Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 23 Sem kunnugt er hefur ólympíunefnd fslands hleypt af stokkunum um- fangsmiklu skyndihappdrætti, sem er hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Með happdrættinu er ætlunin að kosta undirbúning og þátttöku íslensks íþróttafólks í Ólympíuleikunum 1984. Vinningar eru tólf glæsilegar bifreiðir sem eru á þessari mynd. Sprett-rall á Reykjanesi í dag, klukkan 14.00, hefst á Reykjanesi svokallað sprett-rall, sem haldið er á vegura Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavíkur. Ekin verður Reykjanesleið fram og til baka, en leiðinni skipt í fjóra leið- arhluta. Gefst áhorfendum þvi kost- ur á að sjá fjórar sérleiðir með stuttu millibili. Sprett-rallinu er startað frá Grindavík, þar sem skoðun fer fram klukkan 13.00. Þar sem rallið er mjög stutt mun hversekúnda sem tapast skipta máli. Búast má við hörkuk- eppni milli Hafsteins Haukssonar á Escort, Birgis Bragasonar á Sko- da 130 RS og Jóhanns Hlöðverss- onar á Escort um sigur. Morgun- blaðinu var ekki kunnugt um fleiri ökumenn, sem gætu blandað sér í toppbaráttuna er blaðið fór í prentun. Sprett-rallið er m.a. skipulagt til þess að gefa nýliðum kost á að taka þátt í ralli án mikils tilkostnaðar. Verður fróðlegt að sjá hvernig þeir munu standa sig gegn gamalreyndu ökumönnunum á sterkbyggðum og kraftmiklum bílum. Melka Akkja Hinir sívinsælu kuldajakkar: -með vindþéttu vatnshrindandi ytrabyrði. —fóðraðir með einangrandi vatti. —dregnir saman í mittið með snúru. -með stóra rúmgóða vasa. -með hettu, innrennda í kragann. -með inná-vasa með rennilás. Nú er Melka-vetur í HERRAHÚSINU. BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 Bíóhöllin sýnir „Konung fjallsins“ Bíóhöllin hefur frumsýnt myndina hasarmynd, þar sem kappakstur „Konung fjallsins“ en þar er Dennis er í hávegum hafður og inn í Hopper m.a. í aðalhlutverki. myndina fléttast ýmsir menn, Hér er um að ræða bandaríska misjafnlega heiðarlegir. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? o l»l \U,\.\ SIK l M M.I.T I \M> \R l»l M (.I.VslK I MORí.l MU \»>l\t hjá okkur kl. 10—5 í dag KM -húsgögn, Lannholtsvegi lll, Keykjavík, símar .1701« — .17144. KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.