðjurnar kynntu í byrjun ársins nýjan og endurhannaðan Mazda 929, sem vakti þegar athygli fyrir gjör- breytt útlit. Reyndar má segja, að um tvo að mörgu leyti ólíka bíla sé að ræða, þ.e. fjögurra dyra bílinn, sem er mjög hefð- bundinn en stílhreinn í útliti og síðan tveggja dyra bílinn, sem er mjög sportlegur í útliti. Báðir eru bílarnir mjög ríkulega búnir að innan, hvort heldur um er að ræða tveggja eða fjögurra dyra bilinn. Á dögunum reynsluók ég Mazda 929 LTD 4ra dyra bílnum með vökvastýri. Bílnum var ekið liðlega 400 km við hinar ólíkustu aðstæður, innanbæjar og úti á misjöfnum malarvegum. Þegar á heildina er litið var útkoman góð. Dyr — rými Bíllinn er fjögurra dyra og eru þær tiltölulega stórar, þannig að gott er að ganga um þær, bæði fyrir ökumann og farþega frammi í og farþega aftur í. Hurðirnar falla veí að stöfum og lítið málmhljóð er í þeim, þegar skellt er. Bíllinn er rúmgóður frammi í fyrir ökumann og far- þega. Bæði er fótarými mjög gott og sömuleiðis er hliðarrými með ágætum. Þá er loftrými gott, þótt um tiltölulega stóra menn sé að ræða. Rými fyrir far- þega aftur í er ennfremur með ágætum. Fótarými er alveg þokkalegt fyrir stóra menn og gott fyrir meðalstóra. Hliðar- rými er gott fyrir tvo fullorðna, en aðeins er farið að þrengja að, þegar þriðji maður bætist við. Loftrými er ennfremur gott aft- ur í. Mazda 929 LTD. tæki Mazda 929 LTD má reyndar segja, að þeim er vel fyrirkomið, nema e.t.v. innsoginu, sem er á vinstri væng borðsins. Það mætti vera þægilegra að ná til þess. Vél — skipting — pedalar Bíllinn er ágætlega kraftmik- ill, en hann er knúinn 4 strokka, 90 hestafla, 1.970 rúmsentimetra vél, sem hefur óvenjulega mikið „torque". Hann er fimm gíra og er gírskiptingunni vel fyrirkom- ið. Bíllinn virkar vel í öllum gír- um, en það vekur sérstaka at- hygli, að hægt er að aka honum á ótrúlega litlum hraða í 5. gír, sem er vegna þess hversu mikið „torque" hann hefur. Bíllinn virkar í raun mjög vel í gírunum, sé höfð hliðsjón af því hversu stór hann er, en Mazda 929 LTD er 1.135 kg. Auðvelt er að skjót- ast á honum í innanbæjarum- ferðinni, og nýtist vökvastýrið þá einstaklega vel, en beygju- radíusbílsins er góður, eða lið- lega 10 metrar. Gírkassinn er mjög þéttur og skemmtilegt að vinna með skiptingunni. Um pedalana er það að segja, að þeir eru ágætlega staðsettir, en að ósekju mætti vera betri hliðar- stuðningur við benzínfótinn. Bremsurnar eru með ágætu ástigi og virka vel. Það sama má segja um kúplinguna. Hún slítur á góðum stað. Aksturseiginleikar Aksturseiginleikar Mazda 929 LTD eru sérstaklega góðir á malbiki og bíllinn er hæfilega stífur, þannig að hann leggst lít- ið í hornin. Mjög auðvelt er að aka honum mjög rösklega á malbikinu, án þess að verða mik- ið var við það. Bíllinn er reyndar ágætur úti á mölinni og auðvelt er að aka honum nokkuð rösk- lega þar, þótt hann sé á radial- dekkjum. Hann mætti hins veg- ar að ósekju vera lítið eitt þyngri að aftan, þegar ekið er um vegi, sem eru lausir í sér. Reyndar er hann gjörbreyttur á malarveg- unum, þegar hann er kominn á venjuleg dekk, sem eru mýkri en radialdekkin. Þá er ekkert að aksturseiginleikunum að finna. Bíllinn er með sjálfstæða fjöðr- un á hverju hjóli og svarar því vel á þeim punkti. Niðurstaða Niðurstaðan af þessum liðlega 400 km reynsluakstri er sú, að Mazda 929 LTD er vel búinn, ágætlega kraftmikill og rúmgóð- ur bíll, sem hefur auk þess góða aksturseiginleika, sérstaklega á malbikinu. Ljósmyndir Mbl. Kristján Einarson. Mazda 929 reynsluekið borðinu er að finna hraðamæli með ferðamæli, snúningshraða- mælir er fyrir miðju, en síðan til hægri handar í borðinu eru kvartzklukka, hleðslumælir, hitamælir og benzínmælir. Þá eru viðvörunarljós fyrir olíu- þrýsting, hleðslu handbremsu og innsog svo eitthvað sé nefnt. Síð- an er öryggisljósaborð, en þar eru ljós fyrir „neyðarljós", benz- ínstöðu, opnar hurðir, hleðslu, þurrkur, öryggisbelti og lok far- angursrýmis. Innan seilingar hægra megin í borðinu eru stjórntæki miðstöðvarinnar, sem er fjögurra hraða og virkar ágætlega. Mætti þó vera heldur fljótari að hreinsa af hliðarrúð- um bílsins. Þá er rofi fyrir aftur- rúðuupphitara, en honum er snyrtilega komið fyrir innan seilingar á hægri væng borðsins. Sérstakir rofar eru til að opna benzínlok og farangursgeymslu bílsins, auk þess sem sérstakur rofi er auðvitað til að opna vél- arhús. Þá má ekki gleyma því, að rúður og læsing bílsins eru rafdrifnar, sem er til mikilla þæginda. Aðalljósarofinn er í stefnuljósarofanum á vinstri hönd í stýrinu, eins og venja er. Þurrkurofinn er hins vegar á hægri hönd, en þær eru tveggja hraða með letingja. Stýrishjólið sjálft er stílhreint og einfalt, en hægt er að breyta stillingum þess. Því má reyndar skjóta að, að bíllinn er með vökvastýri, sem er mikill kostur. Um stjórn- Mazda Gerð: Mazda 929 LTD Framleiðandi: Mazda Toyo Kogyo Framleiðsluland: Japan Innflytjandi: Bílaborg hf. Verð 195.000 Afgreiðslufrestur: Til á lager Lengd: 4.665 mm Breidd: 1.690 mm Hæð: 1.420 mm Hjólhaf: 2.615 mm Þyngd: 1.135 kg Vél: 4 strokka, 90 hest- afla/34800, 1.970 rúm- sentimetra Blöndungur: 2ja þrepa, 2ja hólfa Benzingeymir: 60 lítrar Vökvakerfi: 7,5 lítrar Gírskipting: 5 gíra beinskiptur Drif: Afturdrifinn Fjöðrun: Sjálfstæð gormafjöðrun að aftan og framan Stýri: Tannstangarstýri, vökva- Beygjuradíus: 10,4 metrar Hjólbarðar: 175 SR 14/195/70 HR 14 Benzíneyðsla: 9,0—9,5 lítrar á 100 km, mæling Mbl. Sæti — útsýni Sætin í Mazda 929 LTD eru einstaklega vönduð, sérstaklega framsætin, sem eru með 8 still- ingarmöguleika. Þau hafa verið læknisfræðilega hönnuð til þess að þau henti hverjum og einum án tillits til stærðar eða lík- amsbyggingar. Þau eru klædd skemmtilegu tauáklæði, sem gott er að sitja í á langferðum. Auk stillinganna á framsætun- um eru höfuðpúðarnir með fjór- um mismunandi stillingum. Sætisbakið er tvískipt og hvor hluti stillanlegur fyrir sig. Sæt- issetan er stillanleg upp og niður að framan og hægt er að færa allt sætið upp og niður. Sérstök stilling er í sætisbakinu fyrir stuðning við mjóhrygg. Allt sæt- ið er svo auðvitað færanlegt fram og aftur, þannig að jafnvel þeir leggjalengstu hafa nægjan- legt fótarými. Sætisbekkurinn aftur í er einnig ágætur ísetu. Mjög vel fer um tvo fullorðna aftur í, en hins vegar er farið að þrengja að, þegar þrír eru þar komnir. Útsýni er ágætt úr bíln- um, bæði hefur ökumaður gott útsýni, póstar og höfuðpúðar skyggja lítið á, og sömuleiðis hafa farþegar gott útsýni úr bílnum, enda rúður hans stórar. Mælaborð Mælaborðið í Mazda 929 LTD er íburðarmikið og stílhreint. í Mælaborðið er vel búið og stílhreint. Bíllinn er knúinn 4 strokka, 90 hestafla, 1.970 rúmsentimetra vél.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.