Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.1982, Blaðsíða 40
^^Vskriftar- síminn er 830 33 "^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1982 Ný flugstöð á Keflavíkurflugvelli: Samkomulag á Bandaríkjaþingi um að fresta niðurfellingu fjárveitingar Undirmenn á farskipum: Verkfall hófst í gær VERKFALL undirmanna á farskipum hófst klukkan tólf á hádegi í gær, föstudag, eins og boðaó hafði verið. Samningafundur farmanna og skipafélaganna hjá ríkissáttasemjara stóð til klukkan 20 í gærkveldi, án þess að samkomulag tækist. Guðlaugur Þorvaldsson, rík- þó ekki í sjónmáli. Nýr fundur í issáttasemjari, sagði í samtali deilunni hefur ekki verið boðað- við blaðamann Morgunblaðsins ur, en ríkissáttasemjari kvaðst í gærkveldi, að miklar umræður hafa samband við fulltrúa hefðu farið fram, gagnlegar í deiluaðila á mánudag. sjálfu sér, en samkomulag væri Storð gengst fyrir nýstárlegum skákviðburði: Vaxtastig verðtryggðra lána komið í 88,8% Hraði byggingavísitölu nú 86,1% miðað við heilt ár VEXTIR og verðtrygging á verð- tryggðum lánum er nú 88,8% á ári sé miðað við hækkun lánskjaravísitölu I. október næstkomandi. Eins og fram kom í Mbl. í gær, þá hækkaði lánskjaravísitalan 1. október um 5,22% frá septem- bermánuði. Sé sú hækkun fram- reiknuð á heilt ár sýnir hún að verðbólguhraðinn er 84,23%. Og ef vöxtunum af verðtryggðum lán- um, sem yfirleitt eru 2—3% á ári, er bætt við verðtrygginguna kem- ur í ljós að vextir og verðtrygging sem iántakendur verðtryggðra lána þurfa að greiða eru 88,8% á ári. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 16,8% á tímabilinu júní til september í ár, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. A ársgrundvelli samsvarar þessi hækkun 86,1%. Vísitala bygg- ingarkostnaðar er reiknuð eftir verðlagi í fyrra hluta september, og reyndist hún vera 1.331 stig, miðað við að vísitölustigið var 100 í október 1975. Vísitala þessi gildir á tímabilinu október til desember 1982. Eins og kom fram í tilkynningu Hagstofunnar um byggingavísi- tölu þá er tók gildi 1. júlí í sumar, kom hækkun útseldrar vinnu sak- ir nýs kjarasamnings meistara og sveina frá 14. júní, ekki fram í henni. Hækkun þessi er á hinn bóginn inni í þessari nýju vísitölu, en væri henni sleppt væri hækkun vísitölunnar frá verðlagi í júni til verðlags nú í september 14,1% í stað 16,8%. Blíða á Hvammstanga Spassky og Friðrik mæt- Tefldar verða fjórar skákir í einvíginu en ekki hefur enn verið ast í „lokuðu“ BORIS Spassky, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, tefla einvígi hér í Reykjavík dag- ana 4. til 8. október næstkomandi. Að þessum sérstæða skákviðburði stendur Storð, nýtt tímarit, sem Al- menna bókafélagið og lceland Review undirbúa nú að gefa út sameiginlega, eins og fram kom i frétt i Mbl. á miðju sumri. Einvígið verður haldið fyrir luktum dyrum og mun úrslitum þess verða haldið leyndum þar til fyrsta tölublað Storðar kemur út, fljótlega eftir áramótin, en þar munu skákirnar birtast ásamt skýringum stórmeistar- anna. einvígi ákveðið með hverjum hætti skorið verður úr um sigurvegar- ann, ef keppendur standa jafnir að fjórum skákum loknum. Ein- vígið mun fara fram á Hótel Loftleiðum, en Flugleiðir hafa boðið Spassky far til og frá land- inu og uppihald meðan á dvöl hans hér stendur. Spassky hefur fallist á að tefla eitt fjöltefli, áður en sjálft ein- vígið hefst og mun það fara fram síðdegis sunnudaginn 3. október. Nær allir þátttakendur í fjöltefl- inu verða úr hópi starfsmanna Búnaðarbankans, Landsbankans og Útvegsbankans, en áhorfend- um verður heimilt að fylgjast með fjölteflinu. — formleg afgreiðsla í þingdeildum á næstu dögum SAMKOMULAG hefur náöst um það á Bandaríkjaþingi að fella ekki niður 20 milljóna dollara fjárveitingu til nýrrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflug- velli. Fyrir lá, að fjárveitingin yrði þurrkuð út af bandarískum fjárlögum 1. október næstkomandi þar sem ríkisstjórn íslands hefur ekki getað komið sér saman um að nýta fjármagnið. Samkvæmt samkomulaginu í þinginu, sem gert var á miðvikudag, er gildistími fjárveitingarinnar framlengdur um eitt ár, til 1. október 1983. Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, fylgdi tilmælum Olafs Jóhannessonar um framlengingu á fjárveitingunni eftir, þegar hann dvaldist í Washington í tilefni af Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti þann þátt fjárlaga sem fjallar um fjárveitingar til fram- kvæmda á valdsviði varnarmála- ráðuneytisins fyrir skömmu. í þeirri samþykkt fólst framlenging Fyrsta „frostið“ í Grimsby FYRSTU frystivélarnar í frysti- geymslum Sölumiðstöðvar hrað- frytihúsanna i Grimsby voru gangsettar í gær. Um er að ræða 7.500 fermetra geymslurými, þegar allt hefur verið tekið í notkun. Þessar upplýsingar sím í gær Friða Proppé, blaða- maður Morgunblaðsins, sem stödd er í London. A leiðinni munu vera fyrstu fiskfarmarnir af frystum fiski, sem fara eiga í þessar geymsl- ur. Er það m.a. blokkarfiskur, en fyrirhugað er síðar meir að í sambandi við þessar fisk- geymslur verði starfrækt fisk- réttaverksmiðja, sem framleiði fyrir brezkan markað með svipuðu sniði og Coldwater- verksmiðjurnar í Bandaríkjun- um framleiða fyrir markað þar vestra. heimsókn forseta Islands þangað. á fjárveitingum til nokkurra verk- efna, þar á meðal nýju flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli. Öld- ungadeildin hafði hins vegar lýst því yfir, að hún væri andvíg ýmsum ákvæðum í þessu lagafrumvarpi. Miðvikudaginn 22. september var síðan efnt til fundar í sameigin- legri nefnd beggja deilda Banda- ríkjaþings, þar sem samið er um framgang mála, sem önnur deildin vill að nái fram en hin ekki. Á fundi þessarar nefndar var fallist á málamiðlun, sem felur það meðal annars í sér að öldungadeildin fell- ur frá andstöðu sinni gegn fram- lengingu á fjárveitingunni til nýju flugstöðvarinnar. Frumvarp, sem byggt er á slíkri málamiðlun milli þingdeildanna, verður hins vegar að fara í gegnum báðar deildirnar og verði það samþykkt, eins og allt bendir til, þarfnast lögin undirrit- unar Ronald Reagans, Bandaríkja- forseta, til að öðlast gildi. Talið er að þessi gangur málsins geti tekið um tvær vikur. Ráðherrar Alþýðubandalagsins beittu hinn 8. september sl. neitun- arvaldi gegn tillögu Ólafs Jóhann- essonar um að ráðast í fram- kvæmdir við bygginguna á þessu ári. Þar með lá fyrir, að 20 milljóna dollara fjárveiting Bandaríkja- manna myndi falla niður 1. október næstkomandi. Við svo búið sagðist utanríkisráðherra leita eftir fram- lengingu á fjárveitingu Banda- ríkjastjórnar og síðan fylgdi Marshall Brement, sendiherra, málinu eftir í Washington.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.