Morgunblaðið - 25.09.1982, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.09.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 37 1EK AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Breiðholt — Árbær — Lækjartorg Breiðholtsbúi skrifar: „Kæri Velvakandi! Eg skrifa vegna vegarins sem kominn er milli Breiðholts og Árbæjar. Eftir tilkomu hans finnst mér nauðsynlegt að fá strætisvagnaleið milli Breiðholts og Árbæjar. Hægt væri t.d. að láta þessa leið fara frá Breiðholti yfir í Árbæinn og svo hraðferð þaðan og niður á Lækjartorg. Árbæinga vantar líka greinilega strætóleið niður á Lækjartorg, því aðeins einn vagn, leið 10, gengur þaðan og fer ekki lengra en á Hlemm. Þarna mundu því verða slegnar tvær flugur í einu höggi. Virðingarfyllst." Er nokkur dúkku viðgerð í borginni? A.St. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ætli það sé starfrækt nokkurt dúkkuvið- gerðarverkstæði hér í borg nú orðið? Ég man að svo var einu sinni. Mig minnir að það hafi verið á Skólavörðustíg eða á Þórsgötu. Getur ekki einhver lesenda þinn hjálpað mér að komast að hinu sanna í því efni? Ámælisvert siðleysi Margrét hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Fyrir nokkrum dögum ók ég austur yfir Hellisheiði. Á háheiðinni var dimm þoka, rigning og mikið snjókrap. Ég ók með ljósum á u.þ.b. 60 km hraða og þótti nógu hratt ekið við slík skilyrði. Fjór- ir fólksbílar óku fram úr mér, hver á eftir öðrum, á ofsahraða líkt því og kappakstur væri. Þeir jusu snjókrapinu yfir minn bíl, svo að ekki sá út um rúðurnar. Ég varð að snöggstöðva fjórum sinnum, á meðan þurrkan hreinsaði snjóinn af framrúðu bílsins. Ef ekki hefði verið vegna gætilegs aksturs þeirra sem á eftir mér óku, hefði þarna skap- ast hætta á árekstri. Dónaskap- ur, tillitsleysi og lögbrot öku- fanta víða á útvegum eru nú svo algeng fyrirbæri að furðu sætir. Þetta er auðvitað ámælisvert siðleysi. Vantar óskalagaþátt fyrir aldraða Hulda Jörgensen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Er ekki hægt að mælast til þess við Ríkisútvarpið að það komi á laggirnar óskalagaþætti fyrir fullorðna fólkið. Eg hef frétt það eftir góðum heimildum, að slíkur þáttur sé í danska út- varpinu, þar sem fólk hringir inn og fær óskalög sín flutt. Tónlist- arsmekkur þess er yfirleitt öðru- vísi en okkar sem yngri erum, en full ástæða til að veita því nokkra úrlausn ekki síður en okkur hinum. Sígarettuauglýs ingar á skíðahúfum HJ. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég fór til ír- lands í vor og ætlaði áður að verða mér úti um vörulista Frí- hafnarinnar. Hann gat ég alls ekki fengið og mér var sagt á ferðaskrifstofunum að bannað væri að dreifa listanum vegna vín- og sígarettuauglýsinga sem í honum væru. Svo þegar ég kom í Fríhöfnina voru menn í óða önn að selja skíðahúfur með sígar- ettuauglýsingum á. Mér fannst þetta skjóta skökku við þær upp- lýsingar sem ég hafði áður feng- ið. Hjálpar ekkert að hengja bakara fyrir smið Gunnar Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það hefur verið sagt í um- ræðum um slysaölduna sem nú ríður yfir hjá okkur, að ökumenn taki lítið tillit til hjólreiðafólks. I því sambandi vil ég segja að það telst til undantekninga að maður sjái reiðhjól með ljósum á. Það vantar jafnvel luktirnar á hjólin og allan ljósabúnað. Ég sé ekki annað en herða þurfi stór- lega eftirlit með þessum útbún- aði á reiðhjólum og að hann sé notaður. En um umferðar- ómenninguna hér er það annars að segja, að hún stafar að miklu leyti af löggæsluleysi, held ég, fyrst og síðast. Þetta tillitsleysi sem hér ríkir í umferðinni, þrífst aðeins fyrir það að lögregla er hvergi nálæg, eða er afskipta- laus eða afskiptalítil ef hún er nálæg. Menn eru að reyna að skella skuldinni á bifreiðakennsluna, að henni sé ábótavant. Þó dynja á okkur viðvaranir og auglýs- ingar árið út og árið inn, leið- beiningar og ábendingar, en allt til einskis: Móttakarinn er í ólagi, menn gera ekki það sem þeir þó vita réttast — og þeim líðst það vegna ónógrar lög-. gæslu, eins og ég áður sagði. Það hjálpar okkur ekkert að ætla að hengja bakara fyrir smið. s» OG EFNISMEIRA BLAÐ! EKKI TILEFNI TIL BJARTSÝNI Rætt viö Jóhannes Nordal, Seölabankastjóra. — O — JOHN STEINBECK og AUSTAN EDEN — o — GYÐINGAOFSÓKNIR — o — LOKAKAFLINN ER HÁMARKIÐ Rætt viö fyrrverandi fíkniefnasala — O — AÐ SÁLGREINA LEIÐINDASKJÓÐUR — o — FÓTBOLTANUM FÓRNAÐ FYRIR ÓPERUNA — o — MARÍUHÖFN — o — ARNÓR GUÐJOHNSEN — o — HELMUT KOHL Svipmynd á sunnudegi — O — EKKI SVÖRT PLATA Rætt viö félaga í Nýja Kompaníinu — O — POTTARÍM — o — HUGVEKJA — o — REYKJAVÍKURBRÉF — o — Á FÖRNUM VEGI. Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.